Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 21

Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012 ✝ Haukur Sig-urbjörnsson fæddist á Akranesi 22. desember 1956. Hann lést 5. apríl 2012. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Haraldsson f. 7. jan- úar 1919, d. 20. maí 1990 og Lilja Guð- mundsdóttir f. 10. mars 1926. Heimili þeirra var í Stóru-Býlu, Innri- Akraneshreppi, en árið 1970 fluttust þau til Akraness. Hálf- systkini Hauks sammæðra eru: Hrönn Ingibergsdóttir f. 1948, Lárus Ingibergsson f. 1949, Halla Ingibergsdóttir f. 1950. Haukur á einn hálfbróðir samfeðra, Harald Gunnar Borgfjörð f. 1952. Al- systkin Hauks eru Hafdís f. 1954, Guðrún f. 1955, Guðmundur f. 1959 og Reynir f. 1961. Haukur var í sambúð með Bryndísi Ólöfu Guðjónsdóttur f. 1959 og áttu þau einn son, Jón Þór, f. 1978, maki Sigrún Ósk Krist- jánsdóttir f. 1980. Barn: Orri Þór f. 2010. Haukur kvæntist Sigrúnu Ríkharðs- dóttur f. 1962, hún átti þá fyrir Stefán Orra Sverrisson f. 1981. Haukur kvæntist Aðalbjörgu Sigurð- ardóttur f. 1963. Saman áttu þau Sigurbjörn f. 1992 og Valentínus f. 2001. Hún átti fyrir Ingu Birnu Ölludóttur f. 1982, maki Gunnar Þór Jóhannesson f. 1974. Börn þeirra eru: Elmar Bragi f. 2003, Ragnheiður f. 2005 og Hafrún Alla f. 2011. Haukur helgaði starfsævi sína sjómennsku og rak eigin útgerð, Síldin AK-88, frá 1992 til ársins 2011. Útför hans fer fram frá Akra- neskirkju í dag, þriðjudaginn 17. apríl 2012, og hefst klukkan 14. Elsku pabbi. Það voru hræðilegar fréttir sem bárust okkur að morgni skír- dags. Ég var að laga hafragraut- inn fyrir Orra Þór. Litli afastrák- urinn lék á als oddi enda vissi hann að hann var að fá mat. Þú hlóst alltaf að honum þegar þið voruð saman og hafðir svo gaman af því hve duglega hann tók til matar síns. Hann fékk líka alltaf nóg af öllu þegar hann var með afa Hauki. Nóg að borða svo ekki sé talað um ást og umhyggju. Hon- um þótti svo vænt um þig og verð- ur alltaf glaður þegar við sýnum honum mynd af afa Hauki. Ég gleymi því aldrei þegar þú og strákarnir komuð að heim- sækja okkur á spítalann eftir að Orri Þór fæddist. Þú varst stjarf- ur af stolti og gast ekki einu sinni tekið augun af honum þegar tekin var mynd. Þannig varst þú í hnot- skurn, alltaf svo umhyggjusamur og góðhjartaður. Ég harma það svo mjög að sonur minn hafi ekki fengið að kynnast afa sínum betur því betri afa hefði hann ekki getað keypt sér með öllum peningum í heiminum. Ég get því miður ein- ungis ímyndað mér veiðiferðirnar sem þið áttuð eftir að fara saman. Þú varst þegar byrjaður að fara með hann að skoða bátana og það er yndisleg minning þegar ég sá ykkur Tinna koma með Orra á snjóþotunni sem þú gafst honum í jólagjöf yfir túnið frá safnasvæð- inu þar sem þið höfðuð verið að skoða bátana og borða kleinur. Það var galsi í ykkur og greinilegt að þarna varstu uppá þitt besta og naust hverrar mínútu af þessari samverustund. Þú naust þín alltaf best með börnunum þínum eða barnabörn- um og úti á sjó. Það var einmitt þar sem við áttum margar af okk- ar bestu stundum. Þó ég væri vita vonlaus til sjós og algjörlega gagnslaus um borð þá fann ég aldrei fyrir öðru en hlýju og um- hyggju. Þú reyndar gerðir óspart grín að mér og við skemmtum okkur konunglega saman. „Þetta er allt að koma,“ sagðir þú alltaf þegar ég lá hálfrænulaus við borð- stokkinn. Þannig varstu, sást aumur á okkur hinum en barmaðir þér aldrei sjálfur. Ég dáðist að orkunni sem þú hafðir og vinnusemin var engu lík. Þér féll ekkert verk úr hendi og varst sérstaklega handlaginn. Þú áttir alltaf handa mér góð ráð og varst bóngóður með eindæmum. Það var alveg sama hvar og hve- nær til þín var leitað þú varst allt- af tilbúinn að rétta fram hjálpar- hönd eða gefa góð ráð. Sorgin er mikil núna en sökn- uðurinn verður ævarandi. Ég get ekki hugsað til þess að heyra ekki í þér. Þrátt fyrir