Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 12

Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ H ortensían er alltaf mikill vorboði ásamt lauka- blómunum,“ segir Ragn- hildur Fjeldsted, eigandi verslunarinnar Dans á rósum, spurð út í páskablómin. „Þar á ég við bláar klukkur eða Muscari- laukinn, Narsissur með hvítum lilj- um á lauk, túlípana á lauk og svo auðvitað litlu páskaliljurnar sem eru á lauk og hægt er að setja út þegar páskarnir eru svona seint á ferðinni, til dæmis í útiker við aðalinngang.“ Ragnhildur segir líka skemmti- legt að skola laukinn og setja hann í litla vasa eða krukkur, eða setja hann á bakka með fallegum kertum og skrauti. „Svo er auðvitað gaman að orkideum; ég reyni oft að vera með Cymbidium orkideur, þær eru harðgerðar, fást nánast í öllum lit- um og það er skemmtilegt að klippa niður knúppa og setja í litla vasa eða á kaf í vatn. Það þarf ekki neitt flók- ið til að skreyta páskaboðið, þannig að eftir því sé tekið.“ Þvottur og næring Ragnhildur hefur rekið fyrirtæki sitt Dans á rósum við Baldursgötu frá árinu 2007. Hún segir það raun- ar vera vinnustofu frekar en hefð- bundna blómabúð. Hún er spurð til hvaða ráða sé hægt að grípa til að tryggja að afskorin blóm lifi sem lengst. „Aðalatriðið er auðvitað að kaupa fersk blóm, eins og þau eru seld í blómabúðum. Hreinlæti skipt- ir svo höfuðmáli; það þarf að sápu- þvo blómavasann og skola vel fyrir notkun, setja í hann hreint, kalt vatn og bæta blómanæringu út í vatnið, hún á að fylgja með öllum blómavöndum.“ Hún segir líka mjög mikilvægt að hreinsa öll blöð af blómastilkunum sem fara ofan í vatnið til að forðast bakteríumyndun en þannig standi blómin betur. „Túlípanar lifa reynd- ar lengst í mjög litlu, köldu vatni en þá þarf að passa vel að það sé alltaf vatn í vasanum því nokkrir túl- ípanar geta klárað vatnsskammtinn á sólarhring.“ Blóm í eldhúsið Ragnhildur kveðst vilja hæla ís- lenskum blómaframleiðendum. „Þeir leggja hart að sér og bjóða flotta, íslenska vöru; afskorin blóm, pottablóm og lauka. Ég hef oft verið með námskeið fyrir ýmsa hópa, bæði fyrir jól og páska, þar sem ég kenni handtökin við gerð einfaldra skreytinga fyrir heimilið og sýni sniðugar lausnir fyrir minni veislur og hvernig hægt er að nýta blómin á sem bestan hátt. Það er svo margt hægt að gera og Íslendingar mættu vera duglegri að leyfa sköp- unargleðinni að ráða þegar þeir kaupa blóm.“ Spurð út í kostnaðarhliðina segir hún: „Margir tala um að blóm séu dýr en þá segi ég á móti notum ímyndunaraflið, hvað get ég fundið úti í garði eða í náttúrunni? Trjá- grein getur gert mikið í vasa með þremur eða fjórum páskaliljum og svo er hægt að hengja fallegt páska- skraut á greinina. Það er tilvalið fyrir fjölskylduna að föndra saman, leyfa börnunum að sjá um skrautið og hafa þetta ekki of stílíserað. Hægt er að gera mjög mikið úr einu túlípanabúnti; setja til dæmis nokkra túlípana í tvo litla vasa í eld- húsið, það gerir svo mikið að hafa blóm í eldhúsinu. Svo er hægt að taka afganginn af túlípönunum og setja í litla vasa á kertabakka inni í stofu. Það er mikil hefð fyrir lauka- blómum og blómum almennt í ná- grannalöndum okkar, sérstaklega í Skandinavíu, og maður sér varla innanhússtímarit nema það séu blóm í vasa á hverri síðu. En það er rétt að benda á að það er ekki alltaf stór vöndur heldur stundum bara einn grænn flamingo, Anthurium, sem endist í þrjár vikur, gróf trjá- grein úr garðinum eða fallegir túl- ípanar sem færa gleði inn á heim- ilið.“ beggo@mbl.is Páskalegt Það vantar ekki litina í blómahafið á Baldursgötunni enda úrvalið mikið og möguleikarnir eftir því margir. Lífgað upp á tilveruna með lauk Ragnhildur Fjeldsted í blómaversluninni Dansi á rósum segir auðvelt að skreyta páskaborðið með því að nota ímyndunaraflið og kíkja út í garð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Blómarækt Ragnhildur Fjeldsted segir íslenska blómabændur leggja hart að sér og bjóða flotta vöru. Páskahreiður Egg á mosabeði. Litagleði Blóm úr ýmsum áttum. ’Notum ímyndunar-aflið, hvað get égfundið úti í garði eða ínáttúrunni?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.