SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Side 22

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Side 22
22 29. júlí 2012 Í fréttum í gær birtist enn ein frétt afþessu tagi: „Þetta er orðið algjörlegaóþolandi,“ sagði Ólafur William Hand,upplýsingafulltrúi Eimskips, en tveir menn voru handteknir í morgun þegar þeir reyndu að smygla sér um borð í skip sem var á leið til Ameríku. Einn maður, sem sótt hefur um hæli hérna, er nú um borð í rannsóknar- skipinu Knorr, sem hann smyglaði sér um borð í hér á landi, og reglulega eru menn teknir við að reyna að koma sér úr landi með þessum hætti. „Þetta eru helst Ameríkuskipin. Þá er ágang- urinn mestur,“ sagði Ólafur um hvaða skip helst væri reynt að smygla sér um borð í. „Við erum búin að gera það sem við getum í þeim málum sem snúa að okkur. Það hefur mikið verið rætt um hvernig megi auka örygg- ið en við höfum bara vissar heimildir og getum bara gert það inni á okkar svæðum. Ef við för- um að gera eitthvað utan okkar svæða þá eru alls kyns stofnanir sem koma að því. Það eru lögreglan og fleiri sem koma að slíkum málum. Við megum til dæmis ekki setja myndavélar utan okkar svæðis, það varðar persónuvernd og fleira,“ sagði Ólafur um öryggismálin og hvort verið væri að endurskoða þau. Ólafur segir að þegar skip á leið til Ameríku séu í höfninni séu þeir með fleiri aðila við eftirlits- störf og á tánum. Hann hrósar lögreglunni þegar þessi mál koma upp: „Lögreglan hefur verið dugleg að koma mjög snöggt þegar við köllum þá til út af þessu. Ég get alveg trúað því að þeir séu mjög meðvitaðir um ástandið. Það tekur þá ekki nema tíu mínútur til korter að koma. Svo er náttúrlega það að kalla þessa menn hælisleitendur, það er bara rangyrði. Þetta eru bara innbrotsþjófar. Menn sem eru að brjótast inn á svæðið. Þeir eru ekki að leita eftir hæli á Íslandi. Þeir eru að reyna að komast frá Íslandi. Þeir eyðileggja þetta orð; hælisleitandi, og koma bara óorði á hælisleitendur. Við tölum um þetta í dag sem innbrotsþjófa,“ sagði Ólaf- ur. Ráða ekki við rétttrúnað sinn Um slík mál var fjallað almennt í ritstjórn- argrein í Morgunblaðinu nýlega og hvernig einfeldningslegur rétttrúnaður kæmi í veg fyrir að viðkvæm mál af þessu dagi mætti ræða þannig að gagn væri að. Og þá bar svo vel í veiði að einn helsti fulltrúi einfeldningslegrar rétttrúnaðarumræðu tók þetta til sín og gaf óviljandi prýðilegt dæmi um niður á hvaða plan er farið þegar hallað er á rétttrúnaðinn og þegar einfeldningarnir virðast telja á sig hallað. Sá skrifaði: „Það er auðvelt að hræra í grugg- ugum potti þar sem er óbeit á flóttamönnum – stundum ber það stóran og ljótan ávöxt í póli- tík. Það er líka vænlegt til árangurs að grauta þessu saman við óljósar hugmyndir um hætt- una sem á að stafa af íslömskum hryðjuverka- mönnum. Því miður. Skrif af þessu tagi hefðu ekki sést í Morgunblaðinu á tíma Matthíasar og Styrmis, en nú er önnur tíð. Það má líka minna á að Geir Haarde, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði nokkuð frjáls- lynda stefnu flokksins í útlendingamálum fyrir fáum árum. Íslendingar vildu helst ekki taka við flótta- mönnum í heimsstyrjöldinni síðari, gyðingum sem hingað komu var vísað burt – okkur til ævarandi skammar – þó settust nokkrir að og auðguðu íslenskt mannlíf og menningu. Um það fólk er talað með mikilli virðingu. Heilu ríkin eru byggð flóttafólki, Bandaríkin, Ástralía, Kanada. Flóttamennirnir flúðu fátækt, kúgun og ofsóknir – stundum allt í senn. Frá Íslandi fóru á sínum tíma þúsundir manna til Kanada og Bandaríkjanna. Flóttamennirnir sem nú eru á ferðinni og rekur stundum upp á Íslandsstrendur eru ekk- ert öðruvísi. Þetta er fólk sem leitar betra lífs. Oft er þetta dugmeira fólk en þeir sem sitja eftir heima. Flest ríki eru þeim fjandsamleg, þeir þurfa að smygla sér yfir landamæri, ljúga um uppruna sinn, beita alls kyns brögðum. En til- gangurinn er yfirleitt ekki verri en sá að fá að setjast að á einhverjum stað, fá atvinnu, búa sér heimili.“ Öllu grautað saman Þarna er öllu ruglað saman, annaðhvort vegna þekkingarleysis eða af öðrum óútskýrðum ástæðum, til þess að gera einhvern, sem haft er horn í síðu á, sem tortryggilegastan. Auðvitað er textinn, gagnrýnisefnið, ekki birtur, eins og gert er hér að ofan. Bandaríkin og Kanada ráku um langa hríð opinbera innflytjendastefnu. Þeim var í mun að byggja sitt víðfeðma land sem hraðast. Hafði sú stefna ekkert með flótta- mannahjálp nútímans að gera í þeirri mynd sem við þekkjum hana. Þessum ríkjum þótti nauðsynlegt að byggja upp sín víðfeðmu ríki hratt og örugglega, til að geta nýtt gæði þeirra og ekki síst til að hafa að lokum afl til að verja þau gegn utanaðkomandi ógn. Þessi stefna er fyrir löngu gjörbreytt og þarf ekki annað en að benda á harkalegar aðgerðir Bandaríkjamanna á landamærum að Mexíkó eða litlu dæmin um hvernig Bandaríkjamenn handjárna og fótjárna íslenskar stúlkur sem komnar eru viku eða svo fram yfir ferðaheimild í vegabréfinu sínu. Kan- adamenn hafa síðustu áratugina gefið þeim forgang að landinu sem hafa getað borgað með sér fjárhæðir til fjárfestinga sem enginn venju- legur innflytjandi rís undir. Og sú ósvífni eða heimska, sem sennilegri er, að líkja þeim sjónarmiðum sem fram komu í ritstjórnargreininni við það að Íslendingar hafi helst ekki viljað taka á móti ofsóttum gyð- ingum í heimsstyrjöldinni síðari eða aðdrag- anda hennar er handan við öll mörk. Í grein- inni sagði: „En einfeldni í bland við stjórnmálalegan rétttrúnað er einkennandi víð- ar í stjórnkerfinu um þessar mundir. Afstaðan til „flóttamanna“, sem virðist vera eitt af þess- um „inn“ málum, er dæmi um þetta. Hingað koma „flóttamenn“ sem lýsa því yfir í sjón- varpi, eins og einn þeirra gerði, að hann hafi upphaflega flúið „drykkfelldan föður“ í Alsír og hafi haldið til í fjölmörgum löndum Evrópu áður en hann flúði til Íslands. Reykjavíkurbréf 27.07.12 Rétttrúnaðarmönnum svelgist

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.