Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ H elgi, sem er eldri en tvæ- vetur við framleiðslu á hvers konar sælgæti, tekur að sjálfsögðu slag- inn þegar páskavertíðin gengur í garð. Góa hefur enda fram- leitt páskaegg um langt árabil. Ofbauð okrið á sínum tíma „Það eru komin góð fimmtán ár síðan við hófum framleiðslu á páska- eggjum,“ segir Helgi. „Mér ofbauð á sínum tíma þegar menn voru farnir að selja þetta fyrir tífalt meira en venjulegt sælgæti, og mig vantaði bara skelina utan um eggin. Ég átti rúsínurnar og kúlurnar og karamell- urnar en vantaði bara skelina. Ég átti meira að segja súkkulaðið. Svo þegar ég var tilbúinn með eggin ut- an um sælgætið þurfti ég ekki annað en að bæta einu núlli aftan við kíló- verðið og þá var þetta komið í 3.000 krónur kílóið. Mér fannst þetta bara algert okur, en svona var það meðan þeir skiptu þessu á milli sín, risarnir á markaðnum. Svo kem ég inn í þetta og er að eyðileggja fyr- irkomulagið fyrir þeim. Þetta var jú mjög þægilegt hjá þeim,“ segir Helgi og kímir við. „En mér ofbauð og fannst þetta ekki ná nokkurri átt. Það má sjálfsagt segja að eggin séu almennt 1.000 til 1.500 krónum ódýr- ari af því ég er á markaðnum. Þegar menn fara að okra þá verða til tæki- færi fyrir aðra.“ Tilbrigði við klassíkina Að sögn Helga hefur lítið verið átt við uppskriftina að súkkulaðinu frá upphafi. Góu-súkkulaðið standi fyrir sínu. En aftur á móti er bryddað upp á nýjungum í páskaeggjunum endr- um og eins. „Við komum með lakkr- ísegg í fyrra, mjög gott lakkrísegg, sem líkaði vel. Nú í ár komum við með hraunegg sem verður gaman að sjá hvernig fólki líkar. Annars kem- ur það bara í ljós, maður reynir bara að gera sitt besta og koma til móts við fólk.“ Og hvaða egg skyldi vera í uppáhaldi hjá Helga sjálfum? „Það er erfitt að segja. Sælgætisblandan í eggjunum er nokkurn veginn sú sama milli gerða. En þetta er allt mjög gott nammi, eins og ég orða það,“ segir Helgi og brosir við. „Við blöndum bara hrísinu við súkkulaðið sem er góð blanda. En við látum fólkið svo bara vera dóm- arann á það, það er engin leið að ætla að dæma um þetta sjálfur.“ En Helgi veit þó sínu viti um hvað er gott sælgæti? „Ojú, ef ég get ekki borðað nammið þá þýðir ekki að reyna að selja það. Það virkar ekki. Er það ekki mælistika sem mark er á takandi?“ spyr Helgi og brosir breitt. „Enda sérðu að ég er patt- aralegur.“ Óvæntur glaðningur í egginu Aðspurður hvort stundum komi inn á borð til þeirra beiðnir um að lauma einhverju óvenjulegu í ákveð- ið egg segir Helgi það gerast af og til. „Það er alltaf eitthvað um það að menn eru að senda kærustunni. Það gekk svo vel hjá einum að hann kom og gaf mér smá stykki í staðinn, hann var svo ánægður með það hvernig til tókst,“ segir Helgi og hlær dátt. Sjálfur segist Helgi ekki hafa brugðið á þennan leik með óvæntum glaðningi í eggi. „Afabörnin mín biðja bara um páskaegg, refjalaust. Þau eru ekkert að flækja það með veseni.“ jonagnar@mbl.is Allt mjög gott nammi Morgunblaðið/Sigurgeir S. Súkkulaði Helgi Vilhjálmsson í Góu hefur framleitt gotterí ofan í landann í áratugi og kann sitthvað fyrir sér í þeirri iðn. „Við blöndum bara hrísinu við súkkulaðið sem er góð blanda. En við látum fólkið svo bara vera dómarann á það,“ segir Helgi meðal annars hressilega hér í viðtalinu. Helgi Vilhjálmsson, jafnan kenndur við Góu, er á heimavelli þegar góðgæti og sætir molar eru annars vegar. Hann er ásamt starfsfólki sínu á fullu í undirbúningi fyrir páskana. ’Fannst þetta ekkiná nokkurri átt.Það má sjálfsagt segjaað eggin séu almennt1.000 til 1.500 krónum ódýrari af því ég er á markaðnum Um páska verður fjölbreytt dagskrá að vanda í Mývatnssveit. Píslarganga umhverfis Mývatn verður í átjánda sinn á föstudaginn langa og hefst við Hótel Reynihlíð kl. níu um morguninn. Leiðin er 36 km löng og fer hver á sín- um forsendum og hraða. Á þessu ári er haldið upp á hundrað ára búsetu í Gamla bænum í Reykja- hlíð og sjötíu ára afmæli hótelrekstrar í Reynihlíð. Heimamenn hafa lengi tekið á móti gestum og veitt þeim beina enda margir sem komu við, þar sem þessi viðkomustaður var sá síð- asti áður en lagt var á Mývatns- og Möðrudalsöræfi og sá fyrsti þegar komið var til baka eftir langa og oft stranga ferð austan af landi. Afmælisár Gamla bæjarins hefst formlega 4. apríl, með afmælisboði. Í boði verður léttur kvöldverður og af- mæliskaffi frá kl. 19.30-21, gestum að kostnaðarlausu eins og vera ber í góðri afmælisveislu. Að kvöldverði loknum verður spurningakeppnin Barsvar haldin að hætti heimamanna og ýmis tilboð. Einnig má nefna tón- leika með sígildri tónlist sem Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari stendur fyr- ir og haldnir eru í félagsheimilinu Skjólbrekku og Reynihlíðarkirkju en frá þeim er sagt á öðrum stað hér í blaðinu. Upp um fjöll og dali Áhugaverðir möguleikar eru þegar kemur að útivist í Mývatnssveit. Hægt er að fara í sleðaferðir um fjöll, göngu- skíðabrautir eru troðnar, skíðalyftan opin í Kröflu og loks er hægt að ganga um og njóta náttúru. Margir nýta sér einnig að slaka á í Jarðböðunum. Hægt er jafnframt að bóka vél- sleðaferðir fyrir litla hópa og leigja gönguskíði í Hótel Reynihlíð. Sveit Margir koma við í Gamla bæ í Mývatnssveit. Veisla Afurðir úr sveitinni eru jafnan vinsæll matur. Píslarganga og Barsvar um páska Margt í boði í Mývatnssveit um komandi hátíðar. 100 ára afmæli Gamla bæjarins verður minnst með ýmsu móti. Áhugaverðir möguleikar í útivist í boði. Sleðaferðir, jarðböð og skíði. Klapparstíg 44 - Sími 562 3614 Úrval af fallegu leirtaui

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.