Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing & Útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012 OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. ALHLIÐA HREINSUN, DÚKAÞVOTTUR OG HEIMILISÞVOTTUR Minnum á fermingarfötin María Ólafsdóttir maria@mbl.is Æ vintýrakonan og útivistarfröm- uðurinn Annelie Pompe var stödd hér á landi á dög- unum og naut þess að stunda útivist í íslenskri náttúru. Annelie klífur fjöll, hjólar og kafar en hélt sig í þessari stuttu heimsókn við fjall- göngur. Annelie, sem er rétt rúm- lega þrítug, varð fyrst sænskra kvenna til að klífa norðurhlíðar Eve- rest í maí á síðasta ári og segir það sitt helsta afrek til þessa. En einnig hefur hún hlotið verðlaun í fitness og keppt bæði í hlaupum og hjól- reiðum utan vega. Kafað með hvölum Annelie er á leið heim eftir við- burðaríkan dag þegar blaðamaður nær tali af henni. Hún hafði þá með- al annars verið í Þórsmörk og var ánægð að sjá þar snjó þar sem lítill vetur hafi verið í Svíþjóð. „Náttúran hér er allt öðruvísi en annað sem ég hef séð á ferðum mínum. Ég hef ferðast mikið og það er skrýtið að ég hafi ekki komið hingað áður. Ég næ að vera hér í tvo daga að þessu sinni svo þetta er stutt ferð en mig hefur alltaf langað til að kafa með hvölum og ætla að gá hvort það væri mögulegt í sumar. Hér eru miklir möguleikar í útvist- inni,“ segir Annelie. Hún segist allt- af hafa verið hrifin af náttúrunni og hreyfingu utandyra. Þetta hafi hald- ist í hendur og útivistaráhuginn þróast í samræmi við það. Það sem af er þessu ári hefur Annelie verið á faraldsfæti og meðal Að sigrast á sjálfum sér í náttúrunni Annelie Pompe var fyrst sænskra kvenna til að klífa norðurhlíðar Everest. Hún var stödd hérlendis fyrir skömmu til að kanna aðstæður í íslenskri náttúru og naut þess að ganga í snjó í Þórsmörk. Auk þess að ganga á fjöll kafar hún einnig, hjólar og hleypur. Hún segir Everest hafa reynt mest á líkamann en köfunin reyni meira á hugann. Framundan hjá Annelie er að klífa hæsta tind N-Ameríku. Ljósmyndir/Hilmar Már Aðalsteinsson Við Seljalandsfoss Annelie var vel búin í fatnaði frá 66°Norður. Það er vor í lofti. Fyrir fjölda fólks þýðir það að fótboltavertíðin sé að hefjast. Ungir sem aldnir fá fiðring í magann og kláðann í tærnar. Því huga margir að fótboltaiðkun. Fyrir þá sem vilja taka þessa iðkun af al- vöru eru fjölmargar netsíður sem bjóða upp á hinar ýmsu tegundir æf- inga til þess að bæta knattrak, send- ingagetu, skottækni og allt annað sem viðkemur knattspynu. Á vefsíð- unni www.professionalsoccercoach- ing.com má finna æfingar fyrir knatt- spyrnuáhugamenn. Tilvalið er fyrir þjálfara og þá einstaklinga sem vilja bæta sig í íþróttinni að sækja sér upplýsingar á vefsíðuna. Þar má finna aragrúa æfinga sem henta bæði liðum og einstaklingum. Finna má fjölmargar fleiri síður um þetta efni, bæði fyrir ólíka aldurshópa og mis- jöfn getustig. Æfingin skapar meist- arann. Vefsíðan www.professionalsoccercoaching.com Morgunblaðið/Ómar Æfingin skapar meistarann Finna má fjölmargar knattspyrnuæfingar á net- síðunni professionalsoccercoaching.com. Æfingin skapar meistarann Á sumardaginn fyrsta, 19. apríl, verður Víðavangshlaup ÍR þreytt í 97. sinn. Það var fyrst haldið árið 1916 að enskri fyrirmynd og mun vera sá íþróttaviðburður hér á landi sem á lengsta samfellda sögu. Að þessu sinni verður um fjórfalda keppni að ræða og verða veitt verðlaun fyrir hvert þeirra sérstaklega. Hefst keppni klukkan 12 við Ráð- hús Reykjavíkur. Hlaupið verður á götum, stígum og gangstéttum umhverfis Tjörnina en nánari upp- lýsingar um keppnina má nálgast á vefsíðunni www.hlaup.is. Endilega … … fagnið sumri með hlaupi Morgunblaðið/Ómar Sprettur Frá hlaupinu árið 2009. Heiðmerkurtvíþraut Ægis þríþrautar fór fram í blíðskaparveðri um helgina og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri en alls mættu 38 til leiks. Kepp- endur hlupu alls 8 km leið á skóg- arstígum og hjóluðu 15 km á mal- arvegi. Sigurvegari í karlaflokki var Hákon Hrafn Sigurðsson 3SH á tím- anum 58:06 sem er nýtt brautarmet. Í kvennaflokki sigraði Birna Björns- dóttir 3SH en hún lauk keppninni á tímanum 1:04:35. Ægir þríþraut hef- ur um árabil staðið fyrir Heiðmerk- urtvíþraut bæði á vorin og haustin. Áhugi á íþróttinni hefur aukist mikið síðustu ár og sérstaklega fer hlutur kvenna sífellt vaxandi sem ef til vill má tengja frábærum árangri Karenar Axelsdóttur þríþrautarkonu á alþjóð- legum vettvangi. Úrslit: Konur 1. Birna Björnsdóttir, 1:04:35, félag 3SH, 2. Alma María Rögnvaldsdóttir 1:09:22, félag Ægir þríþraut, 3. Margrét Páls- dóttir 1:18:51, félag Ægir þríþraut. Karlar 1. Hákon Hrafn Sigurðsson á 58:06, félag 3SH 2. David Robertson á 1:00:45, félag Tindur 3. Benedikt Jónsson á 1:01:43, félag HFR. Heiðmerkurtvíþraut Ægis þríþrautar Metþátttaka keppenda sem syntu og hjóluðu í góðu veðri Ljósmynd/Guðmundur Guðnason Af stað Þátttakendur hefja hlaup í tvíþraut Ægis þríþrautar. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.