Morgunblaðið - 29.06.2012, Síða 25
UMRÆÐAN 25
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012
TRAUST ÞJÓNUSTA Í 20 ÁR
Við gerum þér verðtilboð
– þetta er ódýrara en þú heldur,
– jafnvel ódýrara en að sjá um
sláttinn sjálf/ur
Sími: 554 1989
www.gardlist.is
Hver eru mörkin
varðandi skugga for-
tíðar þeirra sem munu
setjast að á Bessastöð-
um og njóta þeirra for-
réttinda og virðingar
frá þjóð sinni sem
þeirri setu fylgir? Ef
tilvonandi ábúendur að
Bessastöðum hafa
heila stjórnmálahreyf-
ingu á bakvið sig
ásamt ýmsum rithöf-
undum, fjölmiðlamógúlum og öðrum
„trendsetturum“ og meist-
arapennum, eigum við sem kjós-
endur þá ekki að þora að gera kröfu
um að viðkomandi séu a.m.k. með
hreina sakaskrá…? Ef ekki, hvaða
brot mega ábúendur Bessastaða þá
hafa framið og hvaða brot ekki?
Lögmenn missa réttindi sín við
gjaldþrot, lögreglumenn og dómarar
missa starf sitt verði þeir uppvísir
að alvarlegu broti gegn hegning-
arlögum svo fá dæmi séu tekin.
Þessar leikreglur eru byggðar með
því markmiði að halda virðingu og
trúverðugleika viðkomandi embætta
í lagi.
Þeir sem núna eru til í að setja
virðingu Bessastaða niður beita
þeirri nálgun að verið sé að draga
umræðuna niður í forað með því
einu að minnast á forsögu maka
Þóru. Flestir þessara aðila eru hér á
pólitískum forsendum, enda má sjá
heila fylkingu úr ákveðinni átt sem
virðist vera klár í „downgreidið“.
Mér finnst það makalaust, að núna
þegar mikil umræða er um ofbeld-
isverk gagnvart konum, þá finnist
sömu aðilum að það sé ekkert til-
tökumál og jafnvel léttvægt þegar
maður gengur mjög gróflega í
skrokk á öðrum manni og finnst það
smásmuguháttur að minnast á það
og tala um lúalega aðför og forað.
Meira jafnréttið það.
Ég veit um mann sem hefur verið
kallaður grís, klappstýra, útrás-
arpjakkur, auðmannasleikja og for-
setaræfill og ýmislegt fleira, mán-
uðum, árum og jafnvel áratugum
saman. Að auki hefur Faxaflói verið
kallaður Svínaflói til að níðast frekar
á honum. Grínistar og eftirhermur
hafa hraunað yfir hann á manna-
mótum árum saman að ógleymdu
hinu árlega áramótaskaupi. Einnig
hefur verið gert gys að konunni
hans frá fyrstu kynnum þeirra og
jafnvel hent grín að trúarbrögðum
hennar og mataræði og að auki
gerðar ýmsar skrýtlur um mögulegt
samlíf þeirra hjóna. Ég hef sjálfur
tekið þátt í þessu, ég viðurkenni
það. Um daginn var Þóra kölluð
„skrautdúkka“ og samstundis ætlaði
allt um koll að keyra og í 101 reis
upp hver menning-
arspíran af annarri í
mótmælaskyni og jafn-
vel rithöfundar með
köflótta sál sáu vart
nef sitt af forundran og
hneykslan. Mörgum
meinsugum á rík-
isspenanum varð órótt,
sumum óglatt. Atgang-
urinn varð slíkur í net-
heimum að sæstreng-
urinn logaði og hiti
sjávar hækkaði. Fólk í
áfallageiranum setti sig
í stellingar og símkerfið að Hallveig-
arstíg 1 bráðnaði. Eiginmaður Þóru
trompaðist, neitaði að taka í höndina
á öðrum frambjóðendum og nær-
staddir skulfu, því menn vilja jú
ekki fá eiginmanninn upp á móti
sér.
