Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 32

Morgunblaðið - 17.04.2012, Síða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012 Það er kunnara en frá þurfiað segja að KrummiBjörgvinsson er söngvarieigi einhamur. Ekki ein- asta leiddi hann rokksveitina Mínus gegnum hvert breitingaskeiðið á fætur öðru þar sem hann snaraði söngskyldum sínum með annari hendi heldur afgreiðir hann kántrí- músík með miklum bravúr þegar hann kemur fram undir merkjum Esju. En fáir sáu eflaust fyrir sér að hann skyldi næst bregða sér í töffaralegt tölvu- popp. Sem helm- ingur dúettsins Legend - hinn helm- ingurinn er Halldór Björnsson - gerir hann akkúrat það og þar sem meira er, hann skilar sínu af sama bravúr og hingað til. Á plötunni kennir ýmissa raftó- nagrasa og má glöggt heyra berg- mál margra risa á öxlum hverra Legend standa. Depeche Mode um miðjan níunda áratuginn (ca. some Great Reward/Black Celebration/ Music For The Masses) og Bauhaus eru augljósir áhrifavaldar, og ekki leiðum að líkjast. Þá má í laginu Ru- naway Train greina glögga hlið- stæðu við Jean-Michel Jarre klass- íkina Oxygène IV. Lagið Sister gæti vel verið úr smiðju Trent Reznor, æðstapresti NIN og oft minnir sánd- ið Fever Ray. Að því sögðu er hljóm- urinn á plötunni frábær og hið drungalega yfirbragð sem hæfir þungri rafmúsík sem samin er í moll gengur bara dúndurvel upp. Lögin eru frá því að vera miðlungs upp í frábær, þó langflest séu þau vel yfir meðallagi. Bestu lögin, svo sem Violence, City, og þau sem framar eru nefnd, eru hörkugóð. Allt í allt er Fearless stórskemmtileg og kúl plata, ómissandi fyrir þá sem kunna að meta framangreinda áhrifavalda. Fearless Allt í allt stórskemmtileg og kúl plata, segir gagnrýnandi. Dimmt og drungalegt Legend - Fearless bbbbn JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Starfsemi i8 gallerís við Tryggva- götu hefur vaxið umtalsvert á und- anförnum árum og starfsmönnum fjölgað í takt við það. Nú hefur nýr gallerísstjóri verið ráðinn, Auður Jörundsdóttir, til viðbótar við þann sem fyrir var, Börk Arnarson. Gall- eríið er umboðsgallerí og hefur 18 myndlistarmenn á sínum snærum, flesta íslenska. Auður hefur áður starfað fyrir galleríið, á árunum 2005-8, og hefur auk þess sinnt verk- efnum fyrir það erlendis. Hún er með BA-gráður í myndlist og arki- tektúr. Á árunum 2005-8 voru aðeins tveir starfsmenn í galleríinu, að sögn Auðar, en eru nú orðnir sex. „Það tíðkast í galleríheiminum að hafa marga „directora“, það er bara eðlilegt. Stærri gallerí eru oft með allt upp í fimm,“ segir hún. „Þetta er orðið það stórt að það þarf fleiri en einn sem geta gert ákveðna hluti, eins og á messum erlendis þá verður alltaf að hafa einhvern sem er direc- tor á staðnum, það er ákveðið „protocol“ í kringum það. Þetta er að hluta til út af því,“ segir Auður um starfsemi i8 sem virðist vera í mikilli sókn. „Ég hef umsjón með sölu á mynd- listinni, það er mitt hlutverk,“ svarar Auður, spurð að því hvaða verk- efnum hún sinni öðrum fremur. „Við erum með 18 listamenn og svo erum við alltaf að sýna einhverja fleiri líka, næst erum við t.d. að fara að sýna Margréti H. Blöndal og sviss- nesku listakonuna Silviu Bacli. Þær eru hvorugar á listanum okkar en við erum að vinna samt með fleiri listamönnum. Svo eru Börkur og annar starfsmaður héðan úti í Brüs- sel að taka þátt í Art Brüssel sem er um næstu helgi og við erum að fara á Basel í júní, á listamessuna þar, þannig að það er nóg að gera.“ – Hefur sala á myndlist aukist mikið hjá galleríinu? „Já, síðustu tvö ár hefur hún auk- ist mjög mikið, eins og hún hefur gert í raun og veru alls staðar í heiminum. Þessi markaður er að stækka jafnt og þétt og við erum komin í takt við það. Við erum það mikið að vinna á alþjóðlegum mark- aði, okkar velgengni hefur verið í takt við stækkun alþjóðlega mark- aðarins.“ Í takt við stækkun markaðarins  Auður Jörundsdóttir ráðin í stöðu gallerísstjóra hjá i8 Morgunblaðið/ i8 Auður í i8 galleríi en í því stendur nú yfir sýning á verkum Ívars Val- garðssonar og ber hún yfirskriftina „Háspennulínur“. TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar BATTLESHIP Sýnd kl. 7 - 10 (Power) AMERICAN PIE: REUNION Sýnd kl. 8 - 10:20 HUNGER GAMES Sýnd kl. 7 - 10 LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 STERK BYRJUN, MANN ÞYRSTIR Í MEIRA! T.V. - Vikan/Séð og Heyrt HHHH HEIMURINN FYLGIST AGNDOFA MEÐ „ÁKAFLEGA VEL HEPPNUÐ ÆVINTÝRAMYND“ A.L.Þ - MBL HHHH Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN HHHH DREPFYNDIN MYND SEM GEFUR FYRSTU MYNDUNUM EKKERT EFTIR! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG EIN FLOTTASTA MYND ÁRSINS FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR TRANSFORMERS MEÐ TAYLOR KITSCH, LIAM NEESON OG HINNI SJÓÐHEITU RIHANNA -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is POWE RSÝN ING KL. 10 ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ SÉÐ OG HEYRT/KVIKMYNDIR.IS FRÉTTABLAÐIÐ T.V. - VIKAN/SÉÐ OG HEYRT Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN “FRUMLEG OG MEINFYNDIN SÝRA” - TÓMAS VALGEIRSSON, KVIKMYNDIR.IS ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ - D.M.S. MBL DVPRESSAN.IS KVIKMYNDIR.IS 59.000 MANNS ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ DREPFYNDIN MYND! BEIN ÚTSENDING FRÁ ROYAL OPERA HOUSE SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS BATTLESHIP KL. 8 - 10.20 12 AMERICAN PIE: REUNION KL. 8 - 10.10 12 HUNGER GAMES KL. 5.30 12 / SVARTUR Á LEIK KL. 5.50 16 ÓPERAN RIGOLETTO KL. 6.15 L IRON SKY KL. 5.45 - 8 - 10.15 12 BATTLESHIP KL. 9 12 TITANIC 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.15 10 HUNGER GAMES KL. 9 12 SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 10.30 16 BATTLESHIP KL. 5 - 8 - 10.45 12 BATTLESHIP LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45 12 AMERICAN REUNION KL. 8 - 10.30 12 LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 - 6 L HUNGER GAMES KL. 5 - 8 12 SVARTUR Á LEIK KL. 8 - 10.30 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.