Morgunblaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012 Bæjarlind 16 Kópavogur S: 553 7100 www.linan.is Opið mán - fös 12 - 18 lau 11 - 16 TIMEOUT Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sjálfsöryggi þitt er nokkuð sveiflu- kennt en ástvinum þínum finnst það mjög sætt. Taktu við því sem að þér er rétt, jafnvel þótt það sé lítilsvert, því annað getur valdið sárindum og reiði. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur einhverju áríðandi að miðla til fólksins þíns. Nálgastu sambönd þín af ást, jafnvel þegar um kunningsskap er að ræða. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Samstarfsmenn þínir eru hvorki hjálplegir né koma með uppbyggilegar hug- myndir. Mundu samt að það eru takmörk fyr- ir öllu, líka því sem hægt er að semja um. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Í dag færðu ótal tækifæri, en fæst þess virði að þú lítir við þeim. Mundu bara að gæta hófs í mat og drykk, því annars hefði betur verið heima setið en af stað farið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst annað fólk treysta um of á þig til þess að hjólin snúist. Komdu skipulagi á líf þitt og nýttu tímann vel. Lausnin er að bæta við þekkingu þína. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnst allt ganga þér í haginn og það er vel. Um leið víkkarðu sjóndeildarhring- inn. Vondu fréttirnar eru þær að vinur þinn er tættur og með of margt á sinni könnu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú munt væntanlega vera í stöðu til þess að ráðleggja eða aðstoða samstarfsfólk í dag. Láttu reyna á samstarfsvilja annarra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú getur aðeins sjálfum þér um kennt ef verkefnin eru að vaxa þér yfir höfuð. Gefðu þér tíma til þess að vinna þeim fylgi. Þér verður ekkert úr verki ef þú ætlar að gera allt í einu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn hentar vel til skemmt- ana og er upplagður til að hafa ofan af fyrir öðrum og gleðjast með fólki á öllum aldri. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er hætt við að aðrir séu gagn- rýnir á það sem þú ert að gera í dag. Vinir þínir og kunningjar sækjast eftir félagsskap þínum auk þess sem ókunnugt fólk sýnir þér óvenju mikinn áhuga. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Stundum á fólk ákaflega erfitt með að koma sér að hlutunum. Þig langar að kaupa eitthvað verulega fallegt í dag, jafnvel einhvern dýran munað. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur látið reka á reiðanum með heilsu þína, en verður nú að taka þau mál föstum tökum. Leitaðu nýrra leiða og að- stoðar ef með þarf. Við Kristrún brugðum okkur íbetri fötin og gengum í dóm- kirkju á sunnudaginn. Séra Hjálm- ar messaði og fór hann með vísna- mál en með nokkuð óvæntum hætti þó. Rúmlega þriggja mánaða gamall drengur var skírður Jó- hannes Jökull, en stúlknakór Langholtskirkju söng undir stjórn móður hans Rósu Jóhannesdóttur. Og síðan gerðist hið óvænta að faðirinn, Helgi Ziemsen, gaukaði limru að séra Hjálmari, sem prest- ur fór með úr stólnum: Hjálmar var klæddur í hökul honum við fylgdumst með vökul er blandaði af natni blessun í vatni og skírði svo Jóhannes Jökul. Og síðan fór séra Hjálmar með fallegar vísur, sem Helgi hafði gefið drengnum sínum í skírn- argjöf: Æska vor er vori lík, vex þá allt og dafnar. Upp má spretta auðnurík urt sem birtu safnar. Lífs á akri ýmsir sá á því höfum gætur. Frjóan jarðveg finna má fyrir ungar rætur. Visku, kærleik, von og trú vaxtarsprota nærðu. Best mun gagnast gjöfin sú, góðan ávöxt færðu. Mér þótti vænt um að sjá Lárus Jónsson, minn gamla vin og