Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ G irardon er eigandi og yf- irmatreiðslumaður Mic- helinstjörnu-veitingastað- arins Domaine de Clairefontaine sem er fyrir sunnan Lyon í Frakklandi. Philippe hefur stjórnað Domaine de Clairefon- taine frá árinu 1983. Árið 1997 fékk hann titilinn Meilleur Ouvr- ier de France. Philippe, sem er í hópi virtustu matreiðslumeistara Frakklands, er mikill Íslandsvinur og hefur tekið þátt í að þjálfa flestalla íslenska matreiðslumeist- ara sem hafa tekið þátt í hinni heimsþekktu Paul Bocuse keppni. Þá er hann öllum hnútum kunn- ugur í Perlunni en þangað kom hann fyrst sem gestakokkur árið 1996. jonagnar@mbl.is Það er ekki ofsagt að goðsögn mæti til leiks í Perlunni í næstu viku þegar matarhátíðin Food & Fun hefst á hlaupársdag 29. febrúar. Það er enginn annar en hinn franski Philippe Girardon. Morgunblaðið/Ásdís Philippe Girardon, einn af virtustu kokkum Frakklands, verður gestakokkur Perlunnar á Food & Fun í ár. Goðsögn mætir í Perluna Forréttur Humar- og krabba- mosaik í sítrónumelíshlaupi, með austurlenskum salathjörtum og blómum skreytt Ljós hörpudiskur og tómata- crème brûlée með jómfrúarsósu í nýjum búningi Aðalréttur Lambið – bógurinn confit, fillet steikt, með nicois- grænmetis-cannelloni og krydd- jurtasafa Í croque-monsieur formi: fourme d‘Ambert/Mascarpone Eftirréttur Súkkulaði-Stradiv- arius með „Pur Caraïbes“ súkku- laði, járnutaís og ristaðar hnetur Matseðill Andalifrarfrauð 300 gr. andalifur 2 egg heil 1 rauða 500 gr. rjómi 7 hvítlauksgeirar 1 búnt steinselja Hvítlaukurinn og steinselja í matvinnsluvél, eggin og rauðan og rjóminn hrært saman. Lifrin sett í matvinnsluvél með hvítlauknum, passa að hræra ekki mikið því lifrin má ekki hitna. Allt blandað saman í restina og sigtað í gegnum fínt sigti, bakað í vatnsbaði 120°C í 45 mínútur. B oðið verður upp á fjögurra rétta kvöld- verðarseðil þar sem meðal annars má finna villisveppasalat með jarðskokkum og geitaosti, smjörsoðinn þorskhnakka og grillaða humarhala með humargljáa, heilgrill- aða nautalund sem grilluð verður yfir opnum eldi í Tandoori-ofninum okkar og skyr-panacotta, möndluköku með hvítsúkkulaði-rjóma í eftirrétt. „Við hlökkum gríðarlega til að fá Ben Poll- inger í heimsókn til okkar. Hann er svo hrífandi og skemmtilegur í alla staði og mun klárlega krydda Food’n Fun stemninguna hjá okkur,“ segir Þórey Ólafsdóttir markaðsstjóri Nítjándu. „Ben Pollinger er einn fremsti matreiðslu- meistari Bandaríkjanna og yfirmatreiðslumeist- ari veitingastaðarins Oceana sem er þekktur Michelin staður í New York. Þar vinnur hann með alþjóðlegt hráefni og besta fáanlega sjáv- arfang hverju sinni og leikur sér á einstakan hátt með hin ýmsu bragðefni. Pollinger hefur auk þess fengið framúrskarandi dóma meðal annars frá New York Post og Crain á Gael Greene.“ Einn sá fremsti Veitingastaðurinn Nítjánda í Turninum hefur skipað sér í fremstu röð veitingastaða landsins. „Við bjóðum upp á hádegisverðarhlaðborð og léttan seðil alla virka daga í hádeginu, gómsætan brunch um helgar og 40 rétta kvöldverðarhlað- borð fimmtudags- til sunnudagskvöld. Við bjóð- um einnig upp á veislu- og fundaraðstöðu á tveimur efstu hæðum Turnsins,“ segir Þórey. sbs@mbl.is Morgunblaðið/RAX Geitaostur og grillaðir humarhalar Einn af fremstu matreiðslumeist- urum Bandaríkj- anna, Ben Pollinger frá Michelin stjörnu- veitingastaðnum Oceana í New York borg verður á Veitingastaðnum Nítjándu í Kópavogi á Food & Fun hátíðinni. Ben Pollinger er áhrifamikill veitingamaður vestanhafs og mun efalítið marka skil hér á landi með eldamennsku sinni. Þórey Ólafsdóttir bíður þess með óþreyju að Ben Pollinger láti til sín taka í eldhús- inu á Nítjándu. H átíðin er spennandi og við hlökkum öll til. Og notum auðvitað allt besta hráefnið sem við fáum en okkar sér- staða hefur jafnan verið sú að við fáum sérvalið kjöt sem við kaupum beint af bændum,“ segir Guðlaugur B. Frímannsson, veitingamaður á Grillmarkaðnum. Þar á bæ taka menn auðvitað þátt í Food & Fun og leggja mikið undir. Það er bandaríski meist- arakokkurinn David Varley sem kemur vest- an frá San Francisco sem leiða mun mat- argerðarlistina á Grillmarkaðnum meðan á hátíð stendur. Í heimaborg sinni er Valey leiðandi maður og segir Gunnlaugur að spennandi verði að kynnast vinnubrögðum hans og áherslum. „Ég veit raunar mjög lítið um manninn á þessum tímapunkti en þarf að gúggla hann,“ segir Guðlaugur sem starfaði lengi á Fisk- markaðnum en flutti sig yfir á Grillmark- aðinn þegar hann tók til starfa á síðasta ári. Margt af samstarfsfólki hans fór með honum á nýjan veitingastað og er því útkoman afar heildstæður og góður hópur fólks þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Matseðillinn meistarakokksins bandaríska sem verður næstu daga á Grillmarkaðnum er afar spennandi. Í lystauka eru steiktar kart- öflur með smjöri, humar, kræklingur, kál og vanilla. Forrétturinn er humar, kræklingur, kál og vanilla og þegar kemur að millirétt er verður á borðum grilluð bleikja og bleikju- hrogn með júgúrt, dilli, rauðrófum og hvera- brauði. Aðalrétturinn verður grillað nauta- ribey og uxahalar. Súkkulaði og karamellur eru uppistaðan í eftirréttinum. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Guðlaugur Frímannsson er yfirkokkur á Grillmarkaðnum sem var opnaður á síðasta ári. Besta hráefnið á spennandi hátíð David Varley frá San Francisco verður á Grillmarkaðnum. Humar, kræklingur, bleikja og uxahalar. Karamelluuppistaða í eftirrétti. Laxasalat Graflax, skalott, dill, japanskt majónes, svartur pipar, egg Laxinn skorinn í pínulitla bita, eggin soðin og skorin í litla bita, öllu blandað saman og smakkað til með salti og pipar fennel, skorið þunnt rófur, skornar í vélinni í ræmur dressað með dillsaxi og sítrónuolíu fennel, skorið þvert í 3-4 bita, soja og nois- ette (einn hluti soja, þrír hlutar noisette) sett saman í vakúmpoka og eldað yfir gufu í 1 klst. við 100°C.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.