SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Side 15
Víða á börum í Þýskalandi er það fastur liður að
sýna Tatort á sunnudagskvöldum.
Tatort er einhver vinsælasti þátturinn í þýsku sjón-
varpi með hátt í tíu milljóna áhorf í viku hverri.
SWR/Peter A. Schmidt
Tómas lék í einum þætti af þýsku saka-málaþáttaröðinni Tatort í maí. Þáttur-
inn hefur verið framleiddur frá árinu 1969
og er einhver sá allra vinsælasti í
Þýskalandi.
„Það voru 8,4 milljónir sem horfðu á
þáttinn í sjónvarpi og með netáhorfinu voru
þetta eitthvað um tíu milljónir,“ segir hann
en það þýðir að um 12% þjóðarinnar sáu
þáttinn.
Eins og að horfa á fótboltaleik
Tatort er költ-fyrirbæri í Þýskalandi og er
meira að segja sýndur á börum, til að
mynda einum sem er nálægt heimili Tóm-
asar í Berlín. „Ég horfði á hann með vinum
mínum þar. Þetta var eins og að horfa á fót-
boltaleik því þegar ég birtist þá var fagnað,
sem var bara fyndið. Þetta var mjög
skemmtilegt hlutverk og ég naut mín í því.
Það var gaman að fá að leika snarbilaðan
ungan eiturlyfjafíkil. Ég tók lögreglukonu
sem gísl í þáttunum,“ segir hann en þátt-
urinn var allur tekinn upp í skógi við
Baden-Baden.
„Lögreglumaður eltir okkur, fjóra ólíka
vandræðagemlinga, um skóginn,“ segir
hann en karakter hans var tvítugur og hinir
leikararnir mun yngri, allt niður í sextán
ára, sem hann segir hafa verið „búst fyrir
egóið“.
„Það er gott að hafa fengið þetta hlut-
verk, það eru margir í bransanum sem sjá
þetta, og því ágætis stökkpallur fyrir eitt-
hvað annað. Líka er vandað til verka við
gerð þáttanna, sem eru teknir upp á filmu.
„Ég er mjög hrifinn af filmunni og það eru
mjög mikil gæði sem fást með því að nota
hana.“
Lék tvítugan eiturlyfjasjúkling
Myndin sem hann er að vísa til og var tekin upp í Prag,
heitir Snowpiercer. Leikstjóri er Joon-ho Bong og mikill
stjörnufans er í leikhópnum eins og Tilda Swinton, Jamie
Bell, John Hurt, Ewen Bremner og nýbakaði Óskars-
verðlaunahafinn Octavia Spencer.
Hugleiddi í helli
Tómas fór í prufu fyrir myndina í Los Angeles. Hann
heimsótti kvikmyndaborgina eftir að hafa verið á ferða-
lagi í sex vikur um Perú. Hann hefur ferðast mikið um
tíðina, til dæmis dvalið í Nepal í tvo mánuði og farið í kaj-
akferð á Grænlandi.
„Ferðalög eru ástríða hjá mér og það sem mér finnst
gaman að gera í frístundum,“ segir hann en áfangastað-
irnir eru oftar en ekki staðir sem kalla á hann andlega.
„Eins og í Nepal þá var ég að hugleiða þar í helli í þrjár
vikur,“ segir Tómas sem segir ferðalögin vera gagnleg til
andlegrar uppbyggingar.
„Mér finnst mikilvægt sem leikari að ferðast, upplifa
hluti og gera eitthvað nýtt. Leikari er fyrst og síðast
skilningarvitin og á ferðalögum er maður að taka mikið
inn og þarf að þjálfa þessi tól og tæki. Sem leikari er mað-
ur sjálfur tólið og því meira sem maður getur unnið með
það því betra. Þessi ferðalög eru ekki síður innri ferðalög
en ytri,“ segir Tómas en einn af eftirminnilegri stöðum
sem hann hefur heimsótt er Amazon -frumskógurinn.
Áður en tökur á Snowpiercer hófust fór hann til Mar-
okkó og lék þar í mynd fyrir vin sinn, franska listamann-
inn Nicolas Moulin. Þessi mynd er ætluð fyrir gallerí og
söfn frekar en almennan kvikmyndamarkað.
Tómas fór líka á kvikmyndahátíðina í Cannes fyrr í
sumar vegna spænsku myndarinnar Painless (Insensi-
bles) en það hefur verið nóg að gera hjá honum að und-
anförnu. „Ég var í fjórum myndum og tveimur þáttaröð-
um í fyrra en myndirnar eru að koma út núna.“
Einn af þeim sem Tómaskynntist við tökur á
Snowpiercer er hin þekkta
leikkona Tilda Swinton.
Tómas komst líka í kynni við
manninn hennar, listamann-
inn Sandro Kopp. Kopp er af
þýskum og nýsjálenskum
ættum en býr núna á af-
skekktum stað í norðurhluta
Skotlands ásamt Swinton.
Hann málar fólk í gegnum
Skype og vildi endilega fá
að mála Tómas sem var til í
tuskið. Meðfylgjandi mynd
er af málverkinu sem Kopp
gerði en það fékkst leyfi til
að birta mynd af verkinu hér
með því skilyrði að taka
fram að það sé ekki enn
fullklárað.
Kopp hefur málað margt
fólk í gegnum Skype og hélt
sýningu á þessum verkum í
New York fyrr á árinu en
fræga fólkið fjölmennti á
opnunina. „Ég nota tæknina
til að skapa í gegnum gam-
aldags listform. Það er
hægt að fá góða nánd í
gegnum Skype. Myndirnar
snúast um það að vera ná-
lægur,“ sagði Kopp í samtali
við New York Times á
opnuninni.
Er sjálfur myndlistarmaður
Tómas er sjálfur myndlist-
armaður og er útskrifaður
frá Listaháskóla Íslands.
„Síðasta sýningin mín var
í Kling og Bang árið 2009
en þar var ég með vídeóverk
skapa í hóp og það er gef-
andi líka. En þegar maður er
einn koma aðrir hlutir út úr
því. Það er bara sálarnær-
andi að vera að skapa. Þeg-
ar ég geri það ekki verð ég
svolítið leiður.“
og klippimyndir. Núna er mig
farið að klæja í puttana að
gera eitthvað meira. Ég er
byrjaður að vinna aðeins aft-
ur í klippimyndunum. Mig er
farið að vanta þessa sköp-
un. Í leiklistinni er maður að
Málverk í gegnum Skype
Ewen Bremner, Tómas sjálfur, Tilda Swinton og Sandro Kopp.
Portrettmynd Sandro Kopp af Tómasi. Myndin er ekki fullkláruð.
29. júlí 2012 15