Morgunblaðið - 01.10.2012, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2012
menn eru kvaddir. Steindór
Hjörleifsson leikari og leikstjóri
var einn slíkur.
Við kynntumst þegar ég kom
til starfa fyrir Leikfélag Reykja-
víkur 1962, en hann var þá í
stjórn félagsins. Það var hann
reyndar löngum, lengur sem for-
maður en nokkur annar í sögu
þess, heillyndur, ósérhlífinn,
ráðagóður og hugsjóninni trúr.
Enda varð hann heiðursfélagi
þessa söguríka menningarfélags
er fram liðu stundir.
Hann var einn af fjölmörgum
nemendum Lárusar Pálssonar
sem um miðbik síðustu aldar
bjuggu sig undir að láta til sín
taka í leiklistinni hér með opnun
Þjóðleikhússins í augsýn og
bættri aðbúð og kjörum í vænt-
ingum. Á námsárunum lék hann
reyndar sitt fyrsta hlutverk í
Iðnó, klukkusvein í Skálholti. En
svo, skömmu eftir að Steindór
hafði lokið námi hjá Lárusi, var
Þjóðleikhúsið opnað sumardag-
inn fyrsta 1950 og Steindór tók
þátt í öllum þremur opnunarsýn-
ingunum, víst einn leikara. Við
tóku tvö ár þar sem hann var að-
allega í „efra“ og lék m.a. tit-
ilhlutverið í íslenska gamanleikn-
um Dóra eftir Tómas
Hallgrímsson. Síðan fluttist
Steindór niður að Tjörn og var
þar fyrst ærslabelgurinn Ejbæk
í Ævintýri á gönguför en síðan
liðsforingi, Brett að nafni, í
Djúpt liggja rætur, hlutverk svo
ólík sem svart og hvítt, því að
Brett var hörundsdökkur og
þoldi ofsóknir sakir hörundslitar
síns. En þarna voru komin dæmi
um hvers konar hlutverk Stein-
dór þótti túlka öðrum betur þessi
fyrstu ár ferils síns; annars veg-
ar þessir hjartaprúðu og dreng-
lyndu piltar – Steindór var mjög
drengjalegur frameftir aldri –
hins vegar drengir líka, en flókn-
ari og brothættari og kannski
líka harðnaðri og höfðu gjarna
komist í kast við lögin og upp á
kant við samfélagið. Kannski er
minnisstæðastur hinn ógæfu-
sami fíkill Jonni Pope í Kviks-
andi 1961, en fyrir þá frammi-
stöðu hlaut Steindór öll þau
leiklistarverðlaun sem þá stóðu
til boðs, Silfurlampann og Skál-
holtssveininn.
Árið 1965, þegar hillti undir
stofnun íslensks sjónvarps, var
Steindór ráðinn hinn fyrsti for-
ystumaður lista- og skemmti-
deildar, lagði þar grunninn, mót-
aði starfið og ýtti úr vör. 1968
kom hann svo alfarið til Leik-
félagsins og þar áttu hann og
hans samhenta eiginkona, Mar-
grét Ólafsdóttir leikkona, nær-
fellt allan sinn feril upp frá því.
Með árunum varð Steindór
einn fjölhæfasti og hlutverka-
hæsti leikari okkar fyrr og síðar.
Steindór bjó yfir ríkri kímnigáfu
og gat brugðið upp smellnum
skopmyndum; ein slík óborgan-
leg túlkun var Trampe greifi í
Þið munið hann Jörund eftir
Jónas Árnason. Á hinum enda
skalans myndi svo lenda gestur-
inn í Það er kominn gestur eftir
Örkeny, ísmeygilegur og hrotta-
fenginn ógnvaldur eins ólíkur og
hugsast getur fórnarlömbunum
sem áður höfðu verið sérgrein
Steindórs.
Þessa alls og margs fleira
verður getið í leiklistarsögunni
þegar hún birtist, því að Stein-
dór markaði dýpri spor í þá sögu
en flestir aðrir um sína daga.
Hann var atorkusamur, hógvær,
hlýr og mjög náttúrugreindur, –
og drengur góður. Hér fylgja að-
eins samúðarkveðjur til einka-
dótturinnar, Ragnheiðar, og fjöl-
skyldu hennar frá okkur Þóru,
mótaðar af hlýju og þökk.
Sveinn Einarsson.
Hann Steindór er fallinn frá.