að þessi milljón símtöl hafi ekki verið um neitt þá sakna ég þeirra sárt. Nærvera þín bjargaði deginum og það er sárt til þess að vita að geta ekki hitt þig yfir kaffibolla. Horft saman á fót- boltaleik. Síðustu árin voru okkur erfið og þú varst ekki líkur sjálfum þér. Þú hugsaðir ekki vel um þig og krafturinn fjaraði út. Ég sakn- aði þín sárt og vonaði alltaf að þú myndir ná þér á strik. Þú varst mér góð fyrirmynd í mörgu og kenndir mér margt, en það allra mikilvægasta sem ég lærði er að láta börnin mín finna fyrir ást og umhyggju eins og þú gerðir. Þar varstu á heimavelli og kunnir betur en margir aðrir. Ég er svo glaður og þakklátur fyrir að hafa átt þig sem pabba. Jón Þór Hauksson. Kveðja til pabba: Takk fyrir tímann sem með þér við átt- um, tímann, sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga indælar minningar hjarta okkar ber. (PÓT) Elsku pabbi, þú varst skemmti- legur við mig og alla. Allir elskuðu þig og þú elskaðir alla. Ég elska þig. Þinn sonur, Valentínus (Tinni). Það voru ekki góðar fréttirnar sem mér voru færðar að morgni 5 apríl. Að þú værir dáinn, bara gat ekki verið satt. Elsku Haukur, þú varst besti fósturpabbi sem maður gat hugs- að sér, varst allaf svo blíður og góður og fékkst einhvern veginn alla til að þykja vænt um þig, þú vast bara með þannig nærveru. Ég hef verið að hugsa mikið upp á síðkastið um þær stundir sem við áttum saman. Ég man alltaf þegar ég sá þig fyrst, já eða nýja flotta dodge-sportbílinn sem þú áttir. Svo er mér minnisstætt þegar ég var að fara í afmæli og þú áttir að skutla mér í afmælið. Þá gerðir þú það að gamni þínu að skutla mér á ljótustu og hávær- ustu blöðru, skódanum sem þú áttir, ég skammaðist mín ekkert smá mikið því það komu allir í af- mælinu út í glugga. Svo varstu mikill Manchester- aðdáandi og alltaf fullt af fólki sem kom og horfði á hann með þér og okkur tókst mjög oft að rífast um sjónvarpið á þeim dögum sem fót- bolti var í sjónvarpinu, það var einmitt þá sem ég ákvað að minn maður mætti ekki hafa áhuga á fótbolta (djók). Þú og mamma áttuð útgerð og það var oft sem maður hjálpaði til og ég skar iðurlega af netum fyrir þig og dró þau í ker. Svo var það eitt árið sem ég fór á sjóinn með þér því þú rérir alltaf einn svo ég kom með þér stundum um helgar og var sjóveik í 2-3 daga á eftir. Stundum voru öldurnar svo mikl- ar að það var sama í hvor áttina eða hvert ég ældi, þetta endaði alltaf framan í mér og þú hafðir mjög svo gaman að því. Þú sendir mig bara niður í koju til að fara að sofa. Seinna eignaðist ég mann sem fór að vinna hjá þér og þið urðuð bestu vinir og Gunnar fór að róa með þér alla daga í þrjú ár. Þér leið best á sjónum og talaðir oft um að fara að reyna að koma þér á sjóinn aftur, núna loksins þegar þú vast kominn aftur á sjó- inn þá vastu tekinn frá okkur. Við áttum góða stund síðast þegar við hittumst, við komum öll systkinin, tengdabörn og barna- börn og borðuðum saman hjá þér, ég, Gunnar Þór, Elmar Bragi, Ragnheiður, Hafrún Alla, Sigur- björn, Valnentínus, Jón Þór, Sig- rún Ósk og Orri Þór. Við tókum öll eftir því hvað það gladdi þig að hafa okkur hjá þer, þú alveg stjan- aðir í kringum okkur grillaðir al- veg „gúrme“-lamb handa okkur. Ég mun alltaf hugsa til þín þeg- ar ég elda slátur, því það var al- gjört skilyrði að bjóða þér í mat þegar ég hafði það í matinn. Það verður skrítið að hafa þig ekki lengur því þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, hvort sem það er þegar ég hef verið að spá í hvort óhætt sé að fara á hina og þessa staði vegna veðurs. Eins ef eitt- hvað hefur komið upp á, t.d. bilað, eða eitthvað þarf að gera svo sem að mála, flísaleggja eða hreinlega skoða hús. Ragnheiður grét mikið þegar hún frétti að afi sinn væri dáinn og sagði: „Afi Haukur var búinn að lofa að ég fengi að sofa hjá honum næst þegar hann kæmi heim.