Morgunblaðið - 21.07.2012, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.07.2012, Qupperneq 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012 Á Krúsku færðu: heilsusamlegan mat, kjúklingarétti, grænmetisrétti, fersk salöt, heilsudrykki, súkkulaðiköku, gæðakaffi frá Kaffitár og fallega stemningu. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI Næring fyrir líkama og sál Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Við erum aldrei hundrað prósent öruggar þegar við stígum á sviðið. En það er einmitt unaðurinn við spun- ann. Allt getur gerst, allt er mögulegt og útkoman kemur manni stöðugt á óvart á skemmtilegan hátt. Þess vegna er þetta spennandi,“ segir Johanna Sulkunen frá Finnlandi. Hún er ein af söngkonunum sem skipa spunasönghópinn IKI en jafn- framt því að vera tónlistarhópur skipaður aðeins kvensöngvurum, er annað einkenni hópsins að þær eru allar frá Norðurlöndunum. Sönghópurinn er nú staddur á Ís- landi í þeim tilgangi að taka upp aðra plötu sína en tökurnar standa yfir þessa helgi. Á mánudaginn halda þær svo tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík, kl. 20 og er aðgangur ókeypis, en þetta eru einu tónleikarn- ir sem þær halda að þessu sinni á Ís- landi. Tónlistarverðlaun og tækifæri Á seinasta ári, 2011, vann IKI dönsku tónlistarverðlaunin fyrir bestu djasssöngútgáfu ársins. IKI stelpurnar segja verðlaunin hafa blásið enn meira lífi í hópinn. „Okkur hefur boðist að koma fram á stærri tónleikum og hátíðum og við getum búist við að fá almennilega borgað. Þar að auki urðum við allt í einu miklu athyglisverðari í fjölmiðlum,“ segir Mia Marlen Berg frá Noregi. Ásamt Miu og Johönnu syngja þær Sofie Holm, Anna Mose, Kamilla Kovacs, Mette Skou frá Danmörku, Anna María Björnsdóttir frá Íslandi, og Guro Tveitnes frá Noregi í IKI spunasönghópnum. „Tilnefningin til verðlaunanna kom okkur á óvart,“ bætir Anna María við. „Við höfðum ekki hugmynd um hvernig platan okkar hafði ratað í hendur dóm- nefndarinar.“ En fyrsta plata IKI, sem þær unnu verðlaunin fyrir, var tekin upp 2010 en kom út ári seinna. Hún er nú fáanleg í tónlistarversl- uninni 12 tónum. Stöðug endurnýjun Ferlið við gerð á plötu eins og þeirri sem IKI gaf frá sér er að mörgu leyti frábrugðið hefðbundnari hljómsveitum þar sem tónlistin er saman fyrirfram, vegna þess að IKI spinnur tónlistina í upptökuverinu. „Tökur stóðu yfir þrjá daga og á þeim tíma sungum við á bilinu 60 til 70 lög. Ný lög hvert á fætur öðru í þrjá daga. Og svo þegar því var lokið völdum við lögin sem okkur leist best á,“ segir Anna María. Stöllurnar bæta við að slík upptökumaraþon reyni svo sannarlega á. „Það er aragrúi af tilfinningum og orku sem fer í upptökurnar. Maður þarf stans- laust að láta reyna á sköpunargáf- urnar til þess að halda hugmynda- streyminu gangandi og alltaf að vera vakandi og halda einbeitingunni til þess að geta brugðist við hinum í hópnum.“ Svipað maraþon bíður stelpnanna núna um helgina en þær munu taka aðra plötu sína upp í sam- vinnu við spunasérfræðinginn og gít- arleikarann Hilmar Jensson. „Í þetta sinn slæst Hilmar í hópinn þannig að það verður athyglisvert að sjá út- komuna þegar nýr tónlistarmaður bætist við. En það eru líka liðin tvö ár frá seinustu plötu okkar, þannig að eflaust hefur eitthvað gerst og breyst á því tímabili. Á fyrstu plötunni vor- um við ennþá ferskar og svolítið hrá- ar,“ segir Johanna. „Ég er viss um að upptökurnar á nýju plötunni munu opna nýjar dyr og hjálpa okkur að þróast áfram sem tónlistarhópur,“ segir Mette, dönsk söngkona í IKI. „Við fáum nýja innsýn og innblástur við svona upptökur. Þar af leiðandi er ég viss um að við fórum á tónleikana með fullt af nýjungum og opið hugarfar.“ Fjölbreytileikinn styrkir IKI spratt úr söngsamspili þar sem stór hópur söngvara hittist reglulega í Kaupmannahöfn til þess að syngja saman og spinna nýja tón- list. „Við í IKI kynntumst þegar við stunduðum saman tónlistarnám í Rhythmic Conservatorium í Kaup- mannahöfn árið 2009. Smám saman minnkaði þessi hópur sem hittist til þess að spila saman og eftir vorum við átta sem skipum nú IKI. Síðan þá höfum við æft einu sinni í viku og þetta hefur verið æðislegt síðan þá,“ segja Mia, Anna María og Johanna. „Sumar voru í djasstónlist, aðrar í fólk, óperu, rokki og bara nær allt þar á milli,“ segir Mia. Anna María og Johanna taka undir það. „Mis- munandi þjóðerni, tungumál og tón- listarstefnur gera okkur að sterkum hóp. Og það að við erum allar kven- söngvarar gerir okkur enn sterkari.“ Suðupottur áhrifa Stöðug endurnýjun og fjölbreyttir tónlistarstraumar setur sinn svip á IKI. „Það eru alls konar mismunandi tónlistaráhrif til staðar í söngnum okkar, og aldrei það sama sem verður til. Við komum hver annarri og sjálf- um okkur stöðugt á óvart. Við not- umst stundum við hugtök þegar við erum að spinna saman. Hugtökin geta verið hvað sem er, litur, lest- arferð á einhvern ákveðinn stað, upp- hafs- og endastaður á sviðinu og allt þar á milli. Hugtökin eru innblástur og farangurinn sem við komum með inn í spunann,“ segja Mia og Johanna. Á þann hátt blandast sam- an áhrif úr tónlistarverkefnum sem þær vinna sjálfstætt utan IKI, and- rúmsloftið hverju sinni, innblástur hvers dags fyrir sig, taktar og tungu- mál. Útkoman er einstakur spuni sem IKI hefur nýlega hlotið end- urtekið lof gagnrýnenda á Norð- urlöndum fyrir. Einstök upplifun Listinn af tónleikum og hátíðum þar sem IKI hefur komið fram er langur. Þar á meðal eru Copenhagen Jazzfestival og SPOT tónlistarhátíð í Árósum. Þær hafa einnig unnið í samstarfi við fjölda lista- og tónlist- armanna á borð við japanska radd- listamanninn Koichi Makigami, danska píanóleikarann Søren Kjærgaard, diskóhljómsveitina Mid- night Magic frá Brooklyn og norska saxófónleikarann Torben Snekkes- tad. „Það er rosalega gaman að vera í IKI því við erum sveigjanlegar hvað varðar tónlistarstefnur. Við pössum í raun inn í næstum hvaða tónlist- arhátíð, hvort sem það er popp, djass, fólk eða diskótónlist,“ segir Mia. „Við byggjum gagnvirkt samband við umhverfið og áhorfendur þegar við syngjum. Ef við fáum engin við- brögð má segja að okkur hafi mistek- ist, en það gerist sjaldan ef nokkurn tímann,“ bætir Mia við. „Stundum eru áhorfendurnir yfir sig hrifnir og stundum vita þeir varla hvað þeim á að finnast. En það er einmitt tilgang- urinn, að vekja viðbrögð. Upplifunin er í raun einstök fyrir hvern og einn, bæði áhorfendur og okkur,“ bæta Anna María og Johanna við. Á döfinni er ýmislegt hjá söngkon- unum en þær eru á kafi bæði í sínum eigin tónlistarverkefnum og sem IKI sönghópurinn. Flestar eru þær ný- búnar að gefa út hljómplötur á sínum eigin vegum, hvort sem það er með hljómsveit eða ekki. En á dagskránni hjá IKI eru meðal annars tónleikar með Eivöru Pálsdóttur, tónleikaferð- lag um Þýskaland, og fleiri tónlist- arhátíðir og uppákomur. Og að sjálf- sögðu útgáfa hljómplötunnar sem IKI tekur upp þessa helgi, en þær vona að hún verði komin í verslanir í haust. Áhugasamir geta fylgst með framvindu IKI á vefsíðunni þeirra, ikivocal.com. Endalaust hugmyndaflóð frá IKI Skrúðugar Spunasöngkonurnar skipa sönghópinn IKI og blanda saman áhrifum úr ólíkum áttum, tungumálum, þjóðernum og tónlistarstefnum. Líf og fjör IKI kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni á mánudaginn kl. 20, en það eru einu tónleikarnir sem þær halda hérlendis að þessu sinni.  Spunastelpurnar í IKI taka upp plötu á Íslandi  Halda tónleika í Fríkirkjunni  Tækifærin streyma að eftir dönsku tónlistarverðlaunin  Spuninn reynir á stöðuga endurnýjun hugmynda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.