Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 24

Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012 ✝ Ingibjörg Kol-beinsdóttir fæddist á Sellands- stíg 30 í Reykjavík 1. október 1929. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 3. apr- íl 2012. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Gísladóttir, hús- móðir, f. 14. ágúst 1892, d. 2. maí 1940 og Ingvar Kolbeinn Ívarsson, bak- arameistari, f. 25. febrúar 1891, d. 7. ágúst 1979, búsett í Reykjavík. Systkini Ingibjargar voru: 1) Drengur sem fæddist 1913 og dó skömmu eftir fæð- ingu. 2) Þóra, f. 4. ágúst 1914, d. 10. júní 2003. 3) Ingvar Gísli, f. 7. desember 1916, d. 14. febrúar 1976. 4) Gyða, f. 2. maí 1919, d. 30. nóvember 1946. Dóttir hennar er Ingibjörg Helga Júlíusdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 31. marz 1944. 5) Jóhanna Svava, f. 28. júlí 1922, d. 19. júní 1994, gift- ist Inga Ólafssyni, f. 1. maí 1920, d. 21. janúar 1996, þau áttu Ingvar Kolbein , f. 4. nóv- ember 1941, d. 20. maí 1976, hann eignaðist tvö börn. 6) Ív- ar f. 19. nóvember 1934. Ingvi Þórisson, f. 5. júlí 1977, er sonur Þóris og Þórdísar Gunnarsdóttur, f. 5. maí 1957, kvæntur Lindu Björk Bjarna- dóttur, börn þeirra: Iðunn María, f. 2004, Markús Ægir, f. 2007 og Líney Margrét, f. 2009. 3) Gunnar Hersveinn, rithöf- undur, f. 28. mars 1960. Í sam- búð með Friðbjörgu Ingimars- dóttur, f. 8. ágúst 1959, börn hennar eru Eyjólfur Ingi, f. 1989 og Ragnheiður Eyjólfs- dóttir, f. 1984, gift Sigurvini Friðbjarnarsyni, og börn Gunn- ars og Margretar Guttorms- dóttur, f. 24. janúar 1957, a. Sigursteinn Jóhannes, f. 3. júní 1989, kvæntur Auði Ákadóttur. b. Heiðdís Guðbjörg, f. 24. september 1990, kærasti Styrmir Kári. c. Særós Rann- veig Björnsdóttir, dóttir Margretar og uppeldisdóttir Gunnars, f. 18. maí 1982, kær- asta Þórunn Skúladóttir, dóttir Særósar er Embla Margret, f. 2001. Ingibjörg gekk í Miðbæj- arskólann í Reykjavík og lauk þaðan barnaskólaprófi. Hún starfaði sem bókbindari þar til hún varð húsmóðir í Reykjavík 1952. Hún gekk sem ung stúlka í KFUM og K þar sem hún kynntist manni sínum. Ingi- björg og Sigursteinn bjuggu í Sólheimum 46 í 46 ár en síð- ustu árin bjuggu þau í Sóltúni 12. Útför Ingibjargar fer fram frá Áskirkju í dag, 17. apríl 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Ingibjörg giftist Sigursteini Haraldi Hersveinssyni raf- eindavirkjameist- ara og kennara 20. september 1952 og bjuggu þau í Sól- heimum 46 í Reykjavík. Börn Ingibjargar og Sig- ursteins eru: 1) Margrét Árný Sig- ursteinsdóttir skólastjóri, f. 4. júní 1953, gift Sigurði Leifssyni, f. 22. apríl 1950. Börn þeirra a. Inga Rún Sigurðardóttir, f. 25. júlí 1975, í sambúð með Sverri Bollasyni, synir þeirra eru Oddur f. 2007 og Örvar f. 2009. b. Friðrik Már Sigurðsson, f. 19. nóv- ember 1980, sambýliskona Sonja Líndal Þórisdóttir, sonur þeirra er Jakob Friðriksson Líndal f. 2011. 