Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 20
20 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012
Fyrir rúmri öld sáu Íslendingar að
nágrannaþjóðirnar voru komnar
langt fram úr þeim í fiskveiðum.
Þeir kenndu árinni um og keyptu
vélar í skipin sín.
Ég deili ekki við Tómas um það,
að þægilegt er fyrir okkar ráða-
menn að fella gengið þegar við er-
um búnir að spila rassinn úr bux-
unum. Þessu fylgir svo að sjálf-
sögðu verðbólga vegna hækkunar á
innflutningi, síðan þegar rætist úr
er genginu haldið stöðugu, en laun
hækka með tilheyrandi hækkun á
innlendum vörum, svona hefur þessi
hringavitleysa verið eins lengi og ég
man. Gamalt máltæki um að
græddur sé geymdur eyrir hefur
breyst í glataður er geymdur eyrir.
Þetta hefur
grafið undan
fjármálasiðferði
þjóðarinnar og á
að mínum dómi
stóran þátt í
hruninu.
Að nota ís-
lensku krónuna í
opnu hagkerfi er
ekki ósvipað því
að sækja á djúp-
mið á árabáti, en ef menn eru sáttir
við að „draga marhnút í drenginn
sinn“, getum við aftur hafið árina
til vegs og virðingar og notað krón-
una áfram.
HARALDUR
SVEINBJÖRNSSON,
verkfræðingur.
Krónunni kennir illur ræðari:
Athugasemd við samnefnda
grein Tómasar Inga Olrich
Frá Haraldi Sveinbjörnssyni
Haraldur
Sveinbjörnsson
Ég hélt satt að
segja að toppi næring-
arvitleysunnar hefði
verið náð hér á landi á
árinu 1999 þegar út
var gefin bók sem
nefnist „Rétt mat-
aræði fyrir þinn blóð-
flokk“. „Fræði“ þessi
náðu miklum vinsæld-
um og bókin seldist í
þúsundum eintaka og
reynslusögur fólks
sem hafði náð undraverðum árangri
í baráttunni við aukakílóin eða
lækningu gagnvart hinum ýmsu lík-
amskvillum bárust víða. Blóðflokka-
kenningin byggir á þeirri staðhæf-
ingu að 0-blóðflokkurinn hafi komið
fyrstur fram á sjónarsviðið (um
50.000 árum fyrir Krist) og að þá
hafi mannskepnan að upplagi verið
„veiðimenn“ og þar sem „veiði-
mennirnir“ höfðu fyrst og fremst
nærst á kjöti og fiski ættu menn í
O-blóðflokki að halda sér aðallega
við slíka fæðu. Hins vegar átti fólk í
A-blóðflokki að sneiða hjá slíkum
mat en neyta jurtafæðis, en sam-
kvæmt kenningunni á A-blóðflokk-
urinn að hafa komið fram 15.000 ár-
um fyrir Krist. Hve margir ætli
muni eftir þessari blóðfokkaþvælu í
dag eða reyni að borða í anda síns
blóðflokks? Þeir eru eflaust ekki
margir. Ástæða þess að minnst er á
þessa skrítnu kenningu er sú að um
þessar mundir nýtur töluverðra vin-
sælda kenning þar sem einnig er
leitað fanga aftur í gráa forneskju.
Kenning sú sem um ræðir kallast
„Steinaldarmataræði“ (Paleo diet)
og verður nú nánar fjallað um út á
hvað sú mataræðiskenning gengur.
Saga
Steinaldarmataræðiskenningin er
ekki ný af nálinni og líkast til er
hægt að eigna hana meltingarfæra-
fræðingnum Walter L. Voegtlin sem
árið 1975 gaf út bók sína „The Stone
Age Diet“. Síðan þá hafa ýmsar
„steinaldarnæringarbækur“ verið
gefnar út og sú sem hefur náð hvað
mestri útbreiðslu er vafalaust „The
Paleo Diet: Lose Weight and Get
Healthy by Eating the Foods You
Were Designed to Eat“ eftir Dr.
Loren Cordain. En
þess má geta að sá
sami gaf út steinald-
armataræðisbók ætlaða
íþróttafólki sem nefnist
„The Paleo Diet for
Athletes: A Nutritional
Formula for Peak
Athletic Performance“
og á það er bent vegna
þess að margir sem
hafa mælt með stein-
aldarmataræðinu hér á
landi tengjast íþrótt-
um.
Má – Má ekki
Þeir sem fylgja eftir „mataræði
steinaldarmannsins“ og eru for-
feðrum sínum trúir leggja sér til
munns magurt kjöt, fisk, egg, græn-
meti, ávexti, ber, hnetur og fræ.
