SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Qupperneq 41
29. júlí 2012 41
LÁRÉTT
1. Laug sig úr unglinganámi en fékk viðvörun. (8)
4. Kerling fær næstum því ugg út af baði. (7)
8. Stöðvar fyrir sódadrykk hér á landi? (10)
9. Þurrlendi gyltu verður að þjóðríki? (7)
10. Mýkja argt og þvæla margvíslegt. (9)
12. Svipað feitir ná að samsvara. (9)
13. Tungumál sem líkist K er sérstakt slangur. (8)
14. Löngum fer maður að afhlaða. (7)
16. Brjálaðir í lögun ættingja. (8)
19. Urðaði fat á stað. (9)
23. Hress en hallandi. (7)
24. Marsinn sem segir til um hvernig fólk ber sig. (10)
25. Tegrar til að nálgast að lifa af veiði (11)
27. Reyndir og pabbi sem er sérfræðingur birtist. (8)
29. Já, trufla og færa til blöð. (8)
30. Fótboltafélags úðinn lenti hjá skemmdri. (8)
33. Úr lárviðum kemur annað tré. (8)
34. Þvottur Gunnars er í bandi. (4)
35. Þóttasvip nokkurra þekki sem kompás. (12)
LÓÐRÉTT
1. Drepi fisk á hrottafenginn hátt með bergi. (7)
2. Búa til ferðar á Laugarnestanga. (5)
3. Suð ófrægi og rýri. (9)
4. Auk falskrar birtast hrumir menn. (11)
5. Duflara má sjá á reiki í fjarlægri lægð. (7)
6. Jaðar gljúfurs á fífluðum. (8)
7. Dauft fyrir Evrópusambandið í suðri og guðspjalla-
mann (7)
9. Tala og skemma. (7)
11. Konur með eiturlyf. (5)
15. Fá athygli frá sjaldgæfum. (7)
16. Egypskt líf var einfalt ef hlýðni var sýnd. (10)
17. Kona sem er gift í upphafi dags finnst í garði. (9)
18. Ragnar snýr sér við með lítra og vafrar. (7)
20. Löpp smitsóttar lendir í ferðalagi. (12)
21. Fæði hóp með bókstafnum. (5)
22. Teljum að við komumst að flóknum hillum með
stykkjum. (10)
23. Baal-skepnuna saumið. (8)
26. Bæta við fæðu með úttekt. (7)
28. Hétum á Golfklúbb Reykjavíkur þegar einhver
skældi. (6)
31. Frjáls þegar laugardagur mætir upphafi sunnu-
dags. (4)
32. Skylt að fá hreyfingu. (4)
Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu
vikunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn í umslagi merktu:
Krossgáta Morgunblaðsins, Há-
degismóum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn kross-
gátu 29. júlí rennur út á hádegi 3.
ágúst. Nafn vinningshafans birtist
í Sunnudagsmogganum 5. ágúst.
Vinningshafi krossgátunnar 22. júlí er Sigrún Dav-
íðs, Ásvallagötu 17, Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun
bókina Hetjur og hugarvíl eftir Óttar Guðmundsson.
Forlagið gefur út.
Krossgátuverðlaun
Íslensku skákkmennirnir sem
tefla fyrir Íslands hönd á Ól-
ympíumótinu í Tyrklandi í
undirbúa sig af kappi fyrir
ólympíumótið. Hjörvar Steinn
Grétarsson er nú að tefla á sínu
þriðja móti í sumar, nú á vin-
sælum áfangastað íslenskra
skákmanna, í Pardubice í Tékk-
landi. Eftir sigur á Bandaríkja-
manninum og stórmeistaranum
Robert Hess í 6. umferð bendir
allt til þess að Hjörvar muni
standa undir væntingum
manna og landa lokaáfanganum
að stórmeistaratitli. Fyrri
áfanginn kom á Evrópumóti
landsliða sl. haust og gildir tvö-
falt samkvæmt sérstökum
reglum. Þegar tvær umferðir
eru eftir er Hjörvar með 5 ½ v.
af sjö og er í 2.-10. sæti af 259
keppendum. Árangur hans
mælist uppá 2657 stig. Hannes
Hlífar Stefánsson er með 4 ½ v.
