Morgunblaðið - 17.04.2012, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012
OPIN DAGSKRÁ KL. 14-16
• Ávarp: Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins
• Ávarp: Christoffer Taxell, forystumaður í finnsku atvinnulífi
og fyrrverandi menntamálaráðherra Finnlands
UPPFÆRUM STRAX
• Sjöfn Sigurgísladóttir, einn stofnenda Íslenskrar Matorku
• Edda Lilja Sveinsdóttir, sviðsstjóri verkfræðisviðs Actavis
• Marín Magnúsdóttir, eigandi Practical
• Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands
Netagerð og spjall
• Vetur kvaddur og sumri fagnað. Létt uppfærð nútímatónlist.
SKRÁNING Á WWW.SA.IS WWW.UPPFAERUMISLAND.IS
Sjöfn Sigurgísladóttir Edda Lilja Sveinsdóttir Kjartan Ragnarsson
Vilmundur Jósefsson Christoffer TaxellAri Edwald
Marín Magnúsdóttir
UPPFÆRUM
ÍSLAND
AÐALFUNDUR SAMTAKA ATVINNULÍFSINS 2012 MIÐVIKUDAGINN 18. APRÍL
Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA.
Fundarstjóri er Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Fjöldamorðinginn Anders Behring
Breivik bar við nauðvörn þegar
réttarhöld hófust í máli hans í Ósló í
gær og sagði að þess vegna ætti ekki
að refsa honum.
„Ég viðurkenni gerðirnar, en ekki
sekt og tel þær lögmæta nauðvörn,“
sagði Breivik þegar hann var spurð-
ur hvort hann væri sekur um morð á
77 manns í Ósló og Útey 22. júlí.
Lítil svipbrigði sáust á andliti
fjöldamorðingjans þegar saksóknari
las ákæruna á hendur honum í rúma
klukkustund og las meðal annars
upp nöfn þeirra sem biðu bana í
mannskæðustu árásum í nútímasögu
Noregs. Alls lágu átta manns í valn-
um eftir sprengjutilræði í miðborg
Óslóar og 69 til viðbótar biðu bana í
skotárásum í sumarbúðum ungliða-
hreyfingar Verkamannaflokksins í
Útey. 56 þeirra sem létu lífið voru
undir tvítugu og yngsta fórnar-
lambið var nýorðið 14 ára.
Grétu í réttarsalnum
Um 2.000 manns fylgdust með
málflutningnum í gær, þeirra á með-
al um 800 fjölmiðlamenn, þar af nær
500 frá öðrum löndum. Á meðal við-
staddra voru einnig Norðmenn sem
lifðu af árásirnar eða misstu ætt-
ingja í fjöldamorðunum. Margir
þeirra viknuðu af geðshræringu og
nokkrir grétu þegar nöfn fórnar-
lambanna voru lesin upp.
Margir tóku andköf þegar sak-
sóknarar sýndu myndskeið úr eftir-
litsmyndavél þar sem fólk sást
ganga að bíl hlöðnum sprengiefni í
miðborg Óslóar áður en sprengingin
varð. Nokkrir gengu síðan út úr
salnum þegar leikin var upptaka af
símtali ungrar konu sem hringdi í ör-
væntingu í neyðarlínuna frá Útey.
Skothvellir heyrðust og konan varð
vitni að því þegar ódæðismaðurinn
myrti nokkra vini hennar.
Saksóknararnir léku einnig upp-
töku af samtali fjöldamorðingjans
við lögreglu. „Ég hef lokið ætlunar-
verki mínu og vil gefa mig fram,“
sagði hann. Áður en lögreglan gat
handtekið hann myrti Breivik átta
ungmenni til viðbótar.
Fjöldamorðinginn hafði áður lýst
því yfir að árásirnar hefðu verið
„grimmileg en nauðsynleg“ aðgerð í
nauðvörn gegn „landráðamönnum“
sem bæru ábyrgð á fjölmenningar-
stefnu og „innrás múslíma“ í
Evrópu.
