Morgunblaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 18
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Danski auðjöfurinn MærskMc-Kinney Møller lést ígærmorgun, 98 ára aðaldri. Íslandsvinur er orð
sem mætti nota yfir Møller, hann
var einn af þeim sem stuðluðu að
uppbyggingu Norðurbryggju auk
þess sem hann styrkti íslenska
námsmenn í Kaupmannahöfn ár
hvert. Hann kom eitt sinn hingað til
lands, í september 2001, til að heim-
sækja vinkonu sína frú Vigdísi Finn-
bogadóttur.
„Møller var afskaplega elskulegur
og ljúfur maður, þægilegur og vin-
samlegur í alla staði. Kona hans, frú
Emma, var líka mjög elskuleg,“ seg-
ir Vigdís um Møller og kveðst eiga
eftir að sakna hans.
Kynni þeirra hófust rétt fyrir
aldamótin 2000 þegar Vigdís vann að
uppbyggingu Norðurbryggju, sam-
eiginlegs menningarseturs Íslend-
inga, Færeyinga og Grænlendinga í
Kaupmannahöfn. „Ég hitti hann
fyrst þegar ég kom til Kaup-
mannahafnar eftir að ég hætti sem
forseti. Þá var mér boðið að koma á
úthlutun úr sjóði Møller til styrktar
íslenskum stúdentum. Ég fór þang-
að og hann bauð mér inn á skrifstof-
una sína. Þar fór svo vel á með okkur
að við urðum ágætir mátar upp frá
því. Þegar við vorum að endurreisa
pakkhúsið í Kaupmannahöfn, Norð-
urbryggju, veitti hann út á vináttu
okkar mjög mikilvæga upphæð í
endurreisn hússins,“ segir Vigdís.
Styrktarsjóður Møller veitti 240
milljónir króna til Norðurbryggju og
er Møller minnst fyrir það í húsinu.
Skiptust alltaf á afmæliskveðju
Møller kom til Íslands ásamt konu
sinni 2001 og segir Vigdís hann hafa
verið mjög hrifinn af landinu. „Við
áttum þá skemmtilega og ógleym-
anlega stund saman í sumarhúsinu
mínu á Þingvöllum.“
Vigdís heyrði síðast frá honum í
júlí á síðasta ári. „Við skiptumst allt-
af á afmæliskortum, hann á afmæli í
júlí og ég sendi honum afmæl-
iskveðju eins og venjulega og hann
sendi mér þakkarbréf til baka.
Sennilega hef ég fengið jólakveðju
frá honum líka. Við skiptumst alltaf
á hátíðarkveðjum. Þetta var mjög
elskuleg vinátta sem við áttum og
hann var alltaf reiðubúinn að styðja
við það sem ég var að vinna að.“
Lét reisa heilt óperuhús
Árið 1970 fékk Møller ridd-
arakross hinnar íslensku fálkaorðu.
Með því sýndu íslensk stjórnvöld
fjölskyldunni þakklæti sitt en árið
1936 stofnaði A.P. Møller, faðir
Mærsk, sérstakan sjóð til styrktar
Íslendingum í háskólanámi í Kaup-
mannahöfn. 15-20 Íslendingar hafa
fengið styrk úr sjóðnum árlega.
Møller var þekktastur fyrir rekst-
ur skipafélags síns sem hann rak í
tæpa hálfa öld. Hann varð meðeig-
andi í fjölskyldufyrirtækinu A.P.
Møller árið 1940 og forstjóri þess og
annarra fyrirtækja í samsteypunni
A.P. Møller – Mærsk Gruppen frá
1965 til ársins 2003. Fram í andlátið
var hann stjórnarformaður ýmissa
fyrirtækja og stofnana.
