Morgunblaðið - 01.10.2012, Qupperneq 16
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Göngur grálúðu kunna aðleiða til þess að stjórn-unarsvæði þessarar fisk-tegundar verði endur-
skoðað. Lítið sem ekkert finnst af
ungviði grálúðu á Íslandsmiðum, en
hins vegar veiðist talsvert af henni í
íslenskri lögsögu. Síðustu misseri
hafa endurheimst á Íslandsmiðum
grálúður sem voru merktar við Sval-
barða.
Grálúðan veldur fræðingum
heilabrotum á fleiri sviðum og þannig
eru skiptar skoðanir um aldur hennar
og vaxtarhraða. Sýnist Norðmönnum
og Rússum t.d. sitt hvað þegar kemur
að aðferðum við aldursákvarðanir.
Grálúða skiptir miklu máli í út-
gerð og fiskvinnslu hér á landi eins og
sést á því að á síðasta fiskveiðiári
veiddust um 13.400 tonn af henni. Út-
flutningsverðmæti í fyrra nam um
átta milljörðum króna. Grálúða
veiðist mest í botntroll og eru hefð-
bundin mið á Hampiðjutorginu svo-
nefnda, djúpt vestur af Bjargtöngum.
Einnig veiðist mikið af grálúðu í
Norðurkanti og landgrunnskantinum
austur af landinu og vestan við Fær-
eyjahrygg.
Norski fiskifræðingurinn Ole
Thomas Albert leiðir rannsóknir á
grálúðu í Noregi, og nýlega var haft
eftir honum í Fiskaren að nýjar upp-
lýsingar um göngur grálúðu gætu
leitt til „stjórnunarlegrar áskorunar“.
Einar Hjörleifsson, fiskifræðingur
hjá Hafrannsóknastofnun, segir að
vissulega geti nýjar upplýsingar um
göngumynstur haft áhrif á stjórnun
veiðanna. Hingað til hafi verið litið á
Barentshafið sem sérstaka stjórn-
unareiningu og verið aðgreint frá
annarri stjórnunareiningu sem nær
til Íslands, Færeyja og Austur-
Grænlands.
Verður eldri en áður var talið
Á heimasíðu norsku hafrann-
sóknastofnunarinnar er haft eftir Al-
bert að grálúða verði eldri en áður
var talið, en unnið er að aldursrann-
sóknum á grálúðu innan Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins, ICES. Aldurs-
greiningar á grálúðu hafa lengi þótt
erfiðar og því hafa Norðmenn m.a.
gert tilraunir með að setja efna-
blöndu í fiskinn og sleppa honum síð-
an aftur. Á þann hátt myndast hring-
ur á kvörnunum og hægt er að telja
aldurshringi út frá honum þegar fisk-
urinn endurheimtist.
„Það er eins og grálúðan komi
hingað nokkuð fyrir fermingu þegar
hún er orðin 45-50 sentimetra löng,“
segir Einar. Hann segir að nákvæm-
ari upplýsingar vanti hins vegar um
hrygningu hennar og uppeldissvæði.
Hugsanlega sé grálúðan við Ísland
komin úr tveimur hrygningarein-
ingum, annars vegar vestan við land
og hins vegar úr Noregshafi. Varð-
andi uppeldissvæði horfi menn til
Grænlands og undanskilji ekki Vest-
ur-Grænland, en nýlegar heimtur á
merkjum beini augum manna einnig í
austurátt.
Ekki aldursgreint lengur
Rannsóknir standi yfir á vaxt-
arhraða grálúðu og hugsanlega muni
merkingarannsóknir varpa einhverju
ljósi á þessi atriði. Hjá
Hafrannsóknastofnun var hætt að
aldursgreina grálúðu um aldamót þar
sem efasemdir voru um aðferðafræð-
ina sem notuð var, en kvarnasýni
hafa áfram verið tekin til hugs-
anlegrar greiningar síðar.
Ole Thomas Albert er væntan-
legur hingað til lands í vikunni ásamt
fleiri norskum sérfræðingum.
Rannsóknir á grálúðu munu
eflaust verða umræðuefni á
fundi þeirra með fiskifræð-
ingum á Hafrannsóknastofnun.
Nýjar upplýsingar
gætu breytt stjórnun
Morgunblaðið/Kristján
Drjúg Grálúðan skilar milljörðum í útflutningsverðmætum. Á myndinni er
Gunnar Gunnarsson, þá útgerðarstjóri Tjalds, við stæðu af frosinni grálúðu.
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sjómenn og út-gerðarmenn
deila nú um kjara-
mál og er það bein
afleiðing af hækkun
ríkisstjórninnar á
sköttum útgerð-
arinnar. Þetta var fyrirsjáan-
legt og eitt af því sem rík-
isstjórnin kaus að horfa framhjá
þegar hún gaf fordómum sínum
í garð sjávarútvegsins lausan
tauminn og hækkaði skatta upp
úr öllu valdi.
