Morgunblaðið - 17.04.2012, Side 14
SVIÐSLJÓS
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Frumvarp sem Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra segir að muni
veita lögreglu styrkari heimild til að
hefja rannsóknir þegar fyrir liggur
grunur eða vitneskja um að verið sé
að undirbúa afbrot hefur fengið
óblíðar móttökur hjá þeim sem síst
skyldi; nefnilega lögreglunni sjálfri
og ákærendum.
Í umsögn lögreglustjórans á höf-
uðborgarsvæðinu segir að ákvæðið
sem Ögmundur vill lögfesta „sé með
öllu óþarft“ og Ákærendafélag Ís-
lands leggst eindregið gegn því að
frumvarpið verði óbreytt að lögum
og bendir á að það geti beinlínis ver-
ið til óþurftar.
Lögreglustjórinn á höfuðborgar-
svæðinu og ríkislögreglustjóri eru
meðal þeirra sem hafa lengi sagt að
lögregla hér á landi þurfi að fá heim-
ildir til forvirkra rannsókna, sam-
bærilegar þeim sem löggæsluyfir-
völd í nágrannalöndum okkar, m.a.
Danmörku, Noregi og Svíþjóð, búa
yfir. Því hefur Ögmundur hafnað af-
dráttarlaust. „Ég vil ekki ganga eins
langt og aðrar Norðurlandaþjóðir
hafa gert í þessum efnum,“ sagði
hann m.a. á Alþingi um miðjan mars
þegar fyrrnefnt frumvarp hans var
til umræðu.
Hefur heimildirnar nú þegar
Í frumvarpi Ögmundar er lagt til
að ný grein, 52. grein a, bætist við
lög um meðferð sakamála. Í fyrstu
málsgrein hennar, verði frumvarpið
samþykkt, er lögreglu veitt heimild
til að hefja rannsókn út af vitneskju
eða grun um að verið sé að leggja á
ráðin um brot sem séu hluti af skipu-
lagðri glæpastarfsemi. Í umsögn lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu um
frumvarpið, sem birt var í gær, kem-
ur fram að það sé mat embættisins
að þetta ákvæði „sé með öllu óþarft í
ljósi þess að lögregla hefur þegar í
dag samkvæmt lögum um meðferð
sakamála heimild til þess að hefja
lögreglurannsókn við þær aðstæður
sem lýst er í frumvarpinu“.
Lögreglustjórinn gerir athuga-
semdir við fleiri ákvæði frumvarps-
ins en segir jafnframt brýnt að veita
lögreglu heimild til forvirkra rann-
sókna. .
Gæti þrengt að lögreglu
Í umsögn Ákærendafélagsins
koma efnislega fram sömu athuga-
semdir og hjá lögreglustjóranum á
höfuðborgarsvæðinu. Gagnrýnin er
þó ítarlegri og beinskeyttari.
Félagið leggst eindregið gegn því
að frumvarp innanríkisráðherra
verði samþykkt óbreytt þar sem
færa megi fyrir því rök, með gagn-
ályktun frá 1. grein frumvarpsins
(52. gr. a.) að lögreglu sé óheimilt að
hefja rannsókn á meintu tilrauna-
broti, ef ekki sé um að ræða meint
brot eða tilraun gegn ákvæðum laga
um bann við skipulagðri glæpastarf-
semi. Með því væri t.d. unnt að færa
rök fyrir því að lögreglu væri óheim-
ilt að hefja rannsókn á meintri til-
raun til stórfellds fíkniefnabrots eða
manndráps, ef þessi brot væru ekki
liður í skipulagðri glæpastarfsemi.
Félagið ítrekar jafnframt þá skoð-
un að hefja þurfi undirbúning á lög-
gjöf um forvirkar rannsóknarheim-
ildir lögreglu.