Møller var ötull við að veita fjár-
magn í ýmiskonar menningar-
starfsemi úr Mc-Kinney Møller
sjóðnum. Stærsti minnisvarðinn um
dugnað hans í þeim málum er óp-
eruhús Konunglega leikhússins í
Kaupmannahöfn sem var vígt í jan-
úar 2005. Møller og kona hans gáfu
dönsku þjóðinni nýja óperuhúsið til
eignar í minningu föður Møllers,
Arnold Peter Møller. Það var hann
sem stofnaði skipafélagið Svendborg
árið 1904 með föður sínum, afa
Mærsk, undirstöðuna að auðsöfnun
Møller-fjölskyldunnar.
Íslandsvinurinn
Møller fallinn frá
AFP
Gjafmildur Mynd tekin í apríl í fyrra af Mærsk Mc-Kinney Møller á fundi í
fyrirtæki sínu, AP Moeller. Hann byggði m.a. óperuhúsið í Kaupmannahöfn.
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ekki er hægtað líta á um-sögn Ragn-
ars Árnasonar, pró-
fessors í fiskihag-
fræði við Háskóla
Íslands, um frum-
varp sjávarútvegsráðherra um
veiðigjald á annan hátt en sem
falleinkunn. Í umsögninni segir
Ragnar að það væri „óðs manns
æði“ að ætla að skattleggja ís-
lenska atvinnuvegi umfram það
sem gengur og gerist erlendis
og þetta eigi við um sjávarútveg
ekki síður en aðra atvinnuvegi.
„Fullyrðingar um að skatt-
lagning á sjávarútveg hafi engin
áhrif á starfsemi hans eða rekst-
ur eru byggðar á sandi og eiga
sér ekki stuðning í hagfræði,“
segir Ragnar eftir að hafa farið
yfir þann misskilning sem skatt-
lagningin í frumvarpinu byggist
á. Því sé haldið fram í grein-
argerð með frumvarpinu að ver-
ið sé að skattleggja auðlinda-
rentu í sjávarútvegi en því fari
víðs fjarri. „Bæði er að höfundar
frumvarpsins (og fylgiskjals)
virðast hafa afskaplega tak-
markaðan skilning á því hvað
auðlindarenta er og raunar
renta yfirleitt og mistúlka þau
fræði í grundvallaratriðum og
hitt að skattur sá sem gerð er
tillaga um er alls ekki til þess
fallinn að leggjast á auðlinda-
rentu sérstaklega. Skatturinn
er í rauninni einfaldlega fram-
leiðslugjald (eða
veltuskattur),“ seg-
ir í umsögn prófess-
orsins. Deilt hefur
verið um hve hátt
veiðigjaldið geti
orðið en Ragnar
segir auðvelt að ganga úr
skugga um að það geti „hæglega
verið hærra en hagnaður við-
komandi fyrirtækis“. Og hann
bendir á að skatthlutfallið sé
„mjög hátt“. Auðlindagjaldið í
frumvarpinu er tvískipt, al-
mennt og sértækt, og það sér-
tæka er samkvæmt útreikn-
ingum Ragnars 76% af hagnaði.
„Erfitt er að finna nokkra skatt-
lagningu á fyrirtæki á Vest-
urlöndum, hvort sem þau eru í
auðlindavinnslu eða ekki, sem
búa við skattheimtu sem er í ná-
munda við þetta hlutfall af
hagnaði,“ segir hann.
Hér verður efni umsagnar
Ragnars Árnasonar ekki rakið
að fullu en óhætt að mæla með
að menn kynni sér hana, ekki
síst þingmenn. Í umsögninni er
sýnt fram á hvílíkt stórslys það
yrði, ekki aðeins fyrir sjávar-
útveginn heldur þjóðarbúið í
heild, ef frumvarpið yrði að lög-
um.
Margir hafa orðið til þess að
fara fram á að frumvarpið verði
afturkallað og endurskoðað frá
grunni. Eftir lestur umsagn-
arinnar þarf enginn að efast um
réttmæti þeirrar kröfu.
