Morgunblaðið - 21.07.2012, Side 27

Morgunblaðið - 21.07.2012, Side 27
eftir. Hann var kjörinn fyrsti for- maður sveitarinnar á stofnfundin- um í janúar 1961. Hreppsnefndarmaður var Mar- inó til margra ára og ýtti þar úr vör ásamt félögum sínum mörgum nauðsynjamálum svo sem síldar- verksmiðjunni, aðstöðu fyrir heilsugæsluna o.fl. Hann var fljót- huga í þeim skilningi að vilja koma hugmyndum sínum í verk, hafði ákveðnar skoðanir og gat verið harður í horn að taka jafnvel stundum um skör fram, ef mála- lyktir urðu ekki að hans skapi, en það er ekki ótítt um hugsjóna- menn, sem liggur mikið á hjarta. Marinó var verslunarstjóri og síðar fulltrúi kaupfélagsstjóra í 48 ár og umboðsmaður Flugfélags Íslands í 35 ár. Hann saknaði þessara tíma, þegar fólkið kom hvaðanæva til að versla, ekkert pakkhús, ekkert sláturhús, allt annað mannlíf. Kaupfélagið var á sínum tíma stærsta verslun á Austurlandi og breytingin því mikil og söknuðurinn skiljanlegur. Marinó unni léttklassískri mús- ík, lærði harmonikkuleik eins og áður segir og lék í danshljómsveit- um í rúm 20 ár. Marinó var frábær skytta bæði á hreindýr og rjúpu og gekk til rjúpna fram á síðustu ár. Þá skal það nefnt, að hann og félagi hans, Steingrímur heitinn Bjarnason, voru kunnustu grenja- leitarmenn og refaskyttur á síðari hluta síðustu aldar. Marinó var stakur reglumaður, glaðvær og sögumaður góður. Heimili þeirra Margrétar og Marinós var hlý- legt, snyrtimennska innan sem ut- an dyra og gestrisni þeirra við brugðið. Þau voru einfaldlega höfðingjar heim að sækja. Við Anna þökkum Marinó fyrir góð kynni bæði fyrr og síðar og sendum vinkonu okkar, Margréti Einarsdóttur og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðmundur Magnússon Það fara fjölmargar svipmynd- ir um huga minn þegar Marinó Sigurbjörnsson er allur. Við átt- um lengi samleið heima á Reyð- arfirði og einlægari Reyðfirðingur var vandfundinn, þó hann ætti sín- ar þingeysku rætur. Hann unni byggðarlaginu sínu og það sönn- uðu öll hans störf, að hann vildi veg staðarins sem mestan. Marinó var einstaklega hress maður og glaðbeittur sem hélt andlegu og líkamlegu fjöri sínu fram til hinztu stundar. Hann kom víða að á starfsævi sinni og hvarvetna lagði hann sína einlægu alúð að. Sem verzlunarstjóri Kaup- félags Héraðsbúa heima var hann einstakur smekkmaður sem lagði sig allan fram um að veita sem bezta þjónustu, snarráður til at- hafna og lipurmenni mikið, ótrú- legt vöruúrval miðað við þann tíma einkennandi. Það fór enginn bónleiður til búðar þegar Marinó var annars vegar í hverju sem var. Marinó var fjölhæfur og félags- lyndur og þessa nutu sveitungar hans ríkulega, starf hans með Val, ungmennafélaginu heima var mikið og farsælt, knattspyrnu- maður ágætur og knár í hverri grein, áhuginn alltaf samur og jafn á öllu því sem til heilbrigðis horfði. Hann var sannur sam- vinnu- og félagshyggjumaður um leið, vinstri sinnaður framsóknar- maður eins og þeir gerðust beztir. Hann sat lengi í sveitarstjórn heima, var þar í forystusveit og beitti þar kröftum sínum og áhrif- um til heilla og hags, ræðumaður góður og málsnjall vel. Hann var mikill reglumaður, heilbrigðir lífs- hættir án allra eiturefna voru þar efst á baugi og þar áttum við sam- leið sem í fleiru og gott að vita af atfylgi hans til æskulýðsmála allra. Ekki skal því gleymt, hversu ágætur harmonikkuleikari hann var, hljómsveit hans og Ingólfs Ben. og félaga afar vinsæl, lék ekki