Ákærendafélagið vill ganga mun
lengra en ráðherrann en félagið hef-
ur áður lagt til að lögregla hér fái
sömu heimildir og lögregla í öðrum
Norðurlöndum. Í umsögninni segir:
„Á grundvelli forvirkra rannsóknar-
heimilda, sem mælt verði fyrir um í
lögum um meðferð sakamála eða
sérlögum, verði unnt að framkvæma
rannsókn áður en brot er framið og
þá með það að meginmarkmiði að
koma í veg fyrir brot. Forvirkar
rannsóknarheimildir þurfa að ná til
hvers kyns atferlis sem talið er ógna
almenningi, öryggi ríkisins og sjálf-
stæði þess. Slíkar heimildir þurfa að
taka til einstaklings eða hóps manna
sem talinn er eða taldir eru ógna ör-
yggi ríkisins eða einstaklinga, svo
sem öfgahópa eða einstaklinga sem
telja má hættulega vegna sérstaks
hugarástands.“ Í umsögninni segir
að ljóst megi vera að skilgreining á
skipulögðum glæpasamtökum, eins
og hún birtist í almennum hegning-
arlögum, sé ófullnægjandi útgangs-
punktur í þessu tilfelli.
Gætt verði að mannréttindum
Í umsögninni er einnig lögð
áhersla á að gæta verði vel að grund-
vallarreglum um mannréttindi og að
lögreglu verði ekki veitt óhóflegt
svigrúm í þessum efnum. Jafnframt
verði virkt eftirlit með beitingu
slíkra heimilda og þær verði að
jafnaði háðar samþykki dómstóla
fyrirfram. Vel komi til greina að
slíkar rannsóknarheimildir
verði háðar sérstöku eftirliti ráð-
herra og/eða Alþingis eða
stofnana á vegum þess.
Veita verði næga fjár-
muni til þeirra stofn-
ana er málið varði,
þeirra á meðal eftir-
litsstofnana.
Lögregla segir að tillaga
ráðherra sé með öllu óþörf
Heimildir þurfa að ná til öfgahópa og þeirra einstaklinga sem telja má hættulega
Morgunblaðið/Golli
Hells Angels Í umsögn Ákærendafélagsins um frumvarp innanríkisráðherra segir að skilgreining á skipulögðum
glæpasamtökum, eins og hún birtist í almennum hegningarlögum, sé ófullnægjandi útgangspunktur í þessu tilfelli.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012
Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is
Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi
á búslóðum til flutnings milli landa,
landshluta eða innanbæjar
Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir
einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir
eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með
fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi.
Stofnað árið 1981
Fjallað verður um sjávarútvegs-
frumvörpin og sjávarútvegsmálin
á almennum fundi á Hótel Ísafirði
þriðjudaginn 17. apríl kl. 20:00.
Frummælendur og umræðu-
efni: Einar K. Guðfinnsson al-
þingismaður: Vegið í sama kné-
runn. – Halldór Halldórsson, for-
maður Sambands íslenskra
sveitarfélaga: Hagsmunir hverra?
Áhrif sjávarútvegsfrumvarpanna
á sjávarbyggðir. – Shiran Þóris-
son, framkvæmdastjóri At-
vinnuþróunarfélags Vestfjarða:
Hagræn áhrif áætlaðs sérstaks
veiðigjalds á vestfirskan sjávar-
útveg.
Áhrif frumvarpa
rædd á Ísafirði
Rafmagnsverkfræðingadeild Verk-
fræðingafélags Íslands stendur
fyrir málþingi um háspennulínur
og jarðstrengi miðvikudaginn 18.
apríl klukkan
13:00 á Grand
Hótel Reykjavík.
