Morgunblaðið - 21.07.2012, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.07.2012, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012 þýtt viðlíka verðlækkun á þorskafurð- um. „Sú verðmætaaukning, sem von- ast hefur verið eftir með auknum þorskafla, mun líklega ekki skila sér að fullu. Magnaukning á þorski um- fram 2% hefur leitt til verðlækkunar síðustu 12 ár.“ Jón telur að þetta geti haft áhrif á veiðigjaldið sem var nýlega lagt á sjávarútveginn. „Því má spyrja sig hvort ekki sé frekari ástæða til þess að efla sameiginlegt markaðsstarf með það að markmiði að styðja við sölu og markaðssetningu í sjávarútvegi.“ Í skýrslu sem Markó Partners birti í júní um markaði fyrir þorsk, má meðal annars finna greiningu á sam- bandinu milli þorskútflutnings og verðþróunar í Noregi á tímabilinu 2000 til 2012, en þar kemur skýrt fram sterk fylgni milli meira þorsk- magns og lægra verðs sem fæst fyrir hann á erlendum mörkuðum. „Nið- urstaðan er sú,“ segir Jón, „að 20% magnaukning á þorski getur þýtt meira en 20% verðlækkun.“ Á það er bent í skýrslunni að í ljósi þess að Noregur er einn stærsti þorsk- útflytjandi í heiminum, með um þriðjungsmarkaðshlutdeild, þá megi gefa sér það að reyndin yrði sú sama í tilfelli Íslands og Rússlands samfara auknu þorskmagni á mörkuðum. Það eru hins vegar ekki aðeins væntingar um meiri þorskkvóta sem gætu sett þrýsting á verðið til lækk- unar á komandi misserum. Útflytj- endur sjávarafurða eru sérstaklega viðkvæmir gagnvart erfiðu efnahags- ástandi í jaðarríkjum evrusvæðisins, einkum Spáni og Portúgal, en um helmingur saltfiskútflutnings Íslend- inga og Norðmanna fer á markaði í þeim löndum. Nú þegar eru uppi vís- bendingar um að samdráttur þar sé farinn að leiða til minnkandi eftir- spurnar eftir söltuðum þorskafurð- um. „Það má sjá merki þess í birgða- stöðunni á saltfiski á mörkuðum í Suður-Evrópu,“ að sögn Jóns. Leiða má að því líkur að minnkandi eftirspurn í suðlægari hluta Evrópu, á sama tíma og þorskmagnið eykst um meira en 20% á næsta veiðiári, muni því leiða til enn meiri þrýstings á verðið til lækkunar. Verðmætaaukning ólíkleg þrátt fyrir meiri þorskafla  Þorskverð gæti lækkað um 25%  Kvótinn eykst um 189 þúsund tonn í Barentshafi Meiri þorskkvóti þýðir lægra verð Þorskútflutningur og verðþróun í Noregi 2000-2012 Heimild: Markó Partners. Lóðréttur ás: Verðbreyting Láréttur ás: Breyting á útflutningi 25% 20% 15% 10% 5% 0% -5% -10% -15% -20% -25% -30% -25% -20% -15% -10% -5% -0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Hætt er við því að væntingar um að meiri þorskafli á næsta veiðiári skili sér í um ríflega 8 milljarða króna verðmætaaukningu fyrir íslenska þjóðarbúið muni ekki ganga eftir. Ráðlagður þorskkvóti í Norðaustur- Atlantshafi – hjá Íslandi, Noregi og Rússlandi – á veiðitímabilinu 2012- 2013 mun aukast um 208 þúsund tonn á milli ára. Ljóst er að ef slík aukning í þorskmagni verður að veruleika, sem flest bendir til, þá mun það óhjákvæmilega eiga eftir að setja mikinn þrýsting til lækkunar á þorskverði á mörkuðum – og gæti jafnvel þýtt 25% verðlækkun. Þetta segir dr. Jón Þrándur Stefánsson hjá Markó Partners, sem er ráðgjafarfyrirtæki á sviði sjávar- útvegs. „Alþjóðahafrannsóknarráðið hefur mælt með því að þorskkvótinn í Barentshafi verði aukinn um 189 þúsund tonn. Það er því ljóst að það er veruleg magnaukning í þorski í vændum á þessu ári og því næsta,“ segir Jón Þrándur í samtali við Morgunblaðið. Búast má við endan- legri ákvörðun um kvóta í Barents- hafi í október. „Við erum því að tala um 22% aukningu í þorskmagni sem gæti far- ið inn á markaðina,“ segir Jón Þránd- ur, sem telur að það geti hugsanlega Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Fimm lífeyrissjóðir hafa keypt er- lendar eignir af Atorku Group. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er fyrst og fremst um að ræða 25% hlut í breska dreifingarfyrirtækinu NFW, sem dreifir olíu, matvöru og fóðri. Félagið er skráð í Kauphöllina í London og segir sérfræðingur á markaði að kaupverðið hafi numið um 2,9 milljörðum króna. Hluturinn var keyptur á 20% yfirverði miðað við markaðsgengi. AO fjárfestingarfélag var stofnað um kaupin. Hlutaféð er 4,8 milljarð- ar króna, samkvæmt Lögbirtinga- blaðinu. Lífeyrissjóðirnir fimm sem eiga í félaginu eru Sameinaði lífeyr- issjóðurinn, Stapi lífeyrissjóður, Líf- eyrissjóður Vestmannaeyja og Festa lífeyrissjóður. Atorka Group á auk þess 27% hlut í nýja félaginu. Þrír stærstu eigendur Atorku Group eru Miðengi sem er í eigu Íslandsbanka með 22%, Landsbankinn með 15% og Arion með 7%, samkvæmt upp- lýsingum frá Creditinfo. Heimildir Morgunblaðsins herma að Atorka Group muni á næstu mán- uðum selja, væntanlega til íslenskra aðila, hlut sinn í AO fjárfestingar- félagi. Gjaldeyrishöftin gera það að verk- um að lífeyrissjóðirnir eiga erfitt um vik að fjárfesta erlendis. Það er engu að síður talið mikilvægt til að tryggja æskilega áhættudreifingu í eigna- safninu. Með því að kaupa í AO fjár- festingarfélagi eignast sjóðirnir er- lenda eign í skiptum fyrir íslenskar krónur. Atorka var skráð í Kauphöllina á uppgangstímanum en kröfuhafar tóku félagið yfir eftir bankahrun. Lífeyrissjóðir kaupa af Atorku  Ráðandi hluthafi í bresku dreifing- arfyrirtæki  5 milljarðar í hlutafé ● Mestu þurrkar í Bandaríkjunum í 50 ár valda því að verð á landbún- aðarvörum er í methæðum á hrá- vörumörkuðum. Verð á korni og sojabaunum er nú hærra en það var árin 2007-2008 en þá brutust út óeirðir vegna verðlagsins í meira en 30 löndum. Verð á hveiti er ekki í methæð- um en hefur hækkað um 50% á fimm vikum. Það er nú hærra en árið 2010 þegar Rússland setti á útflutningsbann, segir í frétt Financial Times. Einn af viðmælandi blaðsins hafði áhyggjur af fátækum sem verja meira en 75% af tekjum sínum í matarkaup. Spáð er áframhaldandi þurrkum næsta hálfan mánuð. Hækkanirnar árið 2008 má rekja til spákaupmennsku. Matarverð aldrei hærra Kornið fer illa út úr þurrkunum ● Kaupmáttur launa dróst saman um 0,5% milli mánaða. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,4% og var 111 stig í júní, segir í frétt frá Hagstofunni. Launavísitala í júní var nær óbreytt frá fyrri mánuði. Hún hækkaði um 0,04% milli mánaða. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,9%. Hún er nú 443 stig. Í kjarasamningum milli Samtaka at- vinnulífsins og aðildarfélaga Alþýðu- sambandsins og svo hins opinbera, sem undirritaðir voru vorið 2011, var kveðið á um sérstakt 10.000 króna álag á orlofsuppbót sem kom til greiðslu í júní 2011. Í launavísitölu júnímánaðar 2012 gætir ekki lengur áhrifa þessarar álagsgreiðslu. Kaupmáttur minnkaði Stuttar fréttir…                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./+ +0/.-1 +,2.21 ,3.-12 ,3./3, +4.0-+ +,1.41 +./5-1 +54.24 +/,.,- +,-.5+ +0/.0- +,2.4, ,3./,2 ,3./1, +4.00- +,4.++ +./50, +54.02 +/,.14 ,+2.05-0 +,/.++ +01.-, +,-.35 ,3./52 ,3.1,, +5.3-4 +,4.-1 +./025 +55.-0 +/2.+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS SAGAN SEGIR SITT ● Fjármálaráðherrar evruríkjanna sam- þykktu í gær aðstoð til handa Spáni með lánum að upphæð 100 milljörðum evra. Með lánveitingunni er vonast til að fjár- málastöðuleiki komist á í landinu og evrusvæðinu í heild. Samþykktu ráðherrarnir sam- hljóða að verða við lánabeiðninni, en beðið hefur verið eftir niðurstöðu af mikilli eftirvænt- ingu síðan Spánn sótti um lánið 25. júní. Spánn ber fulla ábyrgð á nýtingu fjár- munanna en stór hluti þeirra verður not- aður til að koma til móts við lélega stöðu spænskra banka, en sagt hefur verið frá því að ólíklegt sé að tæplega 9% allra lána í spænska hagkerfinu verði greidd upp. Í yfirlýsingu fjármálaráðherra evru- ríkjanna kom fram að þótt Spánn hefði ákvörðunarvald yfir fjármununum bæri ríkisstjórninni enn að skera niður, minnka fjárlagahallann og stuðla að efnahagsumbótum. Samþykkja 100 millj- arða evra lán til Spánar Mótmælt á Spáni. Ráðlagður þorskkvóti Barentshaf Ísland (tonn) Heimild: Seafood Intelligence Report (Markó Partners) 2011-12 2012-13 Magnaukning 751.000 177.000 196.000 940.000 189.000 (25,2%) 19.000 (10,73%)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.