aðeins heima á Reyðarfirði, heldur víða um Austurland. Mar- inó var mikill smekkmaður á tón- list, fljótur að tileinka sér ný lög, átti þennan þýða tón sem enn óm- ar fyrir eyrum mér. Marinó var ötul og örugg refaskytta og þeir Steingrímur Bjarnason og hann áttu marga gönguna saman til að halda dýrbítnum frá búsmala fjarðarins, rjúpnaveiðar stundað- ar um áratugi og ekki langt síðan Marinó fór til fjalla, ungur í anda og ríkur að kröftum og fræknleik alla tíð. Farsæl var öll hans ævi- ganga og mikil gæfa er það að halda svo þreki og kröftum sem hann gjörði til hins síðasta. Hann var mikill gæfumaður í einkalífi sínu, eignaðist í Margréti Einars- dóttur hinn allra bezta lífsföru- naut, einstaka myndar- og at- gerviskonu. Saman áttu þau ágæt hæfileikabörn sem báru foreldr- um sínum og mætu heimilislífi hið fallegasta vitni. Henni og hennar fólki öllu sendum við Hanna hlýj- ustu samúðarkveðjur. Marinós er minnst fyrir mörg og góð störf, fyrir hlýjan hressi- leika sinn og glaðan hlátur, fyrir að vera sannur í hverri grein. Þökkin hlý fyrir gjöfula samfylgd fylgir honum við leiðarlok. Bless- uð sé björt minning um djarfhuga drengskaparmann. Helgi Seljan. Þegar ég hugsa til baka koma upp í hugann minn margar góðar minningar um góðan og kæran vin, Marinó Sigurbjörnsson sem lést skyndilega 11. júlí sl. 89 ára að aldri og borinn er til grafar frá Reyðarfjarðarkirkju 21. júlí. Mín fyrstu kynni af Marinó er þegar ég var að alast upp á Reyðarfirði. Fjölskyldur okkar bjuggu í sama húsi og því var eðlilega mikill samgangur milli fjölskyldna á þessum árum og úr varð mikil og góð vinátta sem hefur haldist allt til þessa dags. Við börnin lékum okkur mikið saman og mikið þótti okkur bræðrum alltaf gott að koma í heimsókn til Marinós og Möggu því þar alltaf nóg af kök- um og tertum á borðum sem við krakkarnir máttum borða eins og okkur lysti. Einnig þótti okkur gaman að hlusta á Marinó spila á harmónikkuna sína sem hann gerði af svo mikilli snilld og ég man það að hann spilaði oft fyrir börnin sín áður en þau fóru að sofa á kvöldin, ekki amalegt það. Margs er að minnast og af mörgu er að taka við þessar að- stæður en eitt er þó atvik sem mér er ógleymanlegt og lýsir vel hvern mann hann hafði að geyma. Ég var 17-18 ára háseti á Snæ- fuglinum SU 20 sem þá var á síld fyrir Austurlandi og komum við til Reyðarfjarðar seint um nótt, bræla var á miðunum og öll skip komin í land. Ég og foreldrar mín- ir vorum þá flutt suður og því var ég orðinn aðkomumaður á staðn- um og bjó í bátnum meðan vertíð- in stóð yfir. Þegar ég kem upp á bryggju morguninn eftir stendur nýleg Opel bifreið á bryggjunni, lyklarnir í sætinu og miði sem á stóð: „Þessi bíll er fyrir þig meðan þú ert í landlegu“ og svo eru sparifötin þín tilbúin heima. Þessu atviki gleymi ég aldrei og lýsir þetta vel hvað þau hjón tóku mér vel og hugsuðu vel um mig, já eins og ég væri þeirra sonur. Hugulsemi og greiðvikni var eitt af hans einkennum, hann var þjónandi allt sitt líf og hafði yndi af. Það var gott að koma á heimili þeirra hjóna að Heiðarvegi 12, alltaf opið hús hvenær sem var og án fyrirvara. Fyrir þetta og margt annað í samskiptum við Marinó og hans fjölskyldu vil ég þakka af heilum hug. Minningarnar um skemmti- legu sögurnar og frásagnirnar af tófuveiðunum, hreindýraveiðun- um og rjúpnaveiðunum munu seint gleymast og þessi smitandi hlátur sem Marinó hafði og kom öllum viðstöddum í gott skap. Ég votta Margréti, börnunum og fjöl- skyldum þeirra og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð og bið Guð um styrk þeim til handa á þessari erfiðu stundu. Blessuð sé minning þín. Thulin Johansen. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ingibjörg Hall-bera Árnadótt- ir fæddist 5. sept- ember 1923 að Hellnafelli í Eyr- arsveit. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 14. júlí síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Árni Svein- björnsson f. 3.12. 1891, d. 11.10. 1963 og Herdís S. Gísladóttir f. 24.2. 1899, d. 1.10. 1996. Ingibjörg var elst ellefu systkina sem eru: Guðbjörg f. 1925, Sveinbjörn f. 1926, Guðný f. 1928, Gísli f. 1930, d. 1992, Kristín f. 1931, Ester f. 1933, Arndís f. 1935, Benedikt Gunn- ar, f. 1937, d. 1944, Sigurberg f. 1940 og Ívar f. 1940, d. 2011. Ingibjörg giftist 30.12. 1944 Sigurði Sörenssyni, f. 27.9. 1920, d. 27.8. 1995, hafnsögumanni í Stykkishólmi. Hann var sonur Sörens Valentínussonar f. 1887, d. 1962 og Sesselju Þorgríms- dóttur f. 1888, d. 1922 og alinn upp hjá föðurbróður sínum, Oddi Valentínussyni f. 1876, d. 1965 og Guðrúnu Lilju Hall- grímsdóttur f. 1875, d. 1950. Börn Ingibjargar og Sigurðar eru: 1) Hafsteinn f. 14.11. 1945, d. 1.3. 2012, tónlistarkennari, eftirlifandi sambýliskona hans er Sigrún Ársælsdóttir f. 21.3. 1954 búsett í Stykkishólmi, dótt- ir þeirra er Hafrún Brá f. 17.12. 1975, hún á soninn Kristófer 2010. 4) Sigurborg Inga f. 14.3. 1954, sérkennari, maður hennar er Pétur Jakob Jóhannsson f. 2.8. 1952 þau búa í Reykjavík, þeirra börn eru: Daði Rúnar f. 16.4. 1985, sambýliskona hans er Guðrún Ásta Guðmundsdóttir f. 16.4. 1983, Sölvi Rúnar f. 20.1. 1987, sambýliskona hans er Eva Rós Brink f. 24.9. 1989, þeirra synir eru: Heiðar Leó f. 2010 og Haukur Elí f. 2011. Signý Rún f. 8.4. 1992. 5) Unnur, f. 9.10. 1955, bókari, maður hennar er Páll Halldór Sigvaldason f. 24.3. 1959 þau búa á Akranesi, börn þeirra eru: Flosi f. 2.10. 1984, sambýlis- kona hans er Elísabet Rut Heim- isdóttir f. 9.8. 1984, þeirra dætur eru: Agnes Mist f. 2006 og Aníta Sif f. 2008. Rakel f. 21.10. 1988. 6) Aðalsteinn f. 5.5. 1957, bif- reiðastjóri, kona hans er Jónína Shipp f. 2.8. 1959 þau búa í Reykjavík, börn þeirra eru: Na- talie Tess f. 2.8. 1984, maður hennar er Bjarki Bragason f. 26.4. 1985, dóttir þeirra er Dal- lilja Tess f. 2011. Fyrir á Að- alsteinn dótturina Stefaníu Helgu f. 12.3. 1977, hennar börn eru: Guðráður Davíð f. 2000, Brimir Sær f. 2004 og Ingibjörg Vordís f. 2007. Ingibjörg ólst upp hjá for- eldrum sínum í Hellnafelli. Um tvítugt fluttist hún til Stykk- ishólms þar sem hún kynntist Sigurði manni sínum. Þau bjuggu allan sinn búskap í Stykkishólmi. Eftir að börnin komust á legg vann hún hin ýmsu störf auk húsmóðurstarf- anna. Ingibjörg starfaði í mörg ár með Kvenfélaginu í Stykk- ishólmi og sat m.a. í stjórn þess. Ingibjörg verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju í dag, 21. júlí 2012 og hefst athöfnin kl.13. Dean Campbell f. 2010. Fyrir átti Hafsteinn Jón Elv- ar f. 23.8. 1967, hans kona er Jó- hanna Ósk Eiríks- dóttir f. 23.11. 1966, börn þeirra eru: Kristín Inga f. 1990, Aðalheiður Ágústa f. 1995 og Hafsteinn Rúnar f. 1998. 2) Árdís f. 10.3. 1947, seglasaumari, maður hennar er Arne H. Dilling f. 28.9. 1948 þau búa í Noregi, börn þeirra eru: Thor Arne f. 27.10. 1969, hans kona er Heidi Appleton f. 26.8. 1968, dóttir þeirra er Maria Magdalena f. 1997. Ingebjörg Helen f. 3.4. 