Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 4

Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012 Sjálfbær þróun 2012 Ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar á Austurlandi verður haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum föstudaginn 27. apríl frá kl. 13:00 – 16:30. Allir áhugasamir um verkefnið og sjálfbæra þróun eru hvattir til að mæta. Nánari dagskrá og upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á heimasíðu verkefnisins: www.sjalfbaerni.is Skráning á www.sjalfbaerni.is H ér að sp re nt Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nokkur fyrirtæki miðla íslenskum rafbókum gegn greiðslu. Nýjum raf- bókatitlum fjölgar stöðugt. Bæk- urnar eru sniðnar að viðmóti vin- sælla tækja svo sem Kindle-lesbretta, snjallsíma og spjaldtölva með Apple eða Android stýrikerfum og hvort heldur er Mac eða PC far- og borðtölvum. Skinna.is hefur fengið mjög góðar viðtökur frá því rafbókaverslunin var opnuð á miðnætti 15. apríl s.l. „Það komu 3.200 manns inn á síðuna okkar fyrsta sólarhringinn og yfir 500 skráðu sig í bókaklúbbinn okkar og við seldum 60 bækur fyrsta dag- inn. Þessi viðbrögð eru langt fram yfir allar væntingar,“ sagði Birgir Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Skinnu.is. Við opnun voru í boði 60 titlar sem komu út 2011 og 2012 , frá öllum helstu forlögum landsins. „Við erum fyrsti rafbókavefurinn sem sameinar öll forlögin á einum stað,“ sagði Birgir. „Við gerum ráð fyrir að við bætum við 10-15 titlum á viku.“ Þrjú forlög eiga eftir að bæt- ast við. Birgir sagði að verðlagn- ing bóka, samkvæmt heildsöluverði frá útgefendum, væri yfirleitt þannig að kilja væri oftast ódýr- ust, þá rafbókin og harð- spjaldabókin dýrust. „Sumar útgáfur eru farnar að hafa rafbókina ódýrasta,“ Vegagerðin er reiðubúin að ganga til samninga við Eimskip Ísland ehf. um rekstur Vestmannaeyjaferj- unnar Herjólfs næstu tvö árin. Krafa Eimskips um stöðvun samn- ingsferlis vegna höfnunar fyrra til- boðs félagsins kemur hins vegar í veg fyrir að hægt sé að ganga til samninga. Á meðan gengur klukk- an, samningar um rekstur Herjólfs renna út 1. maí sem og ráðning- artími áhafnarinnar. Útboð á rekstri Herjólfs til næstu tveggja ára hefur farið fram í mik- illi tímaþröng og verið þrauta- ganga. Ekki var tekið við fyrstu til- boðunum vegna villu í útboðsgögnum. Afar hagstætt til- boð kom frá Samskipum í annarri umferð en dagurinn var ekki liðinn þegar starfsmenn Samskipa fengu einhverja bakþanka. Ekki hefur verið upplýst hvað var að. Nið- urstaðan varð sú að Vegagerðin hafnaði öllum tilboðunum vegna þess að eitthvað hefði vantað upp á gögn hjá þeim öllum en gaf fyr- irtækjunum kost á að bæta úr ágöll- um og staðfesta tilboð sín. Það leiddi til mikilla breytinga. Eimskip lækkaði sig um tæpar 200 milljónir og var lægstbjóðandi með 681 milljón. Endurmat Samskipa leiddi hins vegar til þess að fyr- irtækið hækkaði sig úr 602 í 755 milljónir. Mikil óvissa er í rekstri Herjólfs sérstaklega vegna þess hversu sigl- ingar í Landeyjahöfn eru ótryggar. Gunnlaugur Grettisson, rekstr- arstjóri Herjólfs hjá Eimskip, segir að fyrirtækið hafi talið óhætt að endurmeta óvissuþættina í þeirri von að betur gengi að nota Land- eyjahöfn. Þá væri dregið úr kröfum um hagnað af verkefninu. Fleira kom til. Eimskip kærði þá niðurstöðu Vegagerðarinnar að ganga ekki til samninga við fyrirtækið á grund- velli fyrra tilboðs félagsins. Það mál er til úrvinnslu hjá kærunefnd útboðsmála. Vegagerðin telur raunar að málið falli ekki undir lög- sögu nefndarinnar en hefur þó lýst því yfir, vegna krafna Eimskips um stöðvun samningsferlis, að ekki verði gengið til samninga fyrr en úrskurður kærunefndarinnar um það atriði liggur fyrir. Ómögulegt er að segja hvað nefndin þarf mik- inn tíma til að fjalla um málið. Það auðveldar ekki málið að samningar Eimskips og Vegagerð- arinnar um rekstur Herjólfs renna út um komandi mánaðamót og þá taka einnig gildi uppsagnir áhafn- arinnar og annars starfsfólks. Ekki hafa náðst samningar um fram- lengingu vegna þess að starfsfólkið vill fá meira öryggi, vinnu eða laun í lengri tíma en Vegagerðin treystir sér til. Það virðist ekki auðvelda úrlausn þótt sama fyrirtækið, Eimskip, sé allsstaðar í vefnum. helgi@mbl.is Samningar við Eimskip stöðvaðir að kröfu Eimskips  Óvissa um ferjusiglingar til Vestmannaeyja eftir mánaðamót Rannsókn á máli Gunnars And- ersen, fyrrverandi forstjóra Fjár- málaeftirlitsins, er lokið og verður sent ríkissaksóknara síðar í vik- unni, samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yf- irmanni rannsóknardeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gunnari er gefið að sök