2) Þórir Sig- ursteinsson húsasmíðameistari, f. 8. maí 1955, kvæntur Birnu Einarsdóttur, f. 17. september 1951. Börn þeirra eru a. Sig- rún Þórisdóttir, f. 16. mars 1983, dóttir hennar er Arna Rún, f. 2007. b. Þorbjörg Inga, f. 25. september 1987, sonur hennar er Stefán Darri, f. 2009, sambýlismaður Hjörtur Birgir Jóhönnuson. c. Gunnar Fyrstu andartökin er barn er í essinu sínu í móðurfaðmi. Að vera heima merkir þá að vera hjá móður. Móðir er heimkynni barns sem það skilur ekki fyrr en það undrast yfir hinu sjálfsagða. Ef til vill er vandasamast að segja frá því eðlilega í lífinu, því ekki er til betri staður fyrir leyndardóma þess margbrotna en hversdagslífið. Ég gæti lýst daglegu lífi móður minnar – en myndi það varpa ljósi á hana sjálfa eða á samband okkar? Ég gæti gert tilraun til að segja frá þolgæði móður minnar, athyglisgáfu, hjálpsemi og gest- risni eða trú, von og kærleika. Og ég gæti sagt frá áhugamálum hennar á mynd- og sönglist, mat- argerðarlist, blóma- og fuglalífi en sennilega er það hlutverk ann- arra. Ef ég geri tilraun til að sjá líf hennar úr fjarlægð eins og heim- spekingur gerir gjarnan, þá birt- ist kona sem lagði alúð í verk sín. Hún naut þess að sjá vel unnið verk og hvatti börn sín til leggja metnað í verkefnið sem þurfti að sinna hverju sinni. Hún gerði kröfur og kunni að aga börnin sem jafnframt vissu að í hjarta hennar bjó mildin. Hún og Sigursteinn faðir minn kenndu börnum sínum það sem þau töldu farsælt en það var gert með frjálsa hugsun að leiðarljósi. Hvert okkar systkina valdi sér eigin veg. Ég gekk veg frelsis til að velja það sem ég tel heillavæn- legasta úr hverjum sið – óháð uppruna og sleppa öðru. Það sem skipti foreldra mína máli var að leyfa börnunum að máta sig við veruleikann, búa þau undir flugið úr hreiðrinu. Foreldrar eru jarðvegur og börnin spretta úr grasi og teygja sig yfir í aðra garða. Foreldrar semja ratleik um garðana, setja boð um hvað má og hvað ekki, tína arfa, vökva, hlúa að. Foreldr- ar mínir settu vinnureglur í garð- inum sem ég virti og gegndi – eða ekki. Hvert barn þarf fyrr eða síðar að ganga eitt yfir götuna. Ef lífsbaráttan leyfir, eru börn gjöf foreldra sem þau elska og ala. Áratugum síðar verða for- eldrarnir einnig gjöf í augum barnanna sem fyllast þakklæti, hafi þau verið lánsöm. Ég var lán- samur og er þakklátur móður minni. Það er sama hvað ég geri margar tilraunir til að lýsa henni, það hefði enga þýðingu, nema að í þeim orðum felist þakklæti. Ég kveð hana ekki í hinsta sinn, því hún lifir áfram í minn- ingum mínum. Hún kvaddi okkur en lifir áfram í hugum okkar og hjarta. Ég óska þess að draumar hennar og óskir rætist áfram og að það sem hún trúir að verði, verði. Ég þakka henni af öllu hjarta. Blessuð sé minning henn- ar, föður míns og þeirra saman. Gunnar Hersveinn. Þriðjudaginn 3. apríl síðastlið- inn, lést tengdamóðir mín, Ingi- björg Kolbeinsdóttir, á Dvalar- og Hjúkrunarheimilinu Grund. Hún hafði þá verið ekkja eftir tengdaföður minn, Sigurstein Hersveinsson, í tæp tvö ár. Ég kynntist þeim hjónum eftir að ég og sonur þeirra, Þórir, hófum sambúð 1981. Mér var fljótlega ljóst að tengdamóðir mín var húsmóðir af gamla skólanum. Aldrei sást ryk- korn nokkurs staðar á heimilinu og alveg var sama hvenær gesti bar að garði alltaf var boðið til stofu og veitingar galdraðar fram. Heimili þeirra var því gest- kvæmt og þau hjónin höfðingjar heim að sækja. Í seinni tíð færð- ust veisluhöldin í auknum mæli yfir á börn og tengdabörn. Fyrir það var hún afar þakklát. Veisl- urnar varð að halda þótt kraftar hennar dygðu ekki lengur til. Fjölskyldan og barnabörnin stóðu