Morgunblaðið - 17.04.2012, Page 23

Morgunblaðið - 17.04.2012, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ KristlaugÓlafdóttir fæddist í Reykja- vík 14. janúar 1922. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Holtsbúð, Víf- ilsstöðum, að kvöldi mánudags- ins 2. apríl. Foreldrar henn- ar voru Guðfinna Ingveldur Helgadóttir f. 11. janúar 1896, d. 27. júlí 1941 og Ólafur Jón Pétursson f. 13. júní 1902, d. 1955. Bróðir Kristlaugar var Þór- arinn Bjarnfinnur Ólafsson bif- reiðarstjóri f. 12. júlí 1920, d. 6. maí 1977. Eginmaður Kristlaugar var Valdimar Guðjónsson, bifreið- arstjóri og síðar sölustjóri, fæddur 22. apríl 1918 að Gísla- koti í Vetleifsholtshverfi í Rut og Sigrún Sara. Fyrir átti María dótturina Ernu Maríu Björnsdóttur f. 26. júní 1995. 2) Guðjón Þór Valdimarsson, fyrrv. deildarstjóri, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur, börn þeirra eru: a) Ólafur Þór Guð- jónsson f. 17. desember 1963, maki Hildur Steindórsdóttir, synir þeirra eru Guðjón Ingi- bergur og Steindór Már. b) Anna Stella Guðjónsdóttir f. 28 júní 1974, maki Guð- mundur Árni Gunnarsson, börn þeirra eru Guðrún Þorbjörg og Gunnar Logi. Fyrir átti Anna Stella soninn Alexander Þór Sigmarsson f. 21. apríl 1996. c) Valdimar Guðjónsson f. 15. apríl 1980, maki Hildur Ævarsdóttir. Sonur þeirra er Jakob Máni, fyrir átti Hildur soninn Dag Örn Fannarsson. Kristlaug var að mestu heimavinnandi, en vann í mörg ár samhliða heimilisstörfum við saumaskap á líni í barna- vöggur á vegum Blindrafélags- ins. Útför Kristlaugar fer fram frá Laugarneskirkju í dag, þriðjudaginn 17. apríl 2012 kl. 13. Rangárvallasýslu, d. 12. september 2002. Kristlaug og Valdimar gengu í hjónaband 1. júní 1940 og áttu því farsælt hjónaband í 62 ár. Synir Krist- laugar og Valdi- mars eru: 1) Ingv- ar Finnur Valdimarsson, fyrrv. flug- umferðarstjóri, kvæntur Maríu Karlsdóttur, dætur þeirra eru: a) Rósa f. 8. nóvember 1964, maki Ásbjörn Torfason, börn þeirra Ingvar, Sverrir, Ingi- björg og Viktor, b) Kristlaug Stella, f. 17. ágúst 1970, maki Stefán Hallur Jónsson, börn þeirra Helga Hlín, Þórunn og Jón Orri, c) María f. 24. ágúst 1974, maki. Jakob Þór Guð- bjartsson, dætur þeirra Embla Nú er hún dáin, blessunin hún mamma, nýlega níræð. Hún lést að kvöldi 2. apríl sl. á Hjúkrunar- heimilinu Holtsbúð á Vífilstöðum. Mamma hafði barist við ömur- legan óminnissjúkdóm í u.þ.b. 15 ár og varð nú á lúta í lægra haldi. Hún var lánsöm að komast í Holtsbúð þar sem alúðlegt og gott starfsfólk hjúkraði henni dag og nótt. Mamma var sterk og stolt kona sem alltaf var hlý og góð við þá sem minna máttu sín og þá sem komu vel fram við hana, en lét heldur engan eiga neitt hjá sér og sagði ófeimin sína skoðun á hlutunum ef henni þótti þess þörf. Mamma var hagleik- skona. Hún hélt alltaf fallegt og smekklegt heimili og þar gat að líta marga hluti sem hún hafði sjálf gert. Má þar nefna sauma- skap t.d. fallega útsaumuð vegg- teppi, myndir og stólaáklæði. Hún skreytti alltaf híbýlin á stórhátíðum, allt eftir því sem við átti hverju sinni. Einnig lék bakstur og matseld í höndunum á henni. Mamma vann ekki lengi sam- fellt úti en tók þó oft að sér ýmis störf. Þar má nefna gerð glæsi- legra fermingahlaðborða hjá Síld og fiski og einnig störf í sælgæt- isgerð hjá Nóa Síríusi. Mamma starfaði líka sjálfstætt, bjó til bolluvendi og flatkökur og seldi í búðir, saumaði í mörg ár ásamt vinkonu sinni grímubúninga og leigði út. Hún saumað einnig lín innan í barnavöggur fyrir Blindrafélagið. Í mörg