Hins vegar mega þeir ekki neyta af-
urða eins og kornmetis (svo sem
hrísgrjóna, hveitis, maís og hafra),
bauna, mjólkur- og mjólkurafurða,
né verksmiðjuunninn mat af neinu
tagi. Og að sjálfsögðu ættu „hellis-
búar“ nútímans þar með að láta
vera að leggja sér til munns fæðu-
bótarefni í hvaða mynd sem er, eins
og próteinblöndur sem flestar sam-
anstanda af forboðnum mjólkur-
próteinum svo ekki sé nú minnst á
verksmiðjuunnin vítamín og stein-
efni. Hér er minnst á fæðubótarefni
vegna þess að þeir sem aðhyllast
kenninguna um steinaldarmatar-
æðið mæla oft með neyslu ýmiss-
konar fæðubótarefna sem er vægast
sagt fáránlegt enda stóð steinald-
armönnum fortíðar aldrei slíkt
„góðgæti“ til boða!
Heilbrigði – Offita
Tvær fullyrðingar heyrast oft
þegar verið er að mæla með „stein-
aldarmataræðinu“. Fyrri fullyrð-
ingin snýst um aukið heilbrigði og
sú seinni um það að rót offituvand-
ans megi fyrst og síðast rekja til
kolvetnaneyslu en ekki neyslu á fitu
og próteinum. Þessar fullyrðingar
eru vægast sagt hjákátlegar enda er
ekkert sem hönd er á festandi sem
segir að steinaldarmaðurinn hafi
verið ímynd heilsu og heilbrigði eða
óvenju langlífur eða að ein-
staklingar sem neyta hlutfallslega
meira af kolvetnum verði frekar
feitir. Einn mælikvarði á velgengni
dýrategundar felst í þeim „hæfi-
leika“ að fjölga sér og þar hefur
manninum heldur betur tekist vel til
og þá sérstaklega síðustu 100 árin
eða svo. Og í þessu tilliti er vert að
hafa í huga að þeim samfélögum/
þjóðum, þar sem kolvetnaneysla
hefur í sögulegu tilliti verið ríkuleg,
hefur tekist einstaklega vel upp
hvað þetta varðar, samanber tveim-
urfjölmennustu þjóðum heims, Kína
og Indlandi. Og þar fyrir utan að
þrátt fyrir hlutfallslega háa kol-
vetnaneyslu íbúa þessarra tveggja
fjölmennustu ríkja heims er offita
þar mjög fátíð ef miðað er við víða
annars staðar þar sem hlutfall kol-
vetna í fæði er lægra, svo sem í
USA, Bretlandi og á Íslandi. Enda
hljóta allir að gera sér grein fyrir
því að fólk fitnar fyrst og fremst
vegna ofneyslu hitaeininga og skipt-
ir þá litlu hvort þær hitaeiningar
sem umfram eru séu í formi kol-
vetna, fitu, próteina eða alkóhóls!
Að lokum
Þó að „steinaldarmataræðiskenn-
ingin“ haldi ekki vatni að þá er sá
matur sem fylgjendur leggja sér til
munns að sjálfsögðu hollur og góð-
ur. Hins vegar þykir mér sem nær-
ingarfræðingi bagalegt að margs
konar hollmeti sé úthýst. Vitna hér
að síðustu í http://health.us-
news.com/best-diet/best-overall-
diets þar sem 20 sérfræðingar mátu
25 tegundir mataræðiskúra svo sem
Miðjarðarhafsmataræði, DASH-
mataræði, hráfæðismataræði og
Atkins-mataræði út frá þáttum eins
og hve heilsusamlegt það væri, áhrif
þess á þyngdartap og hve auðvelt
væri að fylgja því eftir. Niður-
staðan: Steinaldarmataræðið fékk
verstu einkunn þeirra allra!
Steinaldarmataræði
Eftir Ólaf Gunnar
Sæmundsson
Ólafur Gunnar
Sæmundsson
» Ástæða þess að
minnst er á þessa
skrítnu kenningu er sú
að um þessar mundir
nýtur töluverðra vin-
sælda kenning þar sem
einnig er leitað fanga
aftur í gráa forneskju.
Höfundur er næringarfræðingur.
Hvað erum við Íslendingar að
kvarta, framtíðin hlýtur að vera
með bjartara móti.
Bjartasti dagur í langan tíma
var fimmtudagurinn 12. apríl 2012.
Mikil aukning á þorski og
þyngri og um leið hagkvæmari.
Það ætti að auka bjartsýni okkar
mjög til lands og sjávar.
Rætt um raflínur til annarra
landa. Olíuleitarmál í brennidepli
og jákvæðari en jafnvel bjartsýn-
ustu þorðu að vona.
Svo kom föstudagurinn 13. apr-
íl, olíuverð lækkar á erlendum
mörkuðum. Það hlýtur að gleðja
alla, ekki síst olíufélögin sem
verða nú örugglega jafnfljót að
lækka verð á bensíni eins og þau
eru oftast fljót að hækka verðið.
Yfir hverju getum við Íslend-
ingar kvartað, við finnum okkur
ávallt eitthvert kvörtunarefni.