hjarta hennar nærri og fylgdist hún vel með þeim. Hún hafði góða kímnigáfu og kunni vel að meta spaug, hún hafði einnig mikið yndi af tónlist. Við áttum saman margar góðar stundir, ekki síst þegar þau heimsóttu okkur hjónin í sumarbústaðinn okkar. Þau hjónin voru mjög samrýnd og heimakær, því var það tengdamóður minni mikið áfall þegar Sigursteinn féll frá. Í fyrstu bjó hún ein í íbúð þeirra hjóna en fluttist seint á árinu 2010 á Grund. Þetta var henni af- ar erfitt, sérstaklega undir það síðasta þegar hún var orðin alveg ósjálfbjarga, enda vön að ráða sér sjálf. Ég kveð hana með sorg í hjarta, en veit að hennar tími var kominn og hún beið þess eins að hitta Sigga sinn aftur. Birna Einarsdóttir. Nú þegar amma Inga er búin að kveðja hugsa ég með hlýhug til þeirra stunda sem við áttum sam- an. Ég loka augunum og sé fyrir mér ömmu og afa sitja fyrir utan stofugluggann í Sólheimunum. Það er sól og þau sitja við bónda- rósina sem er í blóma og ég er lít- ill hnokki að leika mér á stéttinni fyrir framan þau með eitthvert dót og garðverkfæri, sem sjálf- sagt hafa verið í brúkun fyrr um daginn. Svona streyma fram endalausar myndir og minningar. En eitt eiga þær flestar sameig- inlegt, að innihalda bæði ömmu Ingu og afa Sigurstein. Enda voru þau einstaklega samrýmd hjón og náin hvort öðru. Í Sólheimum og svo seinustu árin í Sóltúni var tekið á móti hverjum sem þangað kom með hlýju og myndarskap, svo eftir var tekið. Amma lagði bæði alúð og natni í það þegar fjölskylda eða aðrir gestir voru boðnir heim. Hvort sem um var að ræða hátíð- armat eða einfalt kaffi var alltaf mikið í lagt og fátt sem ekki var heimagert. Umhyggja fyrir fjölskyldunni og hag hennar var lýsandi fyrir ömmu. Hún vildi alltaf vita mikið um fólkið sitt, hvar það væri, hvað það væri að gera og mik- ilvægt var að allir hefðu það gott og væru öruggir. Á síðustu jólum vorum við saman á aðfangadagskvöld, eins og svo oft áður. Þetta voru fyrstu jól Jakobs sonar míns og mér þykir mjög vænt um hve mikið hann sótti til langmömmu sinnar og hvað þau náðu vel saman. Þau brostu hvort til annars og leið vel saman. Þar sem við litla fjöl- skyldan búum í Danmörku hafa samverustundirnar á síðastliðn- um mánuðum orðið færri en ella. En þrátt fyrir það hefur hugur- inn oft leitað yfir hafið. Það vermir hjarta mitt að hugsa til þess að þið afi Sigur- steinn eruð saman núna og það hjálpar mér við það að kveðja í bili. Friðrik. Amma Inga var mikilvæg manneskja í mínu lífi og ég eyddi miklum tíma með henni. Við átt- um alla tíð sérstakt samband, enda heiti ég eftir henni og er jafnframt elsta barnabarnið. Ef leiðin að hjarta mannsins er í gegnum magann þá átti amma greiðan aðgang að öllum heimin- um. Þeir sem hafa verið svo heppnir að fara í veislur til henn- ar vita hvað ég meina. Þar svign- uðu borðin undan kræsingunum og var hún jafn góð í að laga mat og að baka eitthvað sætt undir tönn. Ég þótti fremur matgrannt barn en engu að síður er margt af því sem hún bar á borð mér al- gjörlega ógleymanlegt. Eins og til dæmis lambalæri sem hún bar fram í sunnudagshádegi eitt sinn sem var búið að marinerast í ein- hverri töfrablöndu og var ólýsan- lega meyrt. Matargerð og bakstur var áhugamál ömmu. Hún var mjög góður kokkur og fylgdist líka vel með