Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21 P áskar eru elsta hátíð kristninnar, enda fór al- þjóð að minnast upprisu Jesú Krists frá dauðum löngu áður en jól komu til sögunnar. Má segja að sérhver sunnudagur og messuhald þá sé, frá sjónarhóli kristninnar, endurómur af gleðisöng páska, segir á Vís- indavefnum. Aftur til Hebrea Saga páska er rakin langt aftur fyrir daga Krists og gyðingdómsins sem sjálfstæðra þróaðra trúar- bragða eða til hinna fornu Hebrea eða Ísraelsmanna. Hinir fyrrnefndu voru hirðingjaþjóð. Er hátíðarhald þeirra talið tengst atvinnu- og þjóð- háttum líkt og algengt er með forna þjóðflokka. Talið er að þegar sauð- burður nálgaðist að vori hafi verið bannað að slátra – en þegar að hon- um afstöðnum hafi verið efnt til eins- konar uppskeruhátíðar – þar sem páskalambið var á borðum. Síðasta vika fyrir páska er oft nefnd kyrravika, en hefur raunar verið fleiri nöfnum nefnd í tímans rás. Vika þessi hefst á pálmasunnu- degi en skv. guðspjalli Mattheusar er það dagurinn sem Jesú reið á asna inn í Jerúsalem til að halda páska gyðinga. Fögnuðu þá margir honum með því að veifa pálmagreinum og hylltu hann sem konung og frelsara. En brátt dró til tíðinda. Júdas hljóp útundan sér Á fimmtudegi borðaði Jesús með lærisveinum sínum í síðasta sinn og hefur það verið nefnt síðasta kvöld- máltíðin. Dagurinn er nefndur skír- dagur vegna þess að Jesús þvoði fæt- ur lærisveina sina fyrir máltíðina, en skír í þessu samhengi þýðir hreinn. Júdas hljóp útundan sér, sveik leið- toga sinn. Kom honum í hendur vondra manna sem á föstudeginum krossfestu Jesús á Golgata, á Hausa- skeljastað eins og Davíð Stefánsson kemst að orði í sálminum góða. Páskahátíð gyðinga var haldin á laugardeginum, á sabbatinu. Þennan dag lá öll starfsemi niðri en daginn eftir, á sunnudeginum, var virkur dagur. Það var þá, á páskadags- morgun, sem María Magdalena og María móðir Jakobs, samkvæmt Markúsarguðspjallinu, sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum. Leita óskasteina Kristnir menn halda páskadaginn í gleði og fögnuði. Gleðjast yfir því að Jesús lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og það ger- ir páskana að hátíð og forsendu kristinnar trúar. Af því sprettur meðal annars að guli liturinn er áber- andi á páskum, enda sagður litur vonarinnar. „Ekki er mikið um þjóðtrú tengja páskum. Þó þykir gott að leita óska- steins á páskamorgun, og sofa þá tröll og óargadýr. Til eru íslenskar frásagnir af sólardansi á páskamorg- un, allar frá 19. öld. Kann sá átrún- aður að skýrast af hillingum á köld- um sólarmorgnum,“ segir Árni Björnsson í bók sinni Sögu daganna. Þar kemur fram að páskarnir hafi í raun aldrei verið vorhátíð eins og raunin var sunnar í Evrópu. Til þess hafi þeir verið of snemma á ferðinni. Sumardagurinn fyrsti sé hin eig- inlega íslenska vorhátíð. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Föndur Fyrir páska er líf og fjör á leikskólum þegar börnin keppast við að búa til fallegt páskaskraut. Það hefur gjarnan einhverja tengingu við boðskap hátíðarinnar sem í hönd fer. Hátíð hefða og þúsunda ára sögu Hátíð langrar sögu. Uppskerugleði Hebrea og þá var páskalambið á borðum. Júdas sveik og Kristur var krossfestur á Hausaskeljastað. Gott að leita óska- steina í hillingum á köldum páskadagsmorgni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.