Morgunblaðið - 21.07.2012, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012
Víkingur Ferðamönnum fjölgar og margir setja sig í spor heimamanna með einum eða öðrum hætti.
Styrmir Kári
Efnahagsráðherra
hafði hárrétt fyrir sér
þegar hann í kvöld-
fréttum RÚV hinn 17.
júlí sl. benti á að ís-
lensku hagkerfi stafaði
rík hætta af hnignandi
efnahagshorfum helstu
viðskiptaþjóða okkar.
Fá þróuð ríki flytja
jafnmikið út af eigin
framleiðslu og Ísland.
Við öflum gjaldeyris með því að
selja hugverk, fiskafurðir, ferða-
þjónustu og orku, sem að mestu er
flutt út í formi áls. Aðeins hluti
þessara afurða getur talist nauð-
synjavörur. Sumar nálgast jafnvel
að falla undir munaðarvöru. Við er-
um því afar næm fyrir samdrætti
hjá viðskiptavinum okkar.
Efnahagsráðherra notaði tæki-
færið og lýsti þeirri skoðun sinni að
réttmætur beygur okkar af versn-
andi horfum í heiminum staðfesti
hvernig allt stæði í blóma hér á
landi, sökum framúrskarandi hag-
stjórnar undanfarin ár.
Útflutningur mikilvægastur
Fagna ber hve margar greinar ís-
lensks atvinnulífs hafa staðið vel af
sér hremmingar undanfarin misseri.
Íslensk ferðaþjónusta er í geysiör-
um vexti ár eftir ár. Þar hafa stjórn-
völd lagt ýmislegt fram en sú væn-
lega þróun á helst rætur að rekja til
óvenjulágs raungengis síðastliðin ár
og öflugs markaðsstarfs grein-
arinnar erlendis. Þá varð gosið í
Eyjafjallajökli óvænt að verðmætari
auglýsingaherferð en við hefðum
nokkurn tíma getað kostað sjálf.
Ýmis hugverkafyrirtæki eru í ör-
um vexti og margar
tæknigreinar eiga
frekari sigra í vænd-
um. Hins vegar er ekki
sjálfgefið að geta nýtt
slík viðkvæm tækifæri.
Nýsköpun er vandrat-
að ferli þar sem lítið
má út af bregða. Um
þessar mundir felst
stærsti vandinn í skorti
á starfsfólki á sérhæfð-
um sviðum. Um langt
skeið hefur áhersla í
menntamálum ekki
beinst nægilega að menntagreinum
sem mest þörf er fyrir í atvinnulíf-
inu, svo sem náttúruvísindum,
tækni- og iðngreinum. Samtök iðn-
aðarins eiga hins vegar mjög gott og
náið samstarf við menntamálaráðu-
neytið, samtök sveitarfélaga og
fleiri til að reyna að brúa mennta-
gjána í landinu til langframa.
Í stórum útflutningsgreinum hef-
ur okkur gengið vel. Álútflutningur
hefur reynst öflug undirstaða og
dempað áhrif kreppunnar, en frek-
ari þróun þess iðnaðar hérlendis
hefur mætt fjölmörgum mann-
gerðum hindrunum. Rammaáætlun
hefur ekki ratað í lög þrátt fyrir sí-
felld fyrirheit þar um. Stjórnvöld
tóku áætlunargerðina úr fimmtán
ára löngu faglegu ferli sem sátt ríkti
um en freistuðu þess í stað að ná
einhliða fram pólitískum mark-
miðum um að nýta ekki nærtækustu
orkukosti. Gagnaverin eru ung og
orkufrek iðngrein hér á landi en hún
komst, illu heilli, ekki á legg fyrr en
löngu síðar en þurft hefði. Þá töf má
fyrst og fremst rekja til andstöðu í
fjármálaráðuneytinu á árunum 2009
og 2010 við að samstilla nokkur
skattatæknileg atriði við fyr-
irkomulag helstu samkeppnisþjóða
okkar. Google og Facebook ákváðu
að reisa gagnaver í Finnlandi og
Svíþjóð árið 2010. Stjórnendur þess-
ara risavöxnu tæknifyrirtækja tóku
sérstaklega fram að Ísland kæmi
ekki til greina vegna leggjabrjóta í
íslenskri skattalöggjöf.
Býsna óvæntar og gleðilegar
gæftir hafa verið í makríl- og loðnu-
veiðum. Þá hafa fiskafurðir okkar
almennt selst á háu verði und-
anfarin misseri. Núverandi stjórn-
völd geta þó ekki eignað sér al-
mennt sterka eftirspurn í
viðskiptalöndum okkar undanfarin
ár, ekki frekar en að versnandi horf-
ur þar séu þeim að kenna. Þau geta
heldur ekki gumað af vænlegri sam-
keppnisstöðu okkar eigin afurða.