Um leið er tekist á um hver
skuli bera skaðann af því að rík-
isstjórnin ákvað að fella niður
sjómannaafsláttinn frá og með
næstu mánaðamótum. Deilur
um þá skiptingu á milli sjó-
manna og útgerðarmanna voru
einnig fyrirsjáanlegar þegar
ákvörðunin um afnámið var tek-
in, en ríkisstjórnin ákvað engu
að síður að gera það samhliða
öðrum viðbótarálögum á sjávar-
útveginn.
Vandséð er hvað veldur óvild
ríkisstjórnarinnar í garð þessa
undirstöðuatvinnuvegar en aug-
ljóst er að óvildin er til staðar.
Hún verður sjálf-
sagt rannsóknar-
efni fræðimanna
þegar fram í sækir,
en það mun að litlu
gagni koma nú þeg-
ar sjávarútvegur-
inn og sjávarbyggðirnar í kring-
um landið þurfa að fást við
afleiðingar óvildarinnar.
Útlit er fyrir að ein afleið-
ingin verði samþjöppun í sjáv-
arútvegi, eins og fram kom í
máli Arnars Sigurmundssonar,
formanns Samtaka fisk-
vinnslustöðva, á aðalfundi sam-
takanna fyrir helgi. Þar sagði
bankastjóri Landsbankans
einnig frá því mati bankans að
sjávarútvegurinn hér á landi sé
að skiptast í tvennt, annars veg-
ar stór og vel stæð fyrirtæki en
hins vegar lítil fyrirtæki í
vanda.
Sjávarbyggðir víða um land
gætu lent í hættu vegna skatt-
píningarstefnu stjórnvalda í
garð sjávarútvegsins. Stjórn-
völd láta sér þó ekki segjast og
hyggjast keyra í gegn enn frek-
ari aðför að greininni.
Stjórnvöld hafa sett
allt á annan endann
í sjávarbyggðum og
sjávarútvegi}
Afleiðingar óvildarinnar
E
rindið var fróðlegt sem David
Miliband hélt í aðalbyggingu
Háskóla Íslands í síðustu viku,
enda einn helsti hugsuður vinstri-
hreyfingarinnar á Bretlandi, eins
og faðir hans, kennimaðurinn og marxistinn
Ralph Miliband, var á sínum tíma.
Það fór þó ekkert á milli mála í fyrirlestr-
inum að David er enginn sósíalisti, enda er
því fleygt að hann hafi tapað formannsslagnum
við bróður sinn, Ed Miliband, í Verka-
mannaflokknum af því að hann hafi ekki þótt
nógu vinstrisinnaður fyrir verkalýðshreyf-
inguna.
Miliband fór vítt og breitt yfir stjórnmála-
ástandið, einkum þróun mála í Evrópusam-
bandinu. Hann vísaði til þess að stofnað hefði
verið til Evrópusambandsins til að stuðla að
friði og stöðugleika í Evrópu, en nú væri það hugs-
anlega að snúast upp í andhverfu sína og margir ótt-
uðust að evrusvæðið gæti orðið subbulegt bílslys.
Það hefur svo sem ekki farið framhjá Íslendingum að
vandinn er alvarlegur sem blasir við jaðarríkjum Evr-
ópu, sem búa við miklar hagsveiflur og þola illa spenni-
treyju evrunnar. En Miliband sagðist þeirrar skoðunar
að aðgerðirnar sem gripið hefði verið til gerðu illt
verra, einungis væri horft til fjárhagslegs stöðugleika
og þjóðarskulda, en einnig þyrfti að byggja undir vöxt
og ekki væri hugað nógsamlega að því.
Miliband rifjaði upp að Bretar hefðu tvisvar hafnað
því að taka upp evru, árið 1999 og 2003.
Hann sagði það umhugsunarvert fyrir Ís-
lendinga að í síðara skiptið hefðu rökin eink-
um verið þau, að ekki væri nóg samleitni með
efnahagslífinu í Bretlandi og ríkjum á evru-
svæðinu. Því hefði reyndar verið haldið fram
af Evrópusambandssinnum, að ef Bretar
köstuðu pundinu og tækju upp evru, þá kæmi
af sjálfu sér að samleitnin yrði meiri. En
reynslan sýndi að það hefði frekar dregið í
sundur með ríkjum á evrusvæðinu.
Þá var hann spurður hvort hægt væri að
semja um undanþágur frá reglum Evrópu-
sambandsins. Svar hans var skýrt í þeim
efnum. Grunnreglurnar væru ekki umsemj-
anlegar og aðlögunarferlið gerði kröfur til
ríkja, það væri nokkuð sem allir þyrftu að
ganga í gegnum, en eftir að ríki væru komin
inn í Evrópusambandið gætu þau valið hvaða sameig-
inlegu verkefnum þau tækju þátt í.