að hafa með ólögmætum hætti aflað banka- upplýsinga um þingmann og komið þeim í fjölmiðla. Ríkissaksóknari mun taka ákvörðun um hvort gefin verður út ákæra á hendur Gunnari. Þrír aðrir hafa réttarstöðu sak- bornings og fékk ríkissaksóknari einnig upplýsingar um meinta aðild þeirra að málinu. ipg@mbl.is Rannsókn á máli Gunnars Andersen er lokið hjá lögreglu Samherji hefur nú fengið afhent, frá gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Ís- lands, þau gögn sem lágu til grund- vallar úrskurði héraðsdóms um heimild til húsleitar og haldlagning- ar gagna hjá fyrirtækinu og félögum tengdum því hinn 27. mars. sl. „Af lestri gagnanna má ljóst vera að þær ályktanir sem gjaldeyriseft- irlit Seðlabanka Íslands hefur dregið eru að verulegu leyti byggðar á rangfærslum um eðli og framkvæmd viðskipta Samherja og tengdra fé- laga. Forsvarsmenn Samherja for- dæma þá harkalegu aðgerð sem beitt var með húsleit og haldlagningu gagna. Sú aðgerð hefur þegar valdið fyrirtækinu umtalsverðu tjóni. Hæg- lega hefði mátt komast hjá því tjóni með fyrirspurnum til Samherja. Slíkum fyrirspurnum hefði að sjálf- sögðu verið svarað, eins og fjölmörg- um öðrum sem borist hafa frá Seðla- bankanum undanfarin ár,“ segir í fréttatilkynningu frá Samherja. Að sögn Helga Jóhannessonar, hrl. og lögmanns Samherja, vissu forsvarsmenn Samherja ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda hefðu þeir ekki vitað hvað þeir væru grunaðir um að hafa brotið af sér. „Nei og það sem þarf að skýra út er ekkert mál að skýra út og það var algjör óþarfi að fara inn með húsleit, það hefði verið hægt að senda bréf eða fyrirspurn um einhver atriði sem hefði þá verið leyst úr eins og oft hefur verið gert áður,“ segir Helgi aðspurður hvort ekkert í gögnunum bendi til þess að Samherji hafi framið lögbrot. skulih@mbl.is Samherji fékk gögn afhent  Lögmaður Samherja segir ekkert í gögnunum benda til þess að lögbrot hafi ver- ið framið  Hann segir húsleit í höfuðstöðvum fyrirtækisins hafa verið óþarfa Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Óþarft Lögmaður Samherja segir að húsleitin hafi verið óþörf. Rafbókum á íslensku fjölgar óðum og eins þeim sem miðla rafbókum til lesenda. Nú bjóðast frumútgáfur sem einungis koma út sem rafbækur auk þess sem nýútkomnir bókatitlar á prenti koma samtímis út sem raf- bækur. Þá eru að koma út rafrænar endurútgáfur eldri bóka sem löngu eru uppseldar. Nýjasta rafbókaútgáfan hér á landi er Rafbókaverslunin Skinna.is sem var opnuð 15. apríl sl.. Rafbókaveitan Emma.is var opnuð þann 1. des- ember sl. og rafbókasíðan Lestu.is þann 10. janúar 2011 en hún státar af því að vera fyrsta íslenska rafbókasíðan. Þá má nefna að Eymundsson (eymundsson.is) er með rafbókadeild líkt og vefverslun Forlagsins (www.forlagid.is) svo nokkuð sé nefnt. Auk þess er Landsbókasafn með stóran rafbókavef ókeypis bóka (baekur.is). Frumútgáfur og eldri bækur RAFBÓKATITLUM OG RAFBÓKABÚÐUM FJÖLGAR ÓÐUM sagði Birgir og taldi að verðþróunin yrði í þá veru. Ekki stendur til að hefja eigin bókaútgáfu hjá Skinnu.is. Birgir sagði að stærsta verkefni framtíðarinnar væri að búa til raf- bækur úr öllu bókasafni Íslendinga. Annast útgáfu og dreifingu Óskar Þór Þráinsson, stofnandi rafbókaútgáfunnar Emmu (www.emma.is), sagði að þau hjá Emmu skilgreindu sig sem dreifing- arfyrirtæki. „Það getur hver sem er komið með bækur til okkar. Við er- um bæði með bækur frá bóka- forlögum og frá sjálfstæðum höf- undum, þeim sem gefa sjálfir út,“ sagði Óskar. Emma.is býður nú á sjöunda tug rafbókatitla og er tæpur þriðjungur þeirra frumútgáfur sem hafa aldrei komið út á prenti. „Það er talsverður áhugi á þessari útgáfu því það er hagstæðara fyrir minni útgefendur og höfunda að geta kom- ið sér svona á framfæri án mikils kostnaðar,“ sagði Óskar. Um 30 raf- bókatitlar eru í vinnslu og bætast nýir við í hverri viku. Óskar sagði að Emma.is stjórnaði ekki verði bóka sem þau dreifa fyrir stóru forlögin. Rafbækur frá stærri forlögum eru sumar jafndýrar og prentaðar bækur en yfirleitt eru raf- bækurnar 10-25% ódýrari en sömu bækur á prenti. Einnig býður Emma.is upp á eldri bækur sem eru uppseldar á prenti en fást nú sem rafbækur. Tveggja ára bækur og eldri kosta gjarnan um eða undir þúsund krónum sem rafbækur. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Rafbók Það má jafnt nota lesbretti, snjallsíma, spjaldtölvur, fartölvur og borðtölvur til þess að lesa flestar íslenskar rafbækur. Rafbókum á íslensku fjölgar mjög ört og nokkur fyrirtæki miðla slíkum bókum til lesenda. Íslenskar rafbækur ryðja sér til rúms  Nýjar íslenskar rafbækur koma út í hverri viku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.