Ég myndi gjarnan vilja skipta um
forseta, það er bara enginn hæfari
en Ólafur Ragnar í framboði núna,
því miður. Samfylkingarbragurinn
hangir yfir framboði Þóru, það sést
langar leiðir og tilraunir hennar og
annarra til að reyna að fela tengslin
hafa mistekist og klaufaskapurinn
hefur hreinlega skemmt fyrir henni.
Ekki hjálpar fortíð Svavars henni
neitt. Þetta var bara illa ígrundað
og illa undirbúið framboð og hún
hefur í raun ekkert fram að færa
annað en sitt þekkta andlit og mál-
flutning sem einkennist eingöngu af
„breytum, af því bara“. Að mínum
dómi er hún enn of ung og óreynd í
því ástandi sem Evrópa er í. Það
veganesti að hafa útsýnið ofan úr
Efstaleitinu 80% af starfsævinni
ásamt stöku Gettu betur-þáttum
veitir Íslendingum litla huggun gegn
þeirri óvissu sem er á alþjóðamörk-
uðum og enn minna skjól á móti
þeirri ásókn gegn fullveldinu sem
þjóðir innan ESB eru nú að upplifa.
Þannig er það nú bara. Við þurfum
manneskju á Bessastaði sem hefur
þekkingu til að meta hlutina út frá
hagsmunum heildarinnar og þrosk-
ann og hugrekkið til að standa í
lappirnar að því loknu.
Ég vil forseta með hreðjar og
hryggsúlu á þessum alþjóðlegu
óvissutímum, sem hvorki kallar ekki
allt ömmu sína né veitir henni
áverka. Því tel ég Ólaf besta kostinn
í stöðunni nú, Herdís til vara. Áfram
Ísland, fulla ferð…
Af klappstýrum og
skrautdúkkum
Eftir Garðar
Vilhjálmsson
ȃg myndi gjarnan
vilja skipta um for-
seta, það er bara enginn
hæfari en Ólafur Ragn-
ar í framboði núna...
Garðar
Vilhjálmsson
Höfundur er framkvæmdastjóri og
áhugamaður um þjóðmál.
Ólafur Ragnar Grímsson er ákaf-
lega mikilhæfur maður með marga
góða kosti. Þó er það alltaf fyrst og
fremst pólitíkin sem skín í gegn í
allri hans framgöngu, og í gegnum
þau gleraugu hefur hann sveigt og
beygt embætti forseta Íslands að
eigin geðþótta í öll þessi ár. Nú er
mál að linni. Leyfum Ólafi Ragnari
og frú að flytja í Mosfellssveitina
eins og hann ýjaði að í áramóta-
ræðu sinni þann 1. janúar síðastlið-
inn. Að vísu var ræðan álíka skýr
og véfréttin í Delfi á sínum tíma,
en það er nú bara hans háttur í
allri ræðu.
Nú þarf þjóðin að sameinast um
að kjósa þessa frábæru konu, Þóru
Arnórsdóttur, til þessa embættis,
ekki bara vegna þess að hún er
kona, heldur vegna hennar miklu
mannkosta sem eru líklegir til að
vekja samkennd með þjóðinni á
sama hátt og frú Vigdís Finn-
bogadóttir gerði á sínum tíma.
Með fullri virðingu fyrir Ólafi
Ragnari Grímssyni eru engir þeir
óvissutímar framundan sem gera
það nauðsynlegt að hann sitji
áfram á forsetastóli. Það eru engir
þeir stjórnartaumar í höndum for-
seta Íslands sem skipta sköpum
varðandi hagsmuni lands og þjóðar,
heldur er embættið fyrst og fremst
virðingarstaða sem vissulega skipt-
ir máli hver gegnir. Mætum á kjör-
stað og tryggjum Þóru Arnórs-
dóttur kjör í þetta virðulega
embætti.
HÖRÐUR FRIÐÞJÓFSSON,
Hveragerði.