Margt hefur ver-
ið ritað og rætt
um lagningu
strengja í stað
háspennulína og
er þetta málþing
sett á laggirnar
til að nálgast
viðfangsefnið frá ýmsum hliðum
segir í tilkynningu frá fundarboð-
endum. Lagt er upp með að um-
ræðan sé óhlutdræg og eins opin
og best verður á kosið. Nú nýlega
samþykkti Alþingi þingsályktun-
artillögu þar sem iðnaðarráðu-
neyti, í samstarfi við umhverf-
isráðuneyti, er falið að skipa nefnd
sem móta skal stefnu um lagningu
raflína í jörð og þau sjónarmið
sem taka beri mið af hverju sinni
við ákvarðanir þar um.
Pétur Örn Magnússon formaður
RVFÍ setur málþingið og mál-
þingsstjóri er Eymundur Sigurðs-
son, rafmagnsverkfræðingur hjá
VJI.
Erindi flytja: Unnur Stella Guð-
mundsdóttir, strengjafræðingur,
Jón Bergmundsson, Nils Gúst-
avsson og Guðmundur Ingi Guð-
brandson.
Málþing um strengi
og háspennulínur Félag viðskiptafræðinga og hag-
fræðinga stendur fyrir hádegis-
verðarfundi um fiskveiðistjórn-
unarfrumvörpinn 18. apríl kl.
12-13.30 á Grand Hótel Reykjavík.
Ræðumenn fundarins verða Ást-
hildur Sturludóttir, bæjarstjóri
Vesturbyggðar, Guðrún Lárus-
dóttir, framkvæmdastjóri Stál-
skipa ehf., Illugi Gunnarsson
alþingismaður og Jens Garðar
Helgason, formaður bæjarráðs
Fjarðabyggðar. Björgvin Guð-
mundsson, ritstjóri Viðskiptablaðs-
ins, stýrir fundi og fyrirspurnum
úr sal. Fundurinn er öllum opinn.
Skráning fer fram á vef félagsins,
www.fvh.is.
Ræða frumvörp
STUTT
Í skriflegu svari frá Ögmundi
Jónassyni innanríkisráðherra
segist hann m.a. vera ósammála
lagatúlkun lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu og Ákærenda-
félags Íslands, enda telji hann að
frumvarpið sem er til umræðu
skjóti styrkari stoðum undir
rannsóknarheimildir lögreglu
þegar kemur að skipulagðri
glæpastarfsemi.
Síðar í svarinu segir Ögmund-
ur:
„Ég sé hins vegar á umsögn-
unum sem hér er vísað til, eink-
um frá Ákærendafélaginu, að þar
stendur vilji til allt annars konar
og mun umfangsmeiri rannsókn-
arheimilda sem nái til miklu fleiri
þátta en skipulagðrar glæpa-
starfsemi. Þannig segir í umsögn
Ákærendafélagsins að lög eigi
að veita heimild til að safna upp-
lýsingum um einstaklinga eða
lögaðila þótt ekki liggi fyri rök-
studdur grunur um brot eða til-
raun til brots. Nánari útlistun er
að heimildirnar þurfi að taka til
„einstaklings eða hóps manna
sem talinn er eða taldir eru ógna
öryggi ríkisins eða einstaklinga,
svo sem öfgahópa eða ein-
staklinga sem telja má hættu-
lega vegna sérstaks hugar-
ástands“.
Ég gerði mér alltaf grein fyrir
því að margir vildu ganga miklu
lengra en ég þegar kæmi að
rannsóknarheimildum lögreglu,
en ég hafði ekki hugmyndaflug í
að sjá fyrir að Ákærendafélag Ís-
lands myndi fara fram með til-
lögur um heimildir sem fara
langt fram úr öllum mann-
réttindaviðmiðum.
Ég hef varað við því að
nota ógnina sem skipu-
lögð glæpastarfsemi er til
þess að réttlæta víðtækar,
forvirkar rannsókn-
arheimildir. Við þá
afstöðu held ég
mig,“ segir í svari
Ögmundar.
Ógn
verði ekki
réttlæting
EYKUR HEIMILDIR
Ögmundur
Jónasson