SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 30
30 29. janúar 2012 L eiðtogar sex vinstriflokka á Norðurlöndum skrifuðu grein í Fréttablaðið sl. fimmtudag um bankamál. Í hópi greinarhöf- unda er Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG. Í upphafi greinarinnar segir: „Við forsvarsmenn sex vinstriflokka á Norðurlöndunum krefjumst þess, að regl- ur verði settar um fjármálamarkaði til að koma í veg fyrir að skattborgarar borgi reikninginn, þegar bjarga á bönkum.“ Undir þetta skal tekið. Þeir segja: „Það þarf að gera greinarmun á þeirri bankastarfsemi, sem er nauðsynleg í hverju samfélagi annars vegar og spá- kaupmennsku hins vegar og að auki að tryggja að geta bankanna til að standa við skuldbindingar sínar aukist til muna.“ Þetta er rétt. Þeir segja: „Áætlun okkar miðar að því að tryggja efnahagslegt öryggi og felst m.a. í að sett verði alþjóðlegt gjald á fjármagnsflutninga milli landa.“ Þetta er skynsamlegt. Þeir segja: „Það eina, sem bjargaði kerfinu var að ríkisstjórnir og seðlabankar dældu gríð- arlega miklu magni af peningum skatt- greiðenda inn í banka og aðrar fjár- málastofnanir.“ Þetta er rétt. Þeir segja: „Í löndum þar sem fjárfestingarbankar á einkamarkaði eru stór hluti af fjár- málakerfinu ber að innleiða lög þar sem gerður er greinarmunur á hefðbundinni bankastarfsemi og spákaupmennsku í átt við það, sem nýleg rannsókn á brezka bankakerfinu leggur til.“ Þetta er rétt. Þeir segja: „Endurbætt samkeppnislöggjöf mundi brjóta upp einokunarstöðu bankanna og opna leið inn í kerfið fyrir minni leikmenn án ófyrirleitinna hagnaðarsjónarmiða.“ Þetta er rétt og skynsamlegt. Þeir segja: „Samkvæmt Basel III reglunni eiga bankarnir að eiga 7-9,5% grunneigiðfé miðað við áhættumetnar eignir. Þessar kröfur eru alltof lágar…“ Þetta er rétt. Þeir segja: „Alþjóðlegt gjald á fjármagnsflutninga gæti unnið gegn þeim viðskiptamynztr- um, sem færast í aukana á fjármálamörk- uðum, til dæmis rafræn hátíðniviðskipti.“ Með þessum orðum taka þeir undir sjónarmið Wolfgangs Schäuble, fjár- málaráðherra Kristilegra demókrata í Þýzkalandi, sem telur að slíkur skattur mundi draga úr fjármálaviðskiptum, sem byggjast á spákaupmennsku. Þeir segja: „Stór hluti fjármálaviðskipta fer ekki fram á skipulögðum markaði. Það skapar vandamál, þar sem markaðurinn hefur þá ekki upplýsingar um hvaða stofnanir eigi hvaða verðbréf. Þess vegna ættu öll við- skipti með hvers kyns afleiður og samsetta fjármálagerninga að eiga sér stað á löggilt- um mörkuðum.“ Þetta er rétt. Allt sem leiðtogar þessara sex vinstri- flokka segja í þessari grein, sem gera má ráð fyrir að hafi birtzt í einhverjum blöð- um á öllum Norðurlöndum, er rétt og í samræmi við þau sjónarmið sem uppi hafa verið í flestum Evrópuríkjum og að hluta til í Bandaríkjunum hjá flestum stjórn- málaflokkum, þar á meðal Íhalds- flokknum í Bretlandi að því undanskildu að bæði Bretar og Bandaríkjamenn eru andvígir skatti á fjármagnstilfærslur, sem hins vegar bæði Angela Merkel og Nicho- las Sarkozy, leiðtogar tveggja hægriflokka í Evrópu, mæla með. Grein leiðtoga hinna norrænu vinstri- flokka sýnir að það er víðtæk samstaða þvert yfir hið pólitíska svið um þær grundvallarbreytingar sem þarf að gera til þess að koma böndum á fjármálamark- aðinn á Vesturlöndum og raunar um heim allan. Það sem vekur hins vegar sérstaka at- hygli er þetta: Það var ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem tók ákvörðun um að láta al- þjóðlega lánardrottna íslenzku bankanna sitja uppi með tapið af eigin lánveitingum til bankanna hér. Þar með varð Ísland að eins konar fyrirmynd annarra þjóða um það hvernig taka ætti á hruni bankakerfa. Þá voru það ekki ríkjandi viðhorf. Nú eru þau alls staðar ráðandi. Sú ríkisstjórn, sem tók við völdum á Ís- landi 1. febrúar 2009, og Steingrímur J. Sigfússon hefur verið mestur valdamaður í, hefur hins vegar ekki litið á það sem for- gangsverkefni sitt að setja nýja löggjöf um starfsemi bankanna hér, þótt hrun þeirra hafi verið kjarninn í hruninu mikla haust- ið 2008. Sú ríkisstjórn hefur hvorki séð ástæðu til að setja löggjöf um aðskilnað viðskiptabankastarfsemi og fjárfesting- arbankastarfsemi eins og leiðtogar vinstriflokkanna á Norðurlöndum leggja til, né hefur sú ríkisstjórn gert nokkrar ráðstafanir til að koma böndum á banka- kerfið, sem enn er alltof stórt og alltof dýrt fyrir þetta litla samfélag. En þar að auki hefur sú ríkisstjórn, sem Steingrímur J. Sigfússon ræður mestu í, selt tvo íslenzka banka af þremur til þeirra erlendu spákaupmanna, sem réttilega eru gagnrýndir í grein leiðtoganna sex, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Hvernig er hægt að segja eitt á vettvangi flokkasamstarfs á Norðurlöndum en gera það þveröfuga heima fyrir? Ef greinin sem Steingrímur J. Sigfússon skrifar undir er hins vegar til marks um að vænta megi viðamikillar löggjafar um bankakerfið á Íslandi í anda þeirra hug- mynda sem settar eru fram í greininni og eru nú til umræðu í flestum Evr- ópulöndum er það fagnaðarefni. Þótt stjórnarandstaðan á Alþingi hafi heldur ekki haft frumkvæði að slíkri tillögugerð – því miður – er ekki ástæða til að ætla ann- að en að hún mundi taka þátt í setningu slíkrar löggjafar af heilum huga. Pólitísk samstaða um róttækar breytingar á bankalöggjöf? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Mikil gleði braust út á Íslandi á þessum degifyrir 24 árum þegar ungur skákmaður, Jó-hann Hjartarson, tryggði sér sigur gegnhinum heimskunna stórmeistara Victor Kortsjnoj í undankeppni einvígis um réttinn til að skora á heimsmeistarann í skák. Einvígið fór fram í St. John í Kanada og fylgdist þjóðin grannt með gangi mála enda skákvorið mikla í algleymingi á Íslandi. Líklega hefur ekkert skákeinvígi vakið meiri athygli hér um slóðir, ef undan er skilið einvígi aldarinnar milli Bobbys Fischers og Borisar Spasskís í Reykjavík 1972. Jóhann var að vonum í skýjunum þegar Guðmundur Hermannsson, blaðamaður Morgunblaðsins, ræddi við hann í St. John eftir áttundu og síðustu skákina sem vannst. Hvorki datt þó né draup af hinum hógværa stór- meistara. „Mér fannst þessi skák ekki svo erfið, mér fannst fjórða skákin miklu erfiðari,“ sagði Jóhann. „Það var líka erfitt að tefla 5. skákina. Ég vissi ekki almenni- lega hvernig ég átti að tefla hana. Ég var fyrst hræddur um að vera of varkár og svo um að sækja of mikið. Og loks lék ég af mér í stöðu sem var í jafnvægi. Það var óskiljanlegur afleikur, hreinlega skákblinda, því ég sá ekki millileik sem Kortsjnoj átti.