nýjungum, skoðaði upp- skriftir í erlendum og íslenskum blöðum, safnaði þeim og var óhrædd við að prófa sig áfram. Hún var hugmyndaríkur og nýj- ungagjarn kokkur. Í mínum huga er ömmumatur alls ekki gamal- dags matur heldur bragðgóður og spennandi matur. Þær eru margar minningarnar úr eldhúsinu með ömmu. Ég á ekki síst sterkar minningar af smákökubakstri fyrir jólin í eld- húsinu í Sólheimum. Þar lærði maður mörg leyndarmál í sam- bandi við smákökubakstur, og líka það hvaða deig bragðaðist best! Eldhúsið er hjarta heimilis- ins og þar var amma við stjórn- völinn. Ekki aðeins er ég heppin að hafa átt svona góða ömmu heldur er ég líka svo lánsöm að vera af þeirri kynslóð þar sem ömmurn- ar voru oftar en ekki heimavinn- andi. Amma passaði mig oft þeg- ar ég var lítil, bæði á leikskóla- og skólaaldri enda var þetta fyrir tíma heilsdagsskóla. Þetta voru gæðastundir og fór hún líka með mig bæjarhluta á milli í strætó. Máttur bænarinnar er mikill, það hefur amma kennt mér. Trú hennar var sterk og hún bað alla tíð fyrir sínu fólki og ennþá oftar ef eitthvað amaði að eða eitthvað sérstakt stóð til. Það var gott að vita af því. Heimili afa og ömmu í Sól- heimunum var algjört fyrirmynd- arheimili. Það er margt hægt að læra af því, ekki aðeins heimilis- haldinu heldur líka þeirri ást sem ríkti þar á milli þeirra, sem þau gáfu síðan svo ríkulega af sér til okkar barnabarnanna og seinna barnabarnanna. Það er við hæfi að eftir áratugi í Sólheimum hafi þau síðan flutt í götu sem ber nafnið Sóltún. Það var bara svo mikil sól í kringum þau, sól í merkingunni hlýja og kærleikur. Hjá þeim var svo gott að vera. Það urðu tímamót bæði hjá mér og afa og ömmu 1. desember 2007 því þann dag fluttu þau í Sól- tún og ég eignaðist mitt fyrsta barn. Ég er mjög glöð að hafa eytt gæðatíma með þeim í fæð- ingarorlofinu, fyrst með Odd með mér og svo með yngri soninn Örv- ar. Fjölskyldan öll syrgði mjög þegar afi lést fyrir tæpum tveim- ur árum en sorg ömmu var mest. Hún saknaði hans alla daga og ég veit að hún er glöð að vera komin til hans á himnum núna og endur- fundirnir hafa verið góðir. Nú kveð ég ömmu mína og nöfnu með söknuði en vissu um að hún sé komin þangað sem hún vill vera. Inga Rún Sigurðardóttir. Það var alltaf gaman að koma heim til ömmu og afa. Amma Inga var sérstaklega góður kokk- ur og kökur og tertur voru henn- ar sérgrein. Að setjast niður í eld- húsinu hennar í Sólheimum og síðar í Sóltúni var alltaf jafn not- arlegt. Þá bauð hún amma iðu- lega upp á nokkrar tegundir af kökum sem ég skolaði niður með ísköldu mjólkurglasi. Þegar ég fór í pössun til ömmu og afa sem barn leyfði hún mér oft að fá suð- ursúkkulaði í litla skál sem ég fór með á efri hæðina og borðaði á meðan ég horfði á myndbands- spóluna um hann Gosa. Hún amma sagði mér oft söguna af því þegar hún spurði mig sem barn hvað ég vildi fá að borða og ég svaraði að ég vildi bara fá „eitt- hvað óhollt“. Amma var alltaf til í að spila við mig þegar ég bað hana og við spiluðum oft saman í eldhúsinu. Þær stundir þykir mér afar vænt um. Amma og afi áttu einstaklega fallegan garð í Sólheimum þar sem gott var að sitja í sólinni með ömmu. Þar voru ótal tegundir af fallegum blómum sem amma hafði unun af. Í Sóltúni voru fal- legu blómin á svölunum og