Morgunblaðið - 17.04.2012, Side 36

Morgunblaðið - 17.04.2012, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 108. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Vændiskaup með falinni mynda… 2. Í fimm daga með látinni móður … 3. Spilaði tölvuleik í heilt ár 4. Hlýtt á milli þeirra á rauða … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tríó Björns Thoroddsen og Andrea Gylfadóttir verða á Rósenberg á morgun og hinn. Efnisskráin sam- anstendur af þeim þrem plötum sem tríóið og Andrea hafa gefið út; Vor- vindar, Vorvísur og Heiðanna ró. Björn og Andrea á Rósenberg á morgun  Í tilefni af bókasafnsdeg- inum, 17. apríl, verður haldið Bib- Quiz (eins og í PubQuiz) í Nor- ræna húsinu kl. 12 til 13. Hjalti Rögnvaldsson leikari stýrir keppninni. Spurningakeppnin fer fram á ís- lensku og einu öðru Norðurlanda- máli. Þátttaka er öllum opin og skráning fer fram á staðnum. BibQuiz haldið í Norræna húsinu  „Í hljóðveri með John Grant og Pétri Hallgríms,“ segir hljóð- og upp- tökumaðurinn Aron Þór Arnarsson á fésbókarsíðu sinni. Ar- on upptökustýrði glæstri endur- komuplötu Ham og einnig plötu Of Monsters and Men sem er nú að slá í gegn á heimsvísu. Grant kann greinilega að velja sér sam- starfsmenn. Aron Arnarsson vinn- ur með John Grant Á miðvikudag Austan og norðaustan 5-10 og dálítil rigning eða slydda með suðurströndinni, él N- og A-lands en annars úrkomulít- ið. Hiti víða 0 til 5 stig yfir daginn, en vægt frost í innsveitum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 m/s. Skýjað en úrkomulít- ið, stöku él austast en léttskýjað N-til. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast V-til, en víða vægt frost í nótt. VEÐUR Júdókappinn Þormóður Árni Jónsson virðist vera búinn að jafna sig af hnémeiðslum sem hann varð fyrir í Frakk- landi í byrjun febrúar. Þor- móður tjáði Morgunblaðinu að hann hefði æft af fullum krafti í tvær vikur og ætlaði að taka þátt í EM í lok mán- aðarins sem fram fer í Rússlandi. Þormóður á góða möguleika á að komast á Ólympíu- leikana í sumar. »1 Þormóður ætlar að vera með á EM Dóra María Lárusdóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu, hefur leikið „sambabolta“ í Brasilíu undanfarna tvo mánuði. „Þetta er allt annar leik- ur en ég hef kynnst á Íslandi og í Sví- þjóð. Það er meira lagt uppúr skemmt- anagildinu, og þessar stelpur hafa greini- lega allar leikið sér berfættar með bolta á strönd- inni,“ segir Dóra María. »4 Dóra María í bras- ilískum sambabolta Garðbæingar komu í gærkvöldi í veg fyrir að Grindvíkingar sendu þá í sumarfrí í undanúrslitum Íslands- móts karla í körfuknattleik. Stjarnan sigraði í þriðja leik liðanna í Grinda- vík, 82:65, og minnkaði muninn í 2:1 í rimmunni. Sömu lið mættust í 8-liða úrslitum í fyrra og þá hafði Stjarnan betur, 2:1. Næsti leikur er á fimmtu- dagskvöld. »1-2 Garðbæingar ekki til- búnir í sumarfríið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar íþróttir eru annars vegar jafnast fátt á við góðan íshokkíleik. Það þekkja „íshokkímömmurnar“ í Svíþjóð, Kristín Hallbergsdóttir Hedström og Unnur Valdís Ingv- arsdóttir Alengård, sem hafa fylgt strákunum sínum eftir í íshokkíi í nær tvo áratugi og eru nú á Íslandi vegna keppni í 2. deild heimsmeist- aramótsins. Fjölskyldurnar búa í Svíþjóð, önnur í Växjö og hin í Linköping. Landsliðsmennirnir