SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Qupperneq 47

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Qupperneq 47
29. júlí 2012 47 Mig langaði að skilja eitthvaðeftir mig. Það er erfitt aðhalda sýningar, fólk mætirilla og lítið er fjallað um þær. Ég taldi mig koma mínu betur til skila í bók en með hefðbundinni sýn- ingu,“ segir Sigurþór Jakobsson um að- draganda nýútkominnar bókar sem skartar listaverkum eftir hann. Bókin er gefin út í tilefni af sjötugsafmæli Sig- urþórs og 50 ára starfsafmæli hans á næsta ári. Margvísleg viðfangsefni Í bókinni getur að líta verk Sigurþórs frá síðustu sjö árum. Viðfangsefni hans á þeim tíma eru marg- vísleg, allt frá því sem hæst ber í samfélaginu á hverju sinni til minn- inga af ýmsum ævi- skeiðum. „Nútíminn er mér hugstæður í bók- inni, upplifanir í gegn- um fréttir og það sem hæst ber í samfélaginu. Gamlar minningar veita mér einnig innblástur.“ Í hluta verka sinna í bókinni setur Sig- urþór fram hárbeitta ádeilu sem end- urspeglast í ýmsum birtingarmyndum. „Samfélagið og óréttlætið hefur verið mér hugleikið á þessum síðustu sjö ár- um. Ég held að reynsla mín hafi sagt mér að eitthvað hafi verið bogið við þennan tíma. Ég yfirfærði tilfinningar mínar og fékk útrás fyrir þær í þessum verkum,“ segir Sigurþór en í bókinni má sjá verk sem tjá beitta en jafnframt skemmtilega samfélagsgagnrýni. Að eigin sögn byrjaði Sigurþór ungur að teikna, seinna lagði hann stund á nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur meðfram námi í prentverki. „Í kjölfarið fór ég til London og dvaldist þar í tvö ár. Þar fór ég á milli þriggja skóla. Í einum þeirra gat ég flakkað á milli sviða en var að- allega í grafískri hönnun og teikningu. Hinsvegar lærði ég mest á því að vera á söfnunum. Ég eyddi miklum tíma á Nat- ional Gallery, það var frábært að geta gengið þar inn og horft á Rembrandt, Turner og aðra meistara.“ Þegar heim var komið varð Sigurþór virkur í Félagi íslenskra myndlistarmanna og tók þátt í samsýningum þeirra á Kjarvalsstöðum. Sigurþór tók sér frí frá myndlist í upp- hafi 10. áratugarins og byrjaði ekki aftur fyrr en eftir aldamót. „Ég fann mig ekki í að vinna að listinni samfara aukinni vinnu og fyrirtækjarekstri. Það var örugglega tímaskortur frekar en áhuga- leysi sem réð þar um. Ég fékk þörfina aftur um aldamótin og gat losað mig úr þeirri spennitreyju sem fylgir því að vera með eigið fyrirtæki.“ Ádeila í myndrænu formi Sigurþór hefur unnið sem grafískur hönnuður og vinnur töluvert með ein- staklinga og merki, t.a.m. fá þekktir ein- staklingar og skjaldarmerkið að njóta sín í verkum hans. „Mér finnst alltaf var- hugavert þegar menn eru með blinda sýn á einstaklinga eða ákveðin merki. Það hindrar gagnrýna hugsun, ég velti þessu upp og tjái mig í myndrænu formi.“ Að hans sögn hafa þessi verk hans fengið litla athygli en hluti af þeim var sýndur á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 2009. „Þar voru það helst Amerík- anar og Englendingar sem sýndu mynd- unum áhuga. Að mínu mati hafa Íslend- ingar takmarkaðan þroska þegar kemur að myndlist eða myndlistarrýni. Hér eru margir góðir myndlistarmenn en hins- vegar virðist sem Íslendingar veiti leik- list og tónlist frekar athygli. Í Bandaríkj- unum og Englandi er lesið meira út úr myndlist og þar virðist sem meiri virðing sé borin fyrir þeirri tegund listar.