þar sátum við oft og spjölluðum sam- an. Amma saknaði afa mikið þeg- ar hann lést og beið þess að fá að hitta hann aftur. Nú er hún amma komin aftur til afa og ég veit að þeim líður vel saman. Sigrún Þórisdóttir. Amma okkar var frábær kona. Hún sá um fallegt heimili og ól upp þrjú börn og gerði þau að góðu fólki. Hún hugsaði alltaf vel um barnabörn sín og var eins og allar ömmur ættu að vera. Amma og afi voru gift í 58 ár og áttu feikilega vel saman. Þau voru tveir hlutar af heild og því erfitt að tala einungis um ömmu eða afa því það var alltaf talað um þau sem Ömmu og Afa í Sóló. Afi kvaddi fyrir tveim árum og tók það mikið á og nú eru þau sam- einuð á ný. Við getum ekki hugsað um ömmu án þess að hugurinn sveimi fljótlega að matargerð. Við erum örugglega ekki þau einu sem gera það enda höfum heyrt að krakkar í Sólheimum í Heimahverfinu, þar sem þau bjuggu, hafi gert það líka og sönnuðu það með því að standa stundum undir eldhúsglugganum hennar þegar hún bakaði með von um að fá að smakka. Okkur fannst sem hún væri ætíð í eldhúsinu að elda eða baka. Maturinn og kökurnar bráðnuðu í munni því allt var þetta svo gott. Hún vaknaði eldsnemma á morgnana til þess að baka brauð, eldaði hádegisverð handa sér og afa og gestir urðu alltaf saddir. Heimsóknir voru alltaf ánægju- legar og jólaboðin voru frábær. Alltaf hlökkuðum við til að koma til ömmu og afa í Sóló, því það var tekið svo vel á móti manni. Amma lét sér ekki nægja að færa okkur góðgæti þegar við vorum í heimsókn heldur gekk hún skrefinu lengra, þegar við systkinin bjuggum á Egilsstöð- um bakaði amma fyrir okkur og sendi okkur með flugi kassa full- an af alls kyns góðgæti; smákök- ur, sandkökur, dót … og ef það voru veislur og einhver lá veikur heima, þá fékk sá hinn sami send- an mat og kökur í boxi heim, því enginn mátti verða útundan. Amma var stoltur gestgjafi. Síðustu árin sá maður að henni þótti leitt að geta ekki lengur bakað fyrir okkur vegna gigtar í höndum. Við fengum þá dýrind- iskökur úr bestu bakaríum í stað- inn. Hún hrósaði bakarískökun- um í hástemmt, hvað það væri nú gott og þægilegt að geta keypt góður kökur, en maður vissi að hún var að reyna að sannfæra sig frekar en okkur. Við fundum að hún vildi gera allt fyrir okkur eins og hún hafði alltaf gert og hvað það skipti hana miklu máli að vera góður gestgjafi. Þegar hún var svo komin á Grund þá átti hún alltaf konfekt handa okkur og hélt þannig áfram að vera heims- ins besti gestgjafi. Þannig var amma okkar. Heiðdís og Sigursteinn Gunnarsbörn. Ingibjörg Kolbeinsdóttir Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Gisting Skammtímaleiga 101 Íbúðir fullbúnar húsgögnum og hús- búnaði. Sjá nánar á mimis4rent.com. Sími 897-2568. Gisting Akureyri Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að- staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að hafa hund í Skógarhlíð. Orlofshús við Akureyri með heitum potti. orlofshus.is Leó 897 5300 Til sölu Góður AEG ísskápur, hæð 150 cm, til sölu. Uppl. í síma 863-2069. Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Þægileg og háþróuð kennslubifreið. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti, hreinsa garða og tek að mér ýmis smærri verkefni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.