Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 12
VIÐTAL Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Skuldir Grikklands eru tæplega viðráðanlegar eins og þær standa nú að mínu mati og það verður að finna nýjar leiðir til að leysa vandann. Annaðhvort þarf að lækka þá vexti sem við greiðum af lánunum eða finna nýjar leiðir til þess að kaupa upp grísk ríkisskuldabréf. Mín skoð- un er þó að með aðstoð evrópskra fé- laga okkar munum við komast út úr kreppunni,“ segir Antonios Vlav- ianos, sendiherra Grikklands á Ís- landi, um efnahagskrísuna í heima- landi sínu. Hann segir kreppuna þar hafa verið óvænta fyrir almenning því fólk hafi ekki gert sér grein fyrir því hve skuldir landsins voru miklar. „Kreppan hefur valdið mikilli skerðingu á lífeyri og launum fólks og, opinberum útgjöldum. Það hefur valdið miklum samdrætti, um 20% á þessu ári. Það er umtalsvert. Afleið- ingin er sú að atvinnuleysi hefur rokið úr 7% í 22%. Því miður hafa opinberar skuldir ekki minnkað vegna neyðarlánanna sem við höfum fengið. Þær eru nú 170% af vergri landsframleiðslu,“ segir Vlavianos. Bjartari tíð framundan Sendiherrann vill þó meina að nú þegar séu jákvæð teikn á lofti um að gríska hagkerfið sé að rétta úr kútn- um. Í ár sé til dæmis gert ráð fyrir hallalausum fjárlögum og sam- kvæmt útreikningum verði hag- vöxtur árið 2014 í fyrsta skipti frá því að áfallið dundi yfir þjóðina. Í millitíðinni má grískur almenn- ingur hins vegar þola miklar þreng- ingar. „Það er satt að Grikkir ganga nú í gegnum mjög erfitt tímabil; atvinnu- leysi og launaskerðingar. Þeir eru þó mjög ákveðnir í að halda sig við evruna. Samkvæmt skoðanakönn- unum vill mikill meirihluti, yfir 70%, að Grikkland haldi sig innan evru- svæðisins,“ segir Vlavianos. Ekki gríðarlegur fólksflótti Þekkt er að þegar lönd verða fyrir efnahagslegum skakkaföllum hverfa margir landsmenn til annarra landa í leit að tækifærum og betra lífi. Sú hefur einnig verið raunin í Grikk- landi. Vlavianos segir að margir hafi leitað til Ástralíu þar sem að fyrir sé stórt grískt samfélag sem telji allt að einu milljón manna auk þess sem áströlsk stjórnvöld taki árlega við um 150.000 innflytjendum alls stað- ar úr heiminum. Þá hafi margir leit- að til Þýskalands og Bandaríkjanna. Sendiráð Grikklands í Osló annast samskiptin bæði við Noreg og Ísland en þangað til lands hafa margir Ís- lendingar flúið kreppuna hér. Sendi- herrann segir hins vegar að sam- landar sínir hafi ekki leitað þangað. „Nei, Noregur er ekki óskaá- fangastaðurinn, kannski af veð- urfarslegum aðstæðum sem eru Grikkjum andstæðar!“ segir hann og hlær. „Ég myndi þó ekki segja að það væri gríðarlegur fólksflótti frá Grikklandi. Það er mest ungt fólk sem fer því atvinnuleysið er mest hjá því, allt að 50% ungs fólks er án vinnu.“ Þróa endurnýjanlega orku Vlavianos segist bjartsýnn á fram- tíð Grikklands þrátt fyrir allt. Land- ið sé líklega á botninum núna en það eigi eftir að rétta úr kútnum. „Grikkir eru bjartsýnir að upp- lagi. Við eigum nokkra sterka grunnatvinnuvegi sem hafa haldið velli nokkuð vel þrátt fyrir krísuna. Á þessu ári koma til dæmis um sex- tán milljónir ferðamanna til Grikk- lands og þá eigum við einn stærsta fraktskipaflota heimsins, þó að sá geiri sé reyndar háður efnahags- ástandi heimsins. Þetta eru und- irstöðurnar tvær en við þurfum einnig að þróa endurnýjanlega orku- gjafa,“ segir hann. Stór verkefni eru nú í undirbún- ingi til að beisla sólarorku og selja til Evrópu og einnig vindorku við Eyja- haf að sögn sendiherrans. Þá segir hann mörg grísk fyr- irtæki lofa góðu fyrir framtíðina um þessar mundir jafnvel þrátt fyrir efnahagsáfallið. Ný kynslóð af fjár- sýslumönnum sé komin upp sem búi yfir góðum hugmyndum. Þá segir hann að efnahagskrísan hafi haft jákvæð áhrif í för með sér fyrir landið. „Hún var meginástæðan fyrir því að gríska ríkið var endurskipulagt og opinberi geirinn var skorinn nið- ur þannig að hvatinn til þróunar kemur núna frá einkageiranum,“ segir Vlavianos. Jákvæð teikn á lofti í Grikklandi Morgunblaðið/Eggert Heimsókn Antonios Vlavianos, sendiherra Grikklands í Noregi og á Íslandi, var staddur hér á landi í vikunni.  Skuldakrísan kom grískum almenningi að óvörum, segir sendiherra  Mikill meirihluti Grikkja vill að landið haldi áfram í evrusamstarfinu  Áfallið varð hvati að endurskipulagningu ríkisins 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Gömlu, góðu gildin 5. sæti Jakob F. Ásgeirsson Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 24. nóvember Ríkisábyrgðarsjóður hefur komið með ábendingar til fjármálaráðu- neytis eftir athugun á lánasamningi ríkisins og Vaðlaheiðarganga hf. um fjármögnun gangagerðarinnar. Því er ljóst að ekki hefur tekist að ljúka málinu í þessari viku og koma málinu á næsta stig eins og stefnt hefur verið að. Alþingi samþykkti í vor heimild til að ríkið veitti fyrirtækinu lán til að greiða fyrir gangagerðina. Drög að lánasamningi hafa legið fyrir um tíma og verið til athugunar hjá Rík- isábyrgðarsjóði. Þá hefur innanrík- isráðuneytið verið með til athug- unar verksamning við Vaðla- heiðargöng hf. um rekstur ganganna og innheimtu veggjalds. Katrín Júlíusdóttir fjármála- ráðherra kvaðst eiga von á því að niðurstaða Ríkisendurskoðunar myndi liggja fyrir í þessari viku ásamt verksamningi frá innanrík- isráðuneytinu þannig að umgjörðin yrði ljós. Kom þetta fram í umræðum á Al- þingi 15. þessa mánaðar, eftir fyr- irspurn Kristjáns L. Möller alþing- ismanns. Vonaðist hún til þess að eftir það færi verkefnið fljótlega af stað. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Biðstaða Unnið hefur verið að undirbúningi framkvæmda í Vaðlaheiði þótt ekki hafi verið gengið frá samningum um fjármögnun gangagerðarinnar. Skilað ábendingum vegna lánasamnings Ísland og Grikkland eiga það sam- eiginlegt að löndin hafa bæði gengið í gegnum mikil efnahagsleg áföll undanfarið, þó afleiðingarnar hafi ekki orðið eins alvarlegar fyrir al- menning hér á landi. „Líkindin eru þau að bæði lönd hafa orðið fyrir verulegum efna- hagslegum skakkaföllum en orsak- irnar voru hins vegar ólíkar. Á Íslandi voru það einkafyrirtæki, aðallega bankarnir, sem ollu ástandinu en í Grikklandi var það opinberi geirinn sem bar ábyrgðina,“ seg- ir Vlavianos. Hann segir Grikki fylgjast vel með málum á Íslandi í kjölfar hrunsins. „Von- andi komumst við brátt út úr kreppunni eins og Ísland.“ Fylgjast með málum á Íslandi GRIKKIR OG ÍSLENDINGAR FÓRNARLÖMB EFNAHAGSÁFALLA Frá mótmælum í Grikklandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.