SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Qupperneq 28
28 29. janúar 2012
gerst í Apple. Við vinnum í þessum anda og þríf-
umst ekki nema við getum starfað frjálsir í hon-
um.“
Mistök leiðtogans
Þú hefur áhuga á leiðtogahlutverkinu. Hvað ein-
kennir góðan leiðtoga?
„Góður leiðtogi fær aðra í lið sér. Í bók okkar
Leiðtogafærni, sjálfskilningur, þroski og þróun
segjum við Helgi Þór að leiðtoginn þurfi að vera
djúpsær, vera læs á eigin tilfinningar og upplifanir,
og vera fær um að beita innsæi sínu í samskiptum
við annað fólk. Það er æskilegt að hann sé blátt
áfram, geti verið skeleggur og sé næmur á þarfir
sjálfs sín og annarra, og þess vegna læsari á þann
raunveruleika sem hann er að vinna innan. Aðeins
þannig verður hann færari um að vinna meðvitað
að eigin þroska og að þróun þess sem honum er
trúað fyrir, ef ekki þá heldur hann kannski áhrifa-
valdi en getur verið mjög mistækur.“
Eru það einhver ákveðin mistök sem leiðtogar
gera?
„Ég fer inn í fyrirtæki og félög, hitti fólk úr
stjórnkerfinu hingað og þangað og sé leiðtoga að
störfum. Þar eru alls konar hlutir í gangi og það eru
margháttuð mistök sem fólk í leiðandi hlutverkum
gerir: Það getur verið of upptekið af eigin þörfum
og þess vegna illa næmt á þarfir annarra; það getur
haft takmarkaða þjálfun eða getu til að beita gagn-
rýnni hugsun og fellir þess vegna hæpna dóma um
menn og málefni; það getur gert mistök í því að
velja ekki með sér réttu samstarfsmennina; og svo
getur valdið spillt því. Leiðtoginn getur líka gleymt
að mæta eigin þörfum og brennur þess vegna út.
Hann er kannski í hópi með fólki sem hefur lítið
sálfræðilegt innsæi og þar sem verða til sefjunar-
menn í nafni hennar iðulega að stytta sér leið, halda
kenningum fram og viðhalda áhrifum sínum á mjög ófull-
nægjandi forsendum. Eftir að hafa lokið guðfræðinámi
velti ég því mér hvort ég ætti að fara í prestskap en endaði
í doktorsnámi með því sérstæða nafni „geðlæknisfræði og
trúarbragðafræði“ við Union Theological Seminary í New
York, sem tengist Columbia-háskóla, og lærði sálgrein-
ingu hjá The Harlem Family Institute.
Ég vann líka sem sjúkrahúsprestur á Lennox Hill
sjúkrahúsinu og hef starfað sem slíkur á Landspítalanum
– háskólasjúkrahúsi með því einvalaliði sem þar starfar.
Þegar ég kom heim opnaði ég stofu og sinnti sálgreining-
armeðferð. Skjólstæðingar mínir glímdu við ýmiskonar
vandamál sem voru allt frá því að vera hversdagsleg upp í
að vera þunglyndi, geðhvörf og alvarlegar persónuleika-
raskanir. Þetta var gefandi vinna og það var nóg að gera.
Jafnframt því að sinna sálgreiningu fór ég að kenna og
sinnti ráðgjafarverkefnum. Í sálgreiningarmeðferð verður
maður stöðugt að vera til staðar og meðferðin er mjög
vandasöm, og hún krefst tíma, einbeitni, kunnáttu og al-
úðar. Maður er frjálsari með tíma sinn í háskólakennslu
og ráðgjöf. En prestleg sálgæsla og sálgreiningin er mér
enn mjög hugleikin. Ég kom oft út úr viðtölum hugsandi:
„Þetta er með því mikilvægasta sem hægt er að fást við,
þar sem einn styður annan, með ráðum og dáð.“
Ég var svo ungur þegar ég byrjaði að sinna syrgjandi og
veiku fólki og með tímanum fór mig að langa að vinna
með heilbrigt fólk — hvað sem það nú annars er að vera
heilbrigður. Við Helgi Þór fórum af stað með námskeið í
endurmenntun í Háskóla Íslands, verkefnastjórnun og
leiðtogaþjálfun, og höfum nú skrifað nokkrar bækur
saman um þessi efni. Hann kemur með verkvitið, tækni-
þekkinguna og verkfræðina og ég kem inn með húm-
anismann, menninguna og sálfræðina. Nú er aðalstarf
mitt að kenna í meistaranámi í verkefnastjórnun, MPM-
námi, við Háskólann í Reykjavík, ásamt Helga Þór og
fjöldamörgum öðrum framúrskarandi kennurum. Þetta
er gefandi starf og við erum mjög þakklátir fyrir aðstöð-