Einn sá síðasti af Iðnóleikurun-
um sem urðu burðarásar Leik-
félags Reykjavíkur eftir að Þjóð-
leikhúsið var opnað, þótt hann
skryppi reyndar þangað fyrstu
tvö starfsár leikhússins og stæði
sig skínandi vel. Ekki veit ég
hvers vegna dvölin í efra varð
jafn skammvinn og raun bar
vitni en hann átti eftir að leika á
annað hundrað hlutverk í Iðnó
og nokkur í Borgarleikhúsinu.
Steindór var um árabil for-
maður Leikfélagsins og einn af
helstu áhrifavöldum í sögu þess
um áratuga skeið. Af öllum þeim
aragrúa hlutverka sem hann
tókst á við um ævina og lifa í
minningunni eru margir gim-
steinar. Meðal þess fyrsta sem
ég sá hann leika var ein áhrifa-
mesta túlkun hans og frægasta
hlutverk, eiturlyfjafíkillinn í
Kviksandi, en fyrir það hlutverk
hlaut hann bæði Silfurlampann
og Skálholtssveininn 1962.
Ógleymanleg túlkun, sem
greyptist í unglingssálina. Hann
vakti mikla kátínu sem Stígur
skóari í Hart í bak bæði í frum-
uppfærslunni 1962 og aftur tutt-
ugu árum síðar. Majorinn í Það
er kominn gestur var skemmti-
lega óútreiknanlegur: uppstökk-
ur, ráðríkur og taugaveiklaður,
allt í senn. Sem Hjálmar Ekdal í
Villiöndinni sótti hann margt í
eigin manngæsku, einlægur og
auðtrúa.
Steindór var fjölhæfur leikari
en lét einkar vel að leika ráð-
villta, ósjálfbjarga, jafnvel aula-
lega karaktera, sem virtust ekki
alveg kunna að fóta sig í heim-
inum en kölluðu á samúð áhorf-
enda og væntumþykju. Skringi-
legar og sérkennilegar persónur
kunni hann að skreyta skemmti-
legum smáatriðum, sem oft
vöktu kátínu og gleði. Kannski
leituðust leikstjórar oftar við að
fela honum hlutverk þeirra, sem
minna mega sín, því slíkar per-
sónur gat hann birt okkur í ótal
blæbrigðum. Sjálfsöryggi og
grimmd valdboðans voru honum
ekki eðlislæg en hann gat samt
skotið áhorfendum skelk í
bringu, ef á þurfti að halda.
Hann hafði fallega söngrödd,
sem nýttist honum vel á sviði.
Minnisstæð eru lögin hans úr
Ævintýri á gönguför. Enn hljóm-
ar kankvís rödd hans í eyrum
mér í laginu „Ég vil fá mér kær-
ustu“ sem hann söng öðrum bet-
ur. Einnig er hann þjóðþekktur
fyrir söng sinn í lögum Jóns
Múla úr Deleríum búbónis.
„Einu sinni á ágústkvöldi“ á ein-
hvern veginn bara heima í munni
hans.
Mér auðnaðist að leikstýra
Steindóri í nokkrum verkefnum
og það var alltaf gaman en
skemmtilegust var samt sam-
vinna okkar í leikriti Sams Shep-
ards Barn í garðinum. Þar lék
hann aðalhlutverkið, heimilisföð-
urinn Dodge, karlægan og sí-
kveinandi en samt viðskotaillan
og verulega ógnandi. Ég hygg að
þar hafi Steindór unnið einn sinn
stærsta leiksigur á síðari hluta
ferils síns.
Steindór var einstaklega ljúf-
ur maður og vingjarnlegur í
samskiptum, sýndi öðru fólki
einlægan áhuga og var sérlega
barngóður. Í samvinnu og í lífinu
sjálfu var hann athugull og vand-
virkur. Átti auðvelt með að sjá
skoplegu hliðarnar á hlutunum
en lét það aldrei trufla sig í al-
varlegri leit sinni að því sem máli
skipti í leiklistinni.
Við hjónin og fjölskyldan
sendum Heiðu, Jóni og börnum
innilegustu samúðarkveðjur.
Stefán Baldursson.
Fallinn er frá Steindór Hjör-
leifsson leikari. Hann var í fram-
varðasveit Leikfélags Reykjavík-
ur um áratugaskeið og var
gerður að heiðursfélaga þess fyr-
ir nokkrum árum. Saga Leik-
félags Reykjavíkur og Steindórs
er samofin á seinni hluta síðustu
aldar.