Konu á Bessastaði
Frá Herði Friðþjófssyni
Formaður Félags
íhaldsmanna, Gunn-
laugur Snær Ólafsson,
hefur í tvígang ritað
greinar í Morgunblaðið
þar sem hann varar við
upptöku annarrar
myntar og segist byggja
það á reynslu El Salva-
dor. Eins og ég hef bent
á er reynsla El Salvador
af upptöku dollars góð
og öll reynslurök og
samanburður á þjóðum sem hafa tekið
upp aðrar myntir benda til að þar sé
hagvöxtur meiri og verðbólga minni
en í þjóðum sem styðjast við aðrar
myntir. Ástæðan er sú að traustir
gjaldmiðlar eru fremur undantekning
en regla.
Í greinum sínum byggir Gunn-
laugur röksemdafærslu sína á því að
horfa fram hjá sorgarsögu íslenskrar
peningastefnu og reyna þess í stað að
hnýta í alþjóðlegar myntir. Aldrei er
minnst á það hve mikill munur er á
vöxtum, verðbólgu og gengissveiflum
á milli krónunnar og erlendra mynta.
Eins er ekki útskýrt hvernig eigi að
láta sjálfstæða peningastefnu fyrir 300
þúsund manna þjóð ganga upp, án
hafta.
Hin fullkomna mynt
Það er eins með öll mannanna verk
að ekkert er fullkomið. Gunnlaugur
segir að það, að ég sé honum sammála
um að stefna stjórnvalda hafi áhrif á
árangur í efnahagsmálum, sýni að ég
sé honum sammála um að það séu
stjórnmálamennirnir sem tryggi
trausta efnahagsstjórn en ekki gjald-
miðillinn. Ég gæti ekki verið honum
meira ósammála. Stjórnmálamenn
koma og fara og eru á heildina litið
álíka áreiðanlegir á milli mismunandi
landa ólíkt árangri í efnahagsmálum.
Ég er sammála klassískum íhalds-
mönnum um það að það er fyrst og
fremst traust stofnanaumgjörð sem
tryggir stöðugleika í stjórnskipun.
Myntslátta er ekki þjónusta sem nauð-
synlegt er að ríki veiti þegnunum held-
ur veldur hún þeim miklu frekar tjóni.
Það er vegna þess að stjórnmálamenn
geta notað myntsláttu til að leggja
ósamþykktan skatt á þegnana sem
aftur minnkar hemil á óábyrg útgjöld.
Það væri miklu lýð-
ræðislegra að ríkið fjár-
magnaði sig með beinni
skattheimtu sem þegn-
arnir geta þá tekið af-
stöðu til en með því að
eiga við gjaldmiðilinn,
þar að auki væri það
miklu hagkvæmara í
efnahagslegu tilliti.
Þegar ríkisstjórnir
með þjóðargjaldmiðla
ætla að redda málum
með peningaprentun eða
gengisfellingu gerist það
eitt að fjármagn verður dýrara. Fjár-
magn er undirstaða hagvaxtar í
þróuðu hagkerfi, enda sést það á Ís-
landi að gengisfelling eykur ekki fisk-
gengd, fjölda álvera eða orkuvera. Það
skiptir því meira máli að vextir séu lág-
ir en að laun séu lækkuð með handafli.
Peningaprentun er ekkert annað en
skuldsetning, því peningar seðlabanka
eru ekki eign þeirra, heldur skuld og
eign þess sem á heldur. Skuld í dag eru
skattar á morgun og því er ljóst að
peningaprentun er ekkert annað en
skattheimta, en jafn ólíkir hagfræð-
ingar og Keynes og Friedman töldu
það helsta löst ríkispeninga hversu
freistandi það væri fyrir stjórnmála-
menn að grípa til peningaprentunar.