“ Elsku Haukur, við fjölskyldan eigum eftir að sakna þín óendan- lega mikið og erum ótrúlega þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Þín fósturdóttir, Inga Birna Aðalbjargardóttir. Ég sá tengdaföður minn aldrei skipta skapi í þau 14 ár sem ég þekkti hann. Aldrei nokkurn tíma. Hann hafði mikið jafnaðargeð, var þolinmóður, örlátur og umfram allt einstakt ljúfmenni. Ekki var hann maður margra orða og áður en ég kynntist Hauki vissi ég ekki að það væri hægt að hringja án þess að segja neitt. En á einhvern óskiljanlegan hátt vissi maður allt- af hvað hann vildi sagt hafa. Andlátsfregnin sem barst okk- ur að morgni Skírdags var mikið reiðarslag. En eftir því sem afneit- unin og vanmáttug reiðin fjaraði út hefur söknuðurinn tekið yfir. Einna sárast þykir mér að tæp- lega tveggja ára sonur minn fái ekki að njóta þess að hafa afa sinn lengur hjá sér. En hann fær að heyra ófáar sögur um barngóða afann á trillunni sem eldaði lúx- usmáltíðir á milli þess sem hann lagði flísar og hló að prakkara- strikum barnabarnanna. Ég þyk- ist líka vita að afi Haukur muni áfram fylgjast vel með sínu fólki á milli þess sem hann dregur inn netin á nýjum stað með blik í aug- um og bros út í annað. Fegraðu umhverfi þitt með gjöfum. Stráðu fræjum kærleika og umhyggju. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði, þess sem bar raunverulega umhyggju fyrir fólki. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku tengdapabbi. Þín verður sárt saknað. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. Kæri bróðir. Síðustu dagar hafa verið óskilj- anlegir og það hefur verið erfitt að gera sér grein fyrir því að þú hafir verið kallaður frá okkur svo skyndilega. Þegar kallið kom varst þú á leið út á sjó með vinnu- félaga þínum, sem gerði sitt besta á þessari erfiðu stundu. Þeir góðu tímar sem við áttum með þér verða að góðum minningum. Í hugann koma minningar frá uppvexti og okkar stóra systkina- hóps. Þótt við höfum ekki öll alist upp á sama stað var mikill systk- inakærleikur til staðar … Akrafjallið, sveitin, túnin, fjar- an, sjórinn og leiðin út að Hólmi, þar sem ætíð var vel tekið á móti okkur öllum. Allt það frjálsræði sem við fengum, við það að alast upp í sveit gaf okkur tækifæri til að njóta alls sem náttúran hefur upp á að bjóða. Við lærðum að var- ast ýmsar hættur við skoðunar- ferðir um fjörur, hólma og um- hverfi okkar, þar sem þau eldri og vitrari báru ábyrgð á þeim yngri. Gjafir voru ekki daglegt brauð í okkar uppvexti. Þá var ímyndun- araflið látið njóta sín við heima- tilbúið afþreyingarefni og leikir. Margt var brallað og ýmis prakk- arastrik voru framkvæmd eins og gengur, þegar margir fjörmiklir krakkar eru saman komir. Þú varst alltaf ljúfur og hógvær lítill strákur. Það fór ekki mikið fyrir þér. Alltaf með fallega glampann í augunum og ljúfa brosið sem ein- kenndi þig alla tíð. Alltaf þegar við sáum þig vissum við að þér þótti vænt um okkur því að þótt þú segðir ekki margt, sagði svipur þinn og faðmalag allt sem segja þurfti. Væntumþykja og um- hyggja til þeirra sem þér þótti vænt um einkenndi þig alla tíð. Sjórinn kallaði á þig alveg frá því að þú varst lítill og ævistarfið varð sjómennska. Þar leið þér vel, frjáls úti á sjó á „Síldinni“, sem var báturinn þinn, og þú lagðir all- an þinn metnaði í. Það lék allt í höndum þér bæði til sjós og lands. Einnig fengum við oft að njóta þinnar einstöku matargerðar og voru súpur og sósur eitthvað sem að þú vast oft fenginn til að gera þegar vel átti að vanda til . Elsku bróðir. Líf þitt var ekki bara leikur alla tíð. Það voru ýmsar þrautir sem þú þurftir að yfirstíga og síðustu ár hafa verið erfið. Oft fannst okk- ur í seinni tíð að þú værir búinn að gefa frá þér von og trú á betri tíma. En nú trúum við, að þú og pabbi okkar og fósturpabbi, sitjið líklegast tveir hlið við hlið í góðu yfirlæti. Elsku mamma horfir nú á eftir