Prófessor í fiski-
hagfræði fer hörð-
um orðum um frum-
varp um veiðigjald}
Falleinkunn
Í frétt Mbl.is fráþinginu í gær
sagði: „Steingrímur
J. Sigfússon, for-
maður VG, kveðst
þurfa að hryggja
Ólöfu Nordal, vara-
formann Sjálfstæðisflokksins,
með því að láta ógert að krefj-
ast þess að aðildarviðræðum við
ESB verði slitið og að boðað
skuli til kosninga á morgun.“
Og í fréttinni sagði einnig:
„Lýsti Steingrímur þá því yf-
ir að hann teldi enn að ljúka
bæri aðildarviðræðunum við
ESB en að flýta bæri sjávar-
útvegs- og landbúnaðarkafl-
anum.“ Og svo kom það hjá
Steingrími J. Sigfússyni sem ef
til vill var það athyglisverðasta:
„Ég tel að það skipti mestu
máli að við höfum þá það út úr
þessum leiðangri … að við
verðum þá einhverju nær …
Verður þá Evrópusambandið
aftur orðið gott bara eftir
nokkra mánuði, ef það er sett á
ís í nokkrar vikur, eða nokkra
mánuði? … Ég tel að mestu
máli skipti að fara ekki út af
sporinu,“ sagði Steingrímur.
Það er ekki endilega víst að
það ætti að hryggja Ólöfu Nor-
dal, varaformann Sjálfstæð-
isflokksins, að Steingrímur lýsi
því yfir að hann ætli einarður
að halda áfram á sinni óláns-
braut í ESB-
málum. Sú „veg-
ferð“ er að tína
fylgið af VG jafnt
og örugglega. Það
getur út af fyrir sig
ekki verið harms-
efni fyrir forystumann í Sjálf-
stæðisflokki.
Augljóst er af öðrum orðum
Steingríms að hann áttar sig á
að makrílmálið og atlaga fram-
kvæmdastjórnar ESB að Ís-
landi fyrir dómstólum dregur
enn úr áhuga á aðild og aðlögun
að ESB og var þó hvort tveggja
í lágmarki fyrir. En orð Stein-
gríms í gær voru: „Verður þá
Evrópusambandið aftur orðið
gott bara eftir nokkra mánuði,
ef það er sett á ís í nokkrar vik-
ur, eða nokkra mánuði? … Ég
tel að mestu máli skipti að fara
ekki út af sporinu.“
Þetta eru óneitanlega athygl-
isverð ummæli. Duttu þessi orð
út úr formanni VG óviljandi?
Var ESB virkilega gott að mati
Steingríms J. fyrir makrílhót-
anir og dómsstólaaðför þess að
Íslandi? Það gengur þvert á allt
sem þessi maður hefur sagt í
meira en tvo áratugi. Er svo
komið að Steingrímur J. hafi
ekki aðeins svikið flokkinn sinn
og kjósendur sína í þeirra
stærsta máli? Sveik hann líka
sjálfan sig?
Orð Steingríms J.
um ESB hefðu
hljómað eðlilega úr
samfylkingarmunni}
Verður ESB gott aftur?
Á
ferðalagi um framandi slóð fyrir
nokkrum árum var eftirtektarvert
hvernig við ferðalangarnir vorum
af fararstjóra leidd úr einum stað í
annan; fyrst og fremst á áfanga-
staði sem telja má viðurkennda viðkomustaði.
Skoðaðar voru háreistar hallir, stjórnarbygg-
ingar, náttúruundur, markaðir og kvölds og
morgna tókum við skattinn á nafntoguðum
veitingahúsum. Svona gekk þetta dag eftir dag
– jú, og stundum var líka litið við á slóðum betl-
ara og skransala sem gengu kappsamlega fram
í lífsbaráttu sinni. Hágrátandi réttu þeir fram
hönd sína og báðu um klink sem flestir gátu tínt
upp úr buxnavösum sínum, vitandi að eymd
þessa fólks er að hluta til vel æfð leiksýning.
