Morgunblaðið - 01.10.2012, Side 19

Morgunblaðið - 01.10.2012, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2012 ✝ Steindór Hjör-leifsson fædd- ist í Hnífsdal 22. júlí 1926. Foreldrar hans voru Hjörleif- ur Kristinn Stein- dórsson, frá Leiru í Grunnavík- urhreppi, f. 29. mars 1895, d. 18. febrúar 1957, og Elísabet Þórarins- dóttir, f. á Blámýr- um 6. júlí 1902, d. 8. október 1953. Systkini Steindórs eru Þorgeir Adolf, f. 14. október 1924, Jens Guðmundur, f. 13. nóvember 1927, Þórarinn Krist- inn, f. 16. ágúst 1930, d. 7. jan- úar 2003, og Elsa Hjördís, f. 6. september 1937. Hinn 17. nóvember 1951 kvæntist Steindór Margréti Ólafsdóttur leikkonu. Margrét fæddist í Vestmannaeyjum 12. júní 1931. Hún lést 24. mars 2011. Foreldrar Margrétar voru Ólafur Ragnar Sveinsson og Kristjana Ragnheiður Kristjáns- dóttir. Dóttir Margrétar og Steindórs er Ragnheiður Krist- ín Steindórsdóttir leikkona, f. 26. júní 1952 í Vestmanna- eyjum. Sambýlismaður hennar er Jón Þórisson leikmynda- teiknari, f. 19. október 1948, og unarsýningum Þjóðleikhússins 1950 og lék síðan hátt á annað hundrað hlutverka á leiksviði, í kvikmyndum, sjónvarpi og út- varpi. Meðal þeirra eru Toby í Miðlinum, Herlöv í Ævintýri á gönguför, Candy í Músum og mönnum, Leifur Róberts í Del- irium Búbónis, Jonni Pope í Kviksandi, Stígur í Hart í bak, Trampe greifi í Þið munið hann Jörund, organistinn í Atómstöð- inni, Kristján í Dómínó, Hjálmar Ekdal í Villiöndinni og afi Joad í Þrúgum reiðinnar. Af kvikmyndum má nefna Morðsögu, 79 af stöðinni, At- ómstöðina, Stellu í orlofi og Skýjahöllina og í sjónvarpi Út í óvissuna (Running Blind), Gullna hliðið og Flugþrá. Meðal leikstjórnarverkefna eru Hita- bylgja, Volpone, Equus, Ref- irnir og Geggjaða konan í París. Steindóri hlotnuðust margar viðurkenningar. Hann fékk Silfurlampann og Skálholts- sveininn leikárið 1961-62, varð heiðursfélagi LR 1987, fékk gullmerki Félags íslenskra leik- ara 1991, var sæmdur ridd- arakrossi Hinnar íslensku fálka- orðu 1993, þau hjónin voru útnefnd heiðurslistamenn Garðabæjar 1999 og Steindór var kjörinn fyrsti heiðursfélagi Halaleikhópsins. Síðasta hlut- verk hans hjá Leikfélagi Reykjavíkur var í Horft frá brúnni 1998-99. Útför Steindórs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 1. október 2012, og hefst athöfnin kl. 15. eiga þau saman börnin Steindór Grétar, f. 1. októ- ber 1985, og Mar- gréti Dórotheu, f. 9. maí 1990. Að loknu gagn- fræðaprófi 1942 vann Steindór ýmis störf til sjós og lands, m.a. í Lands- banka Íslands 1946-61 og Seðla- banka Íslands 1961-65. Steindór lauk leiklistarnámi frá Leiklist- arskóla Lárusar Pálssonar 1949 og nam við leiklistardeild danska útvarpsins 1956-57. Hann var fyrsti dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Sjón- varpsins 1965-68. Hann var leikari og leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur (LR) frá 1947, sat í stjórn þess og var formaður til fjölda ára. Steindór lék hjá Þjóðleikhúsinu 1950-52 og var fastráðinn hjá LR frá 1968 og til starfsloka 1996. Hann kenndi einnig við Leiklist- arskóla LR og lék hjá Rík- isútvarpinu (hljóðvarpi og sjón- varpi) og í kvikmyndum. Fyrsta hlutverk hans á leik- sviði var klukkusveinninn í Skálholti hjá LR 1947. Hann