1971, barn hennar er Dennis Rikardson f. 2002. Hans Petter f. 11.5. 1972, hans kona er Anne Britt f. 31.8. 1976, þeirra dóttir er Victoria f. 2000. Fyrir á Hans Petter synina Hans Henrik f. 1991 og Trond Håkon f. 1995. 3) Sesselja Guðrún f. 16.8. 1950 kennari, maður henn- ar er Guðjón Þorkelsson f. 4.9. 1947 þau búa í Hafnarfirði, börn þeirra eru: Sigurður Sören f. 2.5. 1973, hans kona er Ásthildur Helga Bragadóttir f. 19.5. 1975, þeirra börn eru: Sigurjón Daði f. 1994 og Kristín Helga f. 1997. Kristín Anna f. 28.4. 1974, synir hennar eru: Víkingur f. 2001 og Sindri f. 2003. Agnes f. 10.4. 1983, sambýlismaður hennar er Gunnar Karel Másson f. 17.5. 1984, dóttir þeirra er Ilmur f. Elskuleg tengdamóðir mín er fallin frá. Henni vil ég þakka sam- fylgdina í hartnær 40 ár. Fyrir kærleika hennar og hugulsemi í minn garð verður seint fullþakk- að. Hún var bæði sterk og stolt kona. Sterk í lífsins þrautum og stolt af sínu fólki. Húsmóðir fram í fingurgóma og hannyrðakona mikil. Fylgdist vel með öllum sín- um ástvinum og var þeim góð og hjálpsöm. Ó, undur lífs, er á um skeið að auðnast þeim, sem dauðans beið – að finna gróa gras við il og gleði í hjarta að vera til. Hve björt og óvænt skuggaskil. Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst hve lífsins gjöf er dýr – að mega fagna fleygri tíð við fuglasöng í morgunhlíð og tíbrá ljóss um loftin víð. Og gamaltroðna gatan mín í geislaljóma nýjum skín. Ég lýt að blómi í lágum reit og les þar tákn og fyrirheit þess dags, er ekkert auga leit. Ég svara, Drottinn, þökk sé þér! Af þínu ljósi skugginn er vor veröld öll, vort verk, vor þrá að vinna þér til lofs ég má þá stund, er fögur hverfur hjá. (Þorsteinn Valdimarsson.) Við Hafrún Brá og Kristofer Dean erum þakklát fyrir að hafa átt Imbu að. Styrkur hennar var mikill og á sorgarstundu kom hann berlega í ljós. Öllum ættingjum og vinum Imbu sendum við samúðarkveðj- ur. Sigrún Ársælsdóttir. Elsku Imba amma. Þá er þinni löngu lífsgöngu lok- ið. Mig langar til þess að minnast þín. Þú hefur alltaf verið mín fyr- irmynd, dugleg, skynsöm og hjartahlý eru eiginleikar sem þú hafðir og ég vil tileinka mér. Það var alltaf svo skemmtilegt og gott að koma í Stykkishólm til ömmu. Þú tókst alltaf vel á móti öllum. Þú hafðir alltaf svo gott viðmót. Sírópsbrauðið góða og aðrar kræsingar voru á boðstól- um þegar við komum í heimsókn, svo enginn fór svangur heim. Orgelið gamla sveik mann aldrei og þar steig ég mín fyrstu skref í lagasmíðum. Ég gat setið tímunum saman við orgelið með heyrnartól og spilað. Það var líka svo gott að fá þig til okkar á Akranes. Mér þótti það sko minnsta mál að lána þér rúmið mitt því það var svo gott að hafa ömmu í heimsókn. Þegar þú varst hjá okkur nokkur jól þótti mér svo vænt um að hafa ömmu heima, þá var ég aldrei ein á með- an mamma og pabbi voru í vinnunni. Þú vildir alltaf spila, þá auðvitað rommí og það þótti mér svo skemmtilegt. Á daginn sast þú á sama stað við lampann inni í stofu, prjónaðir eins og enginn væri morgundagurinn og hlust- aðir á útvarpið. Þú kenndir mér að prjóna í Stykkishólmi þegar ég var um 8 eða 9 ára. Ég byrjaði á því að prjóna trefil á dúkkuna mína og ætlaði að vera alveg eins og amma, alltaf prjónandi. En svo var ekki. Ég hafði ekki góða þol- inmæði fyrir prjónaskap svo ég lét þig um að prjóna fyrir mig, enda var það líka allt svo fallegt. Mér þykir svo vænt um allt sem þú prjónaðir fyrir mig og sérstak- lega barnafötin sem ég bað þig um að prjóna. Ég vissi að þú myndir ekki vera á lífi, þegar ég mun eignast mín börn og mig langaði svo til þess að eiga prjón- uð föt frá þér. Ég er svo þakklát fyrir það elsku amma mín. Það var yndislegt að fá að eyða síðustu dögunum með þér hér á þessari jörðu. Það var orðinn hluti af daglegri rútínu hjá mér að koma til þín upp á sjúkrahús og halda í höndina þína. Þó þú gætir lítið talað þá reyndi ég samt að segja þér frá einhverju skemmti- legu til þess að dreifa huganum. Sá dagur rann svo upp þegar þú kvaddir þennan heim. En þú kvaddir svo sátt með allt. And- ardrátturinn var horfinn og ég átti erfitt með átta mig á því að nú værir þú farin fyrir fullt og allt. Mér fannst erfitt að sleppa taki á hendinni þinni. En þú varst svo friðsæl og verkirnir á bak og burt. Það var gott að sjá hvað þér leið vel. Það er þó sárt að hugsa að núna er engin amma til að heimsækja í Stykkishólmi. En nú ertu komin á góðan stað, með Didda afa og Hadda frænda. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér amma mín, og verið svo lán- söm að hafa fengið að vera náin þér. Mér þykir svo vænt um þig. Elsku Imba amma, hvíl í friði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín ömmustelpa, Rakel Pálsdóttir. Ég sit hér úti í Kaupmanna- höfn og finnst þetta svo ósköp óraunverulegt. Að vera hér að skrifa kveðjuorð til þín, elsku amma mín. En það geri ég með afar miklum söknuði og miklu þakklæti fyrir allt sem þú kennd- ir mér og fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ég veit ekki hvers ég á eftir að sakna mest eða þakka mest fyrir. Sem krakki var ég vön að koma á sumrin/vorin til þín og Didda afa þegar ég var búin í skólanum. Alltaf var tekið jafn vel á móti manni. Þú varst alltaf svo ljúf og góð og sniðug í að finna upp á leikjum og föndri, svo ég tali nú ekki um alla spilamennskuna og veisluhöldin dag eftir dag - morg- unmatur - morgunkaffi - hádeg- ismatur - fyrra kaffi - seinna kaffi - kvöldmatur - kvöldkaffi. Mér finnst ekkert skrítið að Gústav frændi hafi þyngst um 30 kg við það að vera hjá ykkur heilt sum- ar! Minningarnar eru góðar og margar og þær á ég eftir að geyma í hjarta mínu það sem eftir er. Ég vil nefna það hvað ég á eft- ir að sakna þess mikið að sitja og spila manna með þér og Natalie grenjandi úr hlátri að borða sír- ópsbrauðið þitt og í lopasokkum frá þér. Amma, mér finnst þú vera ömmufyrirmyndin. Allar ömmur ættu að vera eins og Imba amma! Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Guð geymi þig, amma mín. Þín Agnes. Imba frænka, kær móðursyst- ir okkar, er í okkar huga einn af klettunum í Hellnafellsættinni. Hún var elst í stórum systkina- hópi sem alla tíð hefur verið sam- heldinn. Við minnumst Imbu frænku með hlýju fyrir ótal ánægjustundir allt frá barnæsku okkar. Þegar farið var vestur, var heimsókn í Hólminn ómissandi hluti ferðarinnar og alltaf var jafn ánægjulegt að heimsækja Imbu frænku, Didda og glaðværu tón- elsku fjölskylduna á Silfurgöt- unni. Þar var tekið á móti manni með hlýju og gleði. Imba frænka var glaðlynd á sinn kyrrláta hátt, jarðbundin og dugleg. Hún var myndarleg og gestrisin húsmóðir og mikil hann- yrðakona. Imba og Diddi eignuðust myndarlegan hóp afkomenda. Við vottum þeim öllum samúð okkar. Hvíl í friði, kæra frænka. Herdís, Bára, Trausti og Jón Þór. Ingibjörg Hallbera Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.