SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Side 36

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Side 36
Hvað sem stjórnmálaskoðunum líður er alvegóhætt að segja Milton Friedman með áhrifa-mestu hagfræðingum heims. Fyrir frjáls-lynda menn var hann sjálfsagt sá mikilvæg- asti á síðari hluta liðinnar aldar. Það er rétt að hafa í huga hvernig andrúmsloft eft- irstríðsáranna var. Ríkisumsvif á Vesturlöndum höfðu aukist stórkostlega meðan á heimsstyrjöldinni stóð og meðal gáfumanna var boðað að þangað lægi leiðin til framtíðarlandsins, að aukin ríkisafskipti af ein- staklingum og atvinnulífi væru í senn æskileg og óum- flýjanleg. Friedman var einn þeirra, sem á hinn bóginn þreyttust ekki á að andæfa þessu. Hann sagði og skrifaði, gersamlega óþreytandi, að frelsið – ekki síst ein- staklingsfrelsið – væri eftirsóknarvert í sjálfu sér og einn- ig best til þess fallið að tryggja hagsæld og velferð manna, bæði einstaklinga og heildar. Því má ekki gleyma að þessi stjórnlyndishneigð, sem Friedman barðist gegn, hvíldi ekki aðeins á gagnrýn- isleysi á óbreytt ástand, tálsýn um öryggi hins allt- umlykjandi ríkisvalds eða óskalöndum Sovét-komm- únismans, heldur þeirri viðteknu skoðun að Kreppuna miklu mætti rekja til markaðsfrelsisins sjálfs og því þyrfti hið opinbera að hafa víðtækt taumhald á athafnalífinu og beina stjórn efnahagslífsins með höndum. Það var Fried- man, ásamt stöllu sinni Önnu Jacobsen Schwartz, sem sýndi fram á að þetta væri rangt. Þvert á móti mætti kenna hræðilegum mistökum hins opinbera, einkum Seðlabanka Bandaríkjanna, um að efnahagslægð varð að kreppu, sem síðan breiddist út um heimsbyggðina nær alla. Um leið blés hann lífi í peningamagnskenningar hagfræðinnar, að framboð peninga hefði ekki aðeins áhrif á verðlag heldur einnig efnahagslega skilvirkni. Fyrir þessar rannsóknir hlutu þau Nóbelsverðlaun í hagfræði, en þær reyndust lykillinn að uppreisn hins frjálsa mark- aðar. Frjálshyggjan og fjármálaplágan Það er athyglisvert, jafnvel skemmtilegt, að bera þessa umræðu liðinnar aldar saman við orðræðu dagsins. Í Öld Friedmans Næstkomandi þriðjudag, 31. júlí, hefði Milton Friedman orð- ið eitt hundrað ára, en hann lést í fullu fjöri 94 ára að aldri. Það er óhætt að telja hann í hópi fremstu hagfræðinga 20. aldar og margur myndi freistast til þess að segja hann hinn fremsta þeirra, þótt það fari sjálfsagt nokkuð eftir stjórnmálaskoðun. Andrés Magnússon Að því leytinu gerði Friedman – líkt og Adam Smith forðum – sér ekki aðeins góða grein fyrir þeim gæðum, sem hljótast af frjálsum mörkuðum, heldur einnig því tjóni, sem breyskir menn geta valdið á þeim. Ljósmynd/Friedman Foundation (cc) 36 29. júlí 2012

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.