Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Skvass » Spinning » Karfa » Golfhermir » Tækjasalur » Gufubað
Opnir tímar:
Cross bells
þriðjudaga og fimmtudaga,
kl 12.00 og 17.15
laugardaga, kl. 10.00
Styrkir alla vöðva líkamans.
Spinning
mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga, kl 12.00 og 17.15
Mikill hraði og brennsla.
Komdu með
í gott form!
„Þetta er allt að gerast í
dag [mánudag], þessi far-
átt sem þeir eru búnir að
vera að bíða eftir. Það eiga
eftir að hellast inn fuglar í
tonnavís. Það verður mikið
fjör í dag,“ segir Jóhann
Óli Hilmarsson, formaður
Fuglaverndar og fugla-
ljósmyndari, um komu far-
fugla til landsins.
Hvöss austanátt var á
sunnanverðu landinu í gær
sem hentar vel farfugl-
unum, sem langflestir
koma annaðhvort beint frá
Bretlandseyjum eða hafa
viðkomu þar á leið sinni til
Íslands.
„Þetta fer alfarið eftir veðri. Það kom gusa í kringum 25. mars þegar það
kom mjög stíf austanátt. Það hefur komið mikið af stærri fuglum eins og gæs
og tjaldi en minni fuglar hafa lítið sem ekkert komið ennþá,“ segir hann.
Þannig hafi mikið af gæs komið til landsins nú um helgina en ennþá hafi
varla sést til þúfutittlings og lítið sé komið af hrossagauk. Stærri fuglar sem
geti sest á sjó hafi lagt í hann þrátt fyrir veður en minni tegundirnar sem
þurfi að fljúga hingað í einum rykk hafi ekki lagt í það ennþá. Í gær hafi þeir
smávaxnari hins vegar verið væntanlegir með hagstæðri vindáttinni.
Jóhann Óli segist hafa heyrt af því að þegar hafi sést til lunda í Vest-
mannaeyjum og víðar. Fyrsti fuglinn hafi sést 22. mars og það sé met. „Það
er vonandi að þetta boði gott fyrir þessa blessuðu fugla sem hafa ekki komið
upp ungum í fleiri ár eins og lundann á Suðurlandi og kríuna. Maður heldur
alltaf í vonina að sjórinn lifni við,“ segir hann. kjartan@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Farfugl Fyrsta heiðlóan þetta vorið sást hinn 19. mars í Hvalfjarðarsveit og er það nokkru fyrr en vanalega. Þessi mynd er þó úr safni.
Morgunblaðið/Eggert
Eyjar Lundinn hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár vegna fæðuskorts.
Morgunblaðið/Ómar
Met Heiða- og blesgæsir slógu met í vor en þær sáust degi fyrr en fyrra met.
Farfuglarnir að
hellast yfir landið
Lundinn fyrr á ferðinni þetta vorið
Ókomin Enn hefur ekki sést til kríu en hún
kemur yfirleitt í kringum 22. apríl.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Samtals hafa 19.621 fyrirtæki og
325.003 einstaklingar verið skráð hjá
lögreglu í málaskrá lögreglu. Engin
ákvæði eru í lögum um eyðingu upp-
lýsinga í gagnagrunnum lögreglu.
Þetta kemur fram í svari innanrík-
isráðherra við fyrirspurn Birgittu
Jónsdóttur um málaskrá lögreglu.
Ríkislögreglustjóri annast kerfis-
bundna skráningu upplýsinga um
lögreglumálefni. Fyrstu tölvuskráðu
gögnin eru frá árinu 1988 en öll lög-
regluembættin höfðu fyrst tengst
miðlægum gagnagrunnum lögreglu í
upphafi ársins 1998.
Rúmlega 19 þúsund fyrirtæki
Árlega eru skráð um 200.000 mál í
lögreglukerfið vegna kærðra brota
og annarra verkefna lögreglunnar
og í málunum eru skráðar upplýs-
ingar um þá einstaklinga og fyrir-
tæki sem tengjast brotum og verk-
efnum lögreglunnar. Samtals hafa
19.621 fyrirtæki og 325.003 einstak-
lingar verið skráð hjá lögreglu. Af
þeim eru 38.275 erlendir ríkisborg-
arar og 19.754 látnir. Ástæða skrán-
ingar getur verið af margvíslegum
toga, sem vitni, tilkynnendur, far-
þegar í umferðaróhappi, tjónþolar,
kærendur, kærðir o.s.frv.
Engin ákvæði eru um eyðingu
upplýsinga í gagnagrunnum lög-
reglu, en mjög öflugar aðgangsstýr-
ingar eru að gögnum í lögreglukerf-
inu og almennur aðgangur
lögreglumanna og annarra starfs-
manna lögreglu miðast aðeins við að
sjá skráð gögn síðustu fimm ára.
325 þúsund
nöfn í málaskrá
lögreglunnar
Fyrstu tölvu-
skráðu gögnin frá
árinu 1988
Morgunblaðið/Kristinn
Um tugur íslenskra skipa var við
kolmunnaveiðar suður af Fær-
eyjum í gær. Aflabrögð hafa verið
ágæt á þessum slóðum, að sögn
Gylfa Guðmundssonar, skipstjóra á
Hugin VE. Á þessum slóðum voru
einnig mörg rússnesk skip og
nokkur færeysk.
Kolmunninn er frystur um borð í
Hugin, um 100 tonn á sólarhring.
Eftir gott veður á þessum slóðum
undanfarið var spáð brælu í gær-
kvöldi. Hugin landar afurðum úr
þessum öðrum túr vertíðarinnar í
Fuglafirði á miðvikudag, en um 120
sjómílur eru af miðunum og þang-
að. Til Vestmannaeyja eru hins
vegar um 430 sjómílur.
Aukinn kvóti
Samkvæmt samkomulagi strand-
ríkja um kolmunnaveiðar má heild-
arafli ársins vera 391 þúsund tonn.
Er það talsvert meira en í fyrra
þegar heildaraflinn var ákveðinn
40.100 tonn. Íslenskum skipum er
heimilt að veiða 63.477 tonn á
þessu ári.
Góður kol-
munnaafli
suður af
Færeyjum
Kolmunnaflotinn
Skipin eru við veiðar
á þessum slóðum
Færeyjar
Skotland
Orkneyjar