SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Page 10
10 29. júlí 2012
D ansarinn Þyri HuldÁrnadóttir, semmargir kannast viðúr þáttunum Dans
dans dans, er með mörg járn í
eldinum og var meðal annars að
koma úr þriggja daga auglýs-
ingatöku. Þessa dagana er hún
einnig að klára sumarstarf hjá
Hinu húsinu þar sem hún var í
skapandi sumarstarfi í sam-
vinnu við Rauða krossinn. Þar
saumaði hún föt úr gömlum
gardínum til styrktar samtök-
unum. Að sögn Þyriar hafa dag-
ar hennar að undanförnu verið
ansi fjölbreyttir en hún tók þó
saman einn klassískan.
07:00 Vakna, fæ mér hafra-
graut með eplum, stöppuðum
banana, möndlum og smá kan-
il.
08:00 Mætt í World Class á
Nesinu þar sem ég hita mig upp
fyrir daginn í salnum og í laug-
inni.
12:00 Hádegismatur. Í dag
var það eggjahræra með græn-
meti. Ég kíkti svo á Laundromat
og hitti Hildi í smá kaffispjalli.
13:00-15:00 Undirbý
verkefni fyrir næstu mánuði.
Sumarið að enda og þá byrjar
danskennsla og dansinn af full-
um krafti.
16:45 Jóga í Yoga Shala sem
er besta jógastudíóið.
19:00 Ég og Hrafnkell búum
til bestu heimagerðu pítsur í
heimi í kvöldmat.
20:30 Kvöldganga um Ægi-
síðuna fyrir svefninn.
Dagur í lífi Þyriar Huldar Árnadóttur, dansara og hönnuðar
Þyri Huld hefur meðal annars saumað föt í sumar. All-
ur ágóði af sölunni hefur runnið til Rauða krossins.
Morgunblaðið/Ernir
Hafragrautur
í morgunsárið
Spyrjið mig um þrjú forgangsatriði hverrar ríkisstjórnar og ég munsvara; menntun, menntun, menntun,“ sagði Tony Blair í aðdragandakosninga í Bretlandi fyrir 15 árum. Ummælin vöktu athygli. Bretarvildu breytingar og verðandi forsætisráðherra fangaði væntingar
þeirra um betra samfélag og fleiri tækifæri fyrir þau sem mestu skipta – börnin
okkar.
Menntamálin flæktust reyndar fyrir honum síðar, þegar hann sendi sitt eigið
barn í einkaskóla en ekki í hverfisskólann þar sem fjölskyldan bjó, en stefna
flokks hans var sú að nám í opinberum skólum væri best fyrir bresk börn.
Þetta krafðist skýringa, sérstaklega þar sem sami forsætisráðherra hafði sagt
við kjósendur: „Það sem ég vil fyrir mín eigin börn, það vil ég einnig fyrir
þín.“ Klárlega það sem flestir vilja en Blair sýndi styrk sinn þegar hann hvorki
bakkaði með eigin ákvörðun né ríghélt í kreddukenndar áherslur eigin flokks.
Þvert á móti sagðist hann hvergi hvika frá þeirri skoðun að umfram allt bæri
að virða val foreldra þegar að námi
barna þeirra kæmi.
Frá því breskur forsætisráðherra
vinstri flokks stóð vörð um fjölbreytni
og val í skólastarfi eru liðin mörg ár. Í
flestum löndum er þetta ekki lengur
ágreiningsefni. Það er löngu viðurkennt
að fjölbreytni og val skipta miklu og
pólitísk átök snúast frekar um hversu
stór hluti fjármagnsins komi frá hinu
opinbera og hversu stór hluti frá fyrir-
tækjum, félagasamtökum, fjölskyldum
og einstaklingum.
