Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 33

Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 33
FRÉTTIR 33Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Verslunin Frú Lauga mun í desem- ber færa út kvíarnar og verður ný verslun opnuð í miðbæ Reykjavík- ur, en síðustu þrjú ár hafa hjónin Arnar Bjarnason og Rakel Hall- dórsdóttir rekið verslunina á Laugalæknum. Í samtali við mbl.is segir Rakel þau ekki hafa verið að leita mark- visst að nýju húsnæði, en að ákveðið hafi verið að slá til þegar húsnæðið á Óðinsgötu 1 bauðst þeim. „Fólk var alltaf að spyrja okkur hvort við færum ekki að opna búð niðri í bæ,“ segir Rakel um þá ákvörðun að mið- bærinn hafi verið valinn. Að hennar sögn er verslunin í gömlu hesthúsi, sem er ekki óviðeigandi þar sem Frú Lauga sérhæfir sig í vörum beint frá bændum. Hjá Frú Laugu fást aðallega íslenskar vörur sem Rakel segir að komi frá bændum vítt og breitt um landið. Þær eru allar náttúrulegar og margar hverj- ar komnar með lífræna vottun. Nánar á mbl.is. Frú Lauga opnuð við Óðinsgötu í desember Morgunblaðið/Kristinn Frú Lauga Eigendur verslunarinnar Frú Lauga, þau Arnar Bjarnason og Rakel Halldórsdóttir, með tveimur dætra sinna en þau hjón eiga fimm börn. 11 milljarða króna rekstrarhagn- aður varð fyrstu 9 mánuði ársins hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Í fréttatilkynningu segir að þessi árangur hafi styrkt verulega getu fyrirtækisins til að greiða af þeim miklum skuldum sem á rekstrinum hvíla. Samkvæmt 9 mánaða upp- gjöri 2012 var framlegðin 17,8 milljarðar króna og rekstrarhagn- aður EBITA 11 milljarðar króna á tímabilinu. Hlutfall milli fram- legðar frá rekstrinum og skulda sé nú orðið svipað og fyrir hrun. Ráðist hafi verið í og ráðist verði í margvíslegar aðgerðir sem miði að því að bæta sjóðstöðu fyrirtæk- isins um 50 milljarða króna til árs- loka 2016. Að loknum fyrstu níu mánuðum ársins 2012 sé árang- urinn um 1,2 milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir. Að auki hafi heildaráhrif ytri þátta – vaxta, álverðs og gengis – reynst hagstæð- ari en ráð var fyrir gert. Eignasala hafi þó gengið hægar en ráð var fyrir gert. Hagnaður 11 milljarðar SAS kynnir 45 nýja áfangastaði fé- lagsins í gær. Flogið verður til flestra þeirra frá Noregi og verður opnað fyrir sölu til staðanna næst- komandi mánudag og þessar ferðir munu hefjast á næsta ári. Meðal þessara nýju áfangastaða eru sex nýir í Suður-Evrópu og San Fransisco í Bandaríkjunum, en þangað verður flogið sex sinnum í viku hverri. Fyrir fjórum dögum hékk fram- tíð SAS á bláþræði, en nú hyggjast forráðamenn félagsins heldur bet- ur færa út kvíarnar. Auk þessara nýju áfangastaða stendur til að selja eina milljón flugmiða með verulegum afslætti innan tíðar. SAS fjölgar áfangastöðum sínum um 45 Nóvembermánuður hefur verið líf- legur á hlutabréfamarkaði, sam- kvæmt Morgunkorni Íslandsbanka. Þar kemur fram að hlutabréf í Eim- skip hækkuðu um 5% fyrstu vikuna sem félagið var skráð á markaði. „Markaðsvirði hlutabréfa Eim- skips er rúmlega 43 ma.kr. sem ger- ir félagið að þriðja stærsta félaginu á markaði á eftir Marel og Össuri. Markaðsvirði hlutabréfa Marels er tæplega 97 ma.kr. og markaðsvirði bréfa Össurar er 82,3 ma.kr. Á heild- ina litið er markaðsvirði hlutabréfa þeirra 6 félaga sem eru potturinn og pannan á íslenskum hlutabréfa- markaði um þessar mundir 300 milljarðar. Það sem af er nóvember hefur Úr- valsvísitalan OMXI6 hækkað um 2%, en frá áramótum talið nemur hækkun vísitölunnar 9%. Nóvember líflegur í Kauphöll Morgunblaðið/Styrmir Kári Kauphöllin Nóvembermánuður hef- ur verið líflegur í Kauphöllinni.  Eimskip hækkaði um 5% fyrstu vikuna Seth Godin er einn helsti markaðsgúrú heimsins í dag, metsöluhöfundur og sannkölluð rokkstjarna í markaðsfræðunum. Í fyrirlestrinum fjallar hann um mikilvægi skapandi hugsunar í starfsemi fyrirtækja og hvernig hún getur gerbreytt viðskiptahugmyndum og viðskiptaháttum með undraverðum árangri. Auk Seth tala á ráðstefnunni Magnús Scheving, stofnandi og hugmyndasmiður Latabæjar og George Bryant, stofnandi Brooklyn Brothers. Fundastjóri: Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona Magnús Scheving George Bryant Þóra Arnórsdóttir Skráning og nánari upplýsingar á www.imark.is Það vill enginn markaðsmaður missa af þessu! #imark

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.