Steindór fæddist í Hnífsdal
árið 1922. Hann gekk til liðs við
Leikfélag Reykjavíkur í Iðnó ár-
ið 1947 að loknu námi í Leiklist-
arskóla Lárusar Pálssonar. Á
þeim fimm áratugum sem hann
starfaði sem leikari hjá LR tók
hann að sér fjölbreytt hlutverk í
tugum leiksýninga. Meðal þeirra
eru Ofvitinn, Kirsuberjagarður-
inn, Salka Valka, Svartfugl, Gísl,
Hamlet, Hart í bak og Land
míns föður í Iðnó. Steindór var
ötull baráttumaður fyrir bygg-
ingu Borgarleikhússins og þegar
draumur Leikfélagsfólks varð að
veruleika árið 1989 lék Steindór í
opnunarsýningunni, Ljósi heims-
ins. Meðal annarra verka í Borg-
arleikhúsi voru Fló á skinni,
Þrúgur reiðinnar, Eva Luna og
Horft frá brúnni. Steindór hlaut
Silfurlampann, viðurkenningu
leiklistargagnrýnenda, árið 1961
fyrir hlutverið Jonni Pope í
Kviksandi.
Steindór var fjölhæfur leikari,
hann var hlýr og bjó yfir mikilli
samsömunarhæfni. Hann dró
upp sterkar og minnisstæðar
persónur, og þótt það hafi ekki
verið stórt hlutverk, Lipari slátr-
ari í leikriti Arthurs Millers,
Horft frá brúnni, hverfur mér
ekki úr minni myndin af Stein-
dóri og Margréti Ólafsdóttur,
konu hans, sem lék slátrarafr-
úna, á stóra sviði Borgarleik-
hússins.
Auk þess að vera í hópi sterk-
ustu leikara þjóðarinnar um ára-
bil sinnti hann ýmsum öðrum
störfum á leiklistarsviðinu.
Steindór leikstýrði fimm verkum
fyrir LR, þar á meðal leikritinu
Equus (1975) sem er mörgum
leikhúsunnendum enn í fersku
minni. Steindór var ráðinn fyrsti
dagskrárstjóri Sjónvarps og
vann þar mikið brautryðjanda-
starf. Í hans tíð blómstraði inn-
lend dagskrárgerð þar sem lögð
var áhersla á metnaðarfullt leikið
efni. Undir hans stjórn var ráðist
í frumframleiðslu sjónvarps-
mynda, fyrsta áramótaskaupinu
var hleypt af stokkunum, Stund-
in okkar var þróuð og fjölmörg-
um leikhúsuppsetningum var
sjónvarpað. Steindór var í stjórn
LR í aldarfjórðung, þar af sinnti
hann formennsku í fimmtán ár.
Við, Leikfélagsfólk, stöndum í
ævarandi þakkarskuld við hann
og aðra sem lögðu grunninn að
því leikhúsi sem við störfum við í
dag.
Leikarinn Steindór Hjörleifs-
son er samofinn æskuminningum
mínum um magnaðar leikhús-
upplifanir í Iðnó. Ég man hvern-
ig röddin fyllti rökkvaðan salinn í
Iðnó og hvernig túlkun hans í
sýningunni Gísl snerti mig djúpt.
Síðar kynntist ég Steindóri og
Grétu þótt ég hafi því miður
aldrei notið þess að vinna með
þeim. Úr andlitum þeirra indælu
hjóna skein ætíð glaðværð og
einstök elska fyrir leikhúsinu.
Ég minnist þeirra með mikilli
hlýju og er þakklátur fyrir þann
hlýhug sem þau sýndu mér og
leikhúsinu sínu alla tíð. Ég votta
fjölskyldu og öllum aðstandend-
um djúpa samúð. Minningin um
Steindór og Grétu mun lifa með-
al allra sem til þeirra þekktu.
Með kveðju frá starfsfólki
LR – Borgarleikhússins,
Magnús Geir Þórðarson,
leikhússtjóri.
Fallinn er frá einn af okkar
ástsælustu leikurum, Steindór
Hjörleifsson.
Steindór var ákaflega vinsæll
og virtur af félögum sínum og
kom hann víða við á langri
starfsævi, lék mikið og leikstýrði
og er nafn hans nánast samofið
nafni Leikfélags Reykjavíkur
þar sem hann starfaði lengst af
og gegndi þar ýmsum trúnaðar-
störfum.
Hann var félagsmaður í Fé-
lagi íslenskra leikara í yfir 60 ár
og fékk gullmerki félagsins árið
1991 fyrir langt og óeigingjarnt
starf í þágu leiklistarinnar.