una og þann áhuga sem við höfum fundið fyrir í Háskól-
anum í Reykjavík. Í MPM-náminu, sem við þróuðum
framan af innan Háskóla Íslands, er verið að búa fólk
undir að takast á við að byggja upp íslenskt samfélag, ís-
lenskt athafnalíf og ljá því verkfæri sem eru eftirsótt víða
um veröld. Við fylgjumst vel með og störfum eftir alþjóð-
legum viðmiðum. Kannski má segja að verið sé að skapa
nýja endurreisn þar sem blandað er saman verkvitinu og
mannvitinu – verkvísindum og hugvísindum. Ég er
nýbúinn að lesa ævisögu Steve Jobs. Höfundur bók-
arinnar segir að þegar húmanisminn og verkvísindin
komi saman þá verði mikil sköpun. Hann segir að það hafi
Dr. Haukur Ingi Jónasson er kennari og for-stöðumaður í meistaranámi í verkefnastjórn-un (MPM-námi) við Háskólann í Reykjavík enhann hefur byggt upp og þróað það nám
ásamt félaga sínum Helga Þór Ingasyni og saman hafa þeir
skrifað bækurnar Leiðtogafærni, Stefnumótunarfærni,
Samskiptafærni og Skipulagsfærni. Auk þess að kenna
sinnir Haukur ráðgjafarstörfum og fer meðal annars inn í
fyrirtæki og fylgist með leiðtogum að störfum. Hann rek-
ur ásamt Helga Þór og í samstarfi við Eyrúnu Magnús-
dóttur ráðgjafarfyrirtækið Nordica ráðgjöf ehf.
Haukur Ingi, sem er sonur Jónasar Ingimundarsonar
píanóleikara, er fyrst spurður um það hvort tónlistin hafi
ekki sett sterkan svip á bernskuna. „Ég er alinn upp undir
flyglinum,“ segir hann. „Pabbi er ekki eini píanóleikar-
inn, mamma, Ágústa Hauksdóttir, er píanókennari. Ég
man eftir röðum af tónlistarfólki sem kom í heimsókn.
Einna eftirminnilegust var Sigríður Ella Magnúsdóttir sem
passaði mig þegar ég var strákur. Þegar ég sá hana svo á
sviði sem Carmen þá fannst mér magnað að upplifa barn-
fóstruna mína í þessu dramatísku hlutverki.“
Faðir þinn er afar virtur og vinsæll listamaður.
Hvarflaði aldrei að þér að gerast tónlistarmaður?
„Pabbi var alltaf mjög örlátur á vinnu sína, fór víða og
mikið út á land og spilaði, kenndi á orgelnámskeiðum og
stofnaði kóra. Það lýsir því vel hvað hann er örlátur á
framlag sitt að þegar hann var kominn í hvíld á Heilsu-
hælinu í Hveragerði þá var hann strax í fyrstu vikunni
búinn að skipuleggja tónleika á staðnum. Ég held ég hafi
fengið áhugann á þessu í föðurarf og áhugann á öllu öðru í
móðurarf.
Sem krakki lærði ég lítillega á blokkflautu en það gekk
ekki. Svo lærði ég á píanó en það endaði líka. Svo kom
sellóið en það varð ekki framhald á því námi. Ég var ekki
nægilega einbeittur í tónlistarástundun og foreldrarnir
voru ekkert að þvinga mig inn á sína línu. Seinna fór ég að
syngja í kór og kynntist þar mínum nánasta samstarfs-
manni til margra ára, Helga Þór.“
Að skapa nýja endurreisn
Þú ert lærður guðfræðingur og sálgreinir, hvernig sérðu
þau hlutverk fyrir þér?
„Ég var í hagfræðideild Menntaskólans við Sund og fór
þaðan í hagfræðinám í Indiana University School of Bus-
iness og lagði stund á hagfræði en hætti. Ég lenti í and-
legum háska og fannst að ég væri að byggja hús mitt á
sandi. Ég ákvað að reyna að finna bjarg til að byggja hús
mitt á og fór í guðfræði. Ég komst að því að þar er ekki
bjarg heldur enn meiri sandur. Guðfræðin er ákaflega
huglæg og miklu flóknari en látið er í veðri vaka. Enda eru
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Sterkt innsæi
er eitt besta
vinnutækið
Dr. Haukur Ingi Jónasson er höfundur nokkurra bóka, þar
á meðal bókar um leiðtogafærni. Í viðtali ræðir hann meðal
annars um hlutverk leiðtogans og mikilvægi innsæis.
’
Það er hins vegar slæmt að í
þjóðfélagsumræðunni og á
þinginu búa menn sér til víg-
línur sem þeir benda stöðugt yfir.
„Við-þið“-sálfræði ræður ferðinni og
sá sem vinnur við sálfræðilega með-
ferð veit að það er frumstæð sálræn
viðleitni til að komast hjá því að horf-
ast í augu við sjálfan sig.