ár leigðu þau pabbi út herbergi. Þetta var og er enn kallað „bed and break- fast“. Til þeirra kom oft sama fólkið ár eftir ár og eignuðust þau þarna nokkra góða vini. Á hverju vori fór mamma með okkur bræð- urna upp í sumarbústað og vorum við þar fram á haust. Pabbi, sem þá var vörubílstjóri og vann oft lengi frameftir á kvöldin, kom svo með stóran kassa á föstudögum með allskonar matföngum fyrir næstu viku. Oftast var hann hjá okkur um helgar. Þarna gátum við bræðurnir leikið okkur að eig- in vild allan daginn og þarna byggði pabbi líka lítinn kofa sem kallaður var Bræðraborg þar sem við gátum leikið okkur ef veður var leiðinlegt. Þess á milli voru veiddir silungsputtar í læknum, spáð í dýralífið í móunum í kring, tínd ber og margt margt fleira. Mamma smíðaði líka handa okkur leikföng í sveitinni ef við vorum orðnir leiðir á þeim sem við áttum fyrir. Mamma hafði gaman af sil- ungsveiði og oft var farið í slíka veiði í Þingvallavatn. Helst vildi hún gista í tjaldi og elda matinn á prímusi. Þannig gat hún fengið kyrrðina, lyktina og víðáttuna beint í æð. Nú er enn ein íslensk alþýðu- kona fallin frá. Kona, sem ásamt manni sínum gerði næstum allt sem gera þurfti: smíðaði, saumaði , prjónaði, eldaði og bakaði það sem heimilið þurfti. Lifði spart og nýtti allt sem hægt var, ólíkt því sem algengast er nú til dags. Nú hafa þau hjónakornin vonandi sameinast á ný eftir næstum tíu ára aðskilnað. Við María konan mín þökkum mömmu allar gömlu og góðu stundirnar sem við geymum í hugum okkar og í myndaalbúm- um, til þess að ylja okkur við. Guð blessi hana. Ingvar Valdimarsson. Mig langar að þakka tengda- móður minni samfylgdina þau 42 sem liðin eru frá því að ég kynnist Gulla mínum. Þau hjón, Stella og Valdi eins og þau voru oftast köll- uð, tóku mér afskaplega vel alveg frá fyrstu tíð. Þegar ég kom í fjöl- skylduna áttu þau ásamt sonum sínum og tengdadóttur sumarbú- stað í Skorradal sem þá var í smíðum og áttum við oft mjög góðar og gefandi stundir með þeim bæði í leik og starfi. Stella var afskaplega listræn í sér, alltaf var hún með eitthvað á prjónunum eða eitthvað að föndra og skapa, páskaskraut, jólaskraut og ýmsa skemmtilega muni sem við fjölskyldurnar nutum svo góðs af. Í mörg ár tókum við sam- an slátur, bæði hjá þeim í Sam- túni og einnig á okkar heimili, og síðan var allri fjölskyldunni boðið í sláturveislu þegar sláturgerð- inni lauk. Í mörg ár saumaði hún klæðningar inn í barnavöggur sem voru svo seldar hjá Blindra- félaginu. Hún var mjög stórhuga kona, hún Stella tengdamamma, til dæmis þegar þau fluttu í Sam- túnið höfðu þau nánast endaskipti á húsinu að hennar frumkvæði, breyttu svefnherberginu í eldhús og borðstofu og fluttu svo svefn- herbergið niður á neðri hæðina eftir að búið var að brjóta gat í gegnum gólfið fyrir stiga úr stof- unni. Alltaf var verið að breyta og betrumbæta, t.d. byggðu þau sól- stofu yfir smásvalir og úr varð al- gjör vin út í garðinn þar sem þau sátu oft og fylgdust með umferð- inni og hún að föndra eitthvað og Valdimar með henni við spjall, ef hann var þá ekki eitthvað að föndra líka. Árið 1998 fluttu þau inn á Kirkjusand þar sem þau bjuggu sér líka yndislegt heimili og þar héldu þau veglega 60 ára brúð- kaupsveislu þann 1. júní árið 2000. Valdimar lést í september 2002. Þegar Gulli fór í námsferð til útlanda 1975 þá tóku þau Önnu Stellu, tæplega ársgamla, í pöss- un í tvær vikur og einnig 1981, en þá fluttu þau í Holtsbúðina og sinntu börnunum okkar í þrjár vikur til að gefa mér tækifæri á að ferðast og sjá nýja staði, sem ég er þeim afskaplega þakklát fyrir. Ég er einnig þakklát fyrir allt sem hún kenndi mér, hvort sem var í garðyrkju, matargerð eða föndri. Því miður veiktist hún af hinum illræmda alzheimers- sjúkdómi og var smátt og smátt að hverfa frá okkur síðustu ævi- árin. Sumarið 2003 flutti hún á hjúkrunarheimilið Holtsbúð þar sem hún naut frábærrar umönn- unar og erum við þakklát öllu því góða fólki sem annaðist hana. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Stella, Þín tengdadóttir, Guðrún. Í dag kveðjum við í hinsta sinn elsku ömmu okkar, Kristlaugu Ólafsdóttur, eða ömmu Stellu eins og við kölluðum hana alltaf. Hún hefur nú fengið hvíldina sína og er komin til hans afa Valdimars eftir að hafa glímt við hinn illvíga sjúkdóm, alzheimer, síðustu ár. Það eru margar góðar minn- ingar sem við systurnar eigum um samverustundir með henni og hugsum með hlýju til áranna þegar við vorum litlar og heim- sóttum hana og afa, fyrst á Laug- arteiginn og svo í Samtúnið. Oft fengum við að gista hjá þeim og var þá gjarnan farið í sauma- kassana hennar ömmu til að skoða og föndra en amma var mikil handavinnukona, sem kenndi hún okkur margt í þeim efnum. Áhugi á veiði og útiveru var líka mikill hjá ömmu og fór- um við nokkrar ferðir með henni á Volkswagen-bjöllunni til að veiða á Þingvöllum og þá var ekki slæmt að maula bismark- brjóstsykur á leiðinni, en hann átti hún alltaf í krukku í hanska- hólfinu. Þó amma væri orðin mjög veik og búin að gleyma mörgu undir það síðasta, þá var alltaf hægt að ræða við hana um veiði. Þegar veiði bar á góma kom blik í augun hennar og hún ræddi margt og spurði margs. Blessuð sé minning elsku ömmu. Rósa, Stella og María. Kristlaug Ólafsdóttir  Fleiri minningargreinar um Kristlaugu Ólafs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Unnur Run-ólfsdóttir fæddist í Reykja- vík 19. maí 1918. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 5. apríl 2012. Foreldrar henn- ar voru Runólfur Guðjónsson bók- bandsmeistari, f. í Hjörsey á Mýrum 7. apríl 1877, d. 29. febrúar 1942, og Margrét G. Guð- mundsdóttir, f. í Melshúsum í Reykjavík 4. febrúar 1881, d. 5. júní 1942. Systkini Unnar voru Guðmundur, f. 6. júní 1906, d. 23. ágúst 1966; Guðjón f. 9. júlí 1907, d. 16. september 1999; Sigríður Sólveig, f. 16 maí 1909, d. 21. maí 1967; Guðný, f. 3. október 1913, d. 2. janúar 1980; og Sigurbjörg, f. 4. febrúar 1921, d. 19. mars 2009. Hinn 6. desember 1941 gift- ist Unnur Þórði Ingimar Krist- jánssyni, f. í Hjarðadal, Dýra- firði, 3. júlí 1917, d. 5. maí 2004. Foreldrar hans voru barnabörnin eru 20 og 1 barnabarnabarnabarn. Unnur var fædd að Berg- staðastræti 60 í Reykjavík, bjó þar til ársins 1970, þá flutti hún í Bjarmaland 8, 14 árum síðar flutti hún í Miðleiti 5 og bjó þar þangað til hún flutti á hjúkrunarheimilið Eir 2006. Unnur stundaði fimleika á yngri árum og var í hópi ungra fimleikamanna sem sýndu við konungskomuna 1931. Unnur hóf nám við Kvennaskólann 1932 en hætti námi 1934 þegar henni bauðst starf hjá föður sínum á Bók- bandsstofu Landsbókasafns Ís- lands þar sem hún vann í átta ár. Eftir hana liggja margar vel innbundnar bækur. Hún var heimavinnandi húsmóðir og var mikil hannyrðakona, hvort heldur var í prjónaskap eða útsaum. Unnur gekk í Oddfellow-regluna 1956 og var ein af stofnendum Rebekku- stúkunnar Sigríðar 1960. Stúkustarfið var henni mjög hugleikið og gegndi hún ýms- um trúnaðarstörfum fyrir stúkuna. Einnig starfaði hún í Thorvaldsensfélaginu í mörg ár. Unnur naut þess að stunda golf með manni sínum meðan sjónin leyfði. Útför Unnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 17. apríl 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Kristján J. Be- nonýsson, f. 25. ágúst 1885, d. 2. október 1969 og Kristín Þórð- ardóttir, f. 30. mars 1881. Börn Unnar og Þórðar eru: 1) Runólfur Grétar, f. 23. maí 1942, kona hans er Sigríður Lúðvíks- dóttir. Börn þeirra eru: Þórður Ingimar, Unnur og Hrönn Veronika. 