Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 2
18 Heimagerð páska- egg eru ekkert mál. Páskaskraut og með því í Pipar & salt. 2 | MORGUNBLAÐIÐ 30.03.2012 Þegar páskahátíðin gengur í garð er jafnan vor í lofti. Gildir einu hvort hret gerir vart við sig eða ekki, það breytir engu um þá staðreynd að sumarið er handan hornsins. Fólk kemur misvel undan vetri eins og gengur en menn skyldu taka sér gróðurinn, að ekki sé minnst á frelsarann, til fyrirmyndar og rísa upp, brattir og beinir, um páskahelgina. Þeir sem finnst þeir með orku- minna móti ættu bara að narta hressilega í páskaegg eða tvö og þá ætti drifkrafturinn að vera tryggður. Vonandi leyfa líka sem flestir gula litnum að lýsa upp híbýlin, ekki veitir af ljóm- anum eftir veturinn. Vert er að minna á gildi samveru um páskana. Er hægt að nota frídaga sem bjóðast betur en að njóta samvista við þá sem standa manni næst? Og í framhaldi af því má nefna þann skemmtilega sið að skreyta egg og fela, og efna svo til hópleitar. Gleði og glað- værð í bland við hæfilega spennu. Sumir hafa endalausan ímugust á erlendum hefðum og finna áhrifum að utan allt til foráttu en á allt slíkt skal blásið í þessu sam- hengi því þetta snýst um að gera sér glaðan dag og það getur aldrei verið ámælisvert. Skreytt egg skemma heldur ekki tenn- urnar. Vor í lofti og vonir vakna Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Forsíðumyndina tók Styrmir Kári. Prentun Landsprent ehf. LifunPáskar 6 Áslaug Snorradóttir hjá Pikknikk veit sitt- hvað um það hvernig góða veislu gjöra skal - líka um páskana. 16 Páskaeggin frá Nóa Síríusi gæla við bragðlaukana um páskana að vanda. 14 Páskaföndur er ávísun á glaðar stundir og góðar minningar. 12 Falleg blóm lífga upp á um- hverfið, ekki síst um páskana, segir Ragnhildur Fjeldsted hjá Dansi á rósum. 22 Í bland við gómsæt egg og gular liljur er gott að muna upprunann og söguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.