Breivik neitaði því að hann hefði
verið atvinnulaus áður en hann
framdi ódæðisverkin og kvaðst vera
rithöfundur. „Ég viðurkenni ekki
norska dómstólinn vegna þess að
hann fékk vald sitt frá stjórnmála-
flokkunum sem styðja fjölmenn-
ingarstefnuna,“ sagði hann.
Breivik dró einnig í efa hæfi eins
dómaranna til að dæma í málinu
vegna vináttu hans við systur Gro
Harlem Brundtland, fyrrverandi
forsætisráðherra Noregs.
Þótt lítil svipbrigði sæust á andliti
fjöldamorðingjans þegar nöfn
fórnarlamba hans voru lesin upp
brosti hann þegar saksóknarinn
sýndi myndir af heimasaumuðum
búningum hans, að sögn fréttavefjar
norska ríkisútvarpsins.
Fjöldamorðinginn virtist síðan
verða allur að eyrum þegar
saksóknarinn nefndi svonefnda
„musterisriddara“ sem Breivik seg-
ist hafa gengið til liðs við fyrir nokkr-
um árum. Musterisriddarar börðust
með krossförum gegn herjum músl-
íma á miðöldum en norskir saksókn-
arar neita því að til sé hreyfing sem
kenni sig við riddararegluna.
Breivik bar við nauðvörn
Norski fjöldamorðinginn kvaðst ekki viðurkenna dómstólinn í Ósló Lítil svipbrigði sáust á andliti
hans þegar nöfn 77 fórnarlamba hans voru lesin upp Tilfinningaþrungin réttarhöld hófust í gær
Reuters
Þegar handjárnin voru tekin af fjöldamorðingjanum rétti hann fram hægri höndina, með krepptan hnefa, og heilsaði að sið hægriöfgamanna, eftir að hann
kom inn í réttarsalinn í gær. Hann var svipbrigðalaus þegar saksóknari las nöfn 77 manna sem ódæðismaðurinn varð að bana. Hann brast hins vegar í grát
þegar sýnt var tólf mínútna áróðursmyndskeið sem hann hafði sett á netið. Þetta var í fyrsta skipti sem hann sýndi sterkar tilfinningar í réttarsalnum. Að
sögn fréttamanna norska ríkisútvarpsins virtist ástæða grátsins vera sú að fjöldamorðinginn hefði verið svo djúpt snortinn af eigin myndskeiði. Fréttavef-
ur Aftenposten hafði eftir norskum réttarsálfræðingi að þetta benti til þess að fjöldamorðinginn væri sérlega upptekinn af sjálfum sér. „Þegar nöfnin á
þeim sem hann myrti voru lesin upp sáust engin svipbrigði á andliti hans. En hann brestur í grát um leið og myndskeið, sem hann bjó sjálfur til, er sýnt.“
AFP
Sagður sérlega upptekinn af sjálfum sér
Verjandi fjöldamorðingjans sagði í gær að hann kynni að óska eftir því að
réttarhöldunum yrði frestað vegna þess að verjendurnir hefðu fengið nær
2.000 blaðsíður af nýjum málsskjölum á föstudaginn var. Verjandin, Geir
Lippestad, sagði að eðlilegt væri að verjendurnir fengju nægan tíma til að
lesa öll skjölin áður en réttarhöldin hæfust að nýju. Fréttavefur norska
ríkisútvarpsins hafði eftir saksóknurum að þeir teldu ekki ástæðu til að
fresta réttarhöldunum.
Gert er ráð fyrir því að réttarhöldin standi í tíu vikur og dómur verði
kveðinn upp um miðjan júlí. Anders Behring Breivik kemur fyrir réttinn í
dag og á þá að bera vitni. Verjendur hans óskuðu eftir því að hann fengi
að lesa upp skjal þar sem hann útskýrir hvers vegna hann framdi fjölda-
morðin. Þeir sögðu að lesturinn myndi taka um það bil hálfa klukkustund.
Réttarhöldunum frestað?
BREIVIK VILL FÁ AÐ LESA UPP MÁLSVARNARSKJAL