“ Jóhann var einnig spurður hvernig það hefði verið að tefla með „þjóðina á bakinu“. „Ég hef ekki orðið svo var við það. Ég hef verið „friðaður“ fyrir utanaðkomandi áhrifum og menn verða auðvitað að hafa mjög gott næði þegar teflt er á skákmótum.“ Spurður hvort erfitt væri að tefla svona einvígi svaraði Jóhann: „Það var mjög erfitt. Ég hefði ekki trúað því fyrirfram hvað það er mikill munur á að tefla einvígi og tefla í móti, sérstaklega þegar andstæðingurinn er svona og svona. En það unnu aðrir fyrir mig sálfræðistríðið, aðallega Friðrik [Ólafsson] sem meðhöndlaði þetta mjög glæsilega að koma okkar sjónarmiðum á framfæri þann- ig að ég fengi að tefla ótruflaður.“ Taldi Íslendinga hafa beitt bolabrögðum Þarna vísaði Jóhann til þess að andstæðingur hans við skákborðið hafði vanið sig á ýmsa (ó)siði svo sem að reykja eins og strompur og ganga fram og aftur um gólf. Gerði hann þetta í fyrstu sex skákunum, Jóhanni til ama. Þá rituðu Friðrik Ólafsson, formaður íslensku sendinefndarinnar í St. John, og Jóhann sjálfur Svetozar Gligoric, yfirdómara áskorendaeinvígjanna í skák, bréf þar sem þeir fóru fram á þrennt: Að keppendur gengju ekki á sviðinu á meðan andstæðingur þeirra væri að hugsa næsta leik; að keppendur stæðu ekki eða gengju fram og til baka í sjónlínu andstæðings síns meðan hann hugsaði; og að keppendur reyktu ekki við skákborðið þegar andstæðingur þeirra ætti leik. Þótti Gligoric þess- ar kröfur sanngjarnar og böndum var komið á Kortsjnoj – honum til mikils óyndis. Raunar kenndi hann þessum skorðum alfarið um ósigur sinn. Eftir tapið í síðustu skákinni neitaði hann að svara spurningum en lýsti eftirfarandi yfir: „Ég vil fá að segja það, að herra Ólafsson, sem er fyrir íslensku sendi- nefndinni, vann þetta einvígi. Ekki herra Hjartarson sem lék – ja – eins og styrkleiki hans gefur tilefni til, ekki betur. En herra Ólafsson, sem gaf út rætnar yfirlýs- ingar um hegðun mína við skákborðið; hann vann ein- vígið. Hann neyddi mig til að tefla við óþolandi að- stæður, leyfði mér ekki að reykja og ekki að ganga um. Það er allt sem er um þetta að segja. Það var þetta sem herra Ólafssyni tókst. Þetta er allt sem ég get sagt.“ Friðrik viðurkenndi í Morgunblaðinu að ýmislegt hefði gerst sem ekki ætti að gerast í sambandi við skák. „En það er allsstaðar svartur sauður og ekkert við því að gera. Það urðu leiðindi út úr þessu en það varð að taka á þessu máli með festu og gera sökudólgnum það skýrt og greinilega ljóst að slíkt gengi ekki.“ Þetta var þó Friðriki Ólafssyni efst í huga: „Ég er stoltur, ánægður og glaður og ég held að allir Íslendingar hljóti að vera það. Þetta er glæsilegur áfangi í íslenskri skáksögu.“ Í næstu umferð tapaði Jóhann fyrir Anatolí Karpov. Kortsjnoj er enn að tefla á mótum, orðinn áttræður. orri@mbl.is Jóhann leggur Kortsjnoj Jóhann Hjartarson ásamt Garrí Kasparov árið 1988. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson ’ En herra Ólafsson, sem gaf út rætnar yfirlýsingar um hegðun mína við skákborðið; hann vann einvígið. Victor Kortsjnoj var og er ólíkindatól við skákborðið. Morgunblaðið/Einar Falur Á þessum degi 5. febrúar 1988

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.