Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012
Forseti Íslands vor
er stjórnmálafræð-
ingur að mennt. Ætla
má að stjórnmálafræð-
ingar séu læsir á sam-
tíð sína og fortíð; leggi
hlutlægt mat á menn
og atburði. Forsetinn
hefur flutt margar
ræður sem byggt hafa
á rannsóknum hans á
þjóðareðli Íslendinga.
Líklega nær grein-
ingin hæstum hæðum í ræðu sem
flutt var í Walbrook-klúbbnum í
London 3. maí 2005. Sú ræða hefur
vart fengið verðskuldaða athygli, þó
er oft vitnað í niðurlag ræðunnar:
„You ain’t seen nothing yet.“ Þar
fer forseti út af 12 spora kerfinu og
hefur sporin 13. Þar segir forseti
vor um Íslendinga meðal annars:
„Í þriðja lagi þá eru Íslendingar
til í að taka áhættu. Þeir eru djarfir
og fylgnir sér. Kannski vegna þess
að þeir vita að mistakist þeim þá
geta þeir alltaf farið aftur til Ís-
lands þar sem allir geta átt gott líf í
opnu og öruggu þjóðfélagi. Í landi
okkar er þjóðarsamheldnin örygg-
isnet sem gerir viðskiptafrömuðum
okkar kleift að taka meiri áhættu
en aðrir gera venjulega.“ (Ísl. þýð-
ing VB)
Í ræðunni segir einnig að Íslend-
ingar séu lítt gefnir fyrir skrif-
finnsku og að Íslendingum sé annt
um orðspor sitt og vitnar þar til
Eddukvæða. Og segir síðan í ræð-
unni hjá Sagnfræðingafélaginu:
„Við vitum að mannorðið er dýr-
mætara en flest annað og slík hugs-
un er vænlegra leiðarljós um
ókunna vegu á heims-
markaði en regluverk
eða flókin vegakort
sem aðrir hafa samið.“
Eða eins og annars
staðar var sagt: „Eg
em íslenskur maður…
og fýsir mig lítt að
fara að siðum annarra
manna…“
Þessi ræða var end-
urflutt í tilbrigði á
fundi í Sagnfræðinga-
félaginu þann 10. jan-
úar 2006 við litla hrifn-
ingu sagnfræðinga.
Sá er ritar þessa grein hefur
kynnst fjölda íslenskra athafna-
manna á liðum áratugum. Allir þeir
athafnamenn, sem lögðu grunn að
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og
Loftleiðum og síðar Flugleiðum,
hugsuðu um það að auka atvinnu og
treysta hag sinna starfsmanna.
Þessum mönnum var annt um orð-
spor sitt. Ekki hvarflaði að þeim að
þeir gætu leikið kúnstir í útlöndum
með góðan veislustjóra sér við hlið
og þegar partíið endaði með skelf-
ingu þá ættu þeir skjól hjá honum á
heimaslóð. Í ræðunni tekur forseti
dæmi af ágæti íslenskra fyrirtækja,
en þau eru nú flest til rannsóknar
hjá sérstökum saksóknara sem í
sumum tilfellum hefur leitt til
ákæru í sakamálum.
Í öðru tveggja bréfa forseta Ís-
lands til emírsins í Katar segir svo í
íslenskri þýðingu: „Eins og ég lagði
áherslu á í samræðum okkar á
þriðjudaginn, eru nú þrjár meg-
instoðir í vaxandi samvinnu okkar:
1. Bankamál og fjármál þar sem
samningar við Kaupþing banka hafa
forgang.“ Málefni þessara sam-
skipta voru í rannsókn hjá sér-
stökum saksóknara og hefur nokkr-
um yfirmönnum Kaupþings verið
birt ákæra vegna markaðs-
misnotkunar.
Þrettándi eiginleiki um ágæti Ís-
lendinga, að mati forseta, er sköp-
unargáfan. Væntanlega á hann þar
við skapandi reikningshald og skap-
andi lögskýringar, meðal annars á
sviði stjórnskipunarréttar.
Í lok ræðu sinnar segir forseti
efnislega að reynsla íslensku fyr-
irtækjanna í útrásinni setji spurn-
ingarmerki við kennslu í við-
skiptaháskólum. Sölumiðstöðin og
Loftleiðir/Flugleiðir eru til sem
verkefni í viðskiptaháskólum sem
dæmi um það sem vel er gert.
Reynsla íslenskrar útrásar á 21.
öldinni og Walbrook-ræðan verða
notuð í háskólum í framtíðinni sem
dæmi um það sem illa er gert. Hvor
tveggja dæmi um dómgreind-
arskort.
Hin nánu persónulegu tengsl sem
forseti telur Íslendingum til ágætis
hafa leitt til skelfingar fyrir land og
þjóð. Forseti gat ekki haldið for-
setaembættinu og útrásarfyr-
irtækjum aðskildum. Forsetasetrið
að Bessastöðum var gert að ráð-
stefnumiðstöð fyrir útrásarvíkinga.
Allt sem forseti fjallaði um í ræðu
sinni í Walbrook var blekking ein,
þar sem dómgreindarlaus forseti
fjallaði um efni sem hann bar ekk-
ert skyn á, en ýmsir sem voru í
fjarlægð spurðu: Er þetta virkilega
svona? Og fengu bágt fyrir að eyði-
leggja veisluna.
Vill íslenska þjóðin endurtaka
sýndarheiminn? Er ekki rétt að
skipta um forseta? Um það verður
kosið á laugardaginn.
Áhætta og orðspor
í Walbrook Club
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Í landi okkar er þjóð-
arsamheldnin ör-
yggisnet sem gerir við-
skiptafrömuðum okkar
kleift að taka meiri
áhættu en aðrir gera
venjulega
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur er lektor.
Það var dapurt að hlusta á
sveitarstjórann okkar í 10 fréttum
Sjónvarpsins á þriðjudagskvöldið
við að tala niður sveitarfélagið
okkar og nýju tengibygginguna að
Suðurlandsvegi 1-3 sem loksins
verður opnuð formlega á laug-
ardaginn tæpum tveimur árum
seinna en mögulegt hefði verið.
Svartnættið var allsráðandi, þó
sól sé nú hæst á lofti og bjart all-
an sólarhringinn. Hvaðan kemur
þetta skelfilega vonleysi og hver
er tilgangurinn með þessum upp-
gjafartón? Okkar góða sveitarfé-
lag, Rangárþing ytra, er ekki
komið undir sérstakt eftirlit eft-
irlitsnefndar um fjármál sveitarfé-
laga og þyrfti þess væntanlega
ekki ef rétt væri á málum haldið
af hálfu sveitarstjóra og meiri-
hluta sveitarstjórnar. Staðfestar
tölur liggja ekki fyrir um heild-
arkostnað eða kostnað sveitarfé-
lagsins vegna byggingarinnar.
Framlag sveitarfélagsins er nær
eingöngu í formi hlutafjár sem er
víðsfjarri hálfum milljarði og
eignarhlutur Rangárþings ytra í
Suðurlandsvegi 1-3 ehf. er 69,01%
á móti Verkalýðshúsinu ehf. sem á
30,99% hlut. Við erum ekki komin
á vonarvöl og skulum halda okkur
við það sem rétt er hverju sinni.
Við þurfum ekki á því að halda
núna né nokkru sinni að eiga
eftirávitran sveitarstjóra og svart-
sýnan í ofanálag. Það fylgja því
alltaf skuldbindingar að ráðast í
fjárfrekar framkvæmdir og við
eigum ekki að kveinka okkur und-
an því að vinna verkin okkar eða
því að ljúka þeim fjárhagslega.
Betra væri að koma auga á þau
sóknarfæri sem eru í sveitarfé-
laginu hverju sinni og það já-
kvæða sem er og hefur verið að
gerast meðal okkar. Við skulum
vinna saman á þeim nótum og
fagna fölskvalaust hverjum nýjum
áfanga.
Það hefur margt fleira og já-
kvætt verið að gerast í sveitarfé-
laginu okkar á undanförnum árum
eins og viðbyggingar við Grunn-
skólann á Laugalandi og Leikskól-
ann á Hellu, glæsilegur sundlaug-
argarður á Hellu, nýtt
byggingarhverfi er tilbúið á Hellu,
nýr vegur er kominn í gegnum
Hellu með hringtorgi og góðu bíla-
stæði í miðbænum á Hellu, ein
stærsta og glæsilegasta reiðhöll
landsins er risin á Gaddstaðaflöt-
um, ný hreinsistöð við frárennsli
Hellu hefur verið tekin í notkun
og tekið hefur verið í notkun
glæsilegt fjölnota safnaðarheimili
á Hellu, svo eitthvað sé nefnt.
Framundan er að byggja þjón-
ustu- og öryggisíbúðir við Lund,
ljúka við tengibygginguna góðu á
Hellu og margt fleira skemmti-
legt.
Atvinnuástandið í sveitarfé-
laginu er gott og fyrirtækin í
sveitarfélaginu eru í góðum
rekstri og eiga bjarta framtíð.
Laxveiðin í Rangánum hefur aldr-
ei byrjað betur og þær velta ár-
lega hundruðum milljóna. Fé-
lagslíf gengur almennt vel og
blómstrar hjá eldri borgurum,
íþrótta- og ungmannafélögin eru
lífleg, Golfklúbbur Hellu í blóma
og Skotfélagið Skyttur að byggja
upp nýja og glæsilega aðstöðu.
Besta útihátíðin verður aftur hald-
in á Hellu í sumar. Hestamenn úr
sveitarfélaginu okkar eru að gera
góða hluti á landsmótinu í Reykja-
vík og við hlökkum til að fá lands-
mótið á Gaddstaðaflatir sumarið
2014.
Við skulum sameinast um góð
verk og bjarta framtíð fyrir íbúa
Rangárþings ytra.
Fyrir hönd D-listans í Rang-
árþingi ytra.
Grjóti kastað úr
glerhýsi á Hellu
Eftir Guðmund Inga Gunn-
laugsson, Þorgils Torfa Jóns-
son og Önnu Maríu Kristjáns-
dóttur
Þorgils Torfi
Jónsson
» Við þurfum ekki á
því að halda núna né
nokkru sinni að eiga eft-
irávitran sveitarstjóra
og svartsýnan í of-
análag.
Höfundar sitja í sveitarstjórn Rang-
árþings ytra.
Guðmundur Ingi
Gunnlaugsson
Anna María
Kristjánsdóttir
Hví er kjósendum ekki gefið tæki-
færi til þess að koma með beinum
hætti að ákvörðunum í mikilvægum
álitamálum með því að fá að kjósa
um þau og hví er t.d. ekki boðið upp
á eftirfarandi varðandi væntanlegar
forsetakosningar:
1. Viltu afnema forsetaembættið?
2. Viltu tímamörk á setu forseta
og þá t.d. í 8 ár, 12 ár, 16 ár o.s.frv.
3. Viltu að málskotsrétturinn sé
virkur?
4. Að kjósa rafrænt, en sú leið er
mjög örugg t.d. með auðkennis- og
veflyklum, en um 90% af þjóðinni
fylla út sínar skattskýrslur með því
að notast við slíka tækni.
Miklar líkur eru á að mun fleiri
myndu kjósa, ef ofanritaðir valkostir
væru í boði, svo og yrði óvissu eytt.
Bent er og á að í þessum kosn-
ingum eru öll atkvæði jöfn hvort
heldur þau koma frá Kópavogi eða
Kópaskeri og landið virkar sem eitt
kjördæmi.
Vona að ráðamenn gefi þessu
gaum og leggi trúnað sinn og traust í
faðm kjósenda.
RAGNA
GARÐARSDÓTTIR
húsmóðir
Aukum veg og vægi
beins lýðræðis
Frá Rögnu Garðarsdóttur
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Sjáðu
Við erum flutt
Sjáðu, Hverfisgötu 52, 101 Reykjavík
Sími: 561-0075 - sjadu.is