Hún byggist á þróunarstarfi fyr-
irtækjanna sjálfra og langvinnri
markaðssókn þeirra með gæðavörur
erlendis. Slík langtímahugsun og
áralöng fjárfesting var gerleg vegna
fyrirsjáanlegs stjórnkerfis fiskveiða
sem núverandi stjórnvöld reyna
ítrekað að hnekkja. Í reynd hefur
margsinnis verið valinn ófriður í
auðlindamálum þegar sátt hefur
verið í boði. Sú hugmyndafræðilega
barátta hefur ratað út fyrir sjálfar
auðlindagreinarnar og haft alvar-
legar aukaverkanir í ýmsum tækni-
fyrirtækjum í auðlindanýtingu sem
leitast við að nýta heimamarkað til
að skapa lausnir til útflutnings.
Innviðir rýrna
Fjárfesting í hagkerfinu hefur
verið sögulega lítil árum saman og
nú er svo komið að greinendur á
markaði telja að hún sé í raun orðin
neikvæð þegar raunverulegar fyrn-
ingar eru teknar með í reikninginn.
Í stað þess að byggja upp höfuðstól
til að skapa verðmæti til framtíðar
sé gengið á núverandi höfuðstól þar
sem eðlilegri endurfjárfestingu er
ekki sinnt. Til að mynda er enginn
sparnaður fólginn í að fresta svo
viðhaldi og uppfærslu vegakerfisins
að síðar þurfi að kosta miklu meira
til við viðgerðir. Þá má nefna þann
öryggisskort sem slík stefna skapar
en ekki síður þá verkþekkingu og
þann búnað til mannvirkjagerðar
sem flyst úr landi á meðan brýnum
verkefnum í þessu efni er ekki
sinnt.
Stjórnvöld hafa í orði kveðnu
sagst vilja afnema gjaldeyrishöft hið
fyrsta. Hefur hugur fylgt máli? Ef
vel gengur erlendis en illa hér á
landi er jafnan sagt að okkur sé búið
mikið skjól í höftunum. Þegar rofar
til hér en horfur versna ytra verður
aftur mikið skjól að finna í höft-
unum.
Í stuttu máli sagt er aldrei rétti
tíminn til að hefja afnám hafta. Þess
í stað hefur embættismönnum
Seðlabankans verið eftirlátið að
halda hinu meinta afnámsverkefni
gangandi. Þótt þeir væru allir af
vilja gerðir er vita vonlaust að reyna
að afnema gjaldeyrishöft án póli-
tískrar forystu og samhæfingar við
helstu hagrænu gerendur í landinu.
Kjarni máls er einmitt sá að rík-
issjóður nýtur nú til skamms tíma
afar góðs af höftunum, t.d. með því
að geta gengið óáreittur í vaxandi fé
lífeyrissjóðanna. Þeir mikilvægu
sjóðir allra landsmanna mega ekki
fjárfesta nýtt fé erlendis vegna haft-
anna og vænlegum fjárfesting-
arverkefnum hefur ekki verið fyrir
að fara innanlands. Eignasafn líf-
eyrissjóðanna verður því sífellt ein-
hæfara og áhættusamara. Bólur
myndast í ýmsum eignaflokkum og
ávöxtun sjóðanna rýrnar. Lands-
menn greiða þennan reikning á ævi-
kvöldi sínu.
„Það varð hrun“
Núverandi ríkisstjórn tók við afar
erfiðu búi fyrir þremur og hálfu ári.
Stjórnvöld eru líka sérlega dugleg
að benda á þessa staðreynd. Það
veitir þó ekki endalausa afsökun
fyrir að hægja á sköpun verðmæta
hér á landi. Rifja má upp að í byrjun
árs 2009 hafði þegar orðið til efna-
hagsáætlun í samstarfi við AGS.
Hvað sem um samvinnuna við AGS
má segja að öðru leyti, er sannleik-
urinn sá að hefði þeirri upphaflegu
áætlun verið fylgt og hún gengið
eftir, væri íslenskt hagkerfi að
minnsta kosti orðið 100 milljörðum
stærra á næsta ári en núverandi
þjóðhagsspá gerir ráð fyrir. Gróft
talið vantar þar 10.000 störf. Efna-
hagsráðherra telur að hagræn fag-
urfræði stjórnvalda sé misskilin list.