Auðvitað var þetta ljómandi fínt og áhuga-
vert en þó var sá hængur á ferðalaginu öllu að
okkur gáfust svo sáralítil tækifæri á að kynnast lífi og að-
stæðum fólksins sjálfs. Baráttu þess fyrir brauðinu, heim-
ilisvenjum, lífi og leikjum barna. Mér hefði þótt gaman að
skoða rekstur og starfsemi almennra fyrirtækja, kynnast
skólahaldi, koma inn á sjúkrahús og svo mætti áfram telja.
Allt var þetta hins vegar utan alfaraleiða. Og það fannst
mér miður. Ég hef alltaf haft áhuga á alþýðufólki, enda
endurspeglast vel í lífi þess hver eru raunveruleg kjör og
aðstæður þjóða. Háreistar hallir og sögufrægir staðir sýna
okkur fátt og smátt. Svara spurningum um fólkið sjálft
ekki nema að takmörkuðu leyti, sem gengisfellir skipu-
lagðar hópferðir.
Á Íslandi virðist mér þetta vera býsna svip-
að og gerist í útlöndum. Þegar túristar koma
til landsins þykir Bláa lónið sjálfsagður sem
fyrsti viðkomustaður. Á Reykjavíkurrölti eru
svo Hallgrímskirkja, sundlaugarnar og lopa-
peysubúðir sjálfsagðir viðkomustaðir. Í morg-
unsárið bruna rúturnar héðan úr bænum aust-
ur fyrir fjall. Þá er gjarnan staldrað við á
Þingvöllum, Laugarvatni, Gullfossi, Geysi,
Skálholti og í Hveragerði. Lengi var apinn hjá
Michelsen helsta aðdráttaráttarafl blómabæj-
arins en er löngu dauður, en salíbuna í jarð-
skjálftahermi hefur komið í staðinn. Og ann-
arsstaðar á landinu er einnig viðkoma höfð á
sögustöðum eða við fræg náttúruvætti sem þó
segja ferðamönnum sáralítið um landið og
menningu þess. Og hver er ástæða þessa? Get-
ur verið að ferðaþjónustan sé öll í samofnu
hagsmunabandalagi þar sem menn lifa af þjórfé hver af
öðrum? Hvers vegna hugsa ferðaþjónar ekki út fyrir kass-
ann og hið viðtekna?
Í skrifuðum orðum situr pistlahöfundur við borð sitt í
Hádegismóum og horfir út yfir Árbæjarhverfi. Væri ekki
áhugavert fyrir erlenda ferðamenn að hafa þar viðkomu.
kynnast heimili íslenskrar vísitölufjölskyldu í Hraun-
bænum, sem verslar í Bónus og borðar soðna ýsu á mánu-
dögum. Einnig mætti koma við í einhverjum hinna fjöl-
mörgu atvinnufyrirtækja sem eru hér á Hálsunum. Í
fjarlægu landi þætti mér gaman að kynnast einhverju
slíku; hinu daglega spilverki þjóðfélagsins. sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Pistill
Fjölskyldan í Hraunbæ borðar ýsu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Mærsk Møller giftist Emmu
Neergaard Rasmussen árið
1940 en þau kynntust í skóla.
Bæði voru þau fædd árið 1913
en hún var nokkrum dögum
eldri en hann. Þau voru gift í 65
ár eða þar til Emma lést árið
2005. Mærsk og Emma eign-
uðust þrjár dætur: Leise Mærsk
Mc-Kinney Møller (1941), Kirs-
ten Mærsk Mc-Kinney Olufsen
(1944) og Ane Mærsk Mc-
Kinney Uggla (1948). Barna-
börnin urðu tíu og gengu tveir
dóttursynir Møller, Robert Ma-
ersk Uggla og Johan Pederson
Uggla, til liðs við fyrirtækið
2004.
Eignaðist
þrjár dætur
FJÖLSKYLDAN
Við Esplanaden Møller-samsteypan.