Morgunblaðið - 21.07.2012, Side 34

Morgunblaðið - 21.07.2012, Side 34
34 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það á sér stað eldgos af hugmyndum í kollinum á þér og ekkert fær þig stöðvað. Upphlaup gerir bara illt verra. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú skiptir öllu að huga að heilsufarinu og gæta hófs í mat og drykk. Mundu að aðrir hafa líka skoðanir sem þeir vilja koma á fram- færi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þetta er góður dagur til að ræða málin í einlægni við vinkonu þína. Farðu í lík- amsrækt eða gefðu þér tíma til að elda hollan og góðan mat. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Dagur eins og þessi væri innantómur ef ekki kæmi til náins samneytis við fjölskyld- una. Annað kemur þér bara í koll. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Kannski fannstu peningana sem þú varst að leita að í gleymdu veski. Og þegar logar glatt verður þú að gera upp við þig hvað þú vilt í raun. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er eitthvert valdatafl í gangi í kringum þig svo þér er skapi næst að gefast upp. Treystu á ráðleggingar þeirra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ótti þinn varðandi aðra hefur náð tökum á þér. Ef þú ert það sem þú borðar ættir þú að draga úr neyslu á fæðu sem er ekki holl fyrir þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt samvinna með öðrum sé ekki alltaf auðveld ertu tilneyddur að halda það út. En gleymdu þó ekki að halda utan um þína nánustu; það eru þeir, sem gefa þér kraftinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það verður ekki gott að sjá hverj- um er treystandi næstu sólarhringana, svo undirbúðu þig vel. Að hoppa um með frábæra framtíðarsýn og miklar vonir er oft gott, en ekki núna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Himnarnir gefa þér tækifæri til að dýpka skilning þinn á samúð. Beittu heldur fyrir þig kímninni því gamanið er allra meina bót. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú munt koma öðrum á óvart í dag og sýna ákveðni og festu eins og þér er einum lagið. En núna verður þú að einbeita þér og finna ástæður fyrir áhuga þar til hann vaknar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hættu öllum dagdraumum og komdu þér niður á jörðina. En það besta er enn ókomið – trúðu því. Gefðu þér tíma til þess að kanna allar hliðar þess vandlega áður en þú afræður nokkuð. Ég hitti gamlan kunningja, Móra,sem ég hafði ekki séð svo árum skipti og spurði frétta: Hann bölvaði birtunni og deginum, sagðist búinn úr helvítis fleyginum og hljóp inn á krá hann var kotroskinn þá karlinn á Laugaveginum. Gamall skólabróðir minn frá MA, Guðmundur Arnfinnsson, var skáldmæltur strax í skóla og skaut þessari vísu að mér Fer úr böndum flimt og níð festuhöndin tapar stirð er önd við stökusmíð stjarna Blöndals hrapar. Hann gerir það sér til gamans að yrkja limrur og hefur gaman af orðaleikjum og tvíræðri merkingu. Vinnuslys er yfirskriftin: Það henti hann Manga málga. meðan hann var að tálga, að reka við og reka við upp í augað á Úlfi skjálga. Ég fór norður í Þingeyjarsýslu í vikunni og Guðmundur á Sandi rifj- aðist upp. Hann segir frá því á ein- um stað, að hagyrðingur einn hafi verið annálaður fyrir að láta klám fjúka í kviðlingum – hann var kall- aður leirskáld og einfaldur og teygðu misendismenn karlinn á eyr- unum: þó ekki ævinlega. Einu sinni voraði vel, svo að venju brá, og var þá oft talað um veðrið eins og ger- ist. Greindur bóndi og hagmæltur og hæðinn kom þá að máli við Jón gamla, en svo hét klámskáldið, og freistaði hans á þennan hátt: Góð er tíðin, gróa fjöll, gefst því hey í svuntu. Jón tók undir og bætti við: Því sé lofuð þrenning öll, þar um hugsa muntu. Flestum þótti Jón gera vel, segir Guðmundur, þar sem hann vék vís- unni á þessa leið, svo lævíslega sem fyrir hann var gildrað, og mátti kalla, að sjálfur veiðimaðurinn lenti í snörunni. Páll Árnason orti: Margur ljúfur geira grer gjarnan nú það sanni þegar búið ölið er illt er að trúa manni. Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is] Vísnahorn Það henti hann Manga málga G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÉG Á AÐ SEGJA VEISTU HVERJU ÉG GLEYMDI? HVERJU? AÐHUGA AÐ FLÓTTALEIÐ NÚ TEKUR VIÐ... ...STUTT AUGLÝSINGAHLÉ EKKI FARA LANGT ÞÁ ER GOTT AÐ HAFA FJAR- STÝRINGU ALDREI KALLA HANN „OMG” Það þarf ekki alltaf að leita langtyfir skammt í þeim tilgangi að gera sér dagamun. Rétt fyrir utan borgarmörkin úir og grúir af áhuga- verðum áfangastöðum. Víkverji hef- ur áttað sig á því og veit fátt betra en að bruna rétt austur fyrir fjall, nánar tiltekið til Hveragerðis. Þó að leiðin sé ekki ýkja löng í kílómetrum talið og mínútufjölda, miðað við ferðagleði Íslendinga um þessar mundir er upplifunin fyrirtaks. Eftir stuttan akstur er beygt í átta að litlu, gul- og grænmáluðu húsi sem stendur eitt við veginn. x x x Litla kaffistofan á Suðurlandsvegier algjör gullmoli. Sjarminn er fólginn í mótvæginu gegn sterílum nútímasjoppum sem eru allar eins, hvar sem fæti er drepið niður á land- inu. Kennimerki fyrir utan veggi hússins eru það eina sem staðsetja það. Hið sérstaka fær að njóta sín innan veggja Litlu kaffistofunnar. Sömu andlitin taka á móti þér, glað- beitt, þjónustulunduð og bjóða upp á heitt kaffi á meðan dælt er á bílinn. Upprúllaðar sykraðar pönnsur, vænar sneiðar af rúgbrauði með hnausþykkri kæfu, flatkökur með hangikjöti, smurðar samlokur, að ógleymdum hnallþórum; hrópa á þig, leifar horfinna tíma sveita- heimilanna. Búkonulegar, heima- gerðar veitingar. x x x Tíminn virðist stoppa um leið ogstigið er fæti inn fyrir þröskuld- inn. Hann sprettur upp líkt og úr grárri forneskju, enginn hraði, eng- inn ys og þys. Líkast til eru það gömlu munirnir sem þekja veggina sem skapa þetta andrúmsloft. Myndir og gripir ýmist af horfnum eða spilandi hetjum fótboltans sína tilþrif sín. Hraðinn á myndunum af sveittum köppum að berjast um tuðruna minna á erilinn fyrir utan gluggann; bílar á ógnahraða, allir á leiðinni eitthvað. x x x Laglínur Megasar skjóta upp koll-inum: „Tíminn flýgur áfram og teymir mig á eftir sér.“ Ekki hér inni að minnsta kosti. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar. (Mt. 10,31.) Árin segja sitt1979-2012 BISTRO Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.