Morgunblaðið - 21.07.2012, Page 8

Morgunblaðið - 21.07.2012, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012 FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR AFEITRAÐU HÁRIÐ MEÐ NÁTTÚRULEGUM EFNUM NÝJA NATURE RESCUE-HÁRLÍNAN 100% án paraben-, súlfat- og sílikonefna. Inniheldur þörunga sem vernda hárið, sojaprótein sem styrkir, Aloe Vera sem nærir og sjávarsteinefni sem fríska upp á það SÖLUSTAÐIR REDKEN BEAUTY BAR FAGFÓLK HJÁ DÚDDA HÖFUÐLAUSNIR MEDULLA MENSÝ N-HÁRSTOFA PAPILLA SALON REYKJAVÍK SALON VEH SCALA SENTER Dreifing: Hár ehf s. 568 8305 har@har.is REDKEN Iceland á Jón Magnússon hæstaréttar-lögmaður víkur í pistli að svör- um sem Oddný Harðardóttir, sitj- andi fjármálaráðherra, hefur veitt vegna fjárlagahalla langt umfram áætlanir. Jón hefur eftir Oddnýju að stór hluti af skýr- ingunni á meiri halla en gert hafi verið ráð fyrir sé að ríkið hafi þurft að leggja fram fé vegna SpKef og að það væri vonandi síðasti stóri reikn- ingurinn vegna bankahrunsins.    Jón segir: „Þessiummæli fjár- málaráðherra eru ósannindi. Reikningurinn vegna Sparisjóðs Keflavíkur kemur bankahruninu í október 2008 ekk- ert við. Sparisjóður Keflavíkur var með jákvæða eiginfjárstöðu upp á nokkra milljarða samkvæmt árs- reikningum sem birtir voru í apríl 2009 og þar var sagt að tekið hefði verið fullt tillit til bankahrunsins.    26 milljarðarnir sem þarf aðgreiða vegna Sp/Kef er vegna handvammar og slæmrar ráðs- mennsku Steingríms J. Sigfússon- ar. Eftir að Steingrímur J hlutaðist til um að Sparisjóður Keflavíkur starfaði áfram á undanþágum frá FME þá myndaðist tapið sem þjóðin þarf að borga.“    Jón bendir á að annaðhvort vitiráðherra ekki betur og þá sé illt í efni, eða hún sé vísvitandi að segja þjóðinni ósatt.    Þetta er athyglisverð ábendingog hún kallar á eina spurn- ingu: Hvers vegna er Oddný að taka á sig klúður frá Steingrími, sem forðaði sér úr fjármálaráðuneytinu áður en klúðrið kom að fullu í ljós? Jón Magnússon Oddný tekur skell- inn fyrir Steingrím STAKSTEINAR Oddný Harðardóttir Veður víða um heim 20.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 skúrir Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 12 skýjað Kirkjubæjarkl. 17 skýjað Vestmannaeyjar 13 heiðskírt Nuuk 16 skýjað Þórshöfn 11 þoka Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 20 léttskýjað Helsinki 20 skýjað Lúxemborg 18 skýjað Brussel 15 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 16 léttskýjað London 13 skúrir París 18 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 15 skýjað Berlín 17 skýjað Vín 18 skúrir Moskva 20 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 36 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 heiðskírt Róm 32 heiðskírt Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 25 léttskýjað Montreal 21 léttskýjað New York 18 alskýjað Chicago 25 léttskýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:02 23:07 ÍSAFJÖRÐUR 3:36 23:43 SIGLUFJÖRÐUR 3:18 23:28 DJÚPIVOGUR 3:24 22:44 Framtíð endurvinnslustöðvarinnar Hringrásar í Sundahöfn er enn óljós. Mikill eldur kom upp á svæði endur- vinnslustöðvarinnar þann 12. júlí í fyrra og voru öryggismál staðarins tekin til endurskoðunar í kjölfarið. Er þetta í annað skiptið sem stöðin gengst undir öryggisendurskoðun því einnig var farið yfir þau mál árið 2004 eftir mikinn bruna sem átti sér stað í lok þess árs. Slökkviliðið vinnur nú að greiningu á brunahættu af starfsemi Hringrásar en greiningin ætti að liggja fyrir á haustmánuðum. „Miklu æskilegra væri að starfsem- in væri í meiri fjarlægð frá íbúða- byggð og þá sérstaklega dekkja- stæðan sem skapar mesta eldhættu, eins og komið hefur í ljós,“ segir Hjálmar Sveinsson, sem á sæti í skipulagsráði Reykjavíkur. „Lóða- leigusamningur Faxaflóahafna við Hringrás er runninn út. Fyrirtækið hefur þó fengið áframhaldandi starfs- leyfi,“ segir Hjálmar en Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur gefur út starfs- leyfi Hringrásar. Dekkjavinnslan hættuleg Hjálmar gerir ekki athugasemd við starfsemina sem slíka. „Þetta er end- urvinnslufyrirtæki, sem starfar aðal- lega á sviði járnúrgangs og sinnir starfi í takt við kröfur tímans. Af dekkjavinnslunni, sem þar fer fram, getur þó stafað hætta,“ segir Hjálm- ar. „Tvisvar hefur kviknað í á svæðinu og það væri mjög ábyrgðarlaust að fullyrða að það komi ekki fyrir aftur.“ Að sögn Hjálmars er vandkvæðum bundið að flytja Hringrás „Það er hægara sagt en gert að finna starf- seminni nýjan stað. Allir vilja að starfsemi af þessum toga eigi sér stað en fæstir vilja fá hana til sín,“ segir hann. „Ákveða þarf framhaldið út frá greiningu slökkviliðsins og skýrslum heilbrigðiseftirlitsins.“ Morgunblaðið/Júlíus Brunahætta Eldur hefur kviknað tvisvar í endurvinnslustöðinni Hringrás í Sundahöfn á síðustu árum, annars vegar árið 2004 og hins vegar í fyrra. Hringrás verði flutt annað  Beðið eftir mati á brunahættu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.