Ísland er undantekning. Hér er enn
með gömlum kreddum tekist á um
menntun. Það sést best á því að við völd
eru stjórnmálamenn sem raunverulega trúa að ein miðstýrð skólastefna geti
hentað öllum. Þetta er slæmt þar sem slíkar áherslur hægja á framþróun og
koma í veg fyrir að börn njóti bestu menntunar. Að hver og einn einstaklingur
fái tækifæri við hæfi og samkeppni sé um hugmyndir, aðferðir og árangur. Að
auki er staðfest að þar sem raunverulegt val er í boði eykst ánægja íbúa með
þessa mikilvægu þjónustu. Þetta sést þegar litið er til sveitarfélaga þar sem
Garðabær skorar hæst, enda mest áhersla lögð á val íbúa um menntun barna
þar.
Velgengni þjóða er beintengd menntunarstigi þeirra. Nýr listi OECD yfir tíu
best menntuðu þjóðir heims staðfestir þetta. Þær þjóðir sem státa af flestum
vel menntuðum íbúum tilheyra einnig þeim hópi þjóða þar sem hagsæld er
mest. Þessar þjóðir eiga það líka sammerkt að verja miklum fjármunum, bæði
frá hinu opinbera og einkaaðilum, til menntunar. Fjölbreytt val um menntun
veitt með ólíkum hætti af ólíkum aðilum er einkenni þessara þjóða, sem vita
að val nýtist ekki aðeins barninu og fjölskyldum þeirra heldur skólunum sjálf-
um og samfélaginu öllu.
Ísland er ekki á þessum lista. Þrátt fyrir að fáar þjóðir verji jafn miklu til
grunnmenntunar náum við ekki sama árangri. Þannig sýnir ársskýrsla OECD
að við verjum um 50% meira fjármagni en meðalríki til grunnskólamennt-
unar. Á framhaldsskólastigi verjum við svipaðri upphæð en fjórðungi minna
en meðalþjóðin til háskólamenntunar. Sú staðreynd á þó ekki að koma á óvart
þar sem sú menntun er víða fjármögnuð mun meira af fyrirtækjum og ein-
staklingum sem gerir heildarframlag þeirra þjóða meira.
Þvert á allar þessar staðreyndir er á Íslandi við völd ríkisrekin einstefna í
menntamálum. Stefna sem bitnar ekki aðeins á einstaklingum heldur kemur í
veg fyrir að fjármagnið til þessa málaflokks nýtist sem best. Val um fjölbreytta
menntun og að fjármagn fylgi nemendum er nefnilega besta leiðin til að
tryggja ábyrga nýtingu fjármagns og aukin gæði skólastarfs. Þegar foreldrar
hafa val um að skrá börn sín í skóla sem þeir treysta eða taka þau úr skóla sem
ekki hentar þeim, batnar ekki aðeins þjónustan heldur hvetur það skólana til
að gera betur þar sem fjárveitingar eru tengdar árangri og ánægju nemenda.
Annar breskur forsætisráðherra, Margaret Thatcher, minnti á að við þurfum
ekki múra og hindranir, heldur frelsi og val til að fólk njóti þess besta. Það er
kominn tími til að við Íslendingar hverfum frá múrum um einstaka skóla-
stefnu, skólahverfi eða skóla og gefum nemendum á öllum skólastigum raun-
verulegt val um nám. Í dag eru múrarnir of margir og of háir og þá verður að
brjóta niður. Það er besta leiðin til að bæta menntun, efla hagsæld og fjölga
tækifærum.
Við þurfum
ekki múra
’
Það er kominn
tími til að við Ís-
lendingar hverf-
um frá múrum um ein-
staka skólastefnu,
skólahverfi eða skóla og
gefum nemendum á öll-
um skólastigum raun-
verulegt val um nám.
Úr ólíkum
áttum
Hanna Birna Krisjánsdóttir
hanna.birna.kristjansdottir-
@reykjavik.is
Ein nafnkunnasta górilla heims, Tatu,
sem verið hefur í dýragarðinum í Prag er
látin, fimm ára að aldri. Ósköpin dundu
yfir á föstudag þegar Tatu hengdi sig fyrir
slysni í kaðli í rými sínu í dýragarðinum.
Tatu vakti fyrst athygli þegar fæðingu
hans var sjónvarpað beint. Meðfylgjandi
mynd var tekin níu vikum síðar.
Veröld
AFP
Sviplegt andlát Tatu