SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Síða 20

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Síða 20
Svanhildur Björnsdóttir, eiginkona Kristjáns, með eina af trjágreinunum sem bóndi hennar hefur notað við listsköpun sína. Ætli DNA Kára Stefánssonar sé að finna á oddinum? Það er kyrrð yfir vinnustofuKristjáns Davíðssonar á heimilihans þennan morgunn. Skap-andi óreiðan blasir við. Meistari hinnar ljóðrænu abstraktlistar er tíma- bundið fjarverandi en fingraför hans eru út um allt á vinnustofunni, ekki síst á olíuverkunum sjálfum, stórum flekum, en Kristján hefur í seinni tíð notað fingurna sífellt meira í listsköpun sinni. Fingur og tuskur, enda þótt hann hafi ekki sleppt gamla góða penslinum alveg. Kristján verður 95 ára í dag, laugardag, en eigi að síður hafa afköst hans verið mikil á þessu ári, á bilinu tuttugu til þrjá- tíu olíuverk liggja fyrir, auk fjölda teikn- inga. Það hlýtur að sæta tíðindum! „Sannarlega,“ segir Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur sem stefnt hefur verið á vinnustofuna til að skoða nýju verkin. „Ég þekki engin dæmi þess að listmálari á þessu kaliberi hafi ennþá verið að mála 94 ára gamall, hvorki innanlands né utan. Þetta er líkast til heimsmet,“ bætir hann við en Kristján lauk við nýjustu myndina fyrir hálfum öðrum mánuði. „Finnur Jónsson varð 101 árs en ég hef engar heimildir fyrir því að hann hafi málað eftir nírætt. Sama máli gegnir um erlenda mál- ara, sumir þeirra komust yfir nírætt, Pi- casso varð til dæmis 92 ára en þá var hann hættur að mála, gerði það um nírætt.“ Málar af miklu öryggi Það sem meira er, Kristján Davíðsson er ekki bara ennþá að mála, hann er að mála af miklu öryggi, að dómi Aðalsteins. „Hann er ennþá að mála marktæk verk sem eru rökrétt framhald af hans ferli. Það eru stærstu tíðindin í þessu öllu sam- an. Nú þegar hann veldur penslinum ekki lengur með sama hætti og áður notar hann bara tuskuna og fingurna til að koma tilfinningunni til skila,“ segir Að- alsteinn. Í tilefni af þeim orðum dregur gestgjaf- inn, Svanhildur Björnsdóttir, eiginkona Kristjáns, fram forláta trjágrein sem Kristján var lengi þekktur fyrir að nota á strigann. Það er töggur í fleiru en pensl- inum. Við þetta færist Kári Stefánsson, tengdasonur Kristjáns og Svanhildar, sem staddur er á vinnustofunni, allur í aukana. „Ég hef nagað ófáar svona greinar fyrir Kristján,“ upplýsir hann. Aðalsteinn Ingólfsson segir nýju verkin sannarlega eiga erindi á sýningu. Þessa mynd af Patreksfirði, sem hangir uppi á vegg heima hjá honum, málaði Kristján fyrir 80 árum þegar hann var fimmtán ára. Penslar og blýantar listamannsins. 20 29. júlí 2012 Kristján Davíðsson er síðasti eftirlifandi meðlimur Sept- emberhópsins sem stofnaður var 1947 og hafði það markmið að ryðja nýjum viðhorfum í myndlist braut. Fyrsta sýning hópsins markaði tímamót í íslenskri listasögu þar sem sýnd var ný og tilraunakennd myndlist, á skjön við þekkjanlegan veruleika og var fylgt úr hlaði með sérstakri stefnuskrá eftir Kjartan Guðjónsson. Þátttakendur í fyrstu sýningum hópsins voru, auk Kristjáns og Kjartans, Jóhannes Jóhannesson, Nína Tryggvadóttir, Snorri Arinbjarnar, Gunnlaugur Scheving, Val- týr Pétursson, Tove Ólafsson, Þorvaldur Skúlason og Sigurjón Ólafsson. Síðar bættust við Guðmunda Andrésdóttir, Karl Kvaran og Sverrir Haraldsson. Aðalsteinn Ingólfsson bendir á að einn annar núlifandi mál- ari hafi tengst þessum hópi síðar, Eiríkur Smith. Hann verður 87 ára í næsta mánuði og mun vera sestur í helgan stein. Síðasti septembermaðurinn

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.