Allt er þetta innlegg í umræðuna á Íslandi. Það er til
dæmis Íslendinga að meta hvort stjórnvöld hér á landi
hafi gefið því nægan gaum að byggja undir vöxt og
fjárfestingu í atvinnulífinu. Og hvort samleitnin er nóg
með efnahagslífinu hérlendis og mörkuðum í öðrum
ríkjum á evrusvæðinu. Svo blasir auðvitað við það sem
ég hef skrifað áður á þessum vettvangi, að ef Íslend-
ingar kjósa að ganga í Evrópusambandið, þá fá þeir
einmitt aðild að Evrópusambandinu með þeim kostum
og göllum sem því fylgja. pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Miliband, Bretar og Íslendingar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Norðmenn merktu um 25 þús-
und ungar grálúður norðan við
Svalbarða árin 2006-2008.
Mörg merki hafa skilað sér í
grálúðuafla Íslendinga og Fær-
eyinga og þá fyrst og fremst úr
afla íslenskra skipa, sem hefur
komið vísindamönnum nokkuð
á óvart. Þannig endurheimtust
sex merki á Íslandsmiðum árið
2009, 15 árið 2010, 27 árið 2011
og um 12 á fyrri hluta þessa árs.
Nýlega var undirritaður
samningur milli Íslands og
Grænlands um stjórn grálúðu-
veiða á hafinu milli landanna.
Kvóti næstu tveggja ára er fast-
settur og eiga Íslendingar tilkall
til 60% hans en Grænlendingar
40%. Árið 2013 er kvótinn 26
þús. tonn en minnkar um 15%
árið 2014 og verður 22,1 þús.
tonn.
Skila sér af Ís-
landsmiðum
MERKT VIÐ SVALBARÐA
Hægri flokk-arnir íNoregi og
Danmörku hafa
smám saman
þróast í að verða
smáflokkar með
litla skírskotun til almennings.
Þeir hafa til að mynda lengi litið
út sem gagnrýnislaust stuðn-
ingslið atvinnurekendasamtaka
og oftast dinglað dómgreind-
arlausir aftan í áhugamönnum
um aðild að Evrópusamband-
inu.
Danski hægri flokkurinn er
kominn niður í fárra prósenta
stuðning hjá almenningi. Á
seinasta fundi sínum leitaðist
flokkurinn við að marka sér að
nokkru nýja stefnu og leggja
áherslu á sjálfstæðari stefnu-
mörkun gagnvart Evrópusam-
bandinu og leitast við að sýna að
hann kynni að eiga einhverja
samleið með almenningi. Því
var margtuggnum ályktunum
um fulla og undantekning-
arlausa aðild að ESB kastað
fyrir róða, og er þar vísað til
undanþáganna fjögurra sem
voru dúsa til að fá Dani til að
samþykja samninginn sem
kenndur er við Maastricht.
Danski hægri flokkurinn lýs-
ir því nú yfir að hann vilji fram-
vegis gjalda varhug við „udvi-
dende fortolkning af de fælles
regler, som EU-domstolen ofte
anlægger“.
Hér er um stórmál að ræða
og sviptir að nokkru hulunni af
einni af mörgum blekkingum
sem fylgja aðild að
ESB fyrir þjóðir.
Þegar slík aðild
liggur í lofti og um
hana hefjast deilur
eru gildandi reglur
kynntar og spurt
hvort viðkomandi þjóð geti fellt
sig við þær og þá fullveld-
isskerðingu sem óhjákvæmilega
felst í þeim.
En þegar þjóð hefur verið
véluð til að segja já við aðild
kemur til kasta Evrópudóm-
stólsins, sem er raunar fráleitt
að kalla „dómstól“ enda lýtur
hann ekki þeim lögmálum sem
um slíkar stofnanir verða að
gilda. Og eins og danski Hægri
flokkurinn viðurkennir nú op-
inberlega víkkar „dómstóllinn“
sífellt út túlkun sína á reglum
ESB og tilskipunum í samræmi
við kröfur framkvæmdastjórn-
arinnar. Þetta er það sem ESB
sinnar kalla svo hugfallnir
„dýnamísku“ Evrópusambands-
ins.
Um þessa útvíkkun á Evr-
ópusambandsaðild sem á sér
stað viku eftir viku allan ársins
hring er aldrei kosið. Aðferðin
er kölluð „agúrkuaðferðin.“
Sneitt er örþunnt af fullveldi
þjóðanna jafnt og þétt uns stór
hluti þess er farinn. Og ekki
frekar en í tilfelli agúrkunnar
verður nokkru sinni aftur snúið.
Ekki er líklegt að hinn síð-
búni afturbati danska Íhalds-
flokksins dugi honum að neinu
gagni. Til þess hefur hann of
mikið á samviskunni.
Aldrei er kosið um
útvíkkun ESB-
aðildar í gegnum
Evrópudómstólinn}
Loks kom að
því seint þó sé