En hvað með ef við hugsum til
fólks í þriðja heiminum sem hefur
ekki einu sinni vatn til að sinna
sínum frumþörfum. Einnig vantar
víða mat handa fólki til að metta
svanga maga.
Við sjáum börn sem eru að
deyja úr hungri, á sama tíma höf-
um við yfirdrifinn nógan mat, hús-
næði og vatn. Yfir hverju erum við
að kvarta? Það eru svo lítil atriði í
raun, sem við
kvörtum enda-
laust yfir. Fjár-
mál, jú vissulega
eru það stór mál
og sjálfsagt að
refsa þeim er
hafa gengið um
fjárkistur lands-
ins á liðnum ár-
um á svik-
samlegan hátt og af fullkomnu
ábyrgðarleysi. Ekki var það hinn
venjulegi launþegi sem sveik út úr
bönkum stórfé til eigin nota.
Nei, það voru hinir svokölluðu
„hvítflibbar“, fólk sem virðist hafa
keypt banka með því að fá lánað
til þess í öðrum banka gegn engu
veði, eða gerviveði. Ekki hefur al-
menningur getað fengið svona lán?
Við skulum hugsa á jákvæðum
nótum til dagsins í dag, ekki þetta
endalausa væl um að allt sé
ómögulegt hér á landi. Framtíðin
er mjög björt, ef við nýtum þá
möguleika sem virðast vera hér á
landi, við þurfum að vera menn til
að nýta möguleika okkar sem
best.
Það virðast drjúpa dropar af
hverju strái, ef menn aðeins líta
jákvætt í kringum sig.
JÓN KR. ÓSKARSSON,
Hafnarfirði.
Bjartur dagur
á vorköldum degi
Frá Jóni Kr. Óskarssyni
Jón Kr. Óskarsson
Metþátttaka í Gullsmára
Metþátttaka var í Gullsmára
fimmtudaginn 12. apríl.Spilað var á 18
borðum.Úrslit í N/S:
Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss.322
Kristín Óskarsd. - Gróa Þorgeirsd. 320
Sigtryggur Ellertss. - Tómas Sigurðss. 311
Ragnh. Gunnarsd. - Magnús Marteinss. 309
Guðrún Gestsd. - Lilja Kristjánsd. 287
A/V
Samúel Guðmss. - Jón Hannesson 330
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 309
Elís Kristjánsson - Páll Ólason 308
Aðalh. Torfad. - Ragnar Ásmundss. 306
Ágúst Vilhelmss. - Kári Jónsson 292
16. apríl var tekið á móti Reykvík-
ingum og var spilað á 20 borðum. Ekki
verður svo spilað sumardaginn fyrsta.
Bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 12.
apríl. Spilað var á 14 borðum. Með-
alskor: 312 stig. Árangur N - S:
Jón Lárusson - Ragnar Björnsson 350 Magn-
ús Oddsson - Oliver Kristóferss. 346
Auðunn Guðmss. - Björn Árnason 335
Sigtryggur Jónss. - Jón Hákon Jónss. 332
Árangur A - V
Sigurjón Helgas. - Helgi Samúelss. 404
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 384
Anna Garðarsd. - Hulda Mogensen 354
Þorsteinn Sveinss. - Matthías Helgas. 346
Barómeter í Kópavogi
Þriggja kvölda Monrad-barómeter
hófst s.l. fimmtudag og náðu Baldur
Bjartmarsson og Halldór Þorvalds-
son góðri forystu en nægur tími er
fyrir önnur pör að skáka þeim síðari
kvöldin tvö. Staða efstu para er þessi
(prósentskor):
Baldur Bjartmars. - Halldór Þorvaldss. 59,4
Ingvaldur Gústafss. - Úlfar Friðrikss. 55,1
Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 55,0
Jón Páll Sigurjónss. - Guðm. Pálsson 54,5
Birna Stefnisd. - Aðalsteinn Steinþórss. 52,8
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Sunnudaginn 15/4 var spilaður tví-
menningur á 12 borðum. Hæsta skor í
N/S:
Sólveig Jakobsd. - Ingibj.Guðmundsd.259
Birna Lárusd. - Sturlaugur Eyjólfss. 258
Oddur Hanness. - Árni Hannesson 251
Þorleifur Þórarinss. - Haraldur Sverriss. 241
Austur–Vestur
Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 272
Sigurjóna Björgvinsd. - Gunnar Guðmss. 265
Þórður Ingólfss. - Unnar A. Guðmundss. 263
Ari Gunnarss. - Snorri Markússon 247
Næsta sunnudag 22/4 hefst þriggja
kvölda tvímenningskeppni.
Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxa-
feni 14, á sunnudögum klukkan 19.
HÁDEGISMATUR
Í FYRIRTÆKI OG
STOFNANIR
VINSÆLT - HEILSUBAKKAR
Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði
Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Fjölbreyttur matseðill
og valréttir alla daga
Við sendum hádegismat
í bökkum og kantínum
til fyrirtækja og stofnana
alla daga ársins.
Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum:
Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka.
Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags.
Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is