Morgunblaðið - 17.04.2012, Side 7

Morgunblaðið - 17.04.2012, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012 17. apríl Nýsköpun og að virkja hugmyndina 2. maí Nýsköpun og verkefnið 16. maí Nýsköpun og framkvæmdin Nýsköpun - námskeið Virkjum nýsköpunarkraftinn Arion banki vill vinna að því að byggja upp fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Arion banki Nýsköpun er vettvangur sem er ætlað að leysa úr læðingi þann mikla nýsköpunarkraft sem býr í Íslendingum. arionbanki.is – 444 7000 Í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands þá býður Arion banki upp á þrjú námskeið til að auðvelda fyrstu skrefin í að þróa og vinna áhugaverðar hug- myndir. Á námskeiðunum fara þeir Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur Arion banka í nýsköpun, og Dr. Hannes Ottósson, frá Nýsköpunarmiðstöðinni, yfir hvernig hugmyndir geta orðið að veruleika. Arion banki vill með margvíslegum hætti efla nýsköpun í landinu. Að virkja fólk með góðar hugmyndir er aðeins einn liðurinn í viðleitni bankans til að byggja upp sterkara atvinnulíf. Á næstu mánuðum mun bankinn kynna frekari skref í þessa átt. Við hugsum um framtíðina. Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is Stjóri Raymond Yakeleya. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Valinn hópur listamanna úr röðum frumbyggja í Kanada er vænt- anlegur með list sína til Íslands haustið 2013 og hefur Listasafn Ís- lands boðið sýningaraðstöðu í sept- ember og jafnvel einnig í október. Raymond Yakeleya, fram- kvæmdastjóri fjölmiðlafyrirtæk- isins Earth Magic Media Inc. í Ed- monton í Kanada, stendur að sýningunni sem hann kallar „Skrælingjarnir koma“. Hún sé til minningar um þá staðreynd að ís- lenskir víkingar hafi verið fyrstir Evrópubúa til að nema land í „Nýja heiminum“ og tengjast frum- byggjum Kanada. Hann segir að stefnt sé að því að fá að minnsta kosti tvo listamenn frá hverju fylki Kanada og sjálfsstjórnarsvæðunum innan Kanada með verk sín. Auk þess standi til að fá dansara, söngv- ara og hljómlistarfólk frá sömu svæðum til þess að taka þátt í verk- efninu. Tímamótasýning Um tímamótasýningu verður að ræða. Raymond Yakeleya segir að svona kynning á list frumbyggja hafi ekki átt sér stað áður utan Kanada. Sýningin verði vonandi til þess að opna augu Íslendinga fyrir list frumbyggja í Kanada og koma á auknum samskiptum milli lista- manna þjóðanna. Þetta sé fyrsta skrefið í að kynna verk frumbyggja í útlöndum og því mikilvægur áfangi. Raymond Yakeleya segir að þar sem um viðamikið verkefni sé að ræða komi margir að því. Und- irbúningur sé á frumstigi en hratt og örugglega verði unnið að málinu næstu mánuði. Sigríður Melrós Ólafsdóttir, deildarstjóri sýningardeildar Lista- safns Íslands, segir mjög þarft að kynna menningu frumbyggja Kan- ada hérlendis og verkefnið sé áhugavert. Safnið bjóði fram að- stöðu en hún áréttar að undirbún- ingurinn sé á frumstigi. Frumbyggjar koma með list sína  Sýningin „Skrælingjarnir koma“ sett upp í Listasafni Íslands 2013 Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhalds- úrskurð yfir manni sem var stöðvaður með 187 grömm af kókaíni við kom- una hingað til lands hinn 6. apríl sl. Er manninum gert að sæta gæslu- varðhaldi til föstudags. Tollgæslan í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar stöðvaði síðdegis hinn 6. apríl manninn, sem var að koma frá London, vegna gruns um að hann hefði fíkniefni falin í fórum sínum. Við skoðun í farangri hans fannst sjampóbrúsi sem innihélt kókaín. Þá var annar maður einn- ig tekinn til skoðunar en í ljós kom að hann hafði ekki fíkniefni í fór- um sínum. Hins vegar fundust gögn sem tengdu hann við hinn manninn. Lögreglan telur sig hafa rök- studdan grun um að mennirnir hafi staðið saman að innflutn- ingnum á kókaíninu og leiddi rannsókn í ljós sterkar vísbend- ingar um að fleiri aðilar hefðu verið viðriðnir innflutninginn. Lögreglan telur sig hafa sterkar vísbendingar um það hverja sé um að ræða og vinnur nú að því að hafa uppi á þeim. Gæsluvarðhald staðfest yfir kókaínsmyglara Löggæsla Maður faldi kókaín í sjampóbrúsa. Fiskistofa hefur aukið eftirlit undanfarið með grásleppubátum á vestursvæði, þ.e. við Breiða- fjörð og á Vestfjörðum, vegna gruns um meðafla. Hrefna Gísla- dóttir, forstöðumaður Fiskveiðistjórnunarsviðs Fiski- stofu, segir að í ákveðnum til- vikum hafi meðafli nokkurra báta aukist verulega eftir að eftir- litsmenn Fiskistofu fóru að fara í róðra með þeim. Í byrjun mánaðarins fóru eft- irlitsmenn Fiskistofu, í samstarfi við Landhelgisgæsluna, um borð í nokkra grásleppubáta úti fyrir Norðurlandi eftir að skoðun á gögnum og veiðarfærum á veiði- slóð gaf vísbendingar um að neta- fjöldi væri umfram leyfilegan fjölda. Talning eftirlitsmanna Fiskistofu leiddi í ljós að fjöldi neta í sjó var langt umfram það sem heimilt er. aij@mbl.is Meðafli jókst með eftirlitinu Veiðar Eftirlit hefur verið aukið með bát- um á grásleppuveiðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.