Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012
Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
•
Frábær 4 nátta helgarferð – allra síðustu sætin!
Prag
27. apríl í 4 nætur
frá kr. 49.900
Nú er upplagt að skreppa til
Prag og njóta vorsins í þessari
einstaklega fögru borg. Gríptu
tækifærið og skelltu þér til Prag
og njóttu góðs aðbúnaðar í
ferðinni. Athugið fleiri gistimögu-
leikar í boði.
Verð kr. 69.900
Netverð á mann, m.v. gistingu í
tvíbýli á Hotel Ibis Mala Strana *** í 4
nætur með morgunmat.
Verð kr. 49.900
Flugsæti á mann. 27. apríl – 1. maí.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við værum afar litlu nær ef við rykj-
um núna upp og frestuðum þessum
viðræðum og settum þær á ís áður en
farið væri að reyna á grundvallar-
hagsmuni okkar í þeim köflum við-
ræðnanna sem mestu máli skipta,“
sagði Steingrímur J. Sigfússon, efna-
hags- og viðskiptaráðherra, í andsvari
við fyrirspurn Ólafar Nordal, varafor-
manns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi
í gær.
Geri hlé á viðræðunum
Spurning Ólafar var þríþætt.
Spurði hún ráðherrann hvort hann
hefði komið á framfæri mótmælum
við framkvæmdastjórn ESB vegna
meðalgöngu hennar í Icesave-deil-
unni; hvort ekki væri einsýnt að gera
þyrfti hlé á aðildarviðræðum eftir að
ESB beitti sér þannig í tvíhliða deilu-
máli og hvort hann myndi beita sér
fyrir því að umræða um þessi mál ætti
sér tafarlaust stað á þingi um leið og
vilji þingsins til framhalds viðræðn-
anna yrði kannaður.
Steingrímur ítrekaði þá að á næst-
unni þyrfti að leggja höfuðáherslu á
að opna þyrfti samningskaflana um
sjávarútveg og landbúnað.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknar, spurði Stein-
grím út í aðildarviðræðurnar. Lýsti
Steingrímur því þá yfir að hann teldi
meðalgöngu framkvæmdastjórnar
ESB í Icesave-deilunni ekki gefa til-
efni til þess að staldra við og endur-
skoða aðildarviðræðurnar, enda hefði
ekki verið brotið gegn grundvallar-
hagsmunum þeim sem tilgreindir
voru í nefndaráliti meirihluta utanrík-
ismálanefndar vorið 2009. „Ég sé ekki
að í neinu tilviki hafi nokkrum tekist
að færa fram sönnur um að í einu eða
neinu hafi verið hvikað frá því að
standa vörð um þá grundvallarhags-
muni sem skilgreindir voru hér vorið
2009. Og á meðan svo er ekki hafa
menn lítið efni í sín upphlaup hér um
þessi mál,“ sagði Steingrímur og lýsti
efasemdum um ágæti þess að gera
hlé á aðildarviðræðunum við ESB.
Engin lausn að staldra við
„Hvernig verður framtíðar-
tengslum okkar við Evrópusamband-
ið háttað? Sú spurning yfirgefur okk-
ur ekki ef við fáum ekki einhvern botn
í þetta mál. Mér finnst það satt best
að segja dálítið merkileg hugmynd að
þetta leysist allt saman með því að
setja málið á ís í nokkra mánuði.
Verður þá Evrópusambandið aftur
orðið gott bara eftir nokkra mánuði,
ef það er sett á ís í nokkrar vikur, eða
nokkra mánuði? Það er ekki mikil
lausn,“ sagði hann.
Steingrímur vill ekki
setja umsóknina á ís
Formaður VG vill halda aðildarviðræðum við ESB áfram
Deilt um viðbrögð við afskiptum ESB af Icesave-málinu
Morgunblaðið/Kristinn
Höfðu vinnufrið Pétur H. Blöndal og Lúðvík Geirsson á þingi í gær.