Það sem skorti séu upplýstir áhorf-
endur. Sá málflutningur minnir
óþægilega á boðskap íslensku bank-
anna árin fyrir hrun. Það eina sem
hrjáði bankana á þeim tíma var
kynningar- og ímyndarvandi, en
staðreyndir máls voru þeim allar í
vil.
Eftir Orra
Hauksson » Í stuttu máli sagt er
aldrei rétti tíminn til
að hefja afnám hafta.
Þess í stað hefur emb-
ættismönnum Seðla-
bankans verið eftirlátið
að halda hinu meinta af-
námsverkefni gangandi.
Orri Hauksson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins.
Hagrænt sjálfshól
Þann 24. maí sl. sam-
þykkti meirihluti Alþingis
þingsályktun um „ráðgef-
andi þjóðaratkvæðagreiðslu
um tillögur stjórnlagaráðs
um frumvarp til stjórnar-
skipunarlaga“, eins og það
var orðað. Samkvæmt
endanlegu orðalagi álykt-
unarinnar átti atkvæða-
greiðslan að fara fram „eigi
síðar en 20. október 2012“.
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæða-
greiðslna kveða á um að atkvæða-
greiðslur af þessu tagi megi ekki fara
fram fyrr en í fyrsta lagi þremur mán-
uðum eftir ákvörðun Alþingis þar um.
Fólst því í þessu orðalagi að atkvæða-
greiðslan gæti orðið einhvern tímann á
tímabilinu 24. ágúst til 20. október.
Hinn eiginlegi kjördagur var með öðr-
um orðum ekki ákveðinn með samþykkt
tillögunnar, heldur fólst í orðalagi henn-
ar ákveðið svigrúm til að efna til at-
kvæðagreiðslunnar einhvern tímann á
tæplega tveggja mánaða tímabili.
Augljóst virðist að meirihluti þingsins
hafi meðvitað ákveðið að skilja eftir
eitthvað svigrúm að þessu leyti, því
annars hefði kjördagurinn verið skýrt
tiltekinn, til dæmis með því að orða
textann einfaldlega á þann hátt, svo
dæmi séu nefnd, að atkvæðagreiðsla
skyldi fara fram 25. ágúst, 1. sept-
ember, 20. október eða einhvern annan
hentugan dag að mati meirihlutans. Það
var ekki gert og fól ákvörðun Alþingis
24. maí því ekki í sér val á einhverjum
tilteknum kjördegi.
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæða-
greiðslna kveða skýrt á um það að það
sé hlutverk Alþingis að ákveða kjördag
fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæða-
greiðslur. Það vald er ekki samkvæmt
lögunum falið neinum öðrum innan
stjórnkerfisins, hvorki innanríkisráðu-
neyti, landskjörstjórn né
nokkrum öðrum aðila,
sem að öðru leyti kemur
að framkvæmd kosninga
af þessu tagi. Þegar lög
kveða á um að Alþingi
þurfi að ákveða eitthvað,
þá er svo að sjálfsögðu
átt við að Alþingi allt eða
meirihluti þess taki slíka
ákvörðun í atkvæða-
greiðslu, en ekki t.d. for-
seti þingsins, forsætis-
nefnd eða skrifstofa
þingsins. Ef ætlunin væri sú að fela ein-
hverjum öðrum en Alþingi í heild
ákvörðunarvald í þessum efnum þyrfti
það að koma fram með skýrum hætti í
lögum.
Því er nú þráfaldlega haldið fram af
talsmönnum ríkisstjórnarmeirihlutans
að búið sé að ákveða að þjóðaratkvæða-
greiðslan eigi að fara fram laugardag-
inn 20. október nk. – nákvæmlega þá og
alls ekki einhvern annan dag. Þá vakna
nokkrar mikilvægar spurningar: Hve-
nær breyttist svigrúmið sem augljós-
lega fólst í orðalagi þingsályktunar-
tillögunnar í þessa ákveðnu
dagsetningu? Hvenær var sú ákvörðun
tekin? Hver tók ákvörðunina? Hvernig
var ákvörðunin tekin? Það er væntan-
lega ekki til of mikils mælst að helstu
ábyrgðarmenn þessa máls, talsmenn
meirihlutans á þingi, svari þessum
spurningum skýrt og undanbragðalaust
hið fyrsta.
Hver ákvað kjör-
daginn 20. október?
Eftir Birgi
Ármannsson
Birgir Ármannsson
»Hvenær breyttist svig-
rúmið sem augljóslega
fólst í orðalagi þingsálykt-
unartillögunnar í þessa
ákveðnu dagsetningu?
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík.