Morgunblaðið - 21.07.2012, Qupperneq 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012
BBC sendir í upphafi árs frá sér lista
sem kallast hinu eðla nafni Hljómur
ársins eða BBC sound of... og hafa
margir gagnmerkir listamenn komist
þangað og orðið vel frægir í kjölfarið.
Upp að vissu marki er búið að stilla
þessu upp, útvarps- og fjölmiðla-
menn eru búnir að ákveða að gera
stjörnu úr viðkomandi og komast oft
sæmilega langt með það augnamið
eitt og skiptir þá engu hvort viðkom-
andi manneskja eða hljómsveit er
vita hæfileikalaus. Stundum er svo
veðjað á vitlausan hest og stundum
standa þeir sem lítill gaumur var gef-
inn að með pálmann í höndunum.
Þannig trónaði sálarsöngvarinn
Michael Kiwanuka á toppi listans í ár
og hefur viðkvæmnislegt, Bill Wit-
hers-legt sálarpoppsnudd hans náð
giska mörgum eyrum þó að ofurstirni
sé hann ekki enn. Í öðru sæti var hins
vegar Frank nokkur Ocean sem
verður gerður að umtalsefni í þessari
grein enda hitinn í garð hans orðinn
meira en tilfinnanlegur. Fyrsta eig-
inlega breiðskífa hans kom enda út
fyrir stuttu en hún kallast channel
ORANGE.
Draugapenni
Ocean er fæddur árið 1987 í Kali-
forníu en fimm ára gamall fluttist
hann búferlum til New Orleans.
Hann var nýbyrjaður í háskólanum
þar árið 2005 og fluttur á heima-
vistina þegar fellibylurinn Katrína
gekk yfir borgina. Ocean hafði byggt
sér hljóðver sem fór undir vatn og því
ákvað hann að fara til Los Angeles
svo hann gæti haldið áfram að vinna
að tónlist. Hann útbjó prufuupptökur
og sjoppaði með þær og var á end-
anum ráðinn sem lagahöfundur og
vann sem slíkur fyrir Justin Bieber,
John Legend og Brandy m.a. Ocean
segist hafa verið kominn í ansi góða
stöðu og öryggið sem felist í þessari
vinnu og þægilegheitin hafi verið
lokkandi. En hann minnti sig þá á
það að hann væri ekki kominn til
borg Englanna til að gerast drauga-
penni fyrir aðra. Metnaðurinn gerði
ráð fyrir öðru.
Ocean gerði samning við Def Jam
en samskipti þar voru stirðbusaleg
til að byrja með. Fór svo að hann lak
blandspólu eða „mix-tape“ á netið ár-
ið 2011 undir nafninu nostalgia,
ULTRA. „Mix-tape“ er orð notað yf-
ir plötur eða verk þar sem listamað-
urinn velur saman lög, gjarnan
þematískt. Platan vakti mikla athygli
á Ocean sem hafði ári áður breytt
nafninu sínu úr Christopher Breaux í
Christopher Francis William Ocean.
Gagnrýnendur lofuðu súrrealíska
nálgun Ocean við R og B tónlist og í
gegnum lagavalið mátti greina mikl-
ar persónulegar og samfélagslegar
pælingar. Þetta útspil Ocean ef svo
mætti segja fleytti honum upp á
næsta stig og hann vann m.a. með
Kanye West og Jay-Z að plötu
þeirra, Watch the Throne.
Nýja platan, channel ORANGE
eins og það er skrifað, er sett upp
eins og röð af mismunandi sjón-
varpsþáttum. Eitt lagið hagar sér
eins og Beverly Hills 90210 o.s.frv.
Textalega séð fer Ocean djúpt og
hefur hann verið dásamaður fyrir
hugrökk skref að því leytinu til. Lög-
in tengjast þvers og kruss og upp-
bygging plötunnar er úthugsuð og
glúrin. Ekki er langt síðan hann op-
inberaði samkynhneigð sína á netinu
með bravúr og hefur hann fengið
mjög jákvæð viðbrögð við því en
hipp-hoppbransinn hefur það orð á
sér fyrir að vera lítt tillitssamur í
þeim efnum.
Næsta ofurstjarna hipp-
hoppsins/R og B-sins virðist vera að
klekjast út þarna vestur frá. Þannig
lítur það a.m.k. út akkúrat núna þó
að vissulega geti þetta allt saman
hrunið einn, tveir og bingó líka. Efn-
is- og hugmyndafræðileg tök Ocean
benda samt til ákveðinnar brautryðj-
endamennsku sem verður ekki auð-
veldlega leikin eftir. Kanye og Jay-Z
væri hollast að halda þessum vini sín-
um eins nálægt sér og kostur er, ef
þið vitið hvað ég meina.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is
Lagasmiður, söngvara og draugapenni Er Frank Ocean frá New orleans í
Louisian-ríki í bandaríkjunum hipp-hopp stjarna á uppleið?
Hafið hugann dregur...
Frank Ocean gefur út channel ORANGE Er ný ofur-
stjarna í hipp-hoppi fædd? Ocean fyrrum draugapenni
Justin Bieber, John Legend og fleiri
Lára Hilmarsdóttir
larah@mbl.is
„Það er búið að ganga rosalega vel
og við höfum fengið góðar viðtökur
allsstaðar, sérstaklega í Vinnslunni
í Norðurpólnum, þá var fullt út úr
dyrum og færri komust að en
vildu,“ segir Magnús Þór Ólafsson,
nemandi í klassískum gítarleik við
Konunglega tónlistarháskólann í
Danmörku. Hann ferðast nú ásamt
vini sínum Sir Daily Snow, leiklist-
arnema í Holberg leiklistarháskól-
anum í Danmörku, um Ísland og
saman setja þeir á svið einleikinn
„Pabbi er dáinn“.
„Ég sé um undirleik á klass-
ískum gítar, en verkið er skrifað
sérstaklega fyrir leikritið af
danska tónskáldinu Filip Meno,“
segir Magnús. „Sir Daily Snow er
leikari og handritshöfundur og sér
um uppsetningu á verkinu.“ Fjórði
meðlimur í verkefninu er Lukas
Damgaard en hann er hönnuður
sviðsmyndarinnar. Því má segja að
hér sé norrænt leiklistar- og tón-
listarsamstarf á ferð.
Heimildarþættir á bleikt.is
Dagur Snær og Magnús Þór
skrifuðu nýlega undir samning við
vefmiðilinn bleikt.is um birtingu á
heimildarþáttum sem þeir búa til í
kringum verkið. „ Sá fyrsti er nú
þegar kominn á netið. Þar gerum
við framleiðslunni, og sýningum á
einleiknum skil. Þátturinn segir
líka frá upphafinu á þessu verk-
efni, og þar eru einmitt viðtöl við
okkur, Lukas og Filip, sem unnu í
verkefninu með okkur, segir
Magnús Þór. „Við myndum allt
sem verður á okkar vegi, fólk sem
við hittum, staði sem við heimsækj-
um og framvindu verkefnisins.“
„Ég fékk þá hugmynd að fara
hringinn í kringum landið, og spila
sjálfur, og Heima, myndin eftir
Sigur Rós, ýtti undir þá löngun.
Eftir það fórum við Dagur að ræða
málin en okkur langaði báða að
fara hringinn og sýna og spila. Í
framhaldi af því skrifaði Dagur
bæði handritið og leikverkið, og við
fundum tónskáld til þess að semja
tónlist undir verkið fyrir klass-
ískan gítar. Þannig spratt þetta
verkefni upp,“ segir Magnús Þór.
Áhugasamir um sýninguna hafa
enn tækifæri á að sjá hana víðs
vegar um Ísland. Öll kvöld hefst
sýningin kl. 20 og aðangur er
ókeypis en
Magnús bendir
á að frjáls fram-
lög eru vel þeg-
in.
Hringferð Magnús Þór og Sir Daily Snow setja upp frumsaminn einleik með
klassískum gítarleik sem nefnist „Pabbi er dáinn“ víðs vegar um Ísland.
„Pabbi er dáinn“
á ferð um landið
Sýningar framundan
» 21. júlí Félagsheimilið á Pat-
reksfirði
» 23. júlí Menningarhúsið Ed-
inborg á Ísafirði
» 25. júlí Hús frítímans á
Sauðárkróki
» 27. júlí Tjarnarborg í Ólafs-
firði
» 31. júlí Seyðisfjarðarkirkja á
Seyðisfirði
» 5. ágúst Sindrabær á Höfn í
Hornafirði
Fyrirtækið 64° Reykjavik Distillery
vann á dögunum Rauða depilinn fyrir
hönnun sína en hátíðin er alþjóðleg
hönnunarkeppni. Fyrirtækið hlaut
verðlaun í flokki umbúðahönnunar fyr-
ir hönnun á líkjöralínu sinni sem unnin
er úr íslenskum hráefnum á borð við
krækiber, bláber og rabarbara.
Verðlaunin þykja afar virt
og í ár voru þátttakendur til
að mynda 6.823 talsins og
komu þeir frá 43 löndum.
Ýmis stórfyrirtæki hafa unn-
ið til verðlauna í keppninni
og má þar nefna fyrirtæki á
borð við Carlsberg og Apple
sem hlutu Rauða depilinn ár-
ið 2011.
„Við vildum að útlitið væri
tært og ferskt eins og líkjör-
arnir,“ segir Snorri Jónsson
sem á og rekur 64° Reykja-
vik Distillery ásamt Judith Orl-
ishausen hönnuði.
Verðlaunaafhendingin verður 24.
október næstkomandi í Konzerthus
Berlin í Þýskalandi og verður sýning á
verkunum opnuð samhliða því og mun
henni ljúka fjórum dögum síðar. dav-
idmar@mbl.is
Rauði depillinn Íslenska fyrirtækið
64° Reykjavik Distillery framleiðir lí-
kjöra og vann nýlega verðlaun fyrir
ferska og tæra umbúðahönnun.
Tær og fersk
umbúðahönnun
Íslenskt fyrirtæki vinnur
til alþjóðlegra hönnunarverðlauna