SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Page 27
Helgi og Hálfdán virða fyrir sér jökulinn. Hálfdán safnaði plöntum í poka og skordýrum í sérstaka dós. Þannig greindu þeir nýjar tegundir, einkum fiðrildi.
Bræðurnir Hálfdán, Helgi og Sigurður koma í fyrsta skipti að togaranum Banffshire
sem strandaði á Breiðamerkursandi 16. janúar árið 1905. Myndin er tekin í september
2004, tæpum 80 árum eftir að síðast sást til flaksins og nærri 100 árum eftir að það
strandaði. Þegar skipið strandaði í illviðri voru 11 skipverjar um borð og var lífi þeirra
bjargað af föður bræðranna, Birni Pálssyni, bónda á Kvískerjum. Að sögulegri björgun
lokinni tók við ekki síðri hildarleikur í ferð Björns og fleiri Öræfinga með skipbrots-
mennina til Reykjavíkur, þar sem skip beið þeirra á leið til heimahafnar í Aberdeen. Tók
ferðin einn mánuð og á heimleiðinni í Öræfasveit drukknaði ungur maður í Kúðafljóti og
nokkrir hestar drápust. Litlu munaði að Björn léti einnig lífið í þessari ferð.