“ Íslenskt samfélag er Sigurþóri ofarlega í huga. Samfélagsgagnrýni Sigurþórs skipar sess í bókinni og er skemmtilega útfærð. Færir lista- verkin í bók Sigurþór Jakobsson stendur á tímamótum. Í nýútgefinni bók getur að líta listaverk hans. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Dagslok máluð með akrýl á striga. Minningar Sigurþórs af höfninni eru honum hugleiknar. Sigurþór Jakobsson Lesbók bækur Svonefndur langlisti vegna Boo-ker-verðlaunanna var kynntur ívikunni, en af þeim lista verðursíðan valið á stuttlista sem kynntur verður síðsumars og svo loks ein bók sem hlýtur verðlaunin eftirsóttu. Að þessu sinni eru tilraunakenndar bók- menntir áberandi, en nokkrar deilur spruttu af því er síðustu verðlaun voru veitt að dómnefnd þeirra hefði lagt áherslu á læsileika bókanna sem tilnefndar voru, þ.e. að fólk væri líklegt til að lesa þær en ekki bara kaupa. Flestir virðast sáttir með tilnefningarnar að þessu sinni þó sumir af helstu rithöf- undum seinni ára, til að mynda Martin Amis, John Banville, Pat Barker, Rose Tremain, Ian McEwan og Zadie Smith hafi ekki náð á listann þó þau hafi öll sent frá sér bækur á árinu. Þar sakna menn sér- staklega væntanlegrar bókar Zadie Smith, NW, sem þykir afbragð. Á listanum eru höfundar sem hafa áður verið tilnefndir til verðlaunana og jafnvel hlotið þau. Þannig er Bring up the Bodies á listanum en hún er framhald bókarinnar Wolf Hall eftir Hilary Mantel sem fékk verðlaunin 2009. The Yips eftir Nicola Barker er einnig tilnefnd, en Darkmans eftir Barker komst á stuttlistann 2008. André Brink hefur líka komist á stuttlist- ann og það tvívegis og á nú á langlistanum bókina Philida, en hann hefur ekki sent frá sér í bók í áratug. Michael Frayn hefur einu sinni komist á stuttlistann, 1999 með bókina Headlong, en nú er gamansagan Skios tilnefnd. Aðrar bækur á listanum eru The Tele- portation Accident eftir Ned Beauman, The Garden of Evening Mists eftir Tan Twan Eng, The Unlikely Pilgrimage of Harold Fry eftir Rachel Joyce, sem kom einmitt út á íslensku fyrir viku eða svo undir heitinu Hin ótrúlega pílagríms- ganga Harolds Fry, smásagnasafnið Swimming Home eftir Deborah Levy, The Lighthouse eftir Alison Moore, Umbrella eftir Will Self, Narcopolis eftir Jeet Thayil og Communion Town eftir Sam Thompson. Þess má geta að þrjár bókanna, Philida, The Lighthouse og Umbrella eru ekki komnar út. Fjórar bókanna eru fyrstu bækur höf- unda og þrír útgefendanna eru smáfyr- irtæki. Sjö höfundanna eru karlar og fimm konur, níu breskir, einn indverji, einn suð- ur-afrískur og einn höfundanna er frá Mal- asíu. Michael Frayn er elstur, 78 ára gamall, en yngstur er Ned Beauman, 27 ára. Stuttlisti verðlaunanna verður kynntur 11. september og verðlaunahafinn svo 16. október. Bretar veðja um flest og þar á meðal Booker-verðlaunin. Veðmagnarinn William Hill telur Hilary Mantel líklegastan sigurvegara, líkurnar 3/1, en Will Self kemur næstur með líkurnar 5/1. Kynntur langlisti Booker-verðlaunanna Rachel Joyce, höfundur Hinnar ótrúlegu píla- grímsgöngu Harolds Frys sem tilnefnd er til Booker-verðlauna.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.