Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 19

Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012 Hjól Nú þegar vorið virðist loks gengið í garð hafa bifhjólamenn tekið út hjólin sín. Það er ekki óalgengt að fólk virði fyrir sér stór og vel bónuð hjól sem þetta og jafnvel láti sig dreyma. Golli Iðnaðarráðherra boðaði nýlega á að- alfundi Samorku, samtaka orkufyr- irtækja á Íslandi, að hann hefði nýlega lagt fram á Alþingi skýrslu um heild- stæða orkustefnu fyrir Ísland. Yrði skýrslan gefin út í vor. Þetta er vissulega fagnaðar- efni, enda tími til kominn. Ráð- herrann boðaði einnig að hann, í samráði við umhverfis- ráðherra, myndi leggja fram þingsályktunartillögu um „rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarð- hitasvæði“. Hún hefur verið í undirbúningi árum saman og það er því vissulega fagnaðar- efni að hún verður nú lögð fram, því að eins og ráðherrann kemst að orði er orkufram- leiðsla og verður „ein af grunn- stoðunum undir samfélagi okk- ar“. Vinna við þá áætlun hófst 1999. Ráðherra boðaði á fundinum að í væntanlegri heildstæðri orkustefnu stjórnvalda verði gert ráð fyrir „að við aukum stórkostlega hlut endurnýj- anlegrar orku þegar kemur að samgöngum“. Þessa hugmynd er ég vantrúaður á. Ástæðan er sú, að meginnotkun raforku í samgöngum í öðrum löndum, að knýja rafknúnar járnbrautir, er mikið til útilokuð á Íslandi sök- um strjálbýlis og fámennis þjóð- arinnar. Í flestum Evrópulöndum eru rafknúnar jármbrautarlestir og rafknúnir sporvagnar, neðan- jarðar í stórborgum en ofan- jarðar utan þeirra, meginsamgöngu- leiðir almennings. Tilvist þeirra dreg- ur mjög úr notkun einkabílsins borið saman við það sem vera mundi án járn- brauta, þ.e. borið saman við „ís- lenskar aðstæður“. Hitt er svo annað mál að í mörgum Evrópulöndum er eldsneyti úr jörðu eftir sem áð- ur aðalorkugjafinn í sam- göngum því að rafmagnið er þar að mestu unnið úr elds- neyti. Undantekningar eru lönd eins og Frakkland þar sem meginhluti raforkunnar kemur úr kjarnorku, Sviss, þar sem vatnsorkunnnar nýtur við, og lönd eins og Ítalía og Aust- urríki, þar sem vatnsorkan á stóran hlut og raunar kjarnorka líka, innflutt frá Frakklandi, því að þessi lönd vilja ekki kjarn- orkustöðvar hjá sér þótt þau nýti kjarnorkurafmagn frá Frakklandi með bestu lyst. Það er vissulega vel að von er á heildstæðri orkustefnu fyrir Ísland. Hún er löngu orðin tímabær. Við mótun hennar er rétt að hafa hliðsjón af Sviss, sem eins og Ísland er ríkt af vatnsorku. Við höfun svo jarð- hitann, sem einnig má nýta til raforkuvinnslu. Eftir Jakob Björnsson » Það er vissulega vel að von er á heild- stæðri orkustefnu fyr- ir Ísland. Hún er löngu orðin tímabær. Jakob Björnsson Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri Heildstæð orku- stefna fyrir Ísland er löngu tímabær Loksins hefir sjáv- arútvegsráðherra lagt fram tvö lagafrumvörp til breytinga á fisk- veiðistjórnunarkerfinu. Þessi frumvörp eru pólitískt möndl og breyta engu í grundvall- aratriðum. Hér er verr af stað farið en heima setið. Frumvörpin upp- ræta ekki þau mann- réttindabrot, sem felast í núverandi kerfi, svo sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sló föstu með úr- skurði sínum í kærumáli þeirra Arnar Snævars Sveinssonar og Erlings Sveins Haraldssonar frá 24. október 2007. Í þessum úrskurði taldi mann- réttindanefndin kvótakerfið brjóta gegn mannréttindaákvæðinu í 26. gr. Alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (nr.10, 28. ágúst 1979), er kveður á um jafnrétti allra manna. Mælti Mannréttinda- nefndin svo fyrir, að ríkisstjórn Ís- lands breytti kvótakerfinu á þann veg, að það uppfyllti þetta mannréttinda- ákvæði og greiddi kærendum skaða- bætur. Skyldi þetta gert innan sex mánaða. Nú eru liðin fjögur og hálft ár. Ekkert hefir verið gert af hálfu ríkisstjórna í þessum efnum, annað en það, að bæði ríkisstjórnir og dóm- stólar hafa níðst á kærendum, neitað að greiða þeim skaðabætur og komið í veg fyrir, að þeir nái rétti sínum fyrir dómstólum landsins, andstætt 3. mgr. 2. gr. nefnds alþjóðasamnings, sem skuldbindur aðildarríki sáttmála þessa til þess að tryggja það, að menn, sem brotið er á, nái rétti sínum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar var því lofað að fyrna kvótann á 20 árum. Það hefðu þó verið spor í rétta átt, þótt í hænufetum væri. En nú á, með þessum lagafrumvörpum, akkúrat að gera hið gagnstæða. Það á að festa kvótann í sessi næstu 20 árin a.m.k. (í stað eins árs nú) og svo til sömu aðiljarnir fá að halda kvótanum gegn greiðslu hærra veiðigjalds, með örlítilli glufu á nýliðun, sem engum úr- slitum ræður til bóta á þessu mannréttinda- brotakerfi. Til þess að reka fisk- veiðar hér við land þann- ig, að fullnægt sé ákvæð- um mannréttinda um atvinnufrelsi og jafnrétti allra manna, eru aðeins tvær leiðir færar: 1. Leggja niður kvóta- kerfið og leyfa öllum að veiða, eins og var fyrir tilkomu kerfisins, eða 2. Setja allar aflaheimildir á uppboð á frjálsum markaði. Ef síðari leiðin yrði valin (sem mér sýnist lík- legra), mætti skipta aflaheimildunum í fjóra jafna flokka: Einn fjórði yrði boðinn upp til tog- ara, einn fjórði til trillubáta, einn fjórði til skipa þar í milli og síðasta fjórðungnum yrði skipt niður á lands- fjórðungana til strandveiða og lönd- unar í viðkomandi landsfjórðungi. Með þessu fyrirkomulagi byðu menn það verð í aflaheimildirnar, sem þeir teldu sig geta gert út á með hagnaði. Þeir, sem bezt geta gert út, byðu eig- andanum, þjóðinni, hæst verð. Hér yrði það útgerðarmanna sjálfra að ákveða, hvað þeir ráða við, en ekki stjórnvalda. Jafnframt opnast sjávar- útvegurinn fyrir nauðsynlegri og eðli- legri nýliðun, en inngangan væri ekki skömmtuð af ráðherra eða pólitískum nefndum eða ráðum. Takmörkuðum auðlindum verður aldrei úthlutað rétt eftir pólitískum leiðum. Slíkt er æv- inlega beini, breiði vegurinn til spill- ingar. Við Íslendingar ættum að vita það eftir reynsluna af haftakerfinu, er ríkti hér á landi frá 1930 til 1991. Hví- lík spilling! Nei, í þessum málum fyr- irfinnst aðeins einn réttlátur dómari: Það er buddan. Til þess að skapa stöðugleika í sjáv- arútveginum þyrfti leigutíminn að vera til allmargra ára, t.d. 15-20. Með slíku fyrirkomulagi greiddist fullt verð fyrir aflaheimildirnar, andstætt því, sem nú gildir. Þess vegna ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, að menn hefðu framsalsheimildir á afla- leyfunum, enda færi slíkt framsal inn- an viðkomandi skipaflokks og leiddi ekki til þess að löndunarskyldan í strandveiðunum færðist milli lands- fjórðunga. Rétt væri að endurskoða uppboðsverð aflaheimilda ár hvert, til hækkunar eða lækkunar, eftir hag- vísitölum útgerðarinnar. Þá væri rétt að leggja á þá skyldu, að allur afli, sem landað er, fari á fisk- markað til þess að tryggja jafna stöðu fiskverkenda og þeirra, sem stunda bæði útgerð og fiskvinnslu, svo og til að tryggja sjómönnum réttan hlut. Framangreind lagafrumvörp sjáv- arútvegsráðherra breyta engu um eignarrétt þjóðarinnar á fiskimið- unum. Hann er þegar lögbundinn í 1. gr. laganna um stjórn fiskveiða. Hitt er annað mál, að sjálfsagt er að tryggja þennan rétt þjóðarinnar enn betur með því að skrá hann í sjálfa stjórnarskrána. Þessi lagafrumvörp sjávarútvegs- ráðherra ollu mér miklum von- brigðum. Krumla sérhagsmunanna teygir anga sína víða og nær alla leið inn á hið háa Alþingi, þar sem al- mannaheill á að ráða gerðum manna og orðum. Hvers vegna í ósköpunum þarf að pakka þessu einfalda máli inn í allar þessar lagaumbúðir? Málið er í sjálfu sér einfalt. Það snýst aðeins um þetta: Viljum við Íslendingar festa í sessi forréttindastétt í þessu þjóðfélagi eða ætlum við að hafa hér þjóðfélag, þar sem ríkir jafnrétti milli allra manna? Rétt er að vernda rétt alþjóðar og tryggja mannréttindi á sviði fiskveiða. Nú er eftir að sjá, hvaða alþingismenn vilja tryggja þjóðarhag og mannrétt- indi – og hverjir ekki. Eftir Magnús Thoroddsen » Þessi frumvörp eru pólitískt möndl og breyta engu í grundvall- aratriðum … Frum- vörpin uppræta ekki þau mannréttindabrot, sem felast í núverandi kerfi Magnús Thoroddsen Höfundur er fyrrv. hæstaréttarlögmaður. Miklar umbúðir um mannréttindabrot

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.