„Það eru mikil vonbrigði að þetta
skuli ekki vera gert,“ segir Gunnar
Bragi Sveinsson, þingflokks-
formaður Framsóknarflokksins,
um dagskrá fundar utanríkis-
málanefndar Alþingis sem fram
fer í dag en þar er hvorki gert ráð
fyrir umræðu um meðalgöngu ESB
í Icesave-málinu né um samskipti
Íslands við sambandið. „Afsökunin
er sú að utanríkisráðherra hafi
ekki getað mætt til fundarins en
ég held að það sé alveg fullt tilefni
að ræða málið þess vegna við aðra
ráðherra eins og t.d. formann VG,“
segir Gunnar Bragi og bætir við:
„Maður er mjög ósáttur við að for-
maður nefndarinnar skuli ekki
standa við það sem rætt var um
fyrir helgi, að halda þennan fund í
vikunni.“
Að sögn Gunnars mun hann mót-
mæla dagskrá fundarins þegar
nefndin kemur saman á morgun,
hann segist einnig ætla að leita
skýringa á því af hverju ekki hafi
verið reynt að halda fundinn nk.
fimmtudag eða föstudag.
Þarf að ræða málið
„Ég vona að nefndarmenn séu
sammála um að það sé mikilvægt
að ræða það,“ segir Gunnar Bragi
aðspurður hvort hann telji að aðrir
nefndarmenn muni taka undir
mótmæli hans og bætir við:
„Nefndin þarf að ræða málið og
viðbrögð af hálfu nefndarinnar við
því, það þarf ekki ráðherra til að
koma og segja okkur fyrir verk-
um, við eigum auðvitað að geta
tekið sjálfstæða umræðu um þetta
mál.“ Ekki náðist í Árna Þór Sig-
urðsson, formann utanríkis-
málanefndar, við vinnslu fréttar-
innar.
Utanríkismálanefnd
ræðir ekki um ESB
Ætlar að mótmæla fundardagskrá
Skannaðu kóðann
til að lesa andsvör
Steingríms í gær.
Biskupar sænsku kirkjunnar eru hér á landi og verða á
kyrrðardögum í Skálholti fram á föstudag. Anders Wejryd
erkibiskup og biskupar allra 13 biskupsdæmanna í Svíþjóð
komu til landsins í gær. Þeirra á meðal eru þrír kvenbiskupar.
Sænsku biskuparnir munu njóta handleiðslu Karls Sig-
urbjörnssonar, biskups Íslands, á kyrrðardögunum.
Biskupunum var boðið í biskupsgarð í gærkvöldi og fara
þeir austur í Skálholt í dag. Karl sagði að sænsku biskuparnir
hefðu ákveðið í fyrrahaust að heimsækja Skálholt.
„Þeir hafa slíka kyrrðardaga á hverju ári, yfirleitt í Sví-
þjóð,“ sagði Karl. „Algjör kyrrð og þögn ræður frá þriðju-
dagskvöldi til föstudagsmorguns. Það eru bænastundir kvölds
og morgna og um miðjan dag. Vígslubiskup, Kristján Valur
Ingólfsson, annast það. Svo eru íhuganir á þriðjudagskvöld og
alla morgna sem ég mun annast.“
Auk þess verður farið í bænagöngu um Skálholtsstað á mið-
vikudag þar sem verða hugleiðingar tengdar sögu staðarins
og trúarlífinu. En er það ekki þraut fyrir „orðsins menn“ að
þurfa að þegja?
„Það er mjög heilsusamlegt viðfangsefni að hvíla talfærin
og leita inn í þögnina og hugleiða Guðs orð,“ sagði Karl. Hann
sagði sína reynslu af kyrrðardögum vera þá að í þeim væri
fólgin hvíld og andleg endurnæring. „Þú lokar á masið og ys-
inn og leitast við að beina athyglinni að því innra og æðra.“
gudni@mbl.is
Beina athygli að
því innra og æðra
Sænskir biskupar komu til Íslands og ætla að biðja, hugleiða Guðs orð og fara í bænagöngu á kyrrðardögum í Skálholti
Morgunblaðið/Ómar
„Mín skoðun
er óbreytt.
Alþingi á að
taka stöð-
una og
framhaldið
til endur-
skoðunar …
Meirihluti
Alþingis
getur tekið
ákvörðun um að gera hlé eða
að endurskoða aðildarferlið.
Það vald er í höndum Alþingis
en ekki einstakra þingmanna,“
sagði Jón Bjarnason, þingmað-
ur VG, spurður út í ummæli
Steingríms sem rakin eru hér
til hliðar. Vildi Jón að öðru
leyti ekki bregðast við ummæl-
um formanns VG á Alþingi í
gær.
JÓN BJARNASON HELDUR
FAST Í SKOÐUN SÍNA
Jón
Bjarnason
Alþingi
endurmeti
allt ferlið