tók þátt í öllum þremur opn- Ungur hálfdrættingur á mót- orpung fyrir vestan milli stríða fær þá flugu í höfuðið að læra leiklist. Einkennilegt. Enn furðulegra er þó að láta verða af því og, svona í leiðinni, verða deildarstjóri í þeim banka sem síðar varð Seðlabankinn. Að standa á sviðinu með fyrstu kyn- slóð íslenskra leikara hjá Leik- félagi Reykjavíkur og taka þátt í öllum opnunarsýningum hins nýja Þjóðleikhúss Íslendinga er merkilegt. Að snúa aftur til LR og vera með í endurreisn þess í Iðnó er aðdáunarvert. Að syngja eitt af vinsælustu dægurlögum þjóðarinnar gullfallega inn á hljómplötu er skemmtilegt! Að vera einn af þeim sem koma ís- lensku sjónvarpi á fót sem fyrsti yfirmaður lista- og skemmti- deildar er ævintýralegt! Að snúa enn og aftur til LR í Iðnó, sitja í stjórn í 25 ár, þar af 15 sem for- maður, krefst ástríðu og þraut- seigju. Að berjast fyrir byggingu Borgarleikhúss og leika svo í opnunarsýningu þess er mikill sigur. Steindór tengdafaðir minn hefði líklega orðið feiminn við þessa afrekaskrá og hefði fremur viljað tala um það stóra stökk sem þessi þjóð tók inn í nú- tímann á einni mannsævi heldur en sjálfan sig. Hann var hógvær maður. Hann var húmoristi. Hann var mannasættir og mikil tilfinningavera. Hann hefði sagt aðrar sögur af sjálfum sér. Hann hefði sagt frá ungum skítkokki sem mallaði ofan í karlana eftir uppskriftum frá mömmu sinni sem hann geymdi í stílabók. Þar reyndi fyrst á diplómatann Steindór og hann bjargaði sér; með extra skammti af rúsínum í vellinginn hélt hann körlunum góðum. Hann hefði sagt frá ást- inni sinni, henni Grétu, ungri Vestmannaeyjadömu sem var í fyrsta árgangi Þjóðleikhússkól- ans. Hún heillaði unga Vestfirð- inginn upp úr skónum og „hún átti svo hlýja kápu sem við breiddum yfir okkur meðan við biðum á æfingum“. Skömmu síð- ar voru þau gift. Hann hefði sagt frá nóttinni í bankanum þar sem hinn ábyrgi verðandi faðir drýgði tekjurnar með næturvörslu með- an Gréta fæddi honum dóttur heima í Eyjum. Hann var aleinn og gat ekki deilt hamingju sinni með neinum. Ungi leikarinn dó þó ekki ráðalaus heldur hljóp á milli bankastjóra og stórmenna sem héngu þar á veggjum og flutti þeim tíðindin með drama- tískum hætti! Sögurnar úr Iðnó yrðu endalausar. Þar reyndi oft á diplómatann Steindór og rúsín- urnar góðu hvergi nærri til að bjarga málunum! En grínið og Iðnóbrandararnir myndu ráða ríkjum í frásögninni. Það má alls ekki hlæja að Iðnóbröndurum, hversu góðir sem þeir eru; það ber að taka þeim með mæðusvip og stunu, í mesta lagi má segja í samúðar- og meðaumkunartóni: „Hann er svo fyndinn, auming- inn“. Hann hefði sagt frá því þegar hún dóttir mín tveggja ára var búin að læra þessa kúnst hjá ömmu sinni. Hún gjóaði augun- um á afa sinn yfir mjólkurglasið, leit með hluttekningu á stóra bróður sinn og stundi þungt og mæðulega: „Afiiiiiiii.