Morgunblaðið - 21.07.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.07.2012, Qupperneq 32
32 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012 Ég verð í brúðkaupi sonardóttur minnar á afmælisdaginn,“segir Tómas Árnason, fyrrverandi ráðherra og seðla-bankastjóri. Brúðhjónin tilvonandi eru bæði læknar og eru að ljúka sérnámi í Svíþjóð. Tómas segist hafa lítið fyrir stafni þessa dagana, en að hann kíki stundum í golfið annað slagið. „Ég byrjaði nú ekki fyrr en ég var um fertugt í íþróttinni, og náði mest 6 í for- gjöf. Ég er samt orðinn heldur slakari núna, sem eðlilegt er vegna aldursins.“ Tómas var þingmaður Austurlandskjördæmis fyrir Framsóknar- flokkinn milli áranna 1974 og 1984, og var þar áður varaþingmaður og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, var t.a.m. fjár- málaráðherra frá 1978-1979 og viðskiptaráðherra á árunum 1980- 1983. Tómas segist hafa góðar og ekki góðar minningar frá tíma sínum í stjórnmálum. „Ég var fjármálaráðherra á erfiðum tímum og var ánægður með þann tíma. Hins vegar var ég viðskiptaráðherra í þeirri frægu stjórn Gunnars Thoroddsen og var alls ekki nógu ánægður með hvernig menn höguðu sér í því efni.“ Í kjölfar þeirrar ríkisstjórnar bauðst honum staða seðlabankastjóra og var hann þar næstu níu árin. „Ég var svona miðjumaður í pólitík, ég vildi t.d. allt- af hafa einn ríkisbanka og er enn á því.“ En hvernig metur Tómas ferilinn í heild? „Ég er mjög sáttur með starfsferilinn, þetta var margbreytilegur ferill.“ sgs@mbl.is Tómas Árnason ráðherra 89 ára Morgunblaðið/Úr safni Fjármálaráðherra í ræðustól Tómas Árnason gegndi ýmsum ábyrgðarstöðum á starfsferli sínum. Ánægður með fjöl- breyttan starfsferil Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Guðni Freyr fæddist 25. október kl. 9.01 Hann vó 4.275 og var 50,5 cm langur. Foreldrar hans eru Birgitta Inga Birgisdóttir og Guðjón Hauksson. Nýr borgari Ólafía Hrönn Michaelsdóttir 9 ára og Herdís Júlía Margrétardóttir 12 ára söfnuðu dóti með því að ganga í hús og seldu fyrir utan Nettó í Grindavík. Þær söfnuðu 2.006 kr. sem þær gáfu til Rauða krossins. Hlutavelta S teinar fæddist í Keflavík og ólst þar upp fyrstu sjö árin en síð- an í Reykjavík. Hann lauk verslunarprófi frá VÍ 1971. Steinar var verslunarstjóri í hljómdeild Faco 1972-75, stofnaði fyr- irtækið Steinar hf. 1975 og rak það til 1993, stofnaði Spor ehf. og var fram- kvæmdastjóri þess til 1998 er hann tók að sér framkvæmdastjórn tónlistardeildar Skífunnar hf. og síðar Norðurljósa hf. Hann lét af því starfi árið 2002, gerðist þá ferðaþjónustubóndi í Fossatúni í Andakíl og starfrækir nú Fossatún ehf. Steinar starfaði við innflutning og út- gáfu tónlistar óslitið í 35 ár. Hann sá um útgáfu á meira en fimm þúsund íslensk- um lögum og starfaði með flestu af vin- sælasta tónlistarfólki landsins um langt árabil. En saknar hann þá ekki tónlistarbrans- ans? „… annað líf – á annarri stöð“ „Nei, ég geri það nú ekki. Þetta voru Steinar Berg Ísleifsson, 60 ára Á heimaslóðum Steinar Berg Ísleifsson heima í Fossatúni með Grímsá og hluta af Tröllafossum í baksýn. Steinar Berg kominn í hljómsveit í sveitinni Kaffi Vinyll Steinar og Ingibjörg í kaffistofunni frægu þar sem hægt er að velja sér tónlist af 3.000 vinylplötum. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Frábær viðbót á grillið Grillbrauð frá Reyni bakara Kalt með ostum, grískri ídýfu, ólífum, pylsum, hummus, tapernade Sem forréttur meðan beðið er eftir grillinu Hitað á grillinu með steikinni eða fiskinum Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.