Morgunblaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 11
Afrek Annelie var fyrst sænskra kvenna til að klífa norðurhlíðar Everest. Það gerði hún í maí á síðasta ári.
annars farið tvisvar sinnum sem
leiðsögumaður með hóp fólks á
hæsta tind Afríku, Kilimanjaro í
Tansaníu.
„Kilimanjaro er gott fjall og
skemmtilegt að klífa. Landslagið er
mjög fjölbreytt en maður hefur
gönguna í regnskógi og endar viku
síðar í norðurskautsloftslagi, svo
það er mjög athyglisvert. En í slíka
ferð förum við í mesta lagi með 15
manns í einu. Nú er fólk líka farið
að inna mig eftir því að gera eitt-
hvað hér á Íslandi svo ég ákvað að
koma við og skoða aðstæður,“ segir
Annelie en auk þess að sinna leið-
sögustarfi heldur hún einnig fyr-
irlestra víða um heim.
Annelie segir að það erfiðasta
sem hún hafi gert hingað til hafi
verið að klífa Everest. Það sé mjög
erfitt fyrir líkamann og taki langan
tíma og því sé mikill undirbúningur
nauðsynlegur. Andlega þyki henni
hins vegar köfun erfiðari.
„Mér finnst gaman að fara
bæði upp og niður,“ segir Annelie.
Tími til að hugsa í náttúrunni
„Þetta snýst ekki eingöngu um
að ganga heldur líka að sigrast á
sjálfum sér. Í mínu tilfelli verður
slíkt ætíð tengt við útivist og náttúr-
una en þetta getur átt við ýmislegt
sem maður gerir í lífinu. Það lætur
manni líða vel þegar maður nær
takmörkum sínum sama hvað mað-
ur er að gera. Þannig lærir maður
að þekkja sjálfan sig. Ég vil líka
hvetja fólk til að vera úti í nátt-
úrunni því jafnvel þó hún virðist
náttúrulegur hluti af lífi okkar þá er
hún það í raun ekki svo mikið leng-
ur í vestrænum löndum. Margir
halda sig bara innan dyra en maður
verður svo rólegur úti í náttúrunni
og nær að hugsa. Sjálf ólst ég upp í
borg en var heppin að vera í grennd
við skóg þangað sem ég sótti mikið,“
segir Annelie. Framundan hjá
Annelie er að klífa hæsta tind N-
Ameríku í maí og þar verður helsta
áskorunin að takast á við kuld-
ann.En tindurinn, sem er 6194
metrar, er nærri því á sömu breidd-
argráðu og Ísland og getur kuldinn
farið niður í -45°.
„Þetta verður athyglisvert og
ég ætla að kaupa mér íslenska
lopapeysu fyrir þessa ferð,“ segir
Annelie.
Ánægð Annelie á Heljarkambi með Ola Gräsberg og Jóni Gauta Jónssyni.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012
Maraþon eru haldin víða um
heim og margir hér á Íslandi hafa
haldið utan og látið reyna á nýjar
hlaupaslóðir. Nú um helgina voru
haldin maraþon víða um Evrópu
líkt og sjá má á myndunum hér
til hliðar. Í slíkt þarf kraft og þol,
æfingar og þor. Maraþonið í Rot-
terdam er það stærsta sem hald-
ið er í Hollandi og Parísarmara-
þonið er líka fjölsótt og er
hlaupið víða um borgina. Varla
eru hlaupagarpar þó mikið að
kíkja á Eiffelturninn og aðra
merka staði enda að mörgu öðru
að hyggja.
Maraþon víða um heim
AFP
Á loft Svo virðist sem þessir hlauparar í Rotterdam-maraþoninu svífi.
Mannhaf Maraþonið haldið í Vín.
Sprett úr spori
Undirgöng Hlauparar í París.
Grillhúsið Sprengisandi og Tryggvagötu - Sími 527 5000 - grillhusid.is
Alvöru
helgar-brunch
Nú er kominn tími á alvöru helgar-brunch:
Steikt beikon, spælt egg, steiktar pylsur, pönnu-
kökur með sírópi, grillaður tómatur, kartöfluten-
ingar, ristað brauð, ostur, marmelaði, sneiðar af
ferskum ávöxtum, ávaxtasafi og te eða kaffi.
Ótrúlega gómsæt byrjun á góðum degi.
Verð kr. 1.590 pr. mann.
50% afsláttur fyrir börn undir 12 ára.
Alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 11:00 til 14:30.
Grillandi gott!
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9-18, LAUGARDAGA: 11-14
,
MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM
SJÓNMÆLINGAR– LINSUMÁTANIR
TRAU
ST
OG G
ÓÐ
ÞJÓN
USTA
Í YFIR
15 ÁR
T I L B O Ð
GLERAUGU
FRÁ 19.900,-