fæddust og ól- ust upp í Svíþjóð, umhverfið kallaði snemma á íshokkí og það kunna mömmurnar vel að meta. Þær eru giftar sænskum mönnum og eru ánægðar með að synirnir skuli spila fyrir Íslands hönd. Þeir eru reyndar lykilmenn í íshokkílands- liðinu. Robin Hedström var með þrennu í fyrsta leiknum á móti Nýja-Sjálandi á HM og var valinn besti maður Íslands, Emil Alen- gård skoraði eitt og lagði upp ann- að í fyrsta sigri Íslands á Serbíu og var útnefndur maður leiksins og Dennis Hedström fékk helstu við- urkenninguna að loknum leiknum við Eistland í fyrrakvöld. Ekki viðræðuhæf um annað „Ég er algjör hokkímamma,“ segir Kristín, sem flutti með for- eldrum sínum frá Vestmannaeyjum til Svíþjóðar þegar hún var 16 ára og hefur búið þar síðan. Synir hennar, Dennis markmaður og Robin sóknarmaður, byrjuðu að æfa þegar þeir voru sex ára. „Ég kynntist íshokkíi fyrst þegar Denn- is byrjaði í skóla og síðan fylgdi ég strákunum á æfingar og í leiki um árabil – og geri enn,“ segir hún. „Vinkonur mínar, sem ekki eiga stráka í íshokkíi, skilja þetta ekki en þegar það er leikur er ég ekki viðræðuhæf um annað.“ Kristín segir að strákarnir hafi verið góðir í ýmsum íþróttum eins og fótbolta og tennis, en frá unglingsárunum hafi þeir einbeitt sér að íshokkíinu. Auðvelt hafi verið að fylgjast með þeim í Växjö, en þegar leiðir hafi skilið hafi hún reynt að skipta tíma sínum sem jafnast á milli þeirra. „Netið kemur í góðar þarfir þegar maður kemst ekki á leiki,“ segir hún. Það þykir mikill heiður að kom- ast í landslið og Kristín er stolt af strákunum. Hún hefur fylgst með landsliðinu í æfingabúðum í Svíþjóð og Danmörku en sér nú landsliðið fyrst leika í keppni. „Þetta er ynd- islegt og við gátum líka notað Ís- landsferðina til þess að fara í ferm- ingu hjá bróðurdóttur minni. Ég er mjög stolt mamma, bæði af strák- unum og dótturinni sem er tvítug og í dansi auk þess að vera í fjar- námi í hjúkrun.“ Úr handbolta í íshokkí Unnur hefur búið í Svíþjóð í um 30 ár, en átti áður heima í Reykja- vík og spilaði handbolta með Val. Hún á fjóra syni og eru þrír þeirra á fullu í íþróttum, þar á meðal landsliðsmaðurinn og sóknarmað- urinn Emil Alengård. Hún segir að eiginmaðurinn hafi smitað sig af ís- hokkí-bakteríunni og hún hafi alla tíð horft mikið á íshokkí í sjónvarpi en áhuginn hafi aukist til muna þegar Emil hafi bundið á sig skaut- ana. „Hann var fjölhæfur, eiginlega í öllum íþróttum, en síðan féll hann algjörlega fyrir hokkíinu og ég hef fylgt honum í leiknum síðan.“ Emil vakti fyrst athygli með unglingaliði Linköping og varð Sví- þjóðarmeistari. Unnur segir að for- eldrarnir hafi staðið þétt við bakið á strákunum. „Þetta var mjög gam- an. Við héldum vel hópinn, hjálp- uðumst að og það var ekkert mál að vakna klukkan fimm á morgn- ana til að skutlast landsenda á milli í leiki.“ Mömmurnar lifa sig inn í leikinn hverju sinni, hrópa og kalla. „Hinir synirnir vilja helst ekki sitja við hliðina á mér á leikjum,“ segir Unnur og áréttar mikilvægi íþrótt- arinnar. „Það þarf bara að auka út- breiðsluna enn frekar hérna.“ Elta synina um víðan völl  Íshokkímömm- ur frá Svíþjóð á HM á Íslandi Morgunblaðið/Golli Kynni Kristín Hallbergsdóttir Hedström og Unnur Valdís Ingvarsdóttir Alengård í Skautahöllinni í Laugardal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.