þér, þeim fyrsta úr hennar fallega góða barnahópi, eins og hún orðar það sjálf þegar við kom- um öll saman. Það er gott að eiga minningar í sjóði um þig elsku bróðir, en jafnframt mikill sökn- uður nú þegar leiðir okkar skilja. Hugur okkar allra er hjá börnun- um þínum, tengdabörnum og barnabörnum. Söknuður þeirra og missir er mikill. Hjartanlegar samúðarkveðjur til allra sem þóttu vænt um okkar elskulega bróður. Guð blessi minningu þína. Þín systkini, Hrönn, Lárus, Halla, Hafdís, Guðrún, Guðmundur og Reynir. Elsku frændi. Mikið áfall var að fá þær fréttir að þú værir fallinn frá og skrýtið að það sé komið skarð í ykkar stóra systkina-hóp og okkar stóru fjölskyldu. Þú ert fyrstur til að kveðja okkur eftir að afi dó og ert svo líkur honum að ég veit að hann verður glaður að fá þig til sín. Þeg- ar ég hugsa um þig þá á ég bara fallegar minningar í hjarta mér. Ég sé þig fyrir mér hlédrægan með þitt yndislega bros og fallegu glettnina í augunum. Oft hugsaði ég hvað þú værir yndislegur og góður maður, tókst öllum vel, góður við alla og dæmd- ir engan og alltaf fann maður fyrir því hversu vænt þér þótti um mann. Með þínum fallega svip og góða faðmlagi náðir þú að láta manni líða eins og maður væri svo mik- ilvæg persóna. Þú varst svo duglegur, yndis- legur faðir og það var aðdáunar- vert að fylgjast með þér þegar þú varst með börnum þínum og barnabörnum. Þú dýrkaðir þau og gafst mikið af þér til þeirra. Sökn- uður þeirrra á eftir að verða sár og mikill. Innilegar samúðarkveðjur votta ég börnum þínum, barna- börnum, tengdabörnum, elsku ömmu, sem þykir hópurinn svo sérstaklega frábær og hefur oft sagt hversu heppin hún er að eiga okkur öll og engan misst úr hópn- um sínum fyrr. Einnig votta ég systkinum þín- um og öllum sem þóttu vænt um þig innilegar samúðarkveðjur. Elsku frændi ég sakna þín og takk fyrir tímann með okkur og það sem þú gafst okkur. Þín frænka, Sigurbjörg Lilja Furrow. Haukur Sigurbjörnsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, EIRÍKUR GUÐMUNDSSON frá Raufarhöfn, er látinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 20. apríl kl. 13.00. Björg Sæland Eiríksdóttir, Margrét Eiríksdóttir, Hrönn Harðardóttir, Þór Friðriksson, Hildur Harðardóttir, Málfríður Anna Guðmundsdóttir, Aríel, Ingi Þór, Kolbrún Björg, Hrannar Már, Hörður Örn, Hrannar Þór, Rósa Björg, Halldór Jón og langafabörn. ✝ Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU INGIBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Mánatúni 4, sem lést föstudaginn 6. apríl, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. apríl kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Karítas hjúkrunarþjónustu. Minningarkortin er hægt að nálgast á heima- síðu Karítas, karitas.is eða í síma 551 5606. Guðmundur Ingólfsson, Halla Hauksdóttir, Þorsteinn Ingólfsson, Una Bryngeirsdóttir, Haraldur Ingólfsson, Sofía Björg Pétursdóttir, Ástríður Helga Ingólfsdóttir, Kristján Valsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÁSDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR, Ásvallagötu 1, Reykjavík, er látin. Jarðarför fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 18. apríl kl. 11.00. Oddur Ólafsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON fv. skipstjóri, Árskógum 6, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 18. apríl kl. 13.00. Sigríður Einarsdóttir, Einar Eysteinn Jónsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, RAGNA JÓNSDÓTTIR, Hlöðufelli, Eyrarbakka, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum laugar- daginn 14. apríl. Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 21. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Jóhannsson, Unnur Jóhannsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jón Guðmundsson, Sólrún Jóhannsdóttir, Jóhannes Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.