Morgunblaðið - 17.04.2012, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.04.2012, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012 Sími 568 1090 - www.bilson.is - bilson@bilson.is Opnunartímar: Mánudagur til fimmtudags kl. 8-17, föstudagur kl. 8-16 GÆÐAVOTTAÐ BÍLAVERKSTÆÐI • Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði fyrir VW og Skoda. • Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með úttekt frá BSI á Íslandi. • Starfsleyfi til endurskoðunar frá Umferðarstofu. • Forvarnarverðlaun VÍS 2010. ÞJÓNUSTA SEM ÞÚ GETUR TREYST „Maður tekur hvern dag og reynir að lifa góðu lífi. Ég hef ekki lagst í neina eymd út af lífinu. Ég missti manninn minn 1963. Hann hét Sigvaldi Stefánsson. Hann fórst í sjóslysi í ofsaveðri á Norðurlandi 9. apríl 1963,“ segir Dalvíkingurinn Bergljót Loftsdóttir er hún lítur um öxl á níræðisafmælinu í dag. „Ég var því ein með börnin frá því þau voru 5, 8 og 11 ára og þangað til þau urðu fullorðin. Þau fóru svo í burtu. Þau búa ekki á Dalvík eins og ég. Börnin mín voru ekki dekruð þegar þau voru föðurlaus. Fjölskyldan mín hjálpaði mér mikið. Móðir mín náði 97 ára aldri. Bræður mínir og systkini hjálp- uðu mér og sáu til þess að ég héldi lífi,“ segir hún um lífsbaráttuna. Bergljót býr á Bjarkarbraut 7 á Dalvík ásamt systur sinni Hildi Björk. Þriðja systirin, Sigríður, býr á Akureyri, en alls voru systk- inin fjórtán. Bergljót flutti á Bjarkarbrautina ásamt Sigvalda heitn- um á milli jóla og nýárs árið 1950 og hefur því búið þar í rúm sextíu ár. Börn Bergljótar og Sigvalda heita Loftur Gunnar, Helga Björk og Sveinn Haukur. Þá á Bergljót nokkur barnabarnabörn. Hún segir aðspurð margt hafa breyst á Dalvík síðan þau Sigvaldi komu sér fyrir á Bjarkarbraut en að of langt mál sé að tíunda það. „Slíkt væri efni í hálfa bók,“ segir hún. Bergljót fór út á vinnumark- aðinn þegar börnin voru orðin stálpuð og starfaði meðal annars á elliheimilinu Dalbæ. Hún ætlar að taka daginn rólega. Bergljót Loftsdóttir er níræð í dag Ljósmynd/Magnea Rún Magnúsdóttir Hefur lifað tímana tvenna Bergljót Loftsdóttir á heimili sínu í gær. Lagði ekki árar í bát þótt móti blési H elga Eysteinsdóttir, starfandi for- stöðumaður Hrings- jár, fæddist í Borg- arnesi en ólst upp í foreldrahúsum í Eskiholti í Borg- arhreppi í Borgarfirði við öll almenn sveitastörf. Hún var í barnaskól- anum á Varmalandi, stundaði nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk þaðan stúdentsprófi 1992, stundaði nám í uppeldis- og mennt- unarfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi 1997, lauk dip- lomaprófi í náms- og starfsráðgjöf 1999 og MA-prófi í náms- og starfs- ráðgjöf 2006. Þegar 118 var 03 Helga starfaði í sumarvinnu og með skóla hjá Póstgíróstofunni í Reykjavík 1989-92, var í sumarvinnu hjá Pósti og síma í Borgarnesi 1992- Helga Eysteinsdóttir 40 ára Hjónasæla Helga ásamt eiginmanni sínum Inga Torfa, stýrimanni og húsasmíðameistara, í sól og sumaryl. Menntun, mannrækt og máttur hjá Hringsjá Fjölskyldan Helga og Ingi Torfi, ásamt Reyni Viðari og Írisi Ósk sem held- ur á dóttur sinni og Eysteini Inga og Heru Björgu. Jóna Margrét Arnarsdóttir og Emilía Steindórs- dóttir færðu Rauða krossinum ágóða af tombólu sem þær héldu við verslun Bónuss og af söfnun sem þær stóðu fyrir í hverfinu sínu. Þær söfnuðu alls 11.871. Hlutavelta Fáskrúðsfjörður Brynjar Þór fæddist 17. júní kl. 6.49. Hann vó 3.555 g og var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru Stefanía Óskarsdóttir og Hannes Þór Þorláksson. Nýir borgarar Reykjarnesbær Sigurrós Tinna fædd- ist 26. nóvember kl. 14.45. Hún vó 3.635 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Helga Þórunn Pálsdóttir og Bolli Thor Bollason Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.