Ég ætla ekki að rekja hér
langan og farsælan feril Stein-
dórs en vil segja að okkur er
mikil eftirsjá að þessum elsku-
lega og hjartahlýja manni sem
ávallt var til staðar þegar til
hans var leitað og verður hans
ætíð minnst með hlýhug og virð-
ingu. Fyrir hönd Félags ís-
lenskra leikara sendi ég Ragn-
heiði og Jóni, börnum þeirra og
öðrum aðstandendum innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Randver Þorláksson,
formaður Félags
íslenskra leikara.
Fleiri minningargreinar
um Steindór Gísli Hjörleifs-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Steindór Gísli
Hjörleifsson
Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma
og langamma,
SVANHVÍT SIGURÐARDÓTTIR,
lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn
16. september.
Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug.
Útförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk.
Okkar innilegustu þakkir sendum við starfsfólki Droplaugarstaða.
Heimilisfólki á A-gangi, 3. hæð, og aðstandendum þeirra
þökkum við samfylgdina.
Katrín Gísladóttir, Árni E. Stefánsson,
Guðný Rósa Gísladóttir,
Sif Björk Hilmarsdóttir, Guðmundur Pálsson,
Ylfa Kristín K. Árnadóttir,
Svanhvít Yrsa Árnadóttir, Erling Daði Emilsson
og Hilmar Þorgnýr Hákonarson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓSKAR BJÖRN GUÐMUNDSSON,
Miðhvammi,
Húsavík,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga,
Húsavík, sunnudaginn 23. september, verður
jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju
miðvikudaginn 3. október kl. 14.00.
Alda Guðmundsdóttir,
Svandís Óskarsdóttir, Helgi Jóhannsson,
Jóhanna Óskarsdóttir, Óskar Tómas Björnsson,
María Óskarsdóttir, Einar Þór Kolbeinsson,
Guðmundur Karl Óskarss., Hanna Jóna Geirdal Guðmd.,
Aðalsteinn Óskarsson, Halldóra Kristjánsdóttir,
Hafliði Óskarsson, Gabriela Lecka,
Friðbjörn Óskarsson, Ingibjörg María Karlsdóttir,
Jónas Óskarsson, Lovísa Ósk Skarphéðinsdóttir,
Kristbjörn Óskarsson, Anna María Bjarnadóttir,
Bjarni Sigurður Aðalgeirss., Jóhanna Rannveig Pétursd.,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURÐUR ÁSGEIR KRISTJÁNSSON,
Grandavegi 47,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 2. október kl. 15.00.
Erna Jensdóttir,
Rafn Sigurðsson, Suzanne Sigurðsson,
Sigurður Þór Sigurðsson, Hjördís Bergsdóttir,
Jens Sigurðsson, Patrica Sequra Valdes,
barnabörn og langafabörn.
✝
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
SVEINN PÁLMAR JÓNSSON,
er látinn.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Elínborg J. Pálmadóttir, Jón G. Sveinsson,
Sóley Jónsdóttir, Helgi Pétursson,
Fjóla Jónsdóttir, Jón Ari Jónsson,
Lilja Jónsdóttir, Kristóbert Fannberg Gunnarsson
og systrabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn,
BJÖRN KRISTJÁNSSON
verslunarmaður,
Austurgerði 1,
Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 21. september.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Auður B. Hauksdóttir.
✝
Elsku hjartans maðurinn minn, pabbi okkar,
tengdapabbi, afi og langafi,
SIGURBJÖRN ÁRNASON,
Goðatúni 34,
Garðabæ,
lést þriðjudaginn 25. september.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ
miðvikudaginn 3. október kl. 13.00.
Kristjana Kristjánsdóttir,
Bjarney Sigvaldadóttir, Gísli Kristinsson,
Eva Sigurbjörnsdóttir, Ásbjörn Þorgilsson,
Árni Sigurbjörnsson, Andrea Jónheiður Ísólfsdóttir,
Jón Ingi Sigurbjörnsson, Harpa Sigríður Höskuldsdóttir,
Kristján Sigurbjörnsson, Anna Lísa Gunnarsdóttir,
Margrét B. Sigurbjörnsdóttir, Hermann Ó. Hermannsson,
Anna Sigurbjörnsdóttir, Malcolm Holloway,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
VALDÍS SIGURÐARDÓTTIR,
Blönduhlíð 21, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 26. september.
Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 3. október klukkan 15:00.
Jón Vídalín Jónsson,
Adda Björk Jónsdóttir, Björgvin Friðriksson,
Erla Bára Jónsdóttir,
Sigurður Rúnar Jónsson, Selma Thorarensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má
finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má
smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi
lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Minningargreinar