“ Þetta þótti Steindóri afa skemmtilegt og stoltið ljómaði af Grétu. Þessi yndislegu hjón hefðu sjálfsagt getað eignast mun betri tengda- son en mig, en þau gáfu mér og mínum alla sína eðlislægu hlýju og umhyggju. Takk fyrir það. Jón Þórisson. Ég mun um alla framtíð hugsa hlýlega til þín, elsku afi, þú hefur alltaf verið svo rosalega góður við mig. Þótt þú hafir verið veik- ur var alltaf svo gott og fínt að koma að hitta þig. Þú varst alltaf svo brosmildur og góður þegar við komum að heimsækja þig, alltaf jafnglaður að sjá okkur eins og við vorum að sjá þig. Þér fannst svo gaman að vita hvernig okkur gekk í lífinu og hvað við vorum að gera á Spáni. Það hef- ur alltaf verið hefð hjá okkur, þegar við höfum verið á Íslandi, að heimsækja þig að minnsta kosti einu sinni, eða tvisvar ef heilsa þín leyfði. Mér finnst hræðilegt að þú sért farinn frá okkur, en núna ert þú allavega hjá ömmu Grétu uppi á himnum. Það verður skrýtið að koma til Íslands og fara ekki til afa í heimsókn. Ég elska þig. Ólafur. Afi, núna ert þú á yndislegum stað með ömmu Grétu og engl- unum. Ég mun alltaf vera með þig í hjartanu. Ég hefði viljað fara oftar að hitta þig og tala við þig. Það var mjög gaman að sjá þig hlæja, því þá varstu hress og kátur. Mig langar svo mikið að knúsa þig einu sinni enn, þegar ég gerði það þá var það eins og ég væri á mínu eigin heimili. Ég vona að þú sért glaður hjá ömmu Grétu. Ég elska þig afi og ég mun sakna þín mjög mikið. Perla Líf. Afi hefði ekki viljað lofræðu frá okkur. Hann var hógvær og jafnvel hálffeiminn við svoleiðis. Annað fólk hefur fjallað um hann sem leikara, leikstjóra og dag- skrárstjóra og um áhrif hans á íslenskt listalíf. En fyrir okkur var hann bara afi, með allri þeirri hlýju, ást, gleði og gjaf- mildi sem því fylgdi. Hann var góður, skynsamur og umhyggju- samur maður, sem kom fram við alla af kærleika, hvort sem hann þekkti þá eða ekki. Afi lagði hart að sér alla ævi til þess að geta leyft sér og sínum að njóta lífs- ins. Hann vildi gefa okkur tæki- færi til að skoða heiminn, mennta okkur og finna okkar áhugasvið og ástríður. Það skipti hann mestu máli að við hefðum það sem best. Við verðum alltaf þakklát fyrir það. Það er erfitt að skrifa um afa án þess að endurtaka allt sem við skrifuðum um ömmu, enda voru þau sennilega yndislegustu hjón sem hægt er að hugsa sér. Þau voru sköpuð hvort fyrir annað. Í huga okkar eru þau enn ljóslif- andi, sitja saman og hafa það notalegt, horfa ástaraugum hvort á annað og hlæja saman. Sennilega velta þau fyrir sér hvað við fjölskyldan séum að stússa, hvort við höfum það ekki gott og gerum eitthvað sem okk- ur þykir skemmtilegt. Takk fyrir allt, elsku afi okk- ar. Margrét Dórothea Jónsdóttir, Steindór Grétar Jónsson. Elsku frændi minn, nú hefur þú fengið hvíldina. Það er einlæg trú mín að nú haldist þið Gréta aftur í hendur eins og þið gerðuð svo hamingjusamlega alla ykkar samveru í þessu lífi. Þessi trú gerir okkur missinn auðveldari. Við sem kynntumst þér erum rík af góðum minningum og þakklát því góða fordæmi sem þú varst okkur. Minningum um hjartahlýjuna sem streymdi frá þér og gleði okkar við að hlusta á þig segja sögur með slíkri inn- lifun að okkur fannst við upplifa atburðina þar og þá. Minningum um virðinguna sem þú sýndir einlægt með því að fylgjast ávallt með okkur öllum í fjölskyldunni. Þú vildir vita hvað allir hefðu fyrir stafni og hvernig lífið gengi. Síðstu árin fannst þér að þú vær- ir of fljótur að gleyma og vildir þess vegna skrifa þetta allt hjá þér. Fyrir óeigingjarna umhyggju í garð elsta sonar okkar í hans veikindum viljum við Bárður þakka þér sérstaklega. Helgi, sonur okkar Bárðar, skrifaði eftirfarandi til heiðurs minningu þinni: „Sit einn í Nor- egi og get ekki hætt að hugsa um þig og Grétu, elsku Steindór minn. Það var ekki oft sem við bræðurnir slepptum því að fara á fótboltaæfingar en þegar það barst í tal að fara til ykkar var ekki hægt að neita því að fara með. Að hlusta á ykkur segja sögur var unun út í gegn. Að fylgjast með ást ykkar hvort á öðru setur okkur hinum viðmið sem við viljum uppfylla. Ég mun aldrei gleyma því þegar þú náðir að sannfæra mig augnablik um að ég væri Hlynur tvíburabróðir minn, slíkur var sannfæringar- máttur þinn og hæfileikar til að hrífa fólk með þér í hvað sem er. Ég gleymi ykkur aldrei og hef sem betur fer yndislegt barn og barnabörn ykkar til að minna mig á ykkur og ykkar yndislegu fjölskyldu. Að eilífu og ávallt ást- arþakkir fyrir að vera til.“ Þessi ljúfu orð Helga lýsa vel hvernig þið snertuð okkur öll, sama á hvaða aldri, og hversu vel öllum leið í návist ykkar hjóna. Það fann ég best veturinn sem ég fékk að búa hjá ykkur Grétu. Þú studdir mig í námi mínu sem besti faðir og fyrir það er ég æv- inlega þakklát. Hjá þér, systkinum þínum og tengdafólki hafa fjölskyldu- tengslin verið mjög traust og fjölskyldan öll samheldin. Það er sárt að sjá á eftir ættingjum okk- ar sem farnir eru, en það styrkir okkur sem eftir lifum að hugsa hlýtt til þeirra. Það er einlæg von mín og trú að við sem eftir lifum höldum áfram því góða for- dæmi að styrkja fjölskyldu- tengslin. Elsku Steindór, ég vil að lok- um fyrir hönd fjölskyldu minnar, foreldra, systkina og fjölskyldna þeirra, þakka þér af alhug sam- fylgdina og votta Heiðu, Jóni, Steindóri Grétari og Margréti Dórotheu innilega samúð. Hvíl í friði elsku vinur. Sigríður Jensdóttir. Hjörleifsbræður voru þeir kallaðir, Steindór og bræður hans frá Hnífsdal. Þeir voru fjór- ir, fæddir á sex árum en sjö ár- um seinna eignuðust þeir kær- komna systur. Þeir voru samrýndir og aldir upp af góðum foreldrum í samfélagi þar sem þorpsbúar voru eins og ein stór fjölskylda. Sjálfsþurftarbúskap- ur var stundaður á flestum heim- ilum og áttu foreldrar þeirra kindur og um tíma hænur og eina kú. Þegar bræðurnir höfðu aldur til reru þeir á trillu með föður sínum og beittu línuna. Steindór, minn kæri föðurbróðir, var næstelstur og fjörkálfurinn í hópnum, opinn og áhugasamur um lífið í kringum sig. Þegar hann fór í sumardvöl til frænd- fólks inni í Djúpi gat hann allan veturinn á eftir sagt sögur og hermt eftir körlunum í sveitinni. Leikarahæfileikarnir komu snemma fram og augað fyrir því spaugilega í lífinu. Hann hafði svo gaman af orðum og að snúa merkingu þeirra við. Á æsku- heimilinu voru ljóð í hávegum höfð og útvarpið færði þeim ver- öldina heim í stofu. Ég er viss um að margt hefur þar kveikt í opnum huga drengs sem var móttækilegur fyrir því sem var framandi og skemmtilegt og for- vitinn um lífið og furðuverk þess. Að loknu námi við Gagnfræða- skólann á Ísafirði kenndi Stein- dór börnum í Súðavík einn vetur. Síðan fór hann suður og bjó með Þorgeiri bróður sínum, föður mínum, í kjallaraherbergi í Norðurmýrinni og voru þeir kostgangarar í matsölu á Bók- hlöðustíg. Oft var fjölmennt í herberginu þegar strákar að vestan fengu að gista enda hús- næðisvandræði mikil á fyrstu ár- unum eftir stríð. Steindór fékk vinnu í skóbúð Hvannbergs- bræðra og hafði þar gott tæki- færi til að kynnast lífinu í borg- inni. Svo fór hann á síld en um haustið frétti bróðir hans í gegn- um kostgangara á matsölunni af lausu starfi í Landsbankanum. Steindór sótti um starfið og vann síðan í banka meðfram leiklist- arstarfi í rúma tvo áratugi. Að loknum vinnudegi var farið í leik- húsið að æfa og sýna en auk þess lagði hann mikið af mörkum til félagsstarfs LR á sinn óeigin- gjarna hátt. Það var líka þrek- virki að verða fyrsti dagskrár- stjóri lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins og því starfi sinnti hann af sömu samviskusemi og elju. Steindór var góður frændi og áhugasamur um líf allra í fjöl- skyldunni. Hann var opin og gef- andi persóna, sífellt með spaugs- yrði á vör en hann var líka umhyggjusamur og næmur á aðra. Þegar hann var nýbúinn að eignast bíl átti hann það til ef vont var veður að bjóða fólki sem beið eftir strætó far í bæinn. Honum var eðlilegt að koma eins fram við alla og þar voru þau samstiga hjónin, Steindór og Gréta, örlát í samskiptum, hlý og full af kátínu. Ég minnist sam- félagsins í stigaganginum í Álf- heimum 40 þar sem vinátta ríkti á milli hæða og fólk var heima- gangar hvað hjá öðru. Þannig var það í Hnífsdal í gamla daga og þeim gildum hélt Steindór á lofti í margmenninu í borginni. Ég þakka kærum frænda sam- veruna og allar góðu stundirnar. Um leið og ég veifa honum bless sé ég hann fyrir mér með Grétu sinni þar sem þau eru sameinuð á ný og leiðast inn í birtuna, brosandi og innilega glöð. Elísabet Þorgeirsdóttir. Og seinna þegar sólin vaknar, sameinast á ný þær sálir tvær sem áður skildu, ástin veldur því. (Greta Salóme Stefánsdóttir) Sagt er að ástin sé tilfinning, enn aðrir segja að hún sé margt fleira og ganga jafnvel svo langt að segja að hún sé sjálft ljósið í mannheimum. Þegar flett er upp í minningum um Steindór Hjör- leifsson er bjart yfir þeirri mynd. Hún er böðuð ljósi kærleikans sem ríkti í lífi hans og eiginkonu hans, hennar Grétu frænku. Sú umhyggja og gleði sem ríkti á þeirra heimili var ósvikin og ást- in milli þeirra var í senn barns- leg og einlæg. Heimili þeirra var opið öllum og sameinaði fjöl- skyldur þeirra sem komu hvor af sínu landshorninu. Þau ræktuðu vel ræturnar sem þau áttu til bernskuslóða sinna. Þau voru dugleg að bjóða til sín fjölskyld- um og vinum. Þau héldu í vissar hefðir, t.d. var boðið upp á skötu með vestfirskum hnoðmör eða reyttan reyktan lunda að hætti Eyjamanna svo úr urðu sælkera- veislur með þjóðlegu ívafi. Við Eyjafjölskyldan fáum seint full- þakkað hve gott og öruggt at- hvarf við áttum á heimili þeirra hjóna. Ef einhver þurfti á því að halda að skreppa í borgina var málið auðvelt með gistingu, eins var þeirra stuðningur við okkur á gosárinu 1973 ómetanlegur í þeim sérstöku aðstæðum. Þegar halla tók undan fæti í heilsufari Grétu frænku minnar kom hvað best í ljós hvernig samspil þeirra hjóna gerði henni mögulegt að njóta sín til hinstu stundar. Ekki má gleyma sólargeislanum í lífi þeirra hjóna sem er hún Heiða dóttir þeirra. Hún hefur verið foreldrum sínum stoð og stytta og endurgoldið í verki kærleiks- ríkt uppeldi foreldra sinna með góðum stuðningi eiginmanns og barna sinna. Það er margs að minnast af starfs- og listamanns- ferli Steindórs, sem var glæsi- legur en látum öðrum eftir að rekja hann. Við minnumst hans fyrst og fremst sem trausts hlekks í okkar fjölskyldu. Sam- úðarkveðjur til Heiðu, Jóns og barna. Guðný Bjarnadóttir og Kristján G. Eggertsson. „Mínir vinir fara fjöld“ orti Bólu-Hjálmar. Steindór Hjör- leifsson var meðal vina okkar, sem við í „gamla genginu“ í Leikfélagi Reykjavíkur minn- umst með mikilli hlýju og sökn- uði. Andlát hans kom ekki á óvart. Það fjaraði undan lífsgleði hans og þrótti eftir að hann missti Grétu fyrir hálfu öðru ári. Stein- dór og Gréta, Gréta og Steindór, – þau settu sameiginlega svo sterkan svip á umhverfi sitt að þau voru alla jafna nefnd í sömu andránni. Þau voru bæði meðal aðalleikara Leikfélags Reykja- víkur á löngum leikhúsárum í Iðnó, síðustu rúma þrjá áratugi áður en Leikfélagið flutti í lang- þráð Borgarleikhús, bæði svo glaðsinna og skemmtileg, fyndin og fundvís á hið spaugilega, sem oft var kallað Iðnó-brandarar, og héldu kátínu á lofti í kaffihléum á leikæfingum. Milli þeirra og samstarfsfólks í leikhúsinu ríkti heilsteypt vinátta. Steindór var á sínum tíma stoð og stytta í hópi listamanna sem stóð þéttingsfast með því að Leikfélag Reykjavík- ur héldi áfram að sinna leiklist- argyðjunni í gömlu Iðnó eftir að Þjóðleikhúsið lauk upp dyrum sínum vorið 1950, áhorfendum mikil nýjung. Og hann hafði sannarlega erindi sem erfiði. Leikfélag Reykjavíkur blómstr- aði áfram um langt skeið í Iðnó við hugsjónir Steindórs og liðs- manna hans, en hann var for- maður félagsins um árabil og lagði á ráð. Framtíðarsýnin var að byggja nýtt leikhús og ótaldar eru þær stundir sem hann og aðrir leikarar og starfsmenn gáfu alla vinnu sína á vinsælum miðnætursýningum sem settar voru upp í þágu Húsbyggingar- sjóðs. Þannig hafði Leikfélag Reykjavíkur forgöngu um stofn- un Borgarleikhúss, sem tók til starfa 1989 og voru listamenn og starfsmenn í gömlu Iðnó kjarn- inn í Borgarleikhúsinu fyrstu ár- in. Steindór Hjörleifsson var af- bragðsleikari. Hann lék á annað hundrað hlutverka á leiklistar- ferli sinum, hlaut margvíslega viðurkenningu fyrir, m.a. verð- laun leiklistargagnrýnenda, Silf- urlampann, árið 1962 fyrir hlut- verk sitt í Kviksandi. En hann var einnig eftirminnilegur leik- stjóri, eins og uppsetning hans á Equus í Iðnó um árið og fleiri verkum bar glöggt vitni. Og hann var að sjálfsögðu heiðurs- félagi í Leikfélagi Reykjavíkur. Það eru ætíð tímamót í sögu þjóðar þegar merkir listamenn falla frá. Við hryggjumst öll. En sé sú tilgáta sönn um æðri til- verustig, að þar nái saman þeir sem hafa verið hver öðrum kær- astir á jörðu, þá er það víst að þar sitja saman Steindór og Gréta, haldast í hendur og eru hrókar alls fagnaðar. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar við mikinn missi. Vigdís Finnbogadóttir. „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið, hann reyndi ég þannig að öllum hlut- um.“ Þessi fleygu orð Jóns Ög- mundssonar um Ísleif fóstra sinn í Biskupasögunum koma mörg- um í hug enn í dag þá er góðir Steindór Gísli Hjörleifsson SJÁ SÍÐU 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.