Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 1

Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 1
355 milljóna króna skuldbinding » Almannahagsmunir réðu því að þjón- ustusamningur var gerður milli ríkisins og Farice ehf. til að tryggja fjarskipta- tengingar við útlönd. » Ríkið mun á grundvelli samningsins greiða félaginu 355 milljónir árið 2012. » Farice ehf. var komið í slík lausafjár- vandræði að það átti ekki fyrir 226,5 milljóna króna afborgun 15. apríl sl. Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Innanríkisráðuneytið hefur gert þjónustu- samning við Farice ehf. á grundvelli almanna- hagsmuna, en félagið var komið í alvarleg lausafjárvandræði, samkvæmt upplýsingum úr minnisblaði fjármálaráðherra til fjárlaga- nefndar Alþingis um málið. Farice ehf. rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu og þurfti hinn 15. apríl síðastliðinn að standa skil á 226,5 milljóna króna afborgun, en það fjármagn var ekki handbært. Farice lagði nýjan sæstreng árið 2008 til að opna fyrir tækifæri í gagnaversiðnaði, en illa Fjarskipti við útlönd voru í hættu  Farice ehf. átti ekki fyrir 226,5 milljóna afborgun í apríl  Ríkissjóður gerir fimm ára þjónustusamning til að tryggja að fjarskipti haldist  Ráðherra segir samninginn gerðan á grundvelli almannahagsmuna Í minnisblaði fjármálaráðherra segir: „Mikl- ir almannahagsmunir eru í húfi við að viðhalda fjarskiptatengingum við umheiminn og vegna ríkisábyrgða á skuldum félagsins verður að teljast hagkvæmast fyrir ríkissjóð að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins.“ Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra staðfesti í gær að greiðslan hefði verið innt af hendi í fyrradag. „Við urðum að gera þetta svo það myndu ekki detta niður öll samskipti,“ sagði Oddný. Aðspurð hvernig þessum útgjöld- um yrði mætt sagði hún: „Við verðum að finna út úr því hvernig við látum þetta rúmast innan fjárlaga.“ Ríkisstjórnin samþykkti hinn 11. apríl sl. að heimila undirskrift samningsins. hefur gengið að koma þeirri starfsemi á legg. „Til að halda fyrirtækinu gjaldhæfu og í rekstri reynist nú nauðsynlegt að koma með fjármagn þangað inn og það var ákveðið að gerður yrði þjónustusamningur milli ráðuneyt- is samgöngumála og Farice til fimm ára,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í gær. Hann segir samninginn kosta ríkissjóð 355 milljónir króna á þessu ári. „Það er ekki ljóst hver þörfin verður áfram, en líklegt að hún verði miklu minni. Það er ver- ið að koma á öflugan hátt inn í reksturinn með þessum þjónustusamningi. Það eru litlir val- kostir í þessari stöðu. Við þurfum að hafa þessa lífæð í lagi,“ sagði Ögmundur. Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. A P R Í L 2 0 1 2  Stofnað 1913  89. tölublað  100. árgangur  www.ms.is Með D-vítamíni sem hjálpar þér að vinna kalkið úr mjólkinni. Meira fjör með Fjörmjólk! Fáðu D-v ítamín úr Fjörmjó lk! SIGRAST Á SJÁLFRI SÉR Í NÁTTÚRUNNI AUÐJÖFUR OG ÍSLANDSVINUR SALA Á MYNDLIST AUKIST MIKIÐ SÍÐUSTU ÁRIN REISTI HEILT ÓPERUHÚS 18 NÝR GALLERÍSSTJÓRI HJÁ I8 32KLEIF EVEREST 10 Mærsk Mc-Kinney Møller látinn 98 ára að aldri Fyrstu erlendu sjóstangaveiðimenn sumarsins koma næstu daga til veiða á Vestfjörðum. Margir þeirra vonast eftir að setja í stórlúðu, en reglugerð um bann við beinum lúðuveiðum og þá skyldu að sleppa lífvæn- legum lúðum hefur aukið óvissu í þessum ferðaútvegi. Þau skilaboð hafa borist til skipuleggjenda ferð- anna að reglugerðinni verði ekki breytt. Hins vegar hefur Hafrannsóknastofnunin áhuga á að fá veiði- mennina til að taka þátt í verndun og uppbyggingu stofnsins með því m.a. að merkja lúðu áður en henni er sleppt. »6 Risalúða Þessi var 220 cm og vó 150 kg. Óvissa með drauminn um að setja í stórlúðu Þegar því var m.a. haldið fram að þar sem búið væri að afskrifa það mikið í sjávarútveginum væri hærri skattlagning réttlætanleg mótmæltu einstakir fundarmenn harðlega. „Það er ekki búið að afskrifa neitt af lánum til handa Bolvíkingum í sjávarútveg- inum,“ sagði Jakob Valgeir Flosason útgerðarmaður. Gerir greinarmun á auðlindum Lilja Rafney sagði að eðlilegt væri að Vestfirðingar borguðu til sam- félagsins ef þeir vildu fá göng og vegi. Ögmundur Jónasson var spurð- ur út í Dýrafjarðargöng og svaraði þeirri spurningu þannig að fyrst yrði Skúli Hansen Guðmundur Björn Þorbjörnsson Mikill hiti var í fundarmönnum á opnum stjórnmálafundi Vinstri- grænna á Ísafirði í gærkvöldi. Þar voru einkum kvótafrumvörp ríkis- stjórnarinnar og samgöngumál til umræðu. Á fundinum sátu þau Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, Steingrímur J. Sigfússon, ráð- herra og formaður VG, og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, fyrir svörum. Margt var um manninn á þessum átakafundi og segja má að allir helstu útgerðarmenn Vestfjarða hafi verið þar mættir. ráðist í Norðfjarðargöng árið 2015, svo Dýrafjarðargöng árið 2018. Sú spurning sem hvað helst brann á vörum fundarmanna var af hverju ætti að skattleggja sjávarútveginn jafnmikið og raun ber vitni. Hvað með allar hinar þjóðarauðlindirnar? Ögmundur sagðist gera greinarmun á sjávarútveginum og öðrum auðlind- um, líkt og t.d. heita vatninu, vegna þess að annars vegar væri um að ræða auðlind sem samfélagið ætti og starfrækti, þ.e. heita vatnið, og hins vegar auðlind sem samfélagið ætti og aðrir starfræktu, þ.e. fiskstofnana. Fundinum var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Hiti Mikill hiti var í fundarmönnum á opnum fundi VG sem haldinn var á Ísafirði í gærkvöldi. Fjöldi manns var mættur til að taka þátt í umræðum fundarins sem snerust aðallega um nýju kvótafrumvörpin og samgöngumál. Allt á suðupunkti á fundi VG á Ísafirði  Hart sótt að Vinstri-grænum vegna kvótafrumvarpa Umsóknir um sumarstörf hjá stórum fyrirtækjum og stofnunum nema hundruðum í ár, líkt og í fyrra. Fjöldi starfa í boði ýmist stendur í stað eða dregst eilítið saman. Til Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma bárust yfir 700 um- sóknir um 150 störf. Svipaða sögu er að segja frá Landsvirkjun, en 740 umsóknir bárust fyrirtækinu um samtals 220 stöðugildi, þar af 50 stöð- ur fyrir háskólanema. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur voru umsóknir 800 tals- ins um 70 stöðugildi. Hjá Reykjavík- urborg hafa 3.500 einstaklingar sótt um sumarstarf, en óvíst er hversu margir verða ráðnir. »8 Gríðarleg ásókn í sumar- störf á meðal námsmanna Morgunblaðið/Ernir Umhirða Margir námsmenn leita nú að sumarstarfi. Mikil ásókn er víða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.