Ríkið eða einstaklingurinn
Eignarétturinn er undirstaða
þróaðs samfélags. Þau ríki sem hafa
þjóðargjaldmiðla bjóða ríkinu upp á
einfalda eignaupptöku með gengisfell-
ingu, verðbólgu og höftum. Enda er
það svo að ekkert land sem hefur al-
þjóðlegan gjaldmiðil getur framfylgt
haftastefnu.
Haftastefna Íslands, sem hélst nær
óslitin frá 1930 og fram til 1995, byggði
á því að landið hafði sinn eigin gjald-
miðil. Afleiðingar haftastefnunnar
voru gríðarlegar, enda ala höft yfirleitt
af sér meiri höft og spillingin í kringum
leyfisveitingar embættismanna vex
eftir því.
Ríkið er til fyrir einstaklinginn, en
ekki öfugt. Það er ekki hægt að gefa
ríkinu óskorað vald til eignaupptöku
með því að verðfella eða kyrrsetja
eignir allra landsmanna eftir geðþótta.
Og án aðhalds er ljóst að ríkisumsvif
hafa einungis tilhneigingu til að vaxa.
Með því að taka frá ríkinu pen-
ingastefnuna er komið aðhald sem er
nauðsynlegt. Gunnlaugur spyr mig
hvernig ég skýri að fjármagn flýi nú
t.d. Grikkland, ég skýri það með því að
fjármagnið flýi þá sem ekki er treyst-
andi fyrir því, munurinn á Grikklandi
og Íslandi sýnir einmitt mikilvægi
þess að hafa alþjóðlegan gjaldmiðil og
hvers vegna stjórnlyndir menn vilja
halda í þjóðargjaldmiðla.
Þjóðargjaldmiðill lifir ekki án
hafta
Hagfræðingarnir Barry Eichen-
green og Ricardo Haussman kalla það
erfðasyndina í peningamálum ef þjóðir
geta ekki fjármagnað sig í sinni heima-
mynt og segja að ef fyrirtæki og stofn-
anir geti ekki fjármagnað sig í eigin
mynt á alþjóðamörkuðum, muni sú
mynt líða undir lok. Það er ekki skyn-
samlegt að fórna frelsi íbúanna fyrir
þjóðargjaldmiðil, líkt og Norður-
Kórea gerir, en það er sú leið sem Ís-
land er nú að feta. Valið er einfalt, það
skiptir meira máli að efla lífskjör
þegnanna en ríkið.
Formaður félags íhaldsmanna held-
ur því fram að það felist valdaframsal í
því að taka upp alþjóðlega mynt ein-
hliða. Hið raunverulega valdaframsal
er frá borgrunum til ríkisins þegar
þjóðargjaldmiðill elur af sér hafta-
stefnu, sem hann gerir alltaf að lokum,
og meinar landsmönnum að eiga þau
viðskipti sem þeir kjósa. Með sama
hætti mætti segja að það felist valda-
framsal í því að lækka eða afnema
skatta, leyfa frjálsa verslun eða
tryggja borgurunum mannréttindi,
allt þetta minnkar vald ríkisins en
eykur rétt þegnanna.
Miðað við útstreymi gjaldeyris frá
Íslandi þá er hætt við að ríkið lendi í
greiðslufalli í kringum árið 2016, enda
stórir gjalddagar í erlendum myntum
það ár og árin á undan. Þegar skulda-
vandi er til staðar, líkt og nú, þarf að
auka tekjurnar og/eða lækka skuld-
irnar. Með þau gjaldeyrishöft sem nú
ríkja er ljóst að hvorugt tekst.
Tilraunin með íslensku krónuna er
fullreynd. Enda hefur það aldrei talist
skynsamlegt að endurtaka aftur og
aftur sömu tilraun og búast við
annarri útkomu.
Frelsi og höft
Eftir Heiðar
Guðjónsson
» Þau ríki sem hafa
þjóðargjaldmiðla
bjóða ríkinu upp á ein-
falda eignaupptöku með
gengisfellingu, verð-
bólgu og höftum.
Heiðar
Guðjónsson
Höfundur er hagfræðingur.