2) Krist- ján, f. 20. desember 1945, kona hans var Jónína Árnadóttir, þau skildu. Börn þeirra eru: Arna og Þórður Ingimar. Kona Kristjáns er Dóra Kristín Hall- dórsdóttir. Börn hennar og uppeldisbörn Kristjáns eru: Berglind, Hulda og Atli Steinn. 3) Kristín, f. 29. febrúar 1948, maður hennar er Kristinn Már Kristinsson. Synir þeirra eru: Hilmar Þór, Þórður og Krist- inn Ágúst. 4) Margrét, f. 20. desember 1952, maður hennar var Bjarni Grétarsson, þau skildu. Synir þeirra eru: Bjarni Grétar og Unnar Þór. Barna- Kæra amma. Nú er kominn sú stund sem við vissum öll að nálgaðist en enginn vissi hvernig yrði. Að kveðjast eftir hálfrar aldar sam- veru er erfið stund og tregi fyllir hjarta okkar. En um leið fyllist hjarta okkar og hugur af gleði og lundin léttist þegar maður hugsar til þín og þinnar ljúfu nærveru. Síðustu mánuðina var líkamlegur styrkur þinn orðinn lítill en við vitum að þér líður vel núna. Það má segja um þig, amma, að þú varst yfirvegunin ein, ró- lynd, varkár en ákveðin. Í aug- unum bjó kímnin. Þér leiddist ekki smáglettni og skemmtileg tilsvör. Þú varst verkleg kona. Handverk var styrkur þinn þar sem þú sýndir vel meðfædda hæfileika hugar og handar ásamt næmu auga fyrir sam- ræmi í því sem þú tókst þér fyr- ir hendur. Þín fyrstu spor, þar sem hugur og hönd tóku saman höndum tókstu með föður þín- um, Runólfi bókbindara Guð- jónssyni á Landsbókasafninu. Ung varstu í fimleikum og æfðir með ÍR. Og vel munum við söguna af því þegar þú, ung fim- leikamærin, tókst þátt í sýningu fyrir danska konunginn er hann kom í heimsókn til Íslands. Þú varst stolt af því. Undir rólegu yfirborðinu leyndist ævintýrakona sem ung fór til Ísafjarðar í skíðaferð með Gullfossi. Þar beið þitt stærsta ævintýri sem entist þér fram á síðasta dag. Ungur maður brást skjótt við þegar reimarnar losn- uðu á skíðaskónum þínum og bauðst til að reima fyrir þig skóna. Þá voru örlögin ráðin. Þetta var hann Þórður Ingi- mar Kristjánsson frá Dýrafirði. Það er gaman að lesa minning- arbrotin sem þú skrifaðir til pabba. Þar segir þú frá því þeg- ar þið, ung fjölskyldan, fóruð á Þingvelli á Lýðveldishátíðina 1944 í grenjandi rigningu. Rign- ingartaumarnir láku niður fínu rauðu kápuna hans pabba og lit- uðu hvítu kápuna þína.Þér fannst þetta vera aukaatriði því þið voruð hamingjusöm á Lýð- veldishátíð. Líf ykkar afa var sveipað æv- intýrablæ. Þið voruð einhvern- veginn alltaf á ferðalögum. Eða það fannst manni. Egyptaland, Kenýa eða Brasilía voru staðir sem við héldum að það væri ein- ungis hægt að láta sig dreyma um. En þið létuð drauma ykkar rætast. Að heimsækja ykkur var ætíð gott og vel tekið á móti manni, hvort sem við komum sem börn eða fullorðin, með maka okkar og börn. Vorum við umvafin ást og umhyggju. Unnur var ósjaldan kynnt sem Unnur yngri og þá varð hún mjög stolt og bætti oftast við að hún væri ekki bara nafna heldur alnafna. Það geislaði af ykkur afa þeg- ar þið voruð saman og ekki hægt annað en dást að þeim tveimur gimsteinum sem árin 63 höfðu slípað saman í einn. Eftir að afi féll frá þá varst þú óhemju dugleg. Bjóst ein áfram í Miðleitinu í eitt ár þó sjónin væri farinn að daprast. Síðan fluttir þú á Eir. Þá var Didda systir þín komin þangað. Glað- lyndar og skemmtilegar systur sem undu hag sínum vel. Kæra amma, við viljum þakka þér fyrir alla ástina og um- hyggjuna sem þú sýndir okkur, mökum okkar og börnum okkar. Nú, þegar þú hittir afa á strönd sólarupprisunnar, þá berð þú honum kveðju okkar. Hvíl í friði elsku amma, langamma, langalangamma. Þórður og Áslaug, Unnur, Hrönn Veronika og Jóhann og langömmubörn og langalangömmubarn. Amma Unnur mátti ekki vamm sitt vita, rak heimili af miklum myndarskap og var með afbrigðum flink handverkskona. Mína barnæsku var amma hluti af tvíeykinu „amma og afi í Bjarmó“. Í Bjarmalandi stóð ávallt opið hús, sem hentaði mér vel enda stutt að fara eftir skóla. Hjá ömmu var nóg til af öllu, ást og hlýju og ómældu dekri sem aðeins ömmur og afar kom- ast upp með. Þó svo amma væri öllum stoð og stytta þá var hún jafnframt töluvert viðkvæm og á mörkum þess að vera hneyksl- unargjörn. Nokkuð sem efldi enn frekar stríðnina í okkur barnabörnunum og manninum hennar. Svo rammt kvað að þessu að ég taldi lengi vel að „jedúdda mía“ væri frá ömmu komið því afi Þórður var líka kallaður Dúddi og hún notaði orðtakið óspart. Amma var ein- staklega góð fyrirmynd. Æðru- leysi og jákvæðni hennar var sá kokkteill sem skapaði henni lífs- hamingju og öllum þeim sem fengu notið návistar hennar og tóku hana sér til fyrirmyndar. Elsku amma mín, megi guð og gæfa halda áfram að fylgja þér. Hilmar Þór Kristinsson. Hvað það var gaman að fara í pössun eða heimsókn til ömmu og afa. Ég tengi heim- sóknirnar iðulega við lagköku með sultu og ristað brauð með marmelaði. Mest spennandi var að fara með í bústaðinn, skoða flottu hlutina sem þau höfðu flutt með sér heim eftir ævintýraferðir til allra heims- horna, leika sér á risastóru landareigninni og njóta þess að vera í návist hlýjasta fólks sem ég hef kynnst. Þegar ég hugsa um ömmu og afa sé ég þau alltaf fyrir mér brosandi. Eftir því sem ég stækkaði og vitkaðist varð meira spennandi að hlusta á frásagnir hjónanna, fá kannski að heyra sögu af heimshornaf- lakki, þeim tíma sem þau ráku gistiheimili á Bergstaðastræti eða þegar amma skellti sér í skíðaferð vestur á firði og nældi í afa. Þá var ómetanlegt að heyra ömmu rifja upp hvernig var að ala upp þessi fjögur börn sem þau hjónin áttu. Það var bjarmi yfir þessu pari, þau virkuðu alltaf eins og þau væru jafn ástfangin. Þau höfðu hlúð vel að sambandinu í þessi 63 ár sem þau áttu saman og hlýjan á milli þeirra smitaði frá sér. Núna allra seinustu árin var amma orðin fjörgöm- ul. Stundum voru seinustu áratugir í þoku fyrir henni en þá gat hún samt sagt frá því þegar hún var stolt Kvenna- skólapía eða þegar hún sýndi fimleika fyrir kónginn. Þá var brosið og hlýjan enn til staðar. Ég kveð ömmu með sökn- uði, viss um að afi hefur tekið hana í faðm sinn og saman leggi þau í mestu ævintýra- ferðina. Þórður Kristinsson. Elsku Unnur, nú hefur þú kvatt þessa jarðvist eftir langa og gæfuríka ævi. Það eru 23 ár síðan ég kom inn í þína fjölskyldu. Það er mér ógleymanlegt hvernig þú og Þórður tókuð á móti mér og mínum börnum. Minningin um kærleika ykkar og jákvæð lífs- viðhorf munu hlýja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Takk fyrir samfylgdina. Þín tengdadóttir, Dóra Kristín. Unnur Runólfsdóttir  Fleiri minningargreinar um Unni Runólfsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.