sam- þingsmann, í kirkjunni með konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur. Og gott þótti mér líka að heyra séra Hjálmar vitna í ljóð hans í predik- un sinni, þótt ég viðurkenni að mér þykir vænna um annað af ljóðum Lárusar, Á Grímseyj- arsundi, sem er úr bréfi til föður hans: Á Grímseyjarsund slær gulli frá glampandi miðnætursól. Í lygnunni leikur sér himinn og læst vera á dimmbláum kjól. Ég horfi á dýrðina, drottinn, og dettur í hug einna helst að þú, Guð, sért að gefa mér innsýn hvað í gátunni miklu felst að baki þeim brennandi skýjum sem býrð þú mér eilíft skjól. Á Grímseyjarsund slær gulli frá glampandi miðnætursól. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hjálmar var klæddur í hökul S m á fó lk G re tt ir H ró lf u r h ræ ð ile g i G æ sa m a m m a o g G rí m u r F er d in a n d EINHVER STAL PERSÓNUUPPLÝSINGUNUM MÍNUM! ÞEIR SKILUÐU ÞEIM EKKI ER ÉG HISSA ÞÚ VERÐUR LÍKA Í JÓLA- LEIKRITINU ÉG VERÐ FJÁRHIRÐIR OG ÞÚ ÁTT AÐ LEIKA HJÖRÐINA MÍNA GETUR ÞÚ LEIKIÐ HJÖRÐ AF KINDUM? EKKERT MÁL, HVER HUNDUR ER VIRÐI HEILLAR HJARÐAR AF KINDUM MAÐUR HEFÐI HALDIÐ AÐ ÞAÐ VÆRI LÁMARKS KURTEISI AÐ ÞEIR SEGÐU... „TAKK FYRIR OKKUR OG EIGIÐ GÓÐAN DAG” ÚFF... ÞAÐ ERU BARA TVÆR VIKUR Í ÞAKKARGJÖRÐARHÁTÍÐINA, ÉG VERÐ AÐ DRÍFA MIG AÐ KAUPA ALLAR GJAFIRNAR OG SETJA ÞÆR UNDIR TRÉÐ RUNÓLFUR, ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ KAUPA NEINAR GJAFIR FYRIR ÞAKKARGJÖRÐARHÁTÍÐINA, ÞESSARI HÁTÍÐ HEFUR EKKI VERIÐ SPILLT AF VERSLUNARMÖNNUM KANNSKI ER ÞAÐ ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ VIÐ ERUM ÞAKKLÁT Víkverji hefur gaman af því aðrýna í auglýsingar og sjá hvaða skilaboð þær hafa í för með sér, að undanskildum þeim einlæga ásetn- ingi viðkomandi fyrirtækis að ætla að selja manni vöru eða þjónustu. Víkverji lætur ekki plata sig svo glatt og rýkur ekki út í búð til að kaupa eitthvað bara af því að tilboðið sé svo gott. Það þarf að vera virkileg þörf fyrir kaupunum. Vanda ber val- ið hverju sinni svo að kötturinn verði ekki keyptur í sekknum. x x x Þó að það geti verið fyndið ogskemmtilegt að ýkja raunveru- leikann þá er Víkverji þeirrar gerðar að hann vill að auglýsingar gefi raunsanna mynd af umhverfinu. Þannig var fróðlegt að rýna í stóra auglýsingu frá tryggingafélaginu Verði á dögunum, sem birti mynd af innbúi fimm manna fjölskyldu með þeirri spurningu hvort við vissum um verðmæti innbús okkar. Ágætis áminning hjá Verði en innbú þess- arar ungu fjölskyldu var athygl- isvert. Víkverji gat hvergi séð ísskáp eða frystikistu eða rúm fyrir alla. Ekki vantaði smálega innanstokks- muni, golfsett, fagurbókmenntir, málverk og ýmislegt sem bar góð- ærinu vitni. Undarlegast var þó að sjá hvorki flatskjá eða tölvur. Hjónin á heimilinu hafa greinilega gaman af því að elda því minnst átta pönnur voru á myndinni. Ekki vant- aði verkfærin en Víkverji stoppaði þar við eitt atriði. Telja þeir hjá Verði það heyra til nauðsynja að eiga þrjár stórar járnaklippur? Ekki nema bóndinn sé handrukkari í hjá- verkum – vonandi ekki. x x x Auglýsingar geta einnig pirraðVíkverja ef þær boða eitthvað misjafnt eða villandi eða segja ekki alla söguna fyrr en kannski í smáa letrinu. Auglýsingar frá flugfélög- unum eru ágætt dæmi um þetta, sér í lagi frá Iceland Express. Þar virð- ist vera lenska á þeim bæ að auglýsa verð sem ekki stenst á endanum ef farið er í gegnum allt bókunarferlið. Þá bætast við skattar og „aðrar greiðslur“. Heiðarlegra er að aug- lýsa alltaf fullt verð í upphafi og eng- ar refjar.vikverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. (Lk. 8, 17.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.