Þessir tveir eru ekki einu ís-
lensku þátttakendurnir á
mótinu. Hinn ágæti skákþjálfari
úr Kópavogi, Smári Rafn Teits-
son, fór með sveit Álfhólsskóla á
skákhátíðina og nemendur hans
þeir Dawid Kolka, Felix Stein-
þórsson og Róbert Léo Jónsson
hafa allir staðið sig vel í neðri
flokkunum og ýmsum hlið-
arviðburðum. Með þessum hætti
æfa piltarnir sig fyrir Norð-
urlandamót grunnskóla sem
fram fer í haust.
Skáklegt rothögg
Á árlegu skákhátíðinni í Biel í
Sviss tókst mótshöldurum á síð-
ustu stundu að fá stigahæsta
skákmann heims, Norðmanninn
Magnús Carlsen, til að taka þátt í
mótinu. Þarna er teflt í fjöl-
mörgum flokkum en athyglin
beinist að efsta flokknum þar
sem sex skákmenn tefla tvö-
falda umferð. Það dró til tíðinda
þegar í þriðju umferð þegar Al-
exander Morozevich hætti
keppni vegna veikinda. Menn
tóku því samt með fyrirvara;
Moro hafði tapað tveim fyrstu
skákum sínum og átti að mætta
Magnúsi Carlsen í þeirri þriðju.
Victor Bolgan tók sæti hans en
hann fær ekki að tefla skákirnar
í fyrstu umferðunum upp á
nýtt. Morozevich fékk á sig það
sem kalla má „skáklegt rot-
högg“ þegar hann mætti Bacrot
í 2. umferð. Það var engu er
líkara en að þessi fremsti skák-
maður Frakka hafi sent „Moro“
út úr hringum með óvenjulega
kröftugum leik:
Etienne Bacrot – Alexander
Morozevich
Slavensk vörn
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4.
e4 dxe4 5. Rxe4 Bb4+ 6. Bd2
Dxd4 7. Bxb4 Dxe4+ 8. Be2 Ra6
9. Bd6 Dxg2
Þessi leið er þekkt í fræð-
unum og þykir afar varasöm.
En Morozevich hikar ekki við
að synda á móti straumnum.
10. Dd2 e5 11. Bxe5 Bf5 12. Bf3
Dg6 13. O-O-O Rc5 14. De3 Bb1
15. Hd2 Bxa2 16. Bd6+ Re6 17.
Be4 Dh6 18. f4 Rf6 19. Rf3 Bxc4
20. He1 O-O-O 21. Bxc6!
Snjall leikur sem tryggir jafn-
tefli. Svartur átti ekki um ann-
að að velja en að leika 21. ..
bxc6 og eftir 22. Dxa7 Hxd6 23.
Da8+ Kc7 24. Da7+ er ekki
meira en jafntefli að hafa.
21. … Ba6?
Jaðrar við fífldirfsku en
sennilega hefur „Moro“ misst af
næsta leik Bacrot.
22. Rg5! Rxg5
23. Bd7+!!
Það er mikill slagkraftur í
þessum leik. Svartur á þrjá
kosti, 23. … Hxd7 leiðir til máts
eftir 24. Dc5+ Kd8 25. Be7+ Ke8
26. Dc8+ eða 23. .. Rxd7 24.
Dc3+ og mátar. Þriðji valkost-
urinn dugar heldur ekki.
23. … Kxd7 24. De7+ Kc6 25.
Dc7+
– og Morozevich gafst upp
því að mát blasir við: 25. … Kb5
26. Dc5+ Ka4 27. Db4 mát.
Hjörvar Steinn að klára lokaáfangann í Pardubice
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta