SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Side 34

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Side 34
34 29. janúar 2012 Í slendingar sýna Þingvallavatni allsekki þá virðingu sem því ber, seg-ir Pétur M. Jónasson, fyrrverandiprófessor við vatnalíffræðideild Kaupmannahafnarháskóla. Hann hefur stundað rannsóknir á lífríki vatnsins í hálfan fjórða áratug og líst satt að segja ekki á blikuna. „Þingvellir eru Galapa- gos norðursins,“ segir Pétur í samtali við Sunnudagsmoggann. „Það er eina vatnið í Evrópu sem komið er á heims- lista UNESCO.“ Pétri verður tíðrætt um söguna; segir Íslendinga löngum hafa sýnt henni mikinn áhuga en virðist hins vegar mörgum standa nokk á sama um nátt- úruna. Hún sé nánast einskis metin á Íslandi. Einstakt Pétur segir Þingvallavatn einstakt hvað lífríki varðar, umhverfi og sögu. Hann fór fyrir stórum hópi fræðimanna við rannsóknir á vatninu og niðurstöður þeirra rannsókna mynda grunninn að bókum sem gefnar hafa verið út; síðast í fyrra kom út stórvirkið Thingvalla- vatn – A unique world evolving, hjá bókaútgáfunni Opnu. Bókin er að stofni til ensk þýðing á Þingvallavatn – Undraheimur í mótun, sem hlaut Ís- lensku bókmenntaverðlaunin árið 2002, en verkið hefur síðan verið endur- skoðað, nýju efni og rannsóknum bætt við ásamt ljósmyndum og skýring- armyndum. Þá er í bókinni gerð ítarleg grein fyrir rökum sem hníga að því að Þingvellir verði færðir á náttúruminjaskrá UNESCO, en þeir eru þegar á menning- arminjaskrá. Pétur ritstýrði verkinu ásamt Páli Hersteinssyni prófessor, sem lést á síð- asta ári en hann var einmitt meðrit- stjóri Péturs við skrif þriggja bóka af fjórum um Þingvallasvæðið. Rannsóknirnar stóðu yfir í 35 ár og alls komu liðlega 50 vísindamenn að þeim. Líklega eru engar ýkjur að full- yrða að ekkert stöðuvatn í heiminum hafi verið kannað jafn rækilega. Pétur er orðinn 92 ára og formlega löngu sestur í helgan stein, en segist þó hvergi nærri hættur. „Hugvit og sköpunarhæfileikar eru sem kunnugt er ekki til sölu. Þess vegna er bókin rannsóknarárangur 50 sjálfboðaliða frá sex þjóðum sem vildu svala vísindalegri forvitni sinni á Þing- vallavatni og vatnasviði þess. Margir þröskuldar hafa orðið á vegi okkar en við höfum gefið út fjórar bækur á 1400 prentsíðum og 4000 fjölritaðar síður ásamt 100 ritgerðum sem birtar eru í tímaritum um allan heim. Útlögð ókeypis sjálfboðavinna er á við bygg- ingu þriggja Sogsvirkjana.“ Pétur talar um Þingvallavatn sem þjóðargersemi; þetta hraunkögraða vatn á hátindi Atlantshafshryggjarins. „Það var sorgleg sýn að koma að Þingvallavatni eftir þjóðhátíðina 1974. Þingstaðnum, og þar með Njálsbúð, hafði nánast verið haldið í kafi þar eð Þingvallavatn var uppistöðulón Lands- virkjunar. Lækkað var skyndilega í vatninu vegna þjóðhátíðarinnar en þá myndaðist alinhá hvít rönd af dauðum þörungum sem umkringdi allt Þing- vallavatn.“ Það var ekki fögur sjón, segir Pétur M. Jónasson. Þessi virti vísindamaður var kennari við Hafnarháskóla frá 1956 og prófessor í vatnalíffræði og for- stöðumaður Vatnalíffræðistofnunar skólans frá 1977 til 1990. Þá var Pétur forseti Alþjóðsambands vatnalíffræðinga tvö kjörtímabil, í sex ár, á tíunda ára- tugnum. Pétur var kjörinn heið- ursdoktor við Háskóla Íslands árið 2001. Ekki hægt að véfengja „Sú ákvörðun var tekin strax í upphafi rannsóknanna, fyrir rúmum 35 árum, að lýsa vistkerfi vatnsins og vatnasviðs- ins á öllum þrepum, frá ljósi og hita, þ.e. veðri, efnasamsetningu og aldri vatns, frumframleiðni þörunga með geislakolsmælingum, skráningu og vist- fræði um 300 jurta- og dýrategunda frá Pétur M. Jónasson: „Oft furðaði ég mig á því hve blátt og tært vatnið var um hásumarið. Mig grunaði ekki þá að ég ætti sjálfur eftir að útskýra